Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 18
eftir Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smart ÉG HEF ALLTAF VERIÐ Eitt af stœrstu vandamálum Jóns Ólafssonar útvarpsmanns er aö segja aldrei NEI. Pegar hann var spurdur um viðtal við Helgarpóstinn, svaraði hann blaðamanni: „Viltu ekki bara koma heim eitthvert kvöld- ið“ — og bœtti við: „Á ég kannski að taka frá nóttina líka? Hvernig lít- urðu annars út?“ En þannig er Jón Ólafsson eins og hlustendur rásar 2 kannast vel við; glaður, hressilegur, eðlilegurogóþvingaður. Eða hvað? Helgarpósturinn fór um hábjartan dag heim til Jóns og kœrustu hans rneð nánari kynni í huga. Plötuúrvalið í stofunni hjá fjölmiðla- og hljóm- listarmanninum Jóni Olafssyni er eins og í með- alstórri hljómplötuverslun og húsráðandi setti plötu á fóninn að því er virtist umhugsunarlaust. Fyrir hann var það greinilega jafnsjálfsagt að hafa eitthvað undir nálinni og það er fyrir okkur hin að draga andann. Síðan hallaði hann sér út af í sófanum, feimnislegri en ég hafði átt von á, og svaraði fúslega öllum spurningum, eins og fyrirmyndarnemandi í munnlegu prófi. „Ég er innfæddur Reykvíkingur, fæddur í febr- úar 1963. Sem sagt tuttugu og tveggja ára." (BLM: Ertu þá vatnsberi? JON: Nei, fiskur.) „Ég kvaddi nú föðurhúsin fyrir um það bil tveimur árum og leigði mér herbergi niðri í Miðtúni." — Vbru haldin þar uillt partý? „Ne—hei! Þar voru sko ekki haldin nein partý." — Mér skilst að þú hafir verið afar vinsœll í partýum á verslunarskólaárum þínum, því þú hafir haldiö uppi fjörinu meö píanóleik. Hef- urðu lœrt á píanó? „Já, ég byrjaði þegar ég var sjö ára og lærði í eitt til tvö ár, en hætti svo. Síðan byrjaði ég aftur í píanónáminu þegar ég var tíu ára og lærði í ein fimm ár. Þá hafði ég tekið fimm af átta stigum í klassískum píanóleik, en lagði tónlistarnámið alveg á hilluna á meðan ég var í Versló. Ég var hins vegar í tvo vetur í tónlistarskóla Félags ís- lenskra hljómlistarmanna, til þess að læra að út- setja lög, aðallega jazz. Það var eftir Versló. Kennarinn minn þarna var Vilhjálmur Guðjóns- son, sem var gítarleikari í Gaddavír og Galdra- körlum í gamla daga." — Byrjaöirðu snemma að leika í hljómsveit- um? „Nei, ég var aldrei í neinum bílskúrshljóm- sveitum sem strákur. Ég æfði mig bara á píanóið, þó það væru nú sjaldnast æfingarnar sem ég átti að vera að gera. Ég spilaði miklu meira af því sem heyrðist oftast í útvarpinu. Þegar ég var sautján ára, lenti ég fyrir tilviljun í því að spila í uppfærslu á Evitu á Hótel Sögu. Hljómborðsleikarinn í hljómsveitinni hafði for- fallast á síðustu stundu. Ég hafði þá stundum spilað dinner-tónlist í Súlnasalnum, svo þ£(ð var hringt í mig og ég kom undirbúningslítill beint á fyrstu sýninguna. Þetta leiddi til þess að mér var boðið í bandið og þarna spilaði ég í ein tvö sumur. Hugsaðu þér bara. Á þessum djamm- tíma, þegar allir eru að skemmta sér, svona sautján til átján ára.“ — Er ekki leiðinlegt að spila fyrir fólk, sem er að drekka og „skemmta sér“? „Það var það alls ekki, svona í fyrstu. En í 5. bekk í Versló stofnaði ég skólahljómsveit með félaga mínum, Stefáni Hjörleifssyni. Hún hét „Fjórir piltar af Grundarstíg", svona í stíl við „Fjórir piltar frá Liverpool". Við spiluðum bara Bítlaiög og vorum í Bítlaklæðnaði. Við gengum síðan til liðs við aðra stráka og stofnuðum hljóm- sveitina Bringuhárin, en hún fékk eiginlega ekk- ert að gera út af nafninu. Það héldu allir að við værum einhverjir pönkarar, en við vorum bara að spila danslög. Þess vegna breyttum við nafn- inu, að ráði umboðsmannsins, í Toppmenn. Þá fengum við nóg að gera og störfuðum samfleytt í tvö ár. Síðastliðinn vetur var ég svo með Stefáni félaga mínum í hljómsveitinni Töfraflautunni, en það var nú eiginlega eingöngu peninganna vegna, því ég var að kaupa mér íbúð. Ég tók hins vegar þátt í hinum hljómsveitunum vegna þess hvað mér þótti þetta gaman." — Hvað með Possibillies og plötuna frá því fyrr í ár? „Já, við Stefán vorum orðnir leiðir á því að vera alltaf uppteknir við að spila á böllum þegar aðrir voru