Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 21
færa neinum lesanda okkar fréttir þegar sagt er að okkar maður að nafni Hólmfrídur Karlsdóttir vann titilinn Ungfrú heimur í kon- unglegu höllinni hans Berta fyrir fá- um vikum. í fréttaflutningi ísienskra dagblaða af þessu máli gleymdist alveg einn angi þess, en hann lýtur að réttinum til að haida fegurðar- keppnir á fslandi og vera í umboði fyrir þær erlendis. Þannig var að þegar fáeinir dagar voru fram að valinu, hringdi maður að nafni Guðni Þórðarson (í Sunnu) til mótshaldara ytra og fullyrti að þessi Baldvin Jónsson (auglýsingastjóri Mogga) hefði engan rétt til að vera í forsvari fyrir íslenska fulltrúann í keppninni. Ástæðan væri sú að hann hefði einkaréttinn á titlunum Ungfrú ísland og Ungfrú Reykja- vík. Þessi deila milli Guðna og Bald- vins er þekkt hér heima, en ekki í Bretlandi og því mun hafa orðið töluvert þóf út af þessari fslands- hringingu á skrifstofu mótshaldar- anna. Ekki bætti úr skák að fullyrð- ingar Guðna láku út til ensku press- unnar sem tilreiddi þær að sínum smekk eins og vænta mátti og var hér á tímabili talið að enn eitt hneykslismálið í sambandi við keppnina í ár væri í uppsiglingu, en eins og kunnugt er af fréttum gekk undirbúningur keppninnar • ekki hnökralaust fyrir sig, skömm sé pressunni! Mál þetta mun hafa verið settlað ytra með þeim hætti að Bald- vin Jónsson hélt blaðamannafund og skýrði réttilega frá staðreyndum þess, nefnilega að keppni um titlana hans Guðna hefði ekki verið haldin langa lengi á íslandi, heldur hefði á síðustu árum verið keppt um hver yrði fegurðardrottning landsins og Reykjavíkur sem er allt annað mál er Ungfrú þessara staða. Og þar höfðu menn það. Og Hófí sigraði svo bara. . . auj ■ ýlega áttu starfsmenn og nemendur í sérdeild Hlídaskóla í Reykjavík, sem er sérdeild fyrir hreyfihömluð börn, leið niður í mið- borg að skoða bæjarlífið. Þetta væri ekki í frásögur færandi ef hópurinn hefði ekki ákveðið að skreppa í stutta stund inn á eitt hinna rómuðu kaffihúsa í Kvosinni með þeim ár- angri að hann þurfti að hverfa frá þeim öllum. Fólk í hjólastólum kemst ekki inn í eitt einasta þess- ara húsa með góðu móti. Og þetta er í hjarta höfuðborgar lýðveldis- ins... llEirfiðleikar bílaumboðanna hafa sjaldan eða aldrei verið meiri, að því er við heyrum hérna á HR Þykir nokkuð ljóst að langflest þeirra verði rekin með tapi þessa tvo síðustu mánuði ársins og segja menn sem gerst þekkja til þessara mála, að salan megi taka góðan kipp á komandi ári, ef fyrirtæki íj þessum bransa eigi að geta komist hjá miklum greiðsluerfiðleikum og gjaldþrotum... SKIPSTJÓRNARMENN ATHUGIÐ! Það getur valdið mörgum hugarangri og kvíða þegar skip heimilisföðurins er beðið að tilkynna sig strax til næstu strandstöðvar Landssíma íslands. REYNSLAN SÝNIR AÐ EKKERT KEMUR í VEG FYRIR SLYS Á SJÓ NEMA ÁRVEKNI, DÓMGREIND OG KUNNÁTTA SJÓMANNA SJÁLFRA. ÖRYGGISMÁLANEFND SJÓMANNA HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.