Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 14
Vilmundur Gylfason: í bókinni „Löglegt en siðlaust" er því haldið fram að Vilmundur hafi verið of róttaekur fyrir skilning fólks. Ennfremur hafi menn ekki áttað sig á hugmyndum Vilmundar og stjórnmálastefnu hans; ekki náð að sjá þær í einni heild. VAR JAFNAÐARMAÐUR FRJÁLSLYNDUR OG STJÓRNLEYSINGI - SEGIR JÓN ORMUR HALLDÓRSSON SEM SKRIFAÐ HEFUR STJÓRNMÁLA- SÖGU VILMUNDAR GYLFASONAR eftir Ingólf Margeirsson myndir Jim Smart „Þessi bók er ekki ævisaga Vil- mundar í venjulegum skilningi. Hún spannar adeins áratug eda svo. Eins er hún frekar um skoðanir manns- ins en persónu hans." Svo segir m.a. í inngangsordum Jóns Orms Hall- dórssonar að bók hans „Löglegt en siðlaust" sem rekur stjórnmálasögu Vilmundar Gylfasonar og Bókhlað- an gafút fyrir nokkrum dögum. Þar er þjóðmálabarátta Vilmundar rak- in frá heimkomu hans frá námi 1973 og til dauða hans 1983. Eða einsogJón Ormurorðarþað:„Bók- in er ekkert annað en tilraun til að skilja hugmyndir Vilmundar og samtíma hans út frá þeim." Helgarpósturinn rœddi við Jón Orm um vinnslu bókarinnar, skoð- anir, baráttumál og hugsjónir Vil- mundar Gylfasonar og áhrif hans sem stjórnmálamanns og hugsuðar fyrr og nú. „Eg var hreinlega beðinn að skrifa þessa bók,“ segir Jón Ormur, þegar hann er spurður um tilurð bókarinnar. „Eg hummaði þetta verkefni fram af mér í rúmt ár vegna þess að ég treysti mér ekki í þessar skriftir. Eg þekkti Vilmund vel og þótti mjög vænt um hann. Mér fannst öll hans saga og atburðir honum tengdir það nálægt í tíma að þetta væri eiginlega ómögulegt verk. En þegar ég fór að hugsa mál- ið áfram, fannst mér bæði hug- myndir hans það misskildar og óljósar í hugum manna að full þörf væri að raða þeim saman í bók. Ekki síst vegna þess að þarna eru verðmætar hugmyndir á ferðinni. Hins vegar vil ég undirstrika að bók- in er ekki sagnfræði. Hún er ekki skrifuð sem nákvæm úttekt á einu eða öðru. Ég hef reynt að leita skiln- ings á hugmyndum Vilmundar og annarra um þjóðmál frekar en að skrifa sögu af nákvæmni og jafn- vægi. Þetta er ekki heldur hlutlaus bók.“ Hugmyndir úr þremur áttum — Hverjar voru hugmyndir Vil- mundar Gylfasonar um stjórnmál og þjóðmál og hvaðan eru þœr teknar? „Vilmundur hefur hugmyndir sín- ar einkum úr þremur áttum. í fyrsta lagi er hann trúr jafnaðarstefnunni eins og hún hefur tíðkast á síðari hluta þessarar aldar á Norðurlönd- um. Hann berst líkt og sósíaldemó- kratar í Skandinavíu fyrir jafnari skiptingu lífsgæða, samvinnu í víð- um skilningi og réttlátri launa- stefnu. í öðru lagi sækir hann hugmyndir í smiðju borgaralegrar frjálslyndis- stefnu — líberalismans. Hann telur að frjálslynda stefnan hlúi að lýð- ræðislegu þjóðfélagi sem bæði þoli byltingarkenndar hugmyndir eins og hann bar sjálfur í brjósti og veiti þeim frelsi til að dafna. Hann taldi þetta afar mikilvægt og verðmætt. I þriðja lagi aðhylltist Vilmundur anarkismann — stjórnleysisstefn- una. Vilmundur líkt og anarkistar fyrirleit vald. Meginágreiningur an- arkista við sósíalíska hugsun eða kommúníska var einmitt afstaða þeirra til valdsins. Meðan kommún- istar stefndu að því að byggja upp sterkt, miðstýrt ríkisvald, álitu an- arkistar ávallt valdið af hinu illa; að það væri alltaf spillt í sjálfu sér. Þessa grundvallarafstöðu hafði Vil- mundur einnig. Þannig