Skógræktarritið - 15.05.2004, Qupperneq 26
17. mynd. Sitkagreni íTunguskógi í Fljótshlíð.
Gróðursett um miðjan 6. áratug síðustu aldar.
Mynd: Hrafn Óskarsson. 28-02-04.
á S-og SV-landi. Fyrirþví
var Haukur Ragnarsson til-
raunastjóri Skógræktarinn-
ar sendur til Alaska til þess
að safna miklu fleiri kvæm-
um af þessum trjátegund-
um en áður höfðu verið
ræktuð hér. Hann kom
með alls 17 kvæmi af SG
ogSB.
Lagðir voru út til-
raunafletir á 7 stöðum til
þess að bera kvæmin sam-
an:
Selskógi í
Skorradal 1970 14 kvæmi
Ásólfsstöðum í
Þjórsárdal 1970 12 kvæmi
Vífilsstaðahlíð í
Heiðmörk 1972 22 kvæmi
Bakkakoti í
Skorradal 1972 14 kvæmi
Þjórsárdal 1972 10 kvæmi
Jórvík í Breiðdal 1973 7 kvæmi
Gilá í Vatnsdal 1973 6 kvæmi
f rammagreininni Fræbankar SG og
HG f Alaska er skýrt frá þvf, hvaða
kvæmi hafa verið ræktuð mest á ís-
landi til þessa. Hvernig voru þau val-
in? Það var fyrst og fremst með sam-
anburði á veðurfarsbreytum á íslandi
og í Alaska (climatic matching), sem
Hákon Bjarnason gerði strax á fjórða
áratug síðustu aidar og byrjun hins
fimmta. Hann gerði grein fyrir þessu í
einni af mikilvægustu greinum, sem
hann skrifaði á sfnum langa rithöfund-
arferli, íÁrsriti Skógræktarfélags ís-
lands : „Um ræktun erlendra trjáteg-
unda" 1943. Þetta var vegvísir okkar
næstu 20 árin.
Aprílveðrið 1963 setti strik f reikning-
inn, að því er varðaði SG og alaskaösp
Með f tilrauninni voru
sums staðar íslensk kvæmi
og líka af öðrum greniteg-
undum.
Bakkakot og Gilá féllu úr
leik vegna vanhalda (aðal-
lega ógurlegur grasvöxtur),
en á hinum fjórum stöðun-
um tókst tilraunin vel. í
Selskógi og Þjórsárdal hafa
tilraunirnar verið teknar út
af stúdentum við skógrækt-
arháskólana í Noregi og
Svíþjóð, og voru það
kandidatsverkefni þeirra. í
Jórvfk og Vífilsstaðahlíð
hefir Þórarinn Benedikz,
sérfræðingur á Mógilsá,
tekið tilraunirnar út. Nýjustu út-
tektirnar á öllum fjórum stöðum
voru gerðar, þegar 29 ár voru lið-
in frá gróðursetningu.
Aðeins 6 af hinum 17 kvæmum
eru á öllum fjórum stöðunum.
Hér er enginn kostur að greina
tölulega frá niðurstöðum, en að-
eins kynntar ályktanir, sem draga
má af þeim:
* Fimm kvæmin með hæstu
meðalhæð eru flest af
Kenaiskaganum eða vestan
við Cooksfjörð, þar sem
blöndun við HG á sér stað.
* Athygli vekur, að í Vffilsstaða-
hlíð er Yakutat hæst, en sá
staður er syðstur þeirra á
meginlandi Alaska (þrír eru á
eyjum sunnar) Þar er SG
hreint.
* Þjórsárdalur og Vífilsstaða-
hlíð sýna svipaða meðalhæð,
Selskógur fvið lægri, en Jórvfk
áberandi lægsta.
* Johan Holst, sem tók út Þjórs-
árdal og Selskóg 1999, álykt-
ar: „Kvæmin frá Kenaiskaga
og svæðum norðan við hann
sýna öll góðan árangur og eru
meðal þeirra, sem eru álitleg-
ust í skógrækt. Þau hafa góða
bollögun, litla bolmjókkun og
öflugan vöxt. Seward - kvæm-
ið skarar fram úr. SB er álit-
legra en hreint SG."
* Niðurstaða Peter Fredmans
tíu árum áður er nánast sam-
hljóða.
Skuggalegur bakþanki læðist
að manni, þegar niðurstöður
þessarar fyrstu víðtæku kvæma-
tilraunar með SG og SB eru skoð-
aðar:
Álitlegustu kvæmin eru ná-
kvæmlega frá þeim svæðum f
Alaska, sem fóru verst út úr apríl-
veðrinu 1963!
En ég á dálitla huggun í poka-
horninu: Þegar Jón Helgason
landbúnaðarráðherra fól Skóg-
rækt rfkisins um miðjan 9. áratug
24
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2004