Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 27
AD GRAFA UOKKA homma sem lifa opið í Reykjavík. Þeir einskorða sig ekki lengur við að kynnast í partíum og við skál, þeir fara að gera meiri kröfu til lífs- ins. Þeir stofna sinn fyrsta vísi að samtökum, Iceland Hospitality, sem var eins konar kontakt-félagsskapur sem átti sér pósthólf og stuðlaði að kynnum meðal karlmanna, var aug- lýstur í erlendum blöðum og starf- aði um nærri tveggja ára skeið og var undanfari Samtakanna 78. Síð- an verður sagan mun sýnilegri." Slangur er á undanhaldi — En hvad fleira bendir áþreifan- lega til þess að feluleikurinn sé í rén- un? Er slangur ef til vill á undan- haldi í ykkar hópi? Veturliði Guðnason: ,,Ég er ekki frá því. Þar sem ekki má nefna hlut- ina sínum réttu nöfnum blómstrar ákveðin tegund slangurs. Annars er slangrið tvíbent: annars vegar gælir það við feluleikinn, hins vegar gerir það grín að honum. Algengt orðatil- tæki fyrir að ,,koma úr felum" er t.d. að ,,koma út úr skápnum". Ut frá þessu hafa spunnist ýmsir brandar- ar sem gera grín að feluleiknum, samanber: Hvað er þetta maður, svararðu ekki? Skelltirðu skápnum á tunguna á þér, eða hvað? Það segir sig sjálft að þegar hommar og lesbíur sameinast meira þessu venjulega menningarlífi fer margt forgörðum í sérstæðum húm- or sem hefur tengst lífi þeirra. Áður fyrr var t.d. mikið um að menn gengju undir dulnefnum sem oft komu „spontant". Nafnið tengdist þá persónueinkennum viðkomandi. Dæmi: Jónína á peysufötunum, Bella í glugganum, Malla milljón. Oft var þetta lika leikur sem fólk innan hópsins lék, það lék sér að því að tala um einhvern mann undir kvenmannsnafni og viðstaddir héldu þá að verið væri að tala um konu. En á þessum tíma þekktust lika í rauninni allir sem tóku ein- hvern þátt í félagslífi homma, frum- skógarfréttaþjónustan sá um að breiða nöfn þeirra út. Jú, eftir því sem feluleikurinn minnkar hér á landi er slangrið á undanhaldi. En í stærri hommasam- félögum erlendis lifir það enn góðu Iífi. Og íslenskir hommar verða að ræða um ýmis fyrirbæri í erlendum hommasamfélögum á slangri af því að þau fyrirbæri eru ekki til hér- lendis. Kontakt-auglýsingar í er- lendum blöðum geta t.d. verið hreinasta krossgáta." „Nú getur maður verið drottning I friði/# Dansleikir Samtakanna 78 eru öllum opnir. Fyrir stuttu var haldinn grímudansleikur og þangað héldu tveir blaðamenn HP og skemmtu sér konunglega í sínu skrautlegasta pússi þótt það væri fremur litlaust miðað við klæðnað margra ann- arra. Rósberg Snœdal sem er 18 ára og einn af yngstu meðlimum Sam- takanna vann fyrstu verðlaun fyrir kjól sem hann hafði saumað á elsk- huga sinn, en Rósberg hannar og saumar flest sín föt sjálfur. Hann var spurður hvort hann hefði merkt mun eftir aldri innan Samtakanna hvað snertir skoðanir og reynslu. „Blessuð vertu, ég hef ekkert þurft fyrir þessu að hafa. Ég hef aldrei farið í launkofa með að ég væri hommi. Ég þekki bara ekki þennan vælutón sem er í mörgum. Þeir eldri hafa unnið mikið braut- ryðjendastarf sem gerir þeim yngri auðveldara fyrir. Það er ekki lengur tabú að tala um þessa hluti, heil- mikil umræða hefur farið fram. Aft- ur á móti vantar að miklu leyti Samtökin þá homma sem fluttust á! sínum tíma til útlanda, þá sem nú eru á bilinu 35—45 ára. Aftur á móti starfa þarna gamlir karlar alveg hik- laust og svo allt niður í fólk á mínum aldri." — Telurðu að frjálslegri tíska hafi hjálpað eitthvað upp á sakirnar?Nú er hún ekki eins kynbundin og hún var og karlmönnum leyfist nú ýmis- legt án þess að vera álitnir stór- skrýtnir? „Já, nú ræður maður nokkurn veginn hvernig maður klæðir sig en getur samt verið móðins. í dag ertu móðins ef þú ert í einhverju nýju, án tillits til þess hvort fötin eru úr ein- hverju tískuhúsi eða ekki. Ég sauma t.d. flest mín föt sjálfur. Margar poppstjörnur hafa líka orðið til að breyta karlmannatískunni, t.d. Boy George og David Bowie. Það er ekki víst að ungt fólk geri sér grein fyrir því. Nú getur maður verið drottning í friði, þegar ég er í þannig skapi. Ég man eftir því þegar ég byrjaði fyrst að ganga í pilsum á Akureyri þá vissi fólk ekkert hvernig það ætti að taka því vegna þess að slíkt hafði aldrei áður gerst.“ — Pú hefur samt ekki orðið fyrir neinu aðkasti? „Nei. Persónulega veit ég bara ekki hvað aðkast er, ég þarf sko ekki að væla út af því. Yfirleitt er fólk mjög yndislegt við mig. Stundum kallaði fólk á eftir mér á götu á Ak- ureyri fyrir nokkrum árum en ég var búinn að gleyma því þegar ég fluttist til Reykjavíkur. Akureyring- arnir höfðu vanist þessu: Þetta er bara hann Rósberg og hann má gera allt. En svo byrjaði þetta aftur hér.“ — Hverjir eru það helst sem hrópa á eflir þér? „Karlmenn innan við tvítugt. Ef maður fær viðbrögð frá konum þá eru það konur sem eiga syni á sama aldri og maður sjálfur. Þær koma til manns á skemmtistöðum og vilja fá að tala við mig. Ég man eftir einni sem argaði á mig: Farðu, farðu! Ég á son sem er jafngamall þér." — En hvernig túlkarðu viðbrögð ungu strákanna? „Maður ögrar náttúrulega öðrum strákum, einkum þeim sem eru ekki með sjálfa sig á hreinu. Fólk sem hefur tilfinningar sínar á hreinu hef- ur yfirleitt ekki fordóma gagnvart þeim sem eru öðruvísi, það pælir ekkert í þessu vegna þess að það veit hvar það stendur. En þeir sem eru óöruggir, svo og laumuhomm- arnir, láta okkur fara í taugarnar á sér. Ég man t.d. eftir strák sem arg- aði alltaf á eftir mér á Akureyri en svo reyndi hann alltaf við mig þegar hann var orðinn passlega fullur. Hann hætti að vísu þegar ég bar það út að hann væri hommi." Hversu samstæður er Kópurinn? í dagskránni á fimmtudagskvöld- ið verður varpað fram þeim spurn- gum hvaða þýðingu Samtökin hafi fyrir líf homma og lesbía og eins hvort félagsskapur leysi allan vanda. Hversu samstæður er þessi hópur? Þorvaldur Krislinsson: „Okkur er mikil nauðsyn á að ræða opnara og meira um það á hvaða forsendum við störfum saman því það er ljóst að hommarnir eru mun fjölmennari en konurnar. Þeir eiga meiri ítök í Samtökunum í krafti fjölmennis síns auk þess sem þeir eru meiri félags- verur en lesbíurnar. Hópmyndun er þeim ekki eins eiginleg og gerir að verkum að þær eiga oft erfitt upp- dráttar í Samtökunum. Auk þess hefur bísexúal fólk þag- að þunnu hljóði í Samtökunum. Það er afskaplega grátlegt hvað homm- ar og lesbíur beita bísexúal fólk oft ódýrum rökum. Það stafar reyndar af því að við þurfum sýknt og heilagt að horfa upp á að fólk misnotar þetta hugtak, og slíkt er þreytandi og auðmýkjandi. En það breytir ekki þeirri staðreynd að bísexúal fólk er veruleiki og okkur ber skylda til að starfa með því líka.