að skemmta sér með vinum sínum. Maður var sífellt að missa af einhverju sniðugu, bæði ferðum út á land og öðru. Þar að auki var maður að fjarlægjast kunningjana æ meir. Ég var líka kominn yfir versta hjallann með íbúðina og þar að auki er ekki endalaust hægt að ætlast til þess að kærastan sé ein um helgar. Mér fannst ég bara ekki geta boðið henni upp á þetta." Nú brosir Jón og verður örlítið vandræða- legur. „Að vísu er ég nú samt sem áður aldrei heima, en maður er jú ekki alveg eins bundinn og þegar spilað er í danshljómsveitum. En svo ég komi að plötunni, þá ákváðum við Stefán einfaldlega að gefa út plötu saman og kalla okkur Possibillies." — Ekkert mál? „Ja, okkur langaði til þess að spila frumsamið efni saman, en þar sem við vissum hvernig að- sókn er á tónleika hér á landi, svona um það bil tuttugu sálir, þá ákváðum við að plata skyldi það vera. Við höfðum hins vegar áður verið með slíkar hugmyndir, án þess að nokkuð hefði orðið úr þeim, svo við beittum sjálfa okkur þrýstingi með því að láta þetta spyrjast hressilega út. Fór- um m.a. með lauslega frétt af þessu í blöðin og þá varð ekki aftur snúið. Við urðum að gefa út plötuna! Auðvitað töpuðum við peningum á þessu, en gerð hljómplötunnar var ánægjunnar virði." — Heldurðu ekki að rás 2 eigi einhvern þátt í því hve illa gengur að selja íslenskar plötur? „Ég er sannfærður um það. Þetta er að minnsta kosti rétt hvað varðar þær plötur, sem beinlínis er ætlað að ná inn á vinsældalistann. Kannski verður eitt lagið mjög vinsælt, en krakkarnir taka það þá einfaldlega upp á snæld- ur og kaupa ekki plötuna. Rásin hefur hins veg- ar lítil sem engin áhrif á söluna, þegar um er að ræða tónlist af „þyngri" gerð." — En Possibillies eru enn við lýði, eða hvað? „Ég held nú það. Við ætlum að gefa út aðra plötu á komandi ári." Blaðamaður getur ekki annað en velt því fyrir sér, hvort Jón sé hér aftur að beita sjálfan sig sál- fræðilegum brögðum með því að fullyrða að plata sé á leiðinni, en framhaldið virðist afsanna þá tilgátu. „Við stöndum einmitt í miklum stórræðum núna, því við erum að innrétta stúdíó sem mun heita Glaðheimar ásamt tveimur öðrum félög- um okkar. Þetta gerum við til þess að geta unnið meira að þeirri tegund tónlistar, sem við kjósum sjálfir, og jafnvel tekið upp okkar eigin plötur. Þetta kostar heilmikið, en við erum tilbúnir til þess að leggja mikið á okkur fyrir þetta. Við syngjum bara á íslensku. Mér finnst það hreint rugl að vera með enska texta, nema þegar plöt- unni er dreift að einhverju ráði erlendis, eins og t.d. nýju plötunni hans Magnúsar Þórs. Það er bara vitleysa að íslenska „passi ekki" við rokk- tónlist." — Hvað hefurðu verið að gera frá þvíað þú út- skrifaðist úr Versló, annað en að hafa ofan af fyrir fslendingum á rás 2? „Ég byrjaði nú á þvj að fara til Mexíkó með út- skriftarsystkinum mínum, en gerðist síðan blaðamaður á Tímanum. Veturinn eftir lá leiðin svo í íslenskudeildina í Háskólanum, en ég hætti svo þar. Mér fannst ég einfaldlega ekki geta sinnt náminu eins og ég vildi gera, því það var svo margt annað um að vera hjá mér. Ég var mikið að spila á þessum tíma, hélt áfram að skrifa í Tímann og var byrjaður að stjórna Versl- unarskólakórnum, sem ég geri reyndar enn. Síð- an fór ég að vinna í sportvöruverslun og tók stefnuna á það að eignast eigin íbúð." — Heldurðu að þú endir aftur í íslenskudeild- inni um síðir? „Nei, ég geri það örugglega ekki. Hins vegar ætla ég mér í nám erlendis, líklega strax næsta haust." — Hvað œtlarðu að leggja stund á og hvar? „Það verður einhver blanda af tónlist og fjöl- miðlafræði, ef mér tekst að komast í einhvern góðan skóla þar sem hægt er að taka þetta tvennt saman. Ég veit m.a. um nokkra slíka í Bandaríkjunum, sem virðast mjög spennandi. Ef mér tekst ekki að sameina þetta, þá er Jón litli í vanda!" — Svo við snúum okkur nú að öðru, Jón. Verð- ur þú var við að fólk þekki þig, t.d. á skemmti- stöðum? Ertu frœgur? „Ég fer mjög sjaldan á böll núorðið og þetta er líklega ein af ástæðunum fyrir því. Þó skeður það sjaldan að ég verði fyrir einhverju aðkasti. Þeir ánægðu eru hins vegar ansi duglegir að láta í sér heyra þegar þeir eru búnir að fá sér í glas. Það er að sjálfsögðu mjög gaman að fá hrós, en það eru takmörk fyrir því hvað maður getur tal- að mikið um rás 2, þegar maður er kannski bú- inn að vera að vinna þar allan daginn líka. Þá vill maður hugsa um eitthvað annað. Svo er þetta heldur ekkert gaman fyrir kærustuna mína. Ég er ekki að segja að ég sé frægur, en óneitanlega kannast fleiri við mig núorðið en fyrir 2 árum." — Kitlar þetta ekkert hégómagirndina? „Það gerði það örugglega til að byrja með. Þá var heldur ekki rætt um annað en „rásina" og þeir, sem þar unnu voru voðalega sniðugt fólk í augum margra. Slíkt viðhorf held ég að hafi dofnað mjög mikið. En ég hef alltaf verið montinn — ja, eða sjálfs- öruggur — svo ég held ekki að ég hafi versnað neitt við þetta. Var montinn fyrir og get eflaust ekkert orðið montnari en ég er. Auk þess finnst mér ég ekki vera að gera neitt merkilega hluti þarna á rás 2. Ég er bara ég sjálfur. Munurinn er bara sá, að þarna er ég með hljóðnema fyrir framan mig. Ég er heldur ekkert að breyta rödd- inni og setja mig í stellingar. Ég reyni nær aldrei að vera sniðugur. Það er ekkert takmark hjá mér að fólk veltist um af hlátri yfir mér, því ég er eng- inn skemmtikraftur." — Ertu alltaf svona hress? Fœrðu aldei þung- lyndisköst? „Auðvitað get ég orðið leiður eins og aðrir. Ég verð kannski ekkert rosalega þunglyndur, en ég er mjög fýlugjarn. Svo er ég afskaplega hör- undssár, eins og gjarnt er með þá, sem eru sífellt að gera grín að öðrum. Þeir eru oft sjálfir mjög viðkvæmir." — Notar þú grínið sem vörn til þess að hleypa fólki ekki nœrri þér? „Ja, ég er náttúrulega ekki þessi pottþétti gæi, sem einhverjir halda kannski. Alveg hreinar lín- ur með það. Sumum finnst ég einhver lukkunnar pamfíll, sem allt hefur fengið upp í hendurnar, en hlut- irnir ganga ekkert auðveldar fyrir sig hjá mér en öðrum, þó ég hafi svo sannarlega ekki verið neitt óheppinn í lífinu. Ég hef t.d. aldrei unnið við annað en það, sem mér finnst skemmtilegt. En gamansemin er engin vörn. Mamma var mjög hress, enda er hún frá Siglufirði. Þaðan kemur mikið af hressu fólki, svo ég hef þetta kannski þaðan. Húmorinn hef ég a.m.k. örugg- lega frá mömmu." — Ertu með minnimáttarkennd vegna gler- augnanna? Þau ber oft á góma í þáttunum þínum. „Nei, blessuð vertu. Þegar ég var með morg- unþættina, voru það alltaf þeir félagar mínir, sem kölluðu mig gleraugnaglám. Ég er ekki með meiri minnimáttarkennd en það, að ég nenni aldrei að nota linsurnar, sem ég á þó inni í skáp. Ég spái hreinlega ekkert í útlitið. Á engin tískuföt, heldur geng einvörðungu í því sem mér finnst þægilegt. Þegar kærastan eða mamma hnippa í mig, kaupi ég mér það sem þeim finnst mig vanta hverju sinni." — Svo þú verslar ekki hjá Sœvari Karli? „Nei, ég er sko ekki í fötum frá honum. Ætli ég sé ekki oftast í fötum frá Bikarnum eða bara Miklagarði!" — Talandi um íþróttagalla (kappinn var ein- mitt í einum slíkum), þá er ekki laust við að íþróttir blandist mikið inn íþœttina hjá þér. Ertu mikill íþróttaunnandi? „Já, það er óhætt að segja það. Ég var t.d. meðal annars að skrifa um íþróttir á Tímanum og svo hef ég verið að leika fótbolta alveg frá 7 eða 8 ára aldri. Maður getur hins vegar ekki stundað bæði tónlistina og íþróttir, án þess að gera þar upp á milli. Hjá mér var það fótboltinn, sem varð undir. Að vísu held ég mér við með því að spila með Víkverjum í fjórðu deildinni." — En þú fylgist vel með? „Það er nú aðallega í gegnum blöðin, íþrótta- þættir Bjarna Fel eru á laugardögum og mánu- dögum og þeir dagar eru svolítið erfiðir hjá mér .. . Ja, eiginlega allir dagar! En íþróttirnar eru það eina, sem ég legg mig eftir að horfa á í sjónvarpinu." — Það hefur sést nokkrum sinnum til þín á veitingastað í miðborginni, þar sem þú hittir allt- af ákveöna menn í hádeginu á miðvikudögum. Hvað eruð þið að pukra? „Það pukur er nú eiginlega búið í bili. Þetta voru fundir. Hádegisverðarfundir.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.