Fróðskaparrit - 01.01.1970, Side 201
Priðji íhaldskarl
209
verið mer hjálplegur um samanburðardæmi úr sofnum orða-
bókar háskóla íslands (OHÍ).
Fyrsta vísa
1—2 Pví veldr ár at ærer
akr búmanna spakra
Gott ár veldur pví að akrar bænda spretta vel. Einatt er
talað um að vel se ært eða illa, ellegar að vel æri (sbr. orða-
bók Blondals bls. 1052), en f>að orðalag að akr (acc.) æri er
ekki fundið annarsstaðar. Pó má kalla pað eðlilegt og auð-
skilið.
3—4 æra verðr með árum
undan dólga fundi
Vilji menn forðast fund dólga (fjandmanna) verður að róa
undan peim. Fyrri sognin æra var dregin af ár, n., pessi af ár,
f. Orðatiltakið æra undan er haft um flótta, upphaflega að
sjálfsogðu á skipum, en einnig í víðari merkingu: ‘hika við að
berjast’, ‘vægja fyrir óvinum’. Dæmi er í Páls sógu postula:
»at flyia ok undan at æra« (Postola sógur 24225), og tvívegis
er pess getið um mann sem póttist langpreyttur af ásókn
óvina sinna og var fastráðinn að láta nú skríða til skarar,
að hann grípi til pessara orða: Ingi konungur kvaðst »lengi
hafa vndan ert« (Morkinskinna, FJ 4576 7, Heimskringla, FJ
III 3891'2), og Hvamms-Sturla segir: »synv meirr pickiomz
mer (= ver) vndan æra« (Sturlunga saga, Kalund I 754'5).
Pað má telja víst að upphaflegast se orðtækið í myndinni
‘ara undan’, en stundum kemur pað fram óðruvísi: ‘eira
undan’ (Ed. Arnam. A 12, 28317, Laxdæla saga, Kalund 17812),
og er pá líklega brenglað úr hinu, af pví að mónnum var ekki
lengur ljóst hvað æra merkti. Á peim stað í Sturlungu sem
áðan var nefndur stendur eira á pappírsbókum, sbr. útg. 1817,
I 72, og sá lesháttur hefur (að parflausu) verið tekinn upp í
Reykjavíkur-útg. 1946, I 805, en sjálf Króksfjarðarbók hefur
greinilega xra, sjá Early Icelandic Manuscripts I, bl. 7v neðst
í fremra dálki.