Fróðskaparrit - 01.01.1970, Side 190
198
Um slafak og marinkjarna
Petta er án efa rett til getið. Heimild Bjorns Halldórssonar
er vafalaust Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar
1772. Par eru tvær myndir pessa orðs, í lýsingu Vesturlands
kemur fyrir Marenkiarne, en í lýsingu Norðurlands Myre-
kiærne.19
Dnnur heimild um mynd með y eða ý er í Lbs. 723 8vo,
frá 18. eða 19. old: »Myrenki[ar]ne kallaz alm[en]t M[ar]iu-
ki[ar]ne.« Petta virðist helzt vera blendingsmynd af myri-
kjarni eða mýrikjarni og marinkjarni, en vel kann að vera,
að petta se á einhvern hátt komið úr Ferðabók Eggerts Ólafs-
sonar og Bjarna Pálssonar.
En við pessa rannsókn hefur komið í ljós, að í nútíðarmáli
kemur fyrir myndin mýrikjarni á Norðausturlandi. Heimildar-
maður af Skjálfandi segir: »Mýrikjarni, pari lostætur fyrir fe,
góð beitarjurt, óx mikið utan í skerjum eða á brúnum skerj-
anna á vorin, útlitið var langt blað með legg í miðju, og petta
blað stóð á dálitlum pongli. Einnig murukjarni og Maríu-
kjarni, en mýrikjarni algengast á pessum slóðum.« Heimildar-
maður úr Vopnafirði, sem pó er ættaður af Skjálfanda, segir:
»Hef ekki heyrt annað en mýrikjarni um pessa tegund. Pari
pessi er pannig í útliti, að út frá fremur mjóum stofnlegg
ganga samfelldar bloðkur, sem minna nokkuð á rafabelti á
góðfiski, enda er pessi tegund góðfiski innan um aðrar para-
tegundir.«
Enn er athugandi, að myndin mýrkjarni hefur komið fram
í Ólafsfirði. Bróðir pess heimildarmanns notar pó mýrikjarni.
Hjá heimildarmanni á Dalvík hefur einnig komið fram nokkur
efi um, hvort myndin se mýrkjarni eða mýrikjarni. Myndin
mýrkjarni er mjog fornleg, en varla nógu traust til pess að
unnt se að draga af henni neinar ályktanir. Hún gæti verið
stytting á mýrikjarni. Sami heimildarmaður á Dalvík telur að
myndinni mýrarkjarni bregði einnig fyrir, en notar hana ekki
18 Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, Reise igiennem Island (Sorøe
1772), 443, 680. Aftan við pessa bók er »Tilhang om de Islandske Urter,«
og J>ar kemur fyrir Myrikierna, bls. 18.