Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 5
byrjun hélt öll pressan niðri í sér andanum og fjallaði ekkert um mál- ið nema að birta fréttir af hinum makalausa aðalfundi félagsins þar sem samþykkt var að kæra ritstjóra og ljósmyndara blaðsins fyrir róg. Aðeins Þjóðviljinn fór lítillega af stað með sjáifstæðar athuganir. Þessar athuganir Þjóðviljans hafa nú verið að færast í aukana að und- anförnu sem og annarra fjölmiðla þegar stærð málsins er að koma í ljós, og hinar viðamiklu afleiðingar gjaldþrotsins í heild blasa við. Morg- unblaðið heldur hins vegar enn að sér höndum og sýnir forráðamönn- um Hafskips fullan trúnað svo og Sjálfstæðisflokknum sem að sjálf- sögðu er djúpt sokkinn í fenið með hruni Hafskips. Blaðið birtir aðeins daglegar fréttir af endalokunum en hlífir lesendum sínum við allri rann- sóknarblaðamennsku. DV hefur einnig sýnt á sér hina réttu „frjálsu og óháðu“ hlið, þar sem stjórnarfor- maðurinn Sveinn R. Eyjólf sson og framkvæmdastjóri og útgáfustjór- inn Hördur Einarsson eru stórir hluthafar í Hafskipi og íslenska skipafélaginu og taka þátt í redding- unum af fullum krafti. Flokkablöðin eru einnig í miklum vanda stödd þíir sem skítalyktina af samtrygging- unni leggur langar leiðir og mál- gögnin verða að hleypa fýlunni út með varúð. En Þjóðviljinn reynir sem sagt, enda hin nýja yfirlýsta stefna blaðsins að refsa forráða- mönnum og þingliði Alþýðubanda- lagsins ef svo ber undir. Hins vegar á blaðið undir högg að sækja, þar sem Alþýðubandalagið á fulltrúa í bankaráði Útvegsbankans, Garöar Sverrisson, sem tekið hefur þátt í þögninni og dellunni líkt og aðrir bankaráðsmenn og bankastjórar. Toppar Alþýðubandalagsins leggja því mikinn þrýsting á Þjóðviljann þessa dagana að hann hagi sér á mannsæmandi hátt í þessu máli og skaði ekki hagsmuni flokksins. Sam- trygging komma og íhalds er því enn einu sinni komin á legginn. Fyr- ir tveimur dögum birtist grein í Þjóðviljanum um tengsl sjálfstæðis- manna við Hafskip. Nú bíðum við spennt eftir því hvort fjallað verður um frammistöðu Alþýðubandalags- ins í Hafskipsmálinu eða hvort Össur Skarphéðinsson og Óskar Guðmundsson hafa látið Svavar Gestsson og kó stinga flokkssnuð- inu upp í sig. Á meðan við bíðum getum við bara ráðlagt landsmönn- um að lesa Helgarpóstinn... "STRÍÐ OG SÖNGU R Matthías Viöar Sœmundsson —Hispurslaus frásögn litríkra listamanna Sex íslensk skáld lýsa viðhorfum sínum til lífs og dauða, trúar, ástar og listarog rekja leið sína til skáldskapar. Skáldin rekja þá reynslu sem þeim er minnisstæðust og haft hefur dýpst áhrif á þroska þeirra og lífsviðhorf. Þau eru öll fædd milh stríða og tóku út þroska sinn á miklum umbrota- tímum í sögu þjóðarinnar. Hér er margt látið fjúka sem fæstum er áður kunnugt. Guðrún Helgadóttir Álfrún Gunnlaugsdóttir Thor Vilhjálmsson Indriði G. Þorsteinsson Þorsteinn frá Hamri Matthías Johannessen Verð kr. 1.280.00. FORLAGIÐ FRAKHASn'G 6A, SÍMh 91-25188 4> ÍSLENSKIR ELSKHUGAR —viötöl viö átján karlmenn- Jóhanna Sveinsdóttir — Opinská og heiðarleg Karlmenn á aldrinum 20—75 ára ræða um ástir sínar og tilfinningamál. Hreinir sveinar og flekkaðir, skemmti- staðafolar í ævintýraleit, ráðsettir margra barna feður, Einsi kaldi úr Eyjunum og Fúll á móti. í bókinni er að finna einlægar um- ræður um ástir og tilfinningar karla— efni sem íslenskir karlmenn ræða sjaldan ódrukknir nema í tvíræðni og hálfkæringi. Verð kr. 1.180.00 innb.—kr. 880.00 kilja. FORLAGIÐ FRAKKASTfG6A.SÍMI: 91-25188 Qdúr jóla-pq núársferð til hanaríeyjá 18. des.—8. jan., 22 dagar 8. janúar, 4 vikur á 3 vikna verði. aðeins 11 uinnudaflar Karnivalferðir 4. og 26. febr., 22 dagar. Páskaferð 19. mars, 15 dagar. GRAN KANARÍ: Enska ströndin — Las Palmas, Puerto Rico, TENERIFE — fögur sólskinsparadís, Puerto de Crui eða,A.meriska ströndin. Þór veljið um dvöl í ibúðum eða 4ra og 5 stjörnu hótelum á eftirsóttustu stöðun- um á Kanaríeyjum þar sem sjórinn, sólskinið og skemmtanalífið er eins og fólk vill hafa það. Fjölbreyttar skemmti- og skoðanaferðir. íslenskur fararstjóri. BEINT LEIGUFLUG Aðrar ferðir okkar: Kanaríeyjaferðir (allan vetur alla þriðjudaga. 2,3 eða 4 vikur. Auk þess beint leiguflug. Jólaferð til landslns helga, Egyptalands og London 18. des. 19 dagar. FLUGFERÐIR =SGLRRFLUG Vesturgötu 17 símar 10661, 15331,22100. HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.