Skógræktarritið - 15.10.2005, Page 85

Skógræktarritið - 15.10.2005, Page 85
St. )ohn's Höfuðborg Nýfundnalands var gefið nafn sitt af Giovanni Caboto, sem sigldi undir ensku flaggi og er því betur þekktur sem lohn Cabot. Hann tók land í St. lohn's þann 24. júní árið 1497 (sem er Jónsmessa, er á ensku kallast Feast of St. lohn the Baptist og af því dregur borgin nafnið) og er St. John's oft talin elsta borg Nýja heimsins (eru byggðir frumbyggja greinilega ekki taldar með!). Staðurinn var ákjósanlegur hafnarstaður, fengsæl og óspillt fiskimið skammt undan og hvergi í hinum Nýja heimi var styttra til Evrópu. Staðurinn varð því fljótt tímabundin verstöð evrópskra fiskimanna. Bretar, Frakkar og Hollend- ingar börðust um yfirráðin en svo fór að lokum um 1620 að Bretar náðu að mestu yfirráðum, þótt Frakkar og Hollendingar gerðu nokkrar atlögur á bæinn fram á 18. öld. í kjölfarið voru varnir um bæinn efldar og samfélagið fór að vaxa og dafna. Gamlar áhugaverðar byggingar eru fáar, því fyrir utan atlögur Frakka og Hollendinga hefur bærinn ítrekað lent f brunum. Á hæðinni Signal Hill rétt austan hafnarinnar er Cabot Tower sem vfgður var 1897 til minningar um að 400 ár voru þá liðin frá komu John Cabot til staðarins og er þaðan gott útsýni yfir borgina og nánasta umhverfi hennar. Miðbærinn, með verslunargötum og veit- ingahúsum, er á afmörkuðu svæði ofan hafnarinnar en hefðbundnir stórmarkaðir eru dreifðir um borgina f úthverfum. íbúar borgarinnar eru nú um 100 þúsund en allt höfuðborgarsvæðið telur um 170 þúsund íbúa. Sí. }ohris séS frá toppi Signal Hill. Mynd: Alexander Robertson. byggt fyrir komu Evrópumanna. Á eyjunni bjuggu tveir indfána- þjóðflokkar-Mi’kmaq (Micmac) og Beothuk. Mi’kmaq-indíánar komu af meginlandinu og settust líklega að á eyjunni rétt fyrir eða um svipað leyti og fyrstu Evrópu- mennirnir komu. Þeir búa nú um alla eyjuna, en stærstu byggðir þeirra eru á suðurströndinni, þar sem er opinbert verndarsvæði þeirra. Beothuk-indíánar höfðu hins vegar verið á eyjunni tölu- vert lengur, þótt þeir hafi líkast til aldrei verið mjög fjölmennir, en talið er að fjöldi þeirra hafi verið um 1000-2000 manns þegar Evrópumenn komu til Nýfundna- lands (það gæti þó verið, eins og með aðra frumbyggja Ameríku, frekar vanmat en ofmat). Beothuk-indíánar dóu út á 19. öldinni, en „lifa’’ þó áfram í skjaldarmerki Nýfundnalands og Labrador. Ágrip af sögu Nýfundnalands Frakkar og Bretar deildu lengi um Nýfundnaland, en það varð á endanum bresk nýlenda. Það fékk kjörna stjórn árið 1832 og heima- stjórn árið 1855. Um 1880 voru hefðbundnar fiskveiðar í hámarki en tóku ekki lengur við vaxandi fjölda vinnandi fólks. í kjölfarið hóf ríkisstjórnin að reyna að auka aðra nýtingu og iðnað, sérstak- lega á landi, og hefur sú stefna staðið fram á okkar daga, þótt ekki hafi það alltaf tekist sem skyldi. Upp úraldamótum 1900 fóru tekjur af fiskveiðum að minnka töluvert, sem Ieiddi til verulegra efnahagsvandræða og heimskreppan á 3,- 4. áratug 20. aldar jók enn á þau, en talið er að sjöundi hver Nýfundlendingur hafi flust burt í leit að vinnu á kreppuárunum. Ein afleiðing af bágu efnahagsástandi var að árið 1934 gaf Nýfundnaland eftir heimastjórnina. Seinni heims- styrjöldin hafði hins vegar, eins og hjá okkur íslendingum, jákvæð efnahagsleg áhrif þar. Árið 1941 gerðu Bandaríkjamenn samning við Breta um herstöðvar á Ný- fundnalandi og koma hersins leiddi, eins og á íslandi, til inn- streymis fjármagns og aukinnar atvinnu. Það voru svo loforð um betri tekjur og þjónustu sem leiddu til þess að árið 1949 var ákveðið, með naumum meiri- hluta í almennri kosningu á Nýfundnalandi, að ganga inn í Kanada. Kanadamenn sóttust nokkuð eftir innlimun Nýfundna- lands, þar sem þeir óttuðust að það myndi ganga inn í Banda- ríkin ella, en vegna veru banda- rískra herstöðva höfðu Banda- ríkjamenn töluverð áhrif þar. Á 8. áratug 20. aldar hófst svo um- ræða um réttmæti þessarar ákvörðunar og hefur sú umræða haldið áfram fram á þennan dag. Upp úr 1990 var orðið ljóst að þorskstofninn, sem hafði verið grundvöllur stórs hluta efnahags- lífs Nýfundnalands síðan á 16. öld, var að hruni kominn, sem SKÓGRÆKTARRITIÐ 2005 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.