trúði Vil- mundur fastlega á frelsi einstakl- , ingsins, en ekki í efnahagslegum skilningi eins og frjálshyggjumenn predika — Vilmundur var ekki hall- ■HnaaBHBBanm ur undir Friedman og félaga — held- ur barðist hann fyrir frelsi einstakl- ingsins gegn valdi. Það er rauður þráður gegnum alla hans pólitík. Vilmundur var vel að sér í sögu enda sagnfræðingur að mennt og hann kynnti sér vel strauma í stjórn- málum, þjóðmálum og heimspeki. Hann sökkti sér niður í hugmyndir anarkista, varð t.d. fyrir miklum áhrifum af Krapotkin og hann las vel yngri menn eins og Schumann. Þar að auki sótti Vilmundur mikið í Gandhi." Fyrirleit flokkakerfið — Var Vilmundur hugmyndum sínum trúr? Hélt hann sömu stefnu gegnum hið stutta tímabil sem hans naut við í íslenskum stjórnmálum? „Áherslurnar breytast aðeins en að mestu er hann hugmyndum sín- um trúr. Það er t.d. ekki stefnubreyt- ing í hans augum að ganga úr Al- þýðuflokknum og stofna Bandalag jafnaðarmanna. Eitt af aðalvanda- málum íslenskra stjórnmála var ein- mitt flokkakerfið, að mati Vilmund- ar. Þegar 1973 er hann farinn að berjast gegn flokkakerfinu. Að áliti Vilmundar byggði flokkakerfið hindranir og hann tók dyggan þátt í að brjóta þær stíflur. Og hans stærsta pólitíska vanmat tengist ein- mitt flokkakerfinu. Árið 1977 taldi Vilmundur sig hafa breytt Alþýðuflokknum; með prófkjörinu var búið að koma flokksvaldinu fyrir kattarnef. En þar skjátlaðist honum. Flokkurinn reis upp eins og draugur og Vilmundur sat hjá og horfði á flokkinn taka af honum völdin. Vilmundur vildi nefnilega stytta leiðina frá almenn- ingi til ákvörðunartöku, til valdsins. Hann fyrirleit flokkskerfi Alþýðu- flokksins sem annarra flokka. Al- þýðuflokkurinn var ekkert heilagur í hans augum. Þegar honum mis- tókst að koma hugmyndum sínum í gegn þar, fórnaði hann einfaldlega flokknum og stofnaði BJ. Hugmynd- irnar voru dýrmæti í augum Vil- mundar, ekki flokkurinn. Vilmund- ur vildi sprengja flokkakerfið, sem hann áleit þröskuld milli gamals tíma og nýs. Sömu augum leit hann BJ; það var tæki til breytinga m.a. á stjórnarskránni en fyrst og fremst stofnað til höfuðs völdum flokka- kerfisins svo flokkarnir misstu stöðu sína við kjötkatlana og sneru sér að stjórnmálum. Þessu tæki, BJ, mætti síðan henda þegar búið væri að nota það." — Islenskt stjórnarfar og íslenskt flokkakerfi er fastreyrt í net sam- tryggingar, hagsmunapólitíkur, erfða og vinagreiða. Gerði Vilmund- ur sér grein fyrir því að það er nœr ógjörningur að sprengja þetta litla œttar- og kunningjaþjóðfélag sem byggir á sterku fjórflokkakerfi? „Jú, víst gerði hann það. En eftir þingkosningarnar 1978, þegar Al- þýðuflokkurinn fékk 14 þingmenn sem verður að skrifast að mestu á vinsældir Vilmundar, hélt hann af einlægni að þessir menn og stuðn- ingsmenn Alþýðuflokksins myndu snúa sér að því af alefli að breyta þjóðfélaginu. En þá tóku menn að rífast um prósentuhækkun á fiski, og hverjir ættu að veljast í nefndir og ráð, eins og t.d. bankaráð. M.ö.o. menn höguðu sér á hefðbundinn hátt eins og aðrir flokkar sem fara sem sigurvegarar út úr kosningum. Vilmundi fannst Alþýðuflokkurinn svíkja kjósendur sína. Og það er ein- mitt á þessu Herrans ári sem hann talar um þá hugmynd sína fyrst að kjósa forsætisráðherra beinni kosn- ingu.“ 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.