Skógræktarritið - 15.05.2004, Side 27
Fræbankar sitkagrenis og hvítgrenis
í Alaska fyrir íslenska skógrækt
Öflun trjáfræs í Alaska er í
rauninni spennandi saga íslensk-
um skógræktaráhugamönnum. í
þeirri sögu er sitkagrenið at-
kvæðamest. Hákon Bjarnason
skógræktarstjóri (1935-1977)
vakti fyrst alvarlega athygli á
þessari trjátegund í grein í Ársriti
Skógræktarfélags fslands 1934 og
enn frekar í mörgum greinum í
sama riti síðar. Hann hafði
tröllatrú á sitkagreninu fyrir fs-
land, og reynslan hefir staðfest
réttmæti hennar.
Fræöflunarsagan til 1977er
rakin í grein, sem höfundur þess-
arar greinar skrifaði í afmælisrit
til heiðurs Hákoni Bjarnasyni sjö-
tugum 1977. „Skógarmál" nefnist
ritið, en greinin „Innflutningur
trjátegunda til íslands." En
langftarlegasta og nákvæmasta
heimildin er ritið „Fræskrá 1933-
1992.1. Barrtré" eftir Baldur Þor-
steinsson. Skógrækt ríkisins
1994.
Á kortinu, sem fellt er inn í
þennan kafla, er sá hluti Alaska,
sem íslendingar hafa sótt nær
allt sitkagrenið til, og raunar fleiri
tegundir (sjá kaflann um hvft-
greni). Af 30-40 kvæmum sitka-
grenis hafa 94% af fræi komið frá
sex svæðum sem merkt eru á
þessu korti: Homer 26%, Seward
20%, Cordova 16%, Macleod 13%,
Pigot Bay 12% og Point Paken-
ham 7%. Þessi nöfn hljómuðu í
eyrum eldri skógræktarmanna á
íslandi í 3-4 áratugi, og urðu hluti
af hugsun þeirra og tilveru.
Æskilegt er, að hinir yngri kannist
við þau, alveg sérstaklega
Homer, Seward og Cordova, sem
lögðu okkur til 60% af öllu sitka-
grenifræi úr heimkynnum þess.
Nýjar kynslóðir tegundarinnar á
íslandi munu líklega um alla
framtfð geta rakið ætt sína til
þessara sex kvæma, þótt fræið
verði ekki lengur sótt vestur til
Alaska.
»\'e1
• Palmer
0Pioneer Peak
^AGoat Creek
5 O r °Anchorage Pakenham
Point
tz Creek
»
Homer
Portlock
Summit
Lake®
^ Moose
Kenai Lake#^ass
^Lawing
' • Seward
Pigot-
Bay m
Prins Williams-
flói
I MacLeod
Cordova
Alaska-
flói
Yakut
Teikning: Smári Þórhallsson
SKÓGRÆKTARRITiÐ 2004
25