Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 24
GRÁTT OG LJÓTT GIMALD ISANDINUM inn gróf sig ekki niður fyrr en á áfangastað við sjálfa Sæbjörgina. En engar ferðasögur. Það er eitthvað seiðmagnað við svona skrokk. Hann er ljótur og hrikalegur. Inni í stýrisklefanum er allt á tjá og tundri. Fátt eftir af þeim tækjum sem einu sinni sögðu til um staðsetningu á haf i úti eða dýptina á loðnutorfu. En þó búið væri að hirða dýrari tæki og nytsama hluti þá glitti enn- Auglýsing um innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóös G f lokkur 1975 Hinn 2. desember hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs í G flokki 1975, (litur: grágrænn (avokado)). Hvert skuldabréf, sem upphaflega var að nafnverði gkr. 2.000, nú kr. 20,00, verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa á vísitölu framfærslukostnaðar frá útgáfudegi á árinu 1975 til gjalddaga í ár. Innlausnarverð hvers skuldabréfs í greindum flokki er kr. 814,45 Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda á, að bréfin eru eingöngu innlevst í afgreiðslu Seðlabanka íslands. Hafnarstræti 10. Revkjavík. Þeir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfir komið í afgreiðslu Seðlabankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða hvar sem er á landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans. Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar Vísitölu f ramfærslukostnaðar. Skuldabréfin fymast á 10 árum, talið frá gjalddaga hinn 1. desember 1985. Reykjavík, nóvember 1985 SEÐLABANKI ÍSLANDS Fyrir tœpu ári strandaði loðnu- skipid Sœbjörg VE 56 úti fyrir Stokksnesi, nánar tiltekid mánu- dagsmorguninn 17. desember. Erling KE 45 kom Sœbjörginni til adstodar og lagði taug yfir í skipid sem haföi látiö bœöi akkeri falla. Taugin slitnaöi hins vegar um fimm- leytiö og vegna veöurs tókst ekki aö koma annarri taug á milli. Sœbjörg dró festar og um morguninn tók skipið niöri og festist. Orsök strandsins var vélarbilun en hávaöarok af hafi fœröi skipiö upp í fjörur á skömmum tíma. ídag diggur skrokkurinn þarna enn, draugaskip þar sem fátt eöa líkast til ekki neitt er nýtilegt lengur. Skyrta lá í tröppunum Blaðamenn HP lögðu galvaskir á rennireið sinni út af Stokksnesaf- leggjaranum yfir svartan sandinn þar sem allt gekk áfallalaust og bíll- Draugaskip þar sem fátt eða líkast til ekki neitt er nýtilegt lengur... Myndir: Kristfn Þóra Harðardóttir. þá í persónulegar eigur skipverja. Á einum stað hékk skyrta í tröppum og annarstaðar voru vettlingar. Við litum inn til skipstjórans en þar hafði sjórinn sópað öllu forvitnilegu á braut. Öllu nema litlu skilti ofan við hurðina þar sem stóð SKIP- STJÓRI. Skipverjum hefur gefist lítill tími til þess að taka sitt hafurtask í land þegar þeir voru hífðir í land í björg- unarstól Hornfirðinga, svona nán- ast yfir landamæri lífs og dauða. Skipiö liggur á hliðinni og því fremur óhægt um vik að ferðast mikið í vistarverum sjómannanna. í borðsalnum snúa bekkirnir ekki lengur lárétt heldur hanga þeir lóð- rétt ofan úr þilinu. Uppi á flakinu liggur nótin, ólögu- leg hrúga af neti í einni meiriháttar flækju. Ekki vildi ég vera látinn greiða úr henni. Neðar á skrokkn- um er gat. Þar hafa Hornfirðingar klippt sér plötubita, til dæmis til þess að brúa vegaskurði sem verða tii við hinar ýmsu framkvæmdir. Lestin er tóm og var það líka þegar Sæbjörgin lagði í sína síðustu ferð. Orðin kvótalítil og mennirnir á leið í jólafrí. Reyndi að bjarga vídeótækinu En nú var farið að flæða að, svo ef manninn með skrifblokkina langaði þurrum fótum í land var eins gott að drífa sig. Fólksbíllinn var dreginn upp á veg af aðvífandi opinberum RARIK-jeppa og haldið til Hafnar þar sem nú tókst að þefa uppi mann- inn sem helst hefur stjórnað björgun á verðmætum úr Sæbjörginni. — Jú, mikið rétt, hann reyndi að bjarga vídeótækinu. Fór með það heim og skrúfaði í tætlur og lagði síðan baðkerið undir næstu dagana ef seltan skyldi fara úr. En allt fyrir ekki. ,,Pað var nú gert við fleira, að setja það í baðkarið til þess að ná af því sjónum. Þetta var annars svona neðansjávarvídeó," hlær Eiríkur Jónsson þegar við berum söguna undir hann. En að öllu gamni slepptu þá voru einhver verðmæti í Sæbjörginni og mikil vinna unnin við að ná þeim. Tryggingafélag Sæ- bjargarinnar gaf björgunarsveitinni á Höfn skipið í björgunarlaun, en vafamál er að vinnan við björgun- ina hefði svarað kostnaði ef þeir sem unnu tækju kaup fyrir. „Við héldum til þarna öll jólin og áramótin í fyrra. Þá höfðu allir frí úr sinni vinnu. Menn komu svona heim eitthvað yfir bláhátíðina," við- urkennir Eiríkur. „Það stærsta í þessu sem við náðum voru hliðar- skrúfurnar og svo eigum við ljósa- vélarnar ennþá óseldar. Hitt er mest farið. Það mætti kallast mjög gott ef heildarsalan verður fyrir svona eins og 2Vi milljón króna, — mjög gott,“ bætir hann við en hefur þann vara á að hann sé ekki allskostar vel inni í fjármálahliðinni og talan því ekki byggð á neinni nákvæmni. „Þetta var æði fallegur haugur en hann er nú alltaf að minnka. Annars er þetta ekki í fyrsta skipti sem við stöndum í svona brasi. Nökkvi strandaði fyrir nokkrum árum — gætu verið sex til átta ár síðan — við Ingólfshöfða og við vorum að selja það síðasta úr honum núna fyrir skemmstu." Um leið og við óskum hornfirsk- um björgunarsveitarmönnum alls góðs í sölumennskunni viljum við á HP vekja athygli útgerðarmanna á fyrirtaksgóðum ljósavélum úr loðnubátnum Sæbjörgu VE 45. —b Við héldum öll jólin og áramótin þarna úti ( fyrra, segir Eiríkur Jónsson á Höfn þegar hann rifjar upp björgunina úr Sæbjörginni. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.