Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 30
BÓKMENNTIR Margsaga um fólk Þórarinn Eldjárn: Margsaga. 94 bls. Gullbringa 1985. Það felst skemmtileg margræðni í nafngift- inni sem Þórarinn Eldjárn velur nýjustu bók sinni. Orðtakið sem vísað er til, að verða margsaga um eitthvað, merkir að einhverj- um ber ekki saman við sjálfan sig í því sem sá segir og þykir ekki traustvekjandi, eink- um ef um réttarhöld eða yfirheyrslur er að ræða. En þetta orð svona sett fram vísar til fleiri átta. Margsaga gæti vel verið heiti á sér- stöku söguformi, líkt og talað er um hópsögu eða fjölskyldusögu o.s.frv. Margsaga gæti þess vegna verið saga þar sem segir frá mörgu eða sagt frá því sama út frá mörgum sjónarhornum og eins gæti það verið saga sem segir frá mörgu sem gerist á sama tíma, saga þar sem Ieitast er við að höndla eitt augnablik eða einhvern tíma á mörgum stöðum eða sviðum í einu. Einkunnarorð sem bókinni eru sett þykja mér vísa í áttina að síðastnefnda skilningnum. Þau einkunn- arorð eru tekin úr Guðmundarsögu dýra: ,,Nú hefur fleira orðið senn en einn hlutur og verður þó frá einum senn að segja.“ Ástæða fyrir því að þessar vangaveltur eru á blað settar er sú að textarnir í þessari bók eru flestir fremur langt frá því að mega kall- ast smásögur jafnvel þó frjálslega væri farið með hefðbundnar skilgreiningar á því fyrir- bæri. Textarnir eru yfirleitt styttri en títt er um smásögur, sumir nálgast það að vera an- ektótur eða atvikssögur, sem eru stuttar frá- sagnir af einstöku atviki sem telja má merki- legt eða skemmtilegt. Aðrir nálgast að vera prósaljóð en nokkra má telja liggja nærri smásögum. En fleira kemur til. Frásagnirnar sjálfar hafa fleiri sameiginleg einkenni en vandi er til í smásagnasöfnum. Allir textarnir, nema tveir, eru sagðir í fyrstu persónu og þó sögu- maðurinn sé greinilega alls ekki sá sami, þá svipar þeim töluvert saman og stíl frásagn- anna og frásagnarhætti svipar oft saman. Sama fólkið kemur fyrir í fleiri en einni frá- sögn og sama fjölskyldan, með ættarnafnið Kjöx, er á ferðinni í mörgum þeirra. Þetta undarlega nafn virðist eftir tiltækum heim- ildum mínum merkja einhverskonar öxi, trú- lega litla og kann að vera að höfundúr bregði fyrir sig táknrænum nöfnum, því víst er um það að víða er nærri Kjöxunum höggvið og axarsköft verða þeim á. í útlöndum hafa menn verið töluvert að ræða smátexta uppá síðkastið og horft til þeirra sem hugsanlegs svars við ágengni „Ég fæ ekki betur séð en Þórarinn sé í þessari bók að gera býsna athyglisverða tilraun með form." annarra miðla og gott ef ekki hefur verið haldin norræn ráðstefna um málið nýlega. Mér sýnist að af þessari rót sé sú hugmynd Þórarins Eldjárns, sem hann setti einhver- staðar fram í viðtali fyrir skömmu, að hann langaði til að yrkja á strætisvagnana. (Nú ætti strætóstjórnin að taka skáldið á orðinu.) Ég fæ sem sagt ekki betur séð en Þórarinn sé í þessari bók að gera býsna athyglisverða tilraun með form — að skoða tilveruna í kringum sig með fremur óvenjulegum hætti. Viðfangsefni Þórarins í þessum frásögnum eru af margvíslegum toga, en flest þeirra snúast um fremur háðska ádeilu á smáborg- araskap og sýndarmennsku. Afstaða sem í sjálfu sér kemur ekki mjög á óvart með þennan höfund. Meinleysislegustu atvik hversdagslífs verða honum efni frásagnar sem sýnir bæði einstaklinga og umhverfi þeirra í nýju ljósi, oftast broslegu eða öllu heldur grátbroslegu ljósi. Frásagnirnar eru vissulega vel stílaðar, yfirleitt á fremur lágum nótum og stíllegum ærslum að mestu sleppt. Fyrir vikið verður undirtónn frásagnanna sterkur, því hóg- værðin getur stundum verið ágæt aðferð til þess að láta á sér bera. Hitt er svo annað mál að sá lesari sem hér er að reyna að lýsa reynslu sinni, heillaðist ekkert sérstaklega af þessari bók þó alls ekki sé hún slæm. Ég er ekki viss um að Þórarni hafi tekist með öllu að höndla hið margsaga augnablik, þó svo að hann standi uppréttur eftir glímuna og hún hafi vel verið tilraunar- innar virði. KVIKMYNDIR Blessuö sértu sveitin mín Stjörnubíó: Country (Sveitin) •kirk Bandarísk. Árgerd 1985. Framleidandi: Jessica Lange. Leikstjórn: Richard Pearce. Handrit: William D. Witliff. Kvikmyndataka: David Walsh. Adalhlutverk: Jessica Lange, Sam Shepard, Wilford Brimley o.fl. Jessica Lange er íslenskum kvikmynda- unnendum að góðu kunn fyrir afbragðsgóð- an leik sinn í myndum eins og Tootsie (1982) og Frances (1982).En henni er ýmislegt fleira til listanna lagt, því hún hefur bæði framleitt og átt hlut að máli við gerð handritsins að Country. Gil og Jewel Ivy eru hamingjusamlega gift og reka eigin búgarð í Norður-Dakotafylki í Bandaríkjunum. Búgarður þessi hefur verið í eigu fjölskyldunnar í marga ættliði og allt virðist leika í lyndi, þar til einn góðan veð- urdag, að þeim berst tilkynning frá bankayf- irvöldum þess efnis, að ekki virðist allt með felldu hvað fjárhaginn varðar. Þau höfðu fyr- ir nokkru tekið afurðalán til 30 ára, til endur- nýjunar tækjabúnaðar búsins, en nú telja bankayfirvöld, að jörð þeirra standi ekki undir láni af þessari stærðargráðu. Yfirvald- ið krefst þess m.ö.o. að búið verði lýst gjald- þrota og selt á uppboði, á meðan enn megi hafa fyrir skuldum þess við bankann. Þegar hér er komið sögu, er samkvæmt viðteknum hefðum og siðvenjum banda- rískrar kvikmyndagerðar einkum um tvennt að ræða: Annað hvort semjum við góða og vel útilátna táraflóðsmynd, ellegar látum við „the lone rider“ ... mann víddanna, hinn dáðumprýdda fulltrúa einstaklingshyggj- unnar og réttlætisins brokka inn í myndflöt- inn. . . utan af preríunni, í þeim tilgangi að berja vitið í hausinn á skúrkunum, eða að öðrum kosti afhausa þá, og á þann hátt koma á edlilegu ástandi mála... status quo, í málefnum byggðarlagsins. Mér til mikillar undrunar og gleði skeði hvorugt. f þess stað leitar Gil bóndi á náðir Bakkusar, lemur strákinn sinn í ölæði og er kominn langleið- ina í hundana, þegar hann uppgötvar nýja hlið á persónugerð eiginkonu sinnar, og þar með nýja von. Þessi fyrirmyndar „eldhús- mella" og ástríka móðir barnanna sinna er nefnilega ekki á þeim buxunum að gefast upp, þó að á móti blási. Eftir að nágranni þeirra hefur einnig verið lýstur gjaldþrota, og af þeim sökum svipt sig líftórunni, fer Jewel á stúfana og tekur upp baráttuna við „Country er í alla staði ágætlega vel gerð og á köflum einkar hugljúf kvikmynd." Þokkalegur formúlufarsi Bíóhöllin: Moving Violations (Ökuskólinn) ★★ Bandarísk. Árgerð 1985. Framleidendur: Joe Roth og Harry Ufland. Leikstjórn: Neil Israel. Handrit: Neil Israel og Pat Proft. Kvikmyndataka: Robert Elswit. Aðalhlutverk: John Murray, Jennifer Tilly, James Keach, Lisa Hart Caroll, Sally Kellerman o.fl. Ekki er öll vitleysan eins.. .nema því að- eins að hún sé fjöldaframleidd í draumaverk- smiðju Hollywood og af Police Academy- hópnum. Moving Violations er sem sagt enn ein í langri röð formúlufarsa Neil Israels & Co, þar sem óspart er gert grín að illa sinn- uðu og gjörspilltu yfirvaldi, og ósköpin síðan krydduð í réttum hlutföllum með kynferðis- komplexum nefnds yfirvalds, ásamt því, að keppst er við að eyðileggja sem flestar fjór- hjóla blikkdósir og á sem skemmstum tíma. Lögregluþjónarnir Halik (James Keach) og Morris (Lisa H. Caroll) eru með eindæmum skylduræknir fulltrúar stéttar sinnar. Þau ganga hart fram í starfi og eru einkar iðin við skriftir sektarmiða og annan lögboðinn starfa laganna varða, s.s. að taka úr umferð ökutæki hinna öllu ábyrgðarlausari þegna þjóðfélagsins, svipta þá ökuleyfinu og síðan skylda þá alla til endurmenntunar. Henderson dómari (Sally Kellermann) hef- ur komið sér upp ágætis kerfi, sem tryggir henni dágóðar aukatekjur af dómarastarf- inu: Hún misnotar einfaldlega vald sitt og dæmir fólk eftir eigin geðþótta til ofan- greindrar endurmenntunar. Halik sem er í samsæri þessu með henni, sér síðan til þess að viss hluti nemenda falli á prófinu, þannig að ökutæki þeirra eru gerð upptæk og seld á uppboði, og skipta þau skötuhjúin síðan á milli sín hluta söluverðsins. Það horfir sem sagt ekki vænlega fyrir þátttakendum í endurmenntunarnámskeið- inu og engin lausn virðist í sjónmáli, fyrr en Morris (fyrrum ástkona Haliks) kemst að því, eftir Ólaf Angantýsson skrifstofublækurnar, sem í skjóli lagabók- stafa og hagfræðikenninga þykjast vita hvað sveitavargnum er fyrir bestu. Og þar með er komið að því, sem er svo óvenjulegt við þessa annars svo alamerísku kvikmynd. í fyrsta lagi fjallar hún um raun- verulegar manneskjur af holdi og blóði, en ekki þær steingerðu stereotýpur, sem við þekkjum núorðið svo alltof vel úr f jöldafram- leiðslu draumaverksmiðjunnar við Kyrra- hafið. .. og í öðru lagi, sem í raun er meira um vert, þá leitar Jewel hvorki á náðir „the lone rider“, né heldur eigin mikilfengleika, til að fá lausn á sínum málum. Hún leitar ein- faldlega á náðir kúgadrar alþýdunnar, safn- ar m.ö.o. liði í hópi þess fólks, sem er í svip- aðri aðstöðu og hún sjálf, og gerir sína eigin litlu byltingu gegn auðvaldinu. . . nokkuð sem í eina tíð hefði óhjákvæmilega valdið at- vinnuleysi og svartlistun eins og annars handritshöfundar, í hinu annars ágæta heimalandi hennar. Country er í alla staði ágætlega vel gerð og á köflum einkar hugljúf kvikmynd. Með prýðilega vel útfærðri kvikmyndatöku David Walsh bregður höfundur upp mynd- um úr lífi þessa alþýðufólks og sýnir okkur á nærfærinn hátt þá hlið Bandaríkja Norður- Ameríku, sem allt of sjaldan þykir fréttamat- ur fjölmiðla þar vestra, og þaðan af síður efniviður í markadsvöru þá er hér um ræðir. að hinn heittelskaði unnusti hennar stendur í einkar perversu ástarsambandi við dómara- frúna. Myndin er þokkalega vel gerð á köflum og ég held að flestir farsaunnendur ættu að geta haft af henni nokkra skemmtan. En það er engu að síður langt í frá, að hér sé um að ræða meiriháttar stórvirki þessarar annars ágætu tegundar kvikmynda. Þó svo að hand- ritið virðist sæmilega vel úr garði gert, þá missir Israel oft niður úr öllu valdi bæði hraða og spennu atburðarásarinnar, en það eru einmitt þessi tvö atriði, ásamt sjálfum fáránleikanum, sem eru meginkjarni og í raun lífæð farsans. 30 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.