Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 41
Tafla 6. Hvítgreni, Summit Lake, gróðursett 1965 í Ljósárkinn á Hallormsstað
Gróskuflokkur Aldur Trjáfjöldi Meðal- Meðal- Yfirhæð Grunn- Bolrúm- Meðalárs-
ár á þvermál hæð flötur mál vöxtur
ha cm m m m2/ha m3/ha m3/ha
1. Gróskuflokkur
Standandi tré 39 5.800 8,50 7,40 9,65 32,14 137,50 4,05
Felld tré 39 3.800 7,80 5,90 7,12 14,08 55,00 1,60
Eftir grisjun 39 2.000 8,80 8,14 9,65 17,35 82,50 2,45
Eftir 5 ár 44 2.000 11,80 9,55 11,70 21,36 109,80 2,90
2. Gróskuflokkur
Standandi tré 39 4.600 * 3,41 5,65
Heimild: Lárus Heiðarsson
* Athugasemd um meðalþvermál: Aðeins 100 tré á ha náðu 1,3 m hæð (þar sem þvermál er mælt), og var
meðalþvermál þeirra aðeins 1,5 cm. Þetta er svo óverulegt, að því er sleppt úr í töflunni.
Veðurþoi
Fullvfst er að HG er ekki eins
stormþolið og SG, enda dæmi-
gert meginlandstré. Saltrok þolir
það illa.
Sjúkdómar og meindýr
Ekki er kunnugt um annað
áreiti af sveppum en barrtrjáátu,
sem getur hrjáð allar greniteg-
undir, en hefir ekki gert það hing-
að til hér á landi að neinu ráði.
Sitkalús og köngulingur áreita
HG mjög, einkanlega lúsin. Hún
virðist fara enn verr með HG
heldur en SG.
Sitkabastarður
Svæðið á Kenaiskaganum, þar
sem HG og SG mætast er sýnt á
kortinu á bls. 25. Það er einkum
frá Seward upp til Lawing og
Moose Pass og svo aftur vestan á
skaganum ofan við Homer
(Homer Hills).
Það er héðan, sem fræ af sitka-
bastarði (SB) hefir verið sótt.
Fyrstu íslendingar, sem söfnuðu
fræi af SB voru Jón H. Björnsson
1951, Óli Valur Hansson, 1952 og
Ágúst Árnason, 1958. ÓliValur
og Ágúst segja báðir þetta: „Við
dæmdum þetta nær eingöngu
eftir könglum trjánna. Könglar,
sem við dæmdum SB höfðu ein-
kenni einhvern veginn mitt á
milli einkenna HG og SG".
34. mynd. Sitkabastarður á Snæfoksstöðum í Gnmsnesi.
Mynd: S. Bl„ 14-10-00.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004
39