Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 16
sömu fjallshlíð er Leh-klaustrið. Eitt af ótalmörgum klaustrum búdda- munka í Ladakh. Súrefnisleysi gerði ferðalöngunum erfitt fyrir og príl upp að þessum tveim byggingum var erfiðara en nokkur fjallganga heima á Fróni! Kuldaleg hús og gott fólk Húsin í Leh voru bæði grá og kuldaleg, göturnar rykugar af eyði- merkursandinum. Við vorum þarna í lok ferðamannavertíðar, fyrstu daga nóvembermánaðar þegar vet- urinn er að skella á. Næturnar voru ískaldar í ókyntu hótelinu og á morgnana voru pollarnir — þeir fáu sem við fundum — botnfrosnir. Varaþurrkur er þjóðareinkenni í þessu landi og börnin eru flest með sprungnar kinnar og handarbökin hrukkótt eins og á gamalmennum. Líklega til þess að bæta ferðamann- inum allt þetta upp var fólkið hér hlýlegra en við annars áttum að venjast í lndlandