Fróðskaparrit - 01.01.1970, Qupperneq 185
Um slafak og marinkjama
193
etid, lætur menn vel sofa; f>ad má og f>urka sem sol.«3 Chr.
Matras hefur bent á, að svipuð merking komi fram hjá Jóni
Ólafssyni frá Grunnavík (1705—1779) í Ichthyologia: »af J)ví
hún ([). e. fiskilúsin) hefr [)ar meira viðrværi, sem slafakid
er meira.«4
í nútíðarmáli er slafak [)ekkt á Norðausturlandi í merk-
ingunni ‘slý í sjó’, ‘slý, sem sezt á net í sjó’, ‘gulgræn gróður-
myndun á byrðingi skipa og báta’, ‘fíngerður sjávargróður,
sem stundum rekur í net og sezt á uppistóður og dufl, sem
lengi liggja í sjó’, ‘grænleitt slý, slýhimnur, sem rekur með
f)ara’.
2. 1 lýsingu á Laxá í Pingeyjarsýslu segir: »Annars er mjóg
erfitt að hafa lagnet í Laxá, [>ví f)au fyllast mjóg fljótt af
mosa og slýi (slavaki) úr ánni.«5 1 Lógum um lax- og silungs-
veiði, nr. 53, 5. júní 1957, 29. gr., segir: »Eigi má nota tvó-
fóld net. 1 straumvatni, sem mikið ber með ser af slýi eða
slafaki, má J)ó hafa net til varnar fyrir reki [)essu.«6
1 nútíðarmáli er slafak allvíða til í ápekkri merkingu,
pannig t. d. ‘slýgróður í vatni’, ‘grænt slý á steinum í lækjum’,
‘vatnagróður, sem losnar og rekur fyri straumi [>ar til er hann
safnast saman og sezt í lygnu við bakka’, ‘mor, rek og drasl,
sem sezt í net í ám og vótnum’.7
3 Halldór Hermannsson, Jón Guðnwndsson and his Natural History
of Iceland (Islandica XV; Ithaca 1924), 2, Sigurdur Thorarinsson, Tefro-
kronologiska studier pá Island (Kobenhavn 1944), 169 nm., sbr. eiimig
»Atlantssiðir — Atlantsorð,« 86.
4 »Atlantssiðir — Atlantsorð,« 86—87.
5 Bjarni Sæmundsson, »Fiskirannsóknir 1900,« Andvari XXVI (Reykja-
vík 1901), 77.
6 Lagasafn II (Reykjavík 1965), 2157.
7 Heimildarmaður úr Homafirði segir: »Slafak og slikja óx f>ar sem
var lítill straumur í lækjum og einnig í uppsprettum, var fjurrkað og het
J)á tundur og var notað til að kveikja eld með tinnu og stáli, var hvít
f)unn skán.« Petta má bera saman við f>að, sem segir í Jarteinabók
Guðmundar byskups, frá f>ví um 1300: »í sama firði (f). e. Hornafirði)
vildu menn taka eld með bragðal, sem her er vani til, o(k fengu eigi.
Síðan vættu fieir slýit í brunni f)eim, er vígt hafði Guðmundr byskup,
ok með J)ví vatni tóku f)eir eldinn f)egar í stað,« Byskupa sógur II, Guðni
Jónsson bjó til prentunar (Reykjavík 1948), 514—515.