Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 36
II mmæli forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar í DV í gær, að ríkissjóður pungi ekki pen- ingum í Útvegsbankann heldur hafi hann hugmyndir um að sameina Út- vegsbankann og Búnaðarbankann, hafa vakið mikla reiði bankastjóra Búnaðarbankans sem ekki hafa minnsta áhuga að fá óreiðuna úr Út- vegsbankanum yfir sig. Það er enn- fremur altalað í bankaheiminum eftir að þessi frétt flaug um landið í gær, að það sé einkennileg pólitík að troða verst rekna ríkisbankanum upp á þann best rekna. Og það mætti eiginlega segja að nú þyrfti Útvegsbankinn ekki lengur ríkis- ábyrgð heldur Búnaðarbanka- ábyrgð. Það sem vekur reiði banka- stjóra Búnaðarbankans fyrst og fremst er að þeir óttast að viðskipta- vinir bankans missi trúna á vel rek- inn banka ef Útvegsbankastimpill- inn komist á hann. . . u mræður manna á milli um mögulega sameiningu Útvegs- bankans og Búnadarbankans af löngu augljósum ástæðum hafa tek- ið á sig ýmsar myndir á undanförn- um dögum. Menn eru til dæmis þeg- ar komnir með nafn á firmað, sem er auðvitað Útbúnaðarbankinn. .. v W eitingastaðurinn Naustið við Vesturgötu skiptir um eigendur á næstu vikum að því er HP hefur fregnað. Eftir því sem næst verður komist er kaupandinn Herluf Clausen heildsali í Reykjavík. Ómar Hallsson, núverandi eigandi Naustsins, keypti staðinn fyrir lið- lega þremur árum. Ástæðan fyrir sölunni mun vera erfið skuldastaða fyrirtækisins. . . || Hin fræga kenning Þrastar Ólafssonar, framkvæmdastjóra Dagsbrúnar, um lífskjarasamning virðist nú eiga erfitt uppdráttar í verkalýðshreyfingunni. Stjórn Dagsbrúnar hefur neitað að skrifa sig fyrir þessum hugmyndum og á fundi sem haldinn var í gær um lífs- kjarasamninginn átti Þröstur í miklu stappi við fundarmenn um þessar hugmyndir. Verkamenn telja sig illa svikna með þessum samningi og spyrja sem svo: Eigum við að gera samning um lífskjör okkar þegar fyrir liggur að við höfum nú þegar tapað 30% af kaupmætti launa? Er nú óvíst að þessi nýja kenning sem hlotið hefur stuðning og lof Gud- mundar J. Gudmundssonar for- manns Dagsbrúnar, fái yfirleitt ann- an hljómgrunn. . . u ■ ú eru jólabókaauglýsing- arnar frá útgefendum farnar að raðast inn á sjónvarpsskjáinn. Eitt forlag hefur þó tekið þá eindregnu afstöðu að auglýsa ekki í hinum dýra miðli sjónvarpinu heldur spara peninga og reyna að halda verði bóka niðri. Hér er um að ræða sjálft Forlagið og hefur frumkvæði þess vakið mikla athygli meðal bókaút- gefenda, því sjónvarpsauglýsing- arnar eru svo hátt metnar í brans- anum. Ekki aðeins sem söluhvetj- andi, heldur hafa forlögin fyrst og fremst verið smeyk um að missa frá sér höfunda sem finnst þeim ekki nógu vel sinnt ef þeir komast ekki í sjónvarpsauglýsingarnar. Nú mun fjöldi útgefenda vera að velta fyrir sér að fara að fordæmi Forlagsins... nýjum útvarpslögum sem heimila frjálsan rekstur útvarpsstöðva. Menn bíða nú spenntir eftir laun- þegaútvarpi BSRB og ASÍ með þátt- töku SÍS. Sambandið átti að skila svari eftir stjórnarfund í nóvember en enn hefur ekkert í SÍS-mönnum heyrst, enda Sambandið á fullu að bjarga gjaldþrotafyrirtækjum þessa dagana. Eru menn úr launþega- hreyfingunni orðnir svartsýnir á að samstarfs við SIS sé að vænta í þess- um málum... Látið ekki vini og vandamenn í útlöndum fara íjólaköttinn • • • •HTuP- Viö göngum frá og sendum — jólapakkana um allan heim. Jólasveinar og trúðurinn á fullu í gluggunum okkar... RAMMAGERÐ1N Allar sendingar eru fulltryggðar yður að kostnaðarlausu. —— illl V iii i yjj iiii liinl HAFNARSTRÆTI 19 ÆVINTÝRAHÚSIÐ - FÓTBOLTASKÓRINN - STÓRI FÓTBOLTINN - LITLI FÓTBOLTINN - VÍKINGURINN - BANGSINN - TENINGURINN - FÍLLINN - GRÍSINN - UGLAN TRAUSTUR BANKi E E V 8 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.