Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 15
Of róttækur fyrir almenning — Skildu menn Vilmund? Sáu kjósendur og stjórnmálamenn stefnu hans og hugmyndir í skýru Ijósi? „Nei, síður en svo. Menn sáu ekki heildina. Það sem vakti eftirtekt voru atlögur Vilmundar gegn ein- stökum málum og málaflokkum, persónulegt stríð hans við einstaka menn og eigið líf. Þegar Vilmundur réðist t.d á eigin flokk og gagnrýndi hann, urðu alþýðuflokksmenn sárir og hristu hausinn yfir því hve ódyggur hann væri flokknum. Vil- mundur var einfaldlega of róttækur til að menn skildu hann. Hugmyndir hans voru of stórt stökk fram á við, of stór biti fyrir menn að kyngja. Heildarhugmyndir hans gleymdust líka vegna hins mikla hita sem ein- kenndi málflutning hans í einstök- um málum. Menn fylgdust spenntir með hverju máli fyrir sig en gleymdu heildarlínunni í pólitík Vil- mundar." Vanmat og ofmat oft sjálfan sig — En skildi Vilmundur sjálfan sig? Mat hann styrk sinn á réttan og raunsœjan hátt til ad knýja hug- myndir sínar fram? „Vilmundur lék marga afleiki og vanmat oft bæði sjálfan sig og stöð- una hverju sinni. Hann vanmat t.d. flokksstyrkinn, hélt að hann gæti sprengt eigin flokk og flokkakerfið í heild til að koma hugmyndum í verk og eyða kjötkatlapólitík. Hann of- mat einnig oft sjálfan sig, hélt að hann gæti bylt meiru og hraðar en hann raunverulega átti tök á. Hefði Vilmundur lifað í þriðja heiminum væri hann eflaust borgarskæruliði. En sem sagt: Vilmundur vildi vera ískaldur taflmaður, en ekki róman- tíker í pólitík. Það fór honum hins vegar illa, því hann var ekki hinn grimmi maður. Hann sótti ennfrem- ur allar sínar pólitísku hugmyndir til útlanda og skildi ekki að almenn- ingur hér heima gleypti þessar hug- myndir sem nýjan sannleik. Hann gleymdi því oft hve illa íslenskur al- menningur er upplýstur um strauma og stefnur í erlendri stjórn- fræði eða heimspeki. Og hann skildi illa að menn viðurkenndu hann ekki þegar í stað sem boðbera nýrri og betri tíma. Hins vegar náðu hug- myndir Vilmundar til fólks á ótrú- lega skömmum tíma og hann hlaut mikið fylgi. Það var t.d. einhver stærsti pólitíski sigur á íslandi í ára- tugi þegar BJ náði fjórum þing- mönnum inn í síðustu alþingiskosn- ingum. En Vilmundur mat þennan sigur sem algjöran ósigur. Hann vildi allt eða ekkert. í slíkri hugsun felst oft pólitískt vanmat." — Munu hugmyndir Vilmundar Gylfasonar lifa áfram? „Já, sporin sjást út um allt. Menn líta stundum á Vilmund sem mann- inn sem tapaði stríðinu gegn spill- ingunni og samtryggingunni, og pólitískri valdaníðslu. Vissulega er kerfið seigt og það er sukkað áfram. En þetta hefur verið að breytast hægt til hins betra, bæði meðan Vil- mundur starfaði og eftir dauða hans. Hugmyndir Vilmundar og baráttumál hafa sífellt verið að njóta meiri viðurkenningar. Vilmundur hefur haft gífurleg áhrif á íslenskt þjóðlíf og þeirra áhrifa gætir enn. En sjálfum fannst honum hann hafa beðið ósigur því honum tókst ekki að bylta þjóðfélaginu. Það var hins vegar óraunsætt markmið. Það er ennfremur margt sem Vil- mundur hafði áhrif á og ekki er beinlínis hægt að setja undir stjórn- mál. Vilmundur hafði m.a. mikil áhrif á viðhorf til minnihlutahópa, hann breytti umræðunni um frjáls skoðanaskipti og tók sjálfur þátt með beinum og óbeinum hætti í að skapa frjálsa fjölmiðlun á íslandi. Vilmundi var alltaf annt um það hvernig sagan myndi dæma menn. Hann las mikið af sagnfræði um uppréisnarmenn og fannst þessir menn rangt metnir því sigurvegar- arnir höfðu skrifað söguna. Sjálfur óttaðist hann að hann yrði dæmdur sem einn þeirra sem töpuðu; að sag- an myndi afgreiða hann sem mis- skilinn mann. Það var honum mjög hugleikið að hann væri á vitlausum st«ð í tímatalinu. En þarna mat Vilmundur sig ekki rétt. Saga hans er röð af þrekvirkj- um. Á hinum miklu umbyltingar- tímum síðustu 10—15 ára í íslensk- um stjórnmálum og þjóðlífi er hann svo fyrirferðarmikill og afgerandi að sú saga verður ekki skrifuð án þess að Vilmundur Gylfason verði þar aðalpersónan," segir Jón Ormur Halldórsson. Hugmyndir Vilmundar lifa áfram Jón Ormur Halldórsson: „Vilmundur vildi stytta leiö almennings til valdsins." Ein AFSKEKKTASTA RÍKI JARÐARKRINGLUNNAR Handan við Stóru Himalaja og austan viö iðjagrœnan Kasmírdal liggur eitt berangurslegasta og af- skekktasta rtki á jarðarkringlunni. Þetta er hið forna konungsríki Lad- akh; áður veldi Namgyal-ættarinn- ar en nú aðeins sýsla í Kasmírfylki Indlands. Gróðurinn er fáskrúðugur og hér eru byggð ból í allt að 4000 metra hœðyfir sjávarmáli. Enn ofar vafra svo hirðingjar um með búpen- ing sinn. Ladakhbúum svipar um margt til Tíbetbúa og menning þeirra er svip- uð þeirri menningu sem Kínverjar eyðilögðu í Tíbet. Meirihluti íbú- anna er af mongólakyni og búdda- trúaren íblanderu múslimir, komn- ir vestanað. Torsótt leiö Það er kalt, leiðin til Leh, höfuð- borgar Ladakh, er löng, vegurinn slæmur, rútan er bæði höst og hæg- fara og heilsufar ferðalanganna með versta móti. Frá Shrinagar í Kasmírdal til Leh, höfuðstaðar Lad- akh eru rúmir 400 kílómetrar eða tveggja daga keyrsla með 12 tíma stími hvorn dag. Með eðlilegum frá- töfum vegna hertrukka sem eru hérna í hundraðatali, dettur nætur- svefninn niður í 6 klukkutíma. Smábærinn Sonamarg er síðasti viðkomustaður í Kasmír og næst prílar rútan upp í 3500 metra hæð. I glannalega bröttum fjallshlíðum vaxa tré. Sum missa rótfestuna og rúlla niður í gilbotninn þar sem af- skekkt fjallaþorp kúrir fjarri bílvegi og utan við rafveitur. Zoji La Pass heitir hápunkturinn þennan dag og þegar hallar undan fæti erum við komnir til Ladakh. Hér eru það grjóthnullungar í stað gróðurs sem prýða landið og aðeins á stöku stað grillir í haustlit tré í grennd við farveg jökuláa. í þessu landi rignir ekki og varla er sting- andi strá að finna utan þessara vinja. Þegar komið er til Ladakh hallar þessi mikli fjallgarður til norðurs og árnar falla inn í Asíu en ekki suður til sjávar. Við ökum upp með Indusánni síðasta spottann sem síðan sveigir vestur um Baltist- an og suður Indusdalinn í Pakistan til sjávar. Hér er hún bæði tær og köld og ekki ýkja vatnsmikil. Landslaginu hér svipar um margt til þesssem við þekkjum inn til fjalla uppi á íslandi. Það er samt þurrlend- ara og sumstaðar eru fjöllin gulleit eins og eyðimerkurnar í Andrés- blöðunum. Annarstaðar eru enda- lausir blágrýtismelar, svört fjöll og bakvið þau blá fjöll með hvítum toppum. Vegurinn liggur í 3 til 4000 metra hæð en fjallstindarnir ná sumir að tvöfalda þá tölu. Af Drokpum og svefnleysi Hefðum við verið rúmum áratug fyrr á ferðinni þá værum við fyrstu nútímaferðamennirnir á þessum slóðum í áratugi en núna erum við Texti og myndir Bjarni HarSarson ekki einasta fyrstir íslendinga að leggja hér land undir fót. I áratugi hefur Ladakh verið lokað fyrir ferðamönnum, eða allt til árs- ins 1974. Flóðbylgja ferðamanna skall svo á 1979 þegar flugfélag Ind- lands hóf áætlunarflug til Leh og þó svo stór hluti sveitaþorpa hér sé utan þeirra fáu jeppaslóða sem hafa verið lagðir um landið, þá fara vest- rænir bakpokagarpar arkandi um fjöll og firnindi í hundraðatali um sumartímann. Veturinn skellur á í október og fram í júnímánuð eru vegir lokaðir vegna snjóa. Enn eru svæði í Ladakh lokuð ferðamönnum, næst kínversku landamærunum og við órólega vopnahléslínu lndverja og Pakist- ana. Eitt þessara svæða er Nubra- dalur, eða Drokland þar sem Drokp- arnir búa. Þeir eru taldir hreinustu afkomendur aríanna sem lögðu Ind- land undir sig á 15. öld fyrir Krist. Flestir. þeirra halda enn í forn Drokpatrúarbrögð, tala sitt eigið tungumál og eru fastheldnir á forn- ar venjur. Hjá Drokpum er í heiðri höfð frjósemishátíð þar sem allir ættbálkar þjóðarinnar koma sam- an, hjúskaparheit eru látin lönd og leið og þau börn sem koma undir eru talin hreinni Drokpar en þeir sem verða til hvunndags. Hjá af- dalaþjóð hefur þessi hefð komið í veg fyrir skyldleikarækt og gerir það vafalítið enn þann dag í dag. En flestir Ladakhar tala Ladakhi, tilbiðja Búdda og búa í litlum sveita- þorpum. Á þessu 100 þúsund fer- kílómetra fjalllendi búa um 150 þús- und sálir. Ákvörðunarstaðurinn Leh er langtum stærstur af kaupstöðum í Ladakh, en þar búa um 8500 manns. Bærinn, sem að umfangi er ekki stærri en Höfn í Hornafirði, er í frjósömu dalverpi Sing Kababeár- innar sem fellur í Indusána spölkorn frá bæjarmörkunum. Leh stendur í 3500 metra hæð yfir sjávarmáli. Bæjarbúar fást við versl- un og hverskyns þjónustu við bæði ferðamenn og þau nokkur hundruð indverskra hermanna sem þarna dvelja. Þéttbýlið deyr út í sveita- þorpum sem þekja restina af dal- verpinu. Hátt yfir miðjum bænum rís Leh- höllin, — hið forna aðsetur Namgy- al-konunganna. Ennþá hærra í HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.