Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 17
það í þessum dálkum að Orator, félag lögfræðinema við Háskólann, veifi þessar vikurnar samningi framan í Olaf Laufdal sem nýlega leigði aila Borgina af þeim Sigurði Kárasyni og Pálmari Magnús- syni, en þetta plagg kveði á um rétt þeirra til að reka skemmtistaðinn á jarðhæð hússins allt fram á næsta sumar. Samninginn gerðu lögfræði- nemar við þá Sigurð og Pálmar á meðan þeir ráku ennþá Borgina sjálfir. í leigusamning Ólafs við þá tvímenninga vildi sá fyrrnefndi hinsvegar fá samninginn við Orator og geta þannig hafið skemmtana- rekstur á staðnum á sama tíma og annan rekstur Borgarinnar. Þetta var ekki tekið í mál, einfaldlega vegna þess aö Sigurði og Pálmari fannst Orator hafa staðið sig svo vel í rekstrinum að sómi væri að. Síðan hefur Ólafur Laufdal róið að því öll- um árum að komast yfir þennan samning, enda er sagt að maðurinn hafi ekki orðið lítið svekktur þegar hann þurfti að bakka fyrir einhverj- um stráklingum úr Háskóla. Núna heyrir svo HP að lögfræðinemarnir hafi loksins fallist á tilboð sem Lauf- dal gerði þeim og felur það í sér að hann fái þegar tekið yfir rekstur skemmtistaðarins gegn því að greiða Orator 1,7 milljónir króna á borðið, en það var áætlaður hagn- aður félagsins af miðasölu það sem eftir væri samningsins. Skemmti- staðurinn á jarðhæð Hótel Borgar mun opnaður undir stjórn Óla um áramótin og meðal breytinga er að betri klæðnaður verður óskað við inngöngu. . . | samningi Ólafs Laufdals og Orators er eftir því tekið að þær kvaðir eru lagðar á félagið að það megi ekki taka að sér annan rekstur skemmtistaða í minnst sex mánuði frá undirritun hans. Helga Sigurðs- sonar er sérstaklega getið í þessum lið, en hann er maðurinn á bak við velgengni staðarins undir stjórn Orators. HP veit að meðal annars Klúbburinn og Safari hafa haft samband við Helga með það fyrir augum að hann gerist rekstrarstjóri þessara staða, en hann hefur hafnað jafnharðan, ekki aðeins vegna þess að hann sé samningsbundinn Lauf- dal, heldur líka af þeirri ástæðu að hann langar nú að fara að helga sig lögfræðináminu, sem svolítið hefur setið á hakanum á undanförnum misserum og skal engan undra.. . BILASMIÐJAN w KTNDILL Storhofda 1 8 W Bílamálun. Bílaréttingar. Föst tilboð. Simi'3bUb1. Kvöldsími 671256. Vönduð vinna og ný ókeypis þjónusta í ÞESSARI GLÆSILEGU ÍSBÚÐ GETURÐU FENGIÐ KAFFI, KAKÓ, KÖKUR, SAMLOKUR, PIZZUR, PÆ MEÐ IS, BANANABÁTA, ÍS-MELBA OG ALLT OKKAR SIVINSÆLU ÍSRÉTTI. Lítiö inn í ísbúöina að Laugalækó. og fáiö ykkur kaffi og hressingu oí ndo)no i)\ hé/, rvfbisi 3íi]/JjJ'jjií|a/. FRIÐRIK BERTELSEN H/F TEPPAVERSLUN SÍÐUMÚLA 23 S.686266 GÆÐI í HVERJUM ÞRÆÐI. KOMIÐ OG SKOÐIÐ HIN VINSÆLU 1333 ULLARTEPPI. AFGREIÐSLUTÍMI: 1-2 VIKUR. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.