Fróðskaparrit - 01.01.1970, Síða 189
Um slafak og marinkjarna
197
og Jjvælulegt gras’ dregin, enda er |)etta hvort tveggja ekki
alveg ósvipað fljótt á litið, en útbreiðsla f)eirrar merkingar á
kortinu bendir til J)ess, að hún se nýjung.
III
1 sambandi við slafak er f>að merkingin, sem veldur erfið-
leikum, en mynd orðsins er að mestu stoðug. Hvað viðvíkur
orðinu marinkjarni er Jaessu á annan veg farið. Merkingin
Alaria esculenta er ein og hin sama, en myndir orðsins eru
fjolmargar.
Myndunum má skipta í J)rjá flokka: 1. Myrikjarni eða
mýrikjarni. 2. Murukjarni. 3. Myndir með a eða á, en Chr.
Matras nefnir margar slíkar myndir: mararkjarni, marikjarni,
márikjarni, maríkjarni, marinkjarni, Maríukjarni, Máríu-
kjarni.le
1 grein sinni hefur Chr. Matras bent á, að myndin myri-
kjarni komi bezt heim við myndir Jtessa orðs í oðrum málum,
skozk-gelísku mircean o. s. frv., orkneysku mirkyals, hjalt-
lenzku mirkels og færeysku mirkjalli, sbr. einnig færeyska
ornefnið MyrkjanoyriM
En um |)essa mynd hefur Chr. Matras aðeins eitt dæmi.
Pað er úr riti Bjorns Halldórssonar, Gras-nytiar, 1783: »Myri-
-kiarne, siá Mari-kiarni.« Chr. Matras hefur í Jjessu sambandi
bent á, að í riti Bjarna Pálssonar, Specimen observationum,
1749, segi: »Tota hæc planta aliqvid dulcedinis præsefert, pars
Superior inferiorem, plantæ juniores Seu minores (qvæ Mari-
kiarni, Islandis, Myrrekiarni Færróensibus dicuntur) majores
dulcedine vincunt.« Pannig se hugsanlegt, að Bjórn Halldórs-
son hafi tekið upp færeysku myndina. Vegna myndarinnar
murukjarni dregur Chr. Matras J)ó J)essa ályktun: »trúligari
haldi eg tað vera, at onkustaðni í íslandi varð í 18. øld til
formurin »myrikjarni.«18
16 »Atlantssiðir — Atlantsorð,« 92—94.
17 John Cameron, The Gaelic Names of Plants (London 1883), 101,
benti á tengsl skozk-gelíska og íslenzka orðsins.
18 »Atlantssiðir — Atlantsorð,« 94—95.