Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 13
Þ riðji landsfundur Bandalags jafnaðarmanna verður haldinn að Hótel Sögu 7.-8. desember. Eitt- hvað munu þeir, sem að fundinum standa, hafa áhyggjur af þátttök- unni enda með eindæmum erfitt að fá fólk til þess að sitja í tvo daga yfir pólitísku masi, þegar tíð smáköku- og laufabrauðsbaksturs er gengin í garð. Andstæðingar BJ í stjórnmála- heiminum munu þó fylgjast grannt með gangi mála, enda ljóst að á þessum landsfundi mun koma í ljós hvort líkur eru til þess að Bandalag- ið lifi af eftir innanhússátök sumars- ins... || ■ áværar raddir ku vera uppi innan Bandalags jafnaðarmanna um nauðsyn einhvers konar „lág- marks-skipulags“ innan þeirra vé- banda, eftir misgóða reynslu af hinni láréttu grasrót, sem svo var nefnd. Ekki er þó búist við meiri- háttar stefnubreytingum í kjölfar aukins skipulags, því nöfn Gud- mundar Einarssonar og Stefáns Benediktssonar hafa helst verið nefnd í sambandi við væntanlegt formannskjör á landsfundi BJ um helgina. Eins og kunnugt er, eru þetta einmitt þeir menn, sem verið hafa í forsvari fyrir Bandalagið til þessa. . . s ^^^ivaxandi fjárhagserfiðleikar fólks koma fram í margvíslegum myndum. Tekjurnar duga æ skemur og er hætt við því að menn séu farn- ir að neita sér um ýmislegt, ellegar fresta hlutum sem nauðsynlega þarf að kosta til. Þannig heyrum við að fólk sé farið að draga það í lengstu lög að fara með bílana sína í viðgerð eða viðhald. Það sé orðin miklu al- gengari sjón en áður á meðal starfs- manna verkstæðanna að sjá bílc dregna á afturdekkjunum inn á gólf til þeirra en að þeir komi þangað hjálparlaust á fjórum jafnfljótum. Um hugsanlegan sparnað af þessum bráðabirgðalausnum á fjárhags- vanda heimilanna deila menn mjög. .. Verum viðbúin í *IXEHQW í Landsbanka íslands eiga börn um margar leiöiraö veija til ávöxtunar á sparifé sínu. Tinnabaukurinn er tilvalin byrjun. Þeir þremenningarnir, Tinni, Tobbi og Kolbeinn skipstjóri gæta gullsins vel. Þegar í bankann kemur hefst ávöxtunin fyrir alvöru. Tinnabaukurinn kostar aöeins 100 kr. Sparnaöinn er síöan tilvaliö aö leggja í Kjörbók, sem ber háa vexti og verötryggingu. ’ ‘ . 1 . Sparnaöur er dyggö sem allir foreldrar ættu aö brýna fyrir börnum sfnum. Gömul máltæki eins og „græddur er geymdur eyrir“, „safnast þegar saman kemur“ og „mjór er mikils vísir“ eru sannarlega enn í fullu gildi. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.