“ Böðvar Björnsson: „Svona um- ræða er nauðsynleg í svona samtök- um og ég veit ekki hvað kann að leiða af henni. Lesbíur hafa komið og farið í þessari hreyfingu, þær gef- ast margar upp á því að starfa og ég held að margar ástæður séu fyrir því og sök beggja aðila. Nú hafa þær um hálfs árs skeið haldið uppi starfi í samtökunum Islensk-lesbíska. Þær hittast á Hótel Vík og tengjast á þann hátt kvennahreyfingunni meira. Mér finnst það mjög gott því það er þá meiri von til þess að konur í kvennahreyfingunni rati á þeirra vettvang og komist yfir lesbíuótta sinn. Ég er mjög hlynntur þeirri þró- un. Hins vegar tel ég að Samtökin 78 eigi að vera félag bæði homma og lesbía, en við hljótum að verða að vinna sjálfstætt og samstarfið á fyrst og fremst að byggjast á sam- vinnu um aðstöðu eins og t.d. hús- næði, upplýsingamiðlun í gegnum síma og blaðaútgáfu, svo og skemmtanahald. Þar fyrir utan get- ur hvor hópur að mestu leyti unnið sjálfstætt." Elísabet Þorgeirsdóttir og Stella Hauksdóttir sem báðar eiga sæti í stjórn Samtakanna 78 tóku undir þessar skoðanir. „Við þurfum að berjast á tvenns konar vettvangi, sem lesbíur og sem konur,” sagði Elísabet. „Við höfum varla krafta til að vera virkar bæði i íslensk-lesb- íska og Samtökunum 78. En okkar reynsla er sú að lesbíur mæti fremur niður á Hótel Vík og ég held að við eigum fremur að beina kröftum okkar í það starf á næstunni. Það ríkir enn meiri þögn um lesbí- ur en homma og þær eru miklu fá- mennari. Elstu konur sem hafa haft samband eru um fertugt. Lesbíur eru verndaðar með þögninni, það hefur t.d. aldrei þótt neitt athuga- vert við að tvær konur byggju sam- an. En við teljum að þær konur sem eldri eru búi við það mikla sjálfskúg- un að þær þori engan veginn að koma úr felum. Karlmennirnir virð- ast hafa meira þor.“ Stella: „Konurnar koma meira og fara, þær fara t.d. utan að mennta sig. Síðan megum við ekki gleyma því að margar þeirra sjá um börn og heimili og þurfa því að axla meiri ábyrgð þar að lútandi en flestir hommar. Þær lesbíur sem eru í par- sambandi virðast líka heimakærari, þær eru rólegri, ekki eins eirðar- lausar og hommarnir. Okkur finnst að hommar og lesbí- ur séu að þróast í ólíkar áttir. Ástæð- an er sjálfsagt m.a. sú að við höfum haldið of mikið kjafti. En eftir því sem lesbíum fjölgar og starfsemi þeirra eflist eigum við áreiðanlega auðveldara með að starfa með hommunum að ofangreindum bar- áttumálum á jafnréttisgrundvelli." Elísabet: „Minn draumur er sá að hér verði rekinn opinber hómósex- úal skemmtistaður, svo að þeir sem hafa þörf fyrir að skemmta sér ásamt öðru hómósexúal fólki hafi fleiri möguleika, að Samtökin séu ekki eini vettvangurinn til þess, heldur sé hægt að starfa þar á fag- legri grundvelli, meira í ætt við starf þessarar viku.“ Böðvar: „Utanaðkomandi fólk heldur oft að við séum einn sam- stæður hópur. Það er ekki rétt. Oft logar allt í óeirðum. Það er eðlilegt, hér mætist fólk með ólík lífsvið- horf.“ rVið berjumst fyrir sameiginlegum hagsmunum alls fólks## Þorvaldur: „Umræðan á fimmtu- dagskvöld þjónar líka tilgangi með- > al homma innbyrðis. Við erum enginn einn hópur heldur úr öllum stéttum, og að mörgu leyti ósam- mála um hvert við erum að fara. Það væri ofureinföldun að segja að ágreiningurinn sé einungis á milli hins pólitíska arms annars vegar og þeirra sem eingöngu hafa áhuga á skemmtanahaldi hins vegar. Þetta eru þær yfirborðsandstæður sem margir sjá. Það eru miklu dýpri andstæður á milli þeirra homma sem fyrst og fremst vilja berjast á forsendum hins borgaralega samfélags og leita rétt- ar síns eftir leiðum þessa samfélags, og hins vegar þeirra sem setja spurningarmerki við þjóðfélags- gerðina eins og hún er og telja að í utangarðsstöðu hommans búi bylt- ingarsinnaður styrkur, styrkur til að líta gagnrýnum augum á alla hluti.“ Böðvar: „Ég vona að þessi vika smiti út frá sér, að fólk fái áhuga á sögu okkar og menningu, hún hefur farið framhjá mörgum meðlimum : Samtakanna. Okkur hefur alltaf | vantað fólk til að starfa að félags- \ málum. Það versta við Samtökin er Jhvað félagsstarfið lendir á herðum fárra. í náinni framtíð langar mig til að leggja meiri áherslu á að skrifa. Ég hef verið að vasast í of mörgu, mig vantar fremur hugarró en tíma. Ég er kominn vel á veg með skáld- sögu sem ég brenn í skinninu að klára." Veturliði: „í raun berjast Samtök- in 78 fyrir sameiginlegum hags- munum alls fólks: því að fólk fái að vera og lifa í samræmi við það sem það er, að þetta sé ekkert mál! Það hugtak sem Ameríkanar nota mest um að „koma úr felum" er „coming out“. Það þýðir í rauninni að maður sé í rauninni allt sitt líf að finna nýjar hliðar á sjálfum sér.“ Þorvaldur: „Þessi menningarvika er semsé haldin í tvennum tilgangi: annars vegar til þess að meta stöðu okkar innbyrðis. Hins vegar bjóðum við til okkar gestum utan úr bæ til að átta okkur betur á afstöðu um- hverfisins til okkar, en um leið vilj- um við kynna sem flestum það sem til er af menningu okkar.“ Enn eru ýmsir þrándar í götu homma og lesbía á Islandi, þótt það þyki ekki Iengur undur og einsdæmi eins og sagt var um Ólaf gossara i Borgarfirðinum. Við ljúkum þessari umfjöllun á orðum 18 ára homma en þau voru jafnframt niðurlagsorð dagskrárinnar sl. mánudagskvöld: „Við megum ekki vera of gömul þegar við segjum foreldrunum og öðrum þetta. Ef þú lýgur lengi verð- ur lygin að vana og það hefur áhrif á mann alla ævi, hugsa ég. Því leng- ur sem maður lifir tvöföldu lífi því erfiðara er að breyta lífi sínu. Því miður eru alltof margir að bíða eftir rétta tækifærinu — sem auðvitað kemur aldrei nema við látum það sjálf gerast. En maður þarf samt að muna að það er jafn slæmt að vera of ungur þegar maður kemur út úr skápnum. Fyrst verðum við að þekkja styrkleika okkar. Ég hugsa að það sé aðalatriðið." HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.