Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 31
Gallerí Grjót hópurinn stækkar Samsýning fram að jólum Gallerí Grjót-hópurinn: (trá vinstri, standandi) Jónína Guðnadóttir, Hjördls Gissurardóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, örn Þorsteinsson, Magnús Tómasson og Ófeigur Björnsson. Sitjandi: Steinunn Þór- arinsdóttir og Þorbjörg Höskuldsdóttir. Þessa dagana stendur yfir sam- sýning í Gallerí Grjóti viö Skóla- vörðustíg. Þar eru kynnt verk tveggja nýrra félagsmanna, Stein- unnar Þórarinsdóttur myndhöggv- ara og Þorbjargar Höskuldsdóttur listmálara, og verk félaga sem fyrir voru í galleríinu. Þeir eru Hjördís Gissurardóttir, Jónt'na Guðnadóttir, Magnús Tómasson, Ófeigur Björns- son, Ragnheiður Jónsdóttir og Örn Þorsteinsson. HP hafði samband við annan ný- liðann í Gallerí Grjóti, Steinunni Þórarinsdóttur og spurði hana hvað væri áunnið fyrir listamann að kom- ast í slíkan hóp. ,,Ætli það sé ekki fyrst og fremst að það gerir fólki auðveldara að fylgj- ast með því sem maður er að gera hverju sinni," segir Steinunn. „Verk manns eru nú í almannaleið og það sparar fólki að hringja í listamann- inn eða hafa fyrir því að sækja hann heim. Svo er þetta afskaplega skemmtilegur selskapur," bætir hún við og hlær. Gallerí Grjót hefur starfað á þriðja ár og þar hafa verið haldnar margar einkasýningar auk samsýninga. Það er opið frá kl. 12 til 18 á virkum dögum. Fram að jólum verður opið á almennum verslunartíma á helg- um. Samsýningin stendur til jóla. BARNABÓKMENNTIR Bara stœlar! Andrés Indriðason: Bara stœlar! Mál og menning 1985. Ætli Andrés Indriðason sé ekki afkasta- rnestur rithöfunda, þeirra sem skrifa handa börnum og unglingum. Bara stælar! er þriðja bók hans á árinu, og samkvæmt verkaskrá gegnt titilsíðu þessarar bókar hefur hann talsvert fleira sýslað. Hann hefur sagt skilið við Elías, söguhetju sína í þremur vinsælum unglingasögum og Jón Agnar Pétursson er nú leiddur fram á sviðið: að vísu nauðalíkur Elíasi, enda á líku reki, í 8. bekk. Hann er ný- fluttur frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur, smávaxinn sér til raunar og gengur illa að samlagast hópnum. Sagan lýsir síðan þeim atvikum, sem leiða til þess að Jón Agnar verður innsti koppur í búri, næstum því for- ingi klíkunnar, verður ástfanginn að hætti unglinga á gelgjuskeiði og líður prýðilega í sögulok. Og allt gerist þetta á tæpri viku hér í Reykjavík. Jón Agnar er dæmigerður unglingur: ó- öruggur með sig, þótt hann manni sig upp, tilfinninganæmur, áhrifagjarn, kokhraustur í eigin hópi. Hið sama má segja um félaga hans, Lilla, Gugga og Högna og þó er Lilli um of ýktur. Ragnhildur kærasta er auðvitað sómastúlka, syngur í skólakórnum og á fjarska skilningsríka foreldra. Og víst ber þess að geta, að nær allt fullorðna fólkið í þessari bók er til fyrirmyndar, flestir um- burðarlyndir, réttsýnir og tillitssamir. Það telst reyndar til undantekninga í bókum, enda er lífið ekki alltaf dans á rósum; þó að mestu í þessari sögu. (í Lyklabarni Andrésar er fullorðna fólkið t.d. að mestu óalandi og óferjandi.) Víst lendir Jón Agnar í kröppum dansi, rotast á skellinöðru, laumast inn í hús með félögunum og kemst í kast við laganna verði o.s.frv., en hann sleppur; stendur á brúninni, en dettur aldrei niður. Andrés lndriðason er lipur sögumaður, og gerir sér mat úr fremur litlu efni. Þessi saga gerist á nokkrum dögum, lýsir lífi unglings- stráks, vandræðum hans og vegsemdum. Hún er að mörgu leyti trúverðug, en þó finnst mér brestir í henni, lausnirnar of auð- veldar, og sum atvik eru með ólíkindum: handjárnun þeirra skötuhjúa Ragnhildar og Jóns Agnars, snoðkollurinn hans Lilla. Eins og áður sagði: Jón Agnar og félagar hætta sér fram á fremstu brúnir, en skrikar aldrei fótur. Á hinn bóginn er sagan skemmtilega stíl- uð, frásögnin oft brosleg, samtöl hressileg og líklega að miklu leyti eins og tíðkast í ungl- ingahópi, orðum gefin áherzla með líflegri upgsetningu, breyttu letri. A heildina litið: Bara stælar! er snot- urlega samin bók, en bætir þó engu við hróður Andrésar Indriðasonar. Söguefni er keimlíkt þremur bókum hans um Elías, hversdagslíf unglinga í Reykjavík. Mér finnst Jón Agnar að nokkru leyti spegilmynd eða bergmál Elíasar, kannski vegna þess hvað unglingar eru líkir yfirleitt. Andrés Indriða- son kann vel til verka og ég vænti þess að hann takist á við ný viðfangsefni í næstu sögum. JAZZ Gróandi djasslíf Djasslífið blómstrar sem aldrei fyrr á ís- landi. Djasshátíð í fjóra sólarhringa í sept- ember, fyrsta íslenska djassbókin í nóv- ember; stórvirki Jóns Múla Árnasonar: Djass — og svo þrjár nýjar breiðskífur á þremur síðustu mánuðum. Fyrst kom Þessi ófétis jazz! (JV 005). Þar er Tómas R. Einarsson, kontrabassaleikari, höfundur fjögurra laga og tveggja að auki í samvinnu við Eyþór Gunnarsson, hljómborðsleikara. Friðrik Karlsson gítarleikari samdi eitt, en auk þeirra þriggja skipa Gunnlaugur Briem, trommari og Rúnar Georgsson saxisti Ófétin. Þetta er hörkuskífa og hörku hljómsveit og á mánudaginn kemur halda þeir tónleika í Norrœna húsinu og hefjast þeir klukkan níu. Á efnisskránni verða m.a. ný verk eftir Tómas, Friðrik og Eyþór og ef að líkum lætur leggja drengirnir allan metnað sinn í þessa tónleika. Mætum öll! Þá er Björn Thoroddsen búinn að gefa út nýja skífu einsog allflestir vita sem með rýþmískri tónlist fylgjast. Hún ber nafn hans og er af Geimsteini GS135. Það er meiri glaðningur fyrir sveifluunnendur á þessari skífu en fyrri skífum Björns. Að vísu myndi mörgum bregða í brún hlustuðu þeir aðeins á fyrsta lagið, Litla lína heitir það og er sung- ið af Pálma Gunnarssyni. Svo kemur fsbrjót- ur, sem er af sömbuætt einsog fleiri lög Björns. Þetta var eitt af kraftlögunum er kvartett Björns lék í firnagóðri beinni út- sendingu úr Djúpinu. Hér vantar eldinn — afturá móti er hann í lögunum sem tekin eru beint í hljóðveri: Nú er rétti tíminn og Parker- frændanum Einn, einn, einn. Það eru yndis- legir rýþmaleikarar sem Björn hefur þar með sér: Eyþór Gunnarsson á píanó, Skúli Sverrisson á rafbassa og Pétur Grétarsson á trommur. Pétur er mun betri djasstrommari en Steingrímur Óli, sem nýtur sín best í fönk- inu. Skífan er margbreytileg, helmingur lag- anna með klassískri sveiflu eða í sömbutakti — hinn helmingurinn fönk. Öll eru lögin þó eftir Björn og laglínur oft snotrar. Að sjálf- sögðu er Björn helsti einleikarinn, aðrir fá að skjóta inn sóló og sóló. Björn er einhver tekn- ískasti gítarleikari er við höfum átt en gætir oft minna um uppbyggingu einleikskafl- anna. Leikgleði hans er mikil og þeirra fé- laga allra: Skúla, Péturs, Steingríms Óla, Eyþórs, Stefáns S. Stefánssonar og Þóris Baldurssonar, en nafn hans féll niður af plötuumslagi. Vonandi er þetta aðeins upp- „Björn er einhver teknlskasti gítarleikari er við höfum átt en gaetir oft minna um uppbyggingu einleiks- kaflanná'. eftir Vernharð Linnet hafið því skífan er það besta er Björn hefur gert til þessa í hljóðveri. Árni Egilsson hefur sent frá sér plötu: Fas- cinating Voyage (Arnaeus Music AE 201). Hún er tekin upp í Hollywood og tileinkuð Andre Previn, sem Árni lék með djass og klassík á árum áður. Meðleikarar Árna eru ekki af verri endanum: Peter Jolly píanisti, Jimmy Smith trommari og síðast en ekki síst einn af meistarabassaleikurum djassins: Ray Brown. Árni leikur því mest með boga, enda fífldirfska að pikka bassann í viðurvist meist- arans, það þarf menn á borð við Niels-Henn- ing til að standa jafnréttir eftir slíka þrek- raun. Lögin eru flest góðkunn: Stella by star- light, Body and soul, It could happen to you, Summertime, 1 remember Clifford, I love you og My funny Valentine. Svo er frumsaminn blús: Blues for Ray, þarsem Árni notar hend- ingu sem er eitt af kennimerkjum Niels- Hennings. Sigrún eftir Emil Thoroddsen er þarna líka og Sofðu unga ástin mín — það er stórkostlegt að heyra Ray Brown leika sálar- fullan sóló í þjóðvísunni gömlu! Þetta er áferðarfalleg tónlist einsog sæmir á vesturströndinni og mikið er þetta betri plata en Basso Erectus. Kannski er bogaleik- ur Árna einum um of sléttur og felldur, það vantar í hann þann neista er kveikir djassbál- ið. Peter Jolly er smekkmaður í píanóleik en aðal skífunnar er rýþmaleikur Ray Browns og Jimmy Smiths. Þar er djass í öðru veldi á ferðinni. HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.