Fróðskaparrit - 01.01.1970, Síða 196
204
Um slafak og marinkjarna
og írar og Suðureyingar geymdu smjor, en [>essi siður virðist
ekki hafa borizt til Islands. Til skinnasútunar notuðu Fær-
eyingar rót jurtarinnar Potentilla erecta á sama hátt og Irar,
Suðureyingar, Orkneyingar og Hjaltlendingar, en á Islandi er
J>essi jurt vart til nema sem flækingur og aðferðin ójiekkt.34
Reyndar getur stundum verið erfitt að skera úr um, hvort
um slík áhrif er að ræða eða ekki. Her skal rakið eitt dæmi
um [>að. f Fitjaannál segir við árið 1666: »Pá drukknaði
maður í Hvítá í Borgarfirði hjá Sámsstoðum af voltum skinn-
bát.«35 Petta mun vera eina heimildin um skinnbát á íslandi.
Pað er alkunnugt, að á írlandi og í Wales hafa skinnbátar
lengi verið notaðir, ekki sízt til laxveiða í ám.36 Hvítá er
einmitt mikil laxveiðiá og að ýmsu leyti sambærileg við ár
eins og Boyne, Shannon eða Severn. Að vísu eru Sámsstaðir
ofan við laxveiðisvæðið, en af pví verður ekkert ráðið um
notkun slíks báts. En ekki er hægt að vita, hvernig slíkur
bátur var gerður, ne heldur hvort her var um einstakt tilvik
að ræða. Pá hugmynd að gera ser skinnbát var reyndar að
finna á bókum, húðkeipar eru nefndir í Flóamanna sogu og í
Grænlendinga sógu. Pessi gáta verður pví ekki ráðin.
En vestræn áhrif í Færeyjum og á fslandi koma ekki hvað
sízt fram í notkun porunga til manneldis og í tókuorðum
peim, sem að framan er rætt um.
Pessar heimildir um tengsl vestrænna manna og norrænna
má bera saman við heimildir um tengsl norrænna manna og
Eskimóa. Meðal órfárra hugsanlegra tókuorða úr máli nor-
rænna manna á Grænlandi í máli Eskimóa er kuáneq ‘angelica’,
talið vera úr fleirtólumyndinni hvanner. En í máli Eskimóa í
Labrador kemur einnig fyrir kuanneq og merkir par ‘a kind
of edible seaweed’, hvernig sem orðið hefur annars borizt
pangað.37
84 Um petta hvort tveggja sjá »Atlantssiðir — Atlantsorð,« 74—76.
85 Annálar 1400—1800 II (Reykjavík 1927—1932), 208.
86 E. Estyn Evans, Irish Folk Ways (London 1957), 233. E. Dwelly,
The Illustrated Gaelic-English Dictionary (Glasgow 1949), 301, segir um
slíka skinnbáta: »They were once muoh in use in the Western Isles.«
87 W. Thalbitzer, »Ethnographical Collections from East Greenland,«