Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 20
BSkoðanakönnun Helgarpóstsins:Bi islendingar eru ekki ánægðir með afkomu heimilanna í dag: Um 80% telja að afkoman sé annað hvort sæmi- leg, slæm eða aldrei verið verri. UM ÓÁNÆGÐ MEÐ AFKOMU HEIMILANNA MEIRI ÓÁNÆGJA Á LANDSBYGGÐINNI EN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Islendingar eru óánægðir með af- komu heimilanna. Um 80% eru ó- ánægð með ástandið. HP hefur ekki látið gera skoðanakönnun um þennan málaflokk áður og því ekki eldri niðurstöður fyrir hendi til sam- anburðar. Margt er athyglisvert varðandi niðurstöður þessarar könnunar. I fyrsta lagi er há prós- entutala þeirra sem svöruðu, eða 93% miðað við landið í heild. Hæsta svarahlutfallið var á Reykjanesi. í öðru lagi telja flestir að afkoma heimilanna sé sæmileg, eða 47,2%w yfir allt landið. Þá ber að taka til at- hugunar að með orðinu „sæmilegt" undirstrika flestallir óánægju sína með ástandið. Margir sem flokkuð- ust undir þennan lið, undirstrikuðu að ástandið væri verra en áður og afkoma heimilanna ætti að vera betri. Mjög há prósentutala telur að ástandið hafi aldrei verið verra eða 16,4% í heild yfir allt landið. Um 16% (15,9%) telja að afkoma heimil- anna sé slæm. Þannig má lesa úr þessum niðurstöðum að 32,3% telji afkomuna slæma og þaðan af verri en um 80% (79,5%) eru mjög ó- ánægð með afkomu heimilanna (sæmileg, slæm og aldrei verið verri). Aðeins 1,7% eða 13 þeirra 800 sem spurðir voru töldu afkomu heimilanna aldrei betri en nú. Þá er athyglisvert að fólk á landsbyggð- inni telur afkomuna verri en fólk í Reykjavík. 81,6% dreifbýlismanna telja afkomu heimilanna sæmilega, slæma eða aldrei verri, en 76,3% Reykvíkinga eru á þessari skoðun samkvæmt könnuninni. Og 18% fólks í dreifbýli telja afkomuna aldrei verri en nú meðan 16,4% Reykvíkinga eru á þeirri skoðun og 14,5% á Reykjanesi. GREINARGERÐ SKÁÍS Síðarihluta nóvember var gerð skoðanakönnun sem beindist að því að kanna efnahagslega afkomu heimilanna. Hringt var í 800 ein- staklinga skv. tölvuúrtaki sem unnið var eftir skrá Landsímans um sím- notendur. Úrtakið skiptist í þrjú að- alsvæði, þ.e. Reykjavík (306), Reykjanes (182) og dreifbýlið (312). Spurt var: Huernig er afkoma heim- ilisins núna? Hinn spurði var beðinn að meta afkomu heimilisins (eigin heimilis) með hliðsjón af eftirfar- andi stiga: 1) Afkoman hefur aldrei verið betri. 2) Afkoman er góð. 3) Afkoman er sæmileg. 4) Afkoman er slæm. 5) Afkoman hefur aldrei verið verri. Hlutfall þeirra sem svöruðu var 93% miðað við landið í heild. Hæsta svarahlutfallið var á Reykjanesi. Sjá meðfylgjandi töflur. Skoðanakannanir á íslandi — SKÁÍS sá um framkvæmd könnun- arinnar eins og fyrri kannana sem birst hafa í Helgarpóstinum. Hvernig er afkoma heimilisins núna? Ailt landið: fjöldi hlutfall hlutfall þeirra sem tóku afstöðu hefur aldrei verið betri 13 1,6 1,7 er góð 140 17,5 18,8 er sæmileg 351 43,9 47,2 er slæm 118 14,8 15,9 hefur aldrei verið verri 122 15,3 16,4 neituðu að svara 56 7,0 _ Hvernig er afkoma heimilisins núna? Reykjavík: hlutfall fjöldi hlutfall þeirra sem töku afstöðu hefur aldrei verið betri 5 1,6 1,8 er góð 62 20,3 21,9 er sæmiteg 132 43,1 46,6 er slæm 39 12,7 13,8 hefur aidrei verið verri 45 14,7 15,9 neituðu að svara 23 7,5 — Hvernig er afkoma heimilisins núna? Reykjanes: fjöldi hlutfall hlutfall þeirra sem tóku afstöðu hefur aldrei verið betri 3 1,6 1,7 er góð 30 16,5 17,4 er sæmileg 86 47,3 50,0 er slæm 28 15,4 16,3 hefur aldrei verið verri 25 13,7 14.5 neituðu að svara 10 5,5 — Hvernig er afkoma heimilisins núna? Dreifbýlið: fjöldi hlutfall hlutfall þeirra sem tóku afstöðu hefur aldrei verið betri 5 1,6 1,7 er góð 48 15,4 16,6 er sæmileg 133 42,6 46,0 er slæm 51 16,3 17,6 hefur aldrei verið verri 52 16,7 18,0 neituðu að svara 23 7,4 — Það er dýrt og erfitt að lifa: 16,4% telja að afkoman hafi aldrei verið verri og um 16% telja afkomuna slæma. Rúmlega 47% segja ástandið sæmilegt en tæplega 19% álíta afkomu heimilanna góða. Hins vegar eru aðeins 1,7% sem telja að afkoman hafi aldrei verið betri. FNINN RESTAURANT KOSTAÐIÞESSA S KOÐAN AKÖN N U N 20 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.