Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 26
leftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Jim Smart „Það sem viö rifjum upp eru ekki bara Ijúfar mirmingar, sumar eru hörmulegar, aðrar grátbroslegar, enn aðrar aulalegar. Þœr eru fullar af þversögnum eins og líf okka homma og lesbía. Og þið skulið ekki halda að við œtlum að servera söguna á silfurfati í kvöld. Saga okkar er í molum og enn er eftir að raða brotunum saman. En við vilj- um minna á að við eigum okkar sögu." Þetta voru upphafsorðin í sam- felldri dagskrá, Aður fyrr á árunum, um Ufhomma og lesbía — heima og erlendis — á þessari öld sem flutt var á vegum Samtakanna '78 sl. mánudagskvöld. En dagana 1.-6. desember stendur yfir kynningar- og menningarvika á þeirra vegum. Þar er starfsemi Samtakanna kynnt, kvikmyndir sýndar, saga og menn- ing samkynhneigðs fólks rifjuð upp og efnt til bókmenntavöku rneð skáldskap homma og lesbía. Sl. sunnudagskvöld komu nokkrir gestir á umræðufund og rœddu um ábyrgð gagnvart hómósexúal fólki í starfi sínu. Vikunni lýkur svo á föstudagskvöld. Tímamót í sögu Samtakanna '78 HP ræddi við nokkra meðlimi í Samtökunum 78 um félagsstarf þeirra vítt og breitt og hvort opna menningarvika markaði að einhverju leyti tímamót í starfi hómósexúal fólks á íslandi. í þeim umræðum er m.a. komið inn á óskráða sögu þessa fólks sem flest- um er hulin. Fyrst er varpað fram þeirri spurn- ingu hvort þessi vika marki tímamót að einhverju leyti, hvort „feluleikur- inn“ sé óðum á undanhaldi. Þor- valdur Kristinsson: „Segja má að þessi vika marki tímamót í sjö ára sögu Samtakanna því við höfum aldrei reynt áður að halda opna menningar- og kynningarviku fyrir fólk. Kannski hefur það verið Ijóður á ráði félagsins hversu lokað það hefur verið. En við höfum þurft að byggja upp visst skjól fyrir homma og lesbíur sem eru að stíga sín fyrstu skref. Fólk þarf að geta treyst því að við þegjum yfir því hverjir leita til okkar. Samtökin 78 er ekki eins og hvert annað félag sem maður geng- ur í. Það kostar fólk yfirleitt mikla togstreitu áður en það tekur þetta skref. Það þarf að hafa býsna margt á hreinu." Böövar Björnsson: „Það eru u.þ.b. 250—300 manns sem nýta sér Sam- tökin á einn eða annan hátt. Þar við bætast svo þeir fjölmörgu sem not- færa sér einvörðungu símaþjónust- una. Þessi vika er aðallega haldin til að víkka starfsemi félagsins, reyna að draga fleiri þætti inn í félagsstarfið. Það þarf að benda meðlimum á að til eru fleiri möguleikar en að hittast á diskótekum og drekka saman, að kynhneigð okkar beinist að fleiru en kynlífi. Ef fólk fær þetta á tilfinn- inguna er markmiðinu náð.“ Elísabet Þorgeirsdóttir: „Lesbíur hafa alltaf verið mikill minnihluta- hópur í Samtökunum, að meðaltali um 20% virkra félagsmanna, ósköp áþekkt hlutfall kvenna og í öðrum stjórnmálasamtökum. Mér finnst þessi vika frábært framtak af því að hún virkjar okkur meira á vitrænu plani en áður. En við undirbúnings- starfið kom fámenni lesbía enn og aftur í ljós, við upplifðum okkur sem minnihlutahóp, rétt eins og konur í karlasamfélagi." — Hvers vegna hefur vika á borð við þessa ekki verið haldin fyrr? Þorvaldur Kristinsson: „Aðstæð- ur hafa varla leyft það. Fólk hefur verið það mikið í felum og vand- ræðagangurinn svo mikill að fyrir þremur árum hefði þetta verið óhugsandi. Við vorum það fá sem vorum tiltölulega opin og höfðum áhuga á fjölbreyttu félagslífi. Nú finnst mér þetta hafa breyst til muna, en hins vegar eru þeir of fáir sem sinna hinni menningarlegu hlið þess að vera hommi og skilja mikil- vægi þess að við þekkjum sögu okk- ar, við erum sögulaust fólk. Það gild- ir það sama um sögu okkar homma og lesbía og t.d. kvenna, við þurfum að grafa hana upp. Við erum ekki fólk sem sagðar eru sögur af. Samt eigum við okkar langa og sérstæða sögu, oft á tíðum hræðilega, en þar er nóg af undrum og stórmerkjum sem hægt er að færa á blað. Hvað menninguna varðar þá á listsköpun homma og lesbía sér langa hefð en fæst af þessu fólki framdi list sína opinskátt, yfirleitt um mikinn áhuga á að grafa upp það litla sem til er í textum fyrri tíma um líf homma svo og munnleg- ar frásagnir. Heimildir okkar frá þessari öld eru í raun afskaplega rýrar en oft eru þær líka mjög skondnar því þær bera þögninni, bælingunni, svo rækilegt vitni. Það er alltaf gaman að búa sér til kenningar og það má eiginlega segja af því litla sem við höfum milli handanna, að úr sveitinni höfum við undarlega tvíræða afstöðu til kynvillu sem svo var kölluð í byrjun þessarar aldar. Annars vegar er samkynhneigð eitthvað sem við höfum alltaf vitað af, fólk bjó þröngt í baðstofunum og deildi rúmi saman og sætti sig við hlutina svo fremi sem ekki var talað hátt um þá. Hins vegar voru menn sem fengu beinlín- is á sig hommastimpil, þeir eru utan- garðsmenn, kynlegir kvistir. Mál- fríður Einarsdóttir segir frá einum slíkum í Samastað í tilverunni. Það var Borgfirðingurinn Ólafur gossari sem flakkaði um og var kynvilltur og enginn piltur vildi deila með honum rúmi oftar en einu sinnni. Með stríðinu er fyrst hægt að tala um vísi að lífsstíl homma á íslandi. Seinni heimsstyrjöldin markar mjög skýr þáttaskil. Þá streyma hingað inn breskir og bandarískir her- menn. Við höfum margar heimildir fyrir því hversu lífið á vellinum var blómlegt. Það má nefnilega ekki gleyma því að strákarnir voru líka í ástandinu eins og stelpurnar! En þetta tengist borginni og allt var það undarlega mikið undir rós og hvarf ef til vill að mestu í þann darraðar- dans sem stríðsárin voru.“ — En hvenœr byrja hommar að verða sýnilegir í Reykjavík? „Upp úr stríðinu. Þá bendir ýmis- legt til þess að hafi myndast vísir að „subkúltúr" í kringum skemmti- staðina, hommarnir byrja að verða sýnilegir og þeir tengjast m.a. kaffi- húsinu Laugavegi 11. Þangað komu listamenn, líka nokkrir opinberir hommar og þó aðallega laumu- hommar í von um að hitta þar aðra slíka. Á meðal listaspíranna í hópi homma áttu sér stað umræður yfir kaffibolla um ákveðin málefni, þarna var á ferðinni vaxandi dirfska og lífsstíllinn var orðinn staðreynd. Þetta á einkum við um kaldastríðs- árin.“ Þjóðfélagsfyrir- bæri, sem aðrir neyðast til að taka afstöðu til Þorsteinn skáld frá Hamri segir svo frá í viðtalsbók Matthíasar Viðars Sæmundssonar, Stríð og söngur: „Lífið á Laugavegi 11 hafði ein- kennilegt orð á sér meðal þeirra sem við köllum smáborgara. Þeim komu helst í hug hommar sem þá voru náttúrulega allt að því dauða- sekir menn og héldu að staðurinn væri þeirra bæli, þar færi iðja þeirra helst fram. Við glottum oft við tönn þegar þeir voru að koma til að gá, skoða. Svo komu aðrir af sama sauðahúsi, sáu hina og hugsuðu upphátt: Hann er þá svona!" Og Þorvaldur heldur áfram með söguna: „Þegar kemur svo fram yfir 1960 verða menn æ sýnilegri á skemmtistöðum og á áttunda ára- tugnum gerist það svo fyrst að hommum er meinaður aðgangur að skemmtistöðum. Það þýðir einungis það að þeir eru orðnir sýnilegir sem þjóðfélagsfyrirbæri, sem ' aðrir neyðast til að taka afstöðu til. En allt þetta smáa gerir eitt stórt og um miðjan áttunda áratuginn verður viss félagsleg breyting á lífi þeirra að koma innstu til- sínum til skila undir rós. að það sé á tveimur tíma- í menningarsögu Evrópu sem hafa tjáð sig opinskátt og annars vegar á þriðja ára- í Evrópu, það tengist fyrst fremst Þýskalandi Weimarlýð- veldisins og því merka menningar- starfi sem þar var unnið, m.a. innan hommahreyfingarinnar, og hins vegar á Vesturlöndum, bæði í Bandaríkjunum og Norður-Evrópu, eftir 1970. Það er á þessum tveimur skeiðum í menningarsögu Vestur- landa sem listir og umræða um menningu homma og svo síðar lesbía kemst á dagskrá og menn taka að grafa upp söguna, leita að vitnisburði um það sem hefur gerst. Ástæðan fyrir eyðunni þarna á milli er uppgangur nasismans í Þýska- landi þegar um hálf milljón homma var drepin af nasistum og víðar í Evrópu. Þá hrundi þessi menning al- gjörlega í rúst. Síðan kemur upp- gangur McCarthy-ismans eftir stríð, bara í Bandaríkjunum heldur í allri Evrópu alla leið norður til Svíþjóðar og íslands. Það er því fyrst og fremst með breyttum lífsháttum og auknu hug- rekki sem við getum farið að kynna menningu okkar, bæði fyrir sjálfum okkur og öðrum. En síðan þarf að leggja á sig mikla vinnu við að grafa hana upp og rækta hana." Strókarnir voru í óstandinu líka — Hafa einhverir fengist við það beinlínis að rannsaka sögu hómó- sexúal fólks á íslandi? „Enginn sagnfræðingur hefur sinnt þessu máli mér vitandi en við erum nokkrir áhugamenn í hópn- um um húmanístísk fræði. Við höf- NJRFUM UPPSÖG HP KYNNIR SÉR FÉLAGSSTARF OG SÖGU HOMMA OG LESBÍA Á ÍSLANDI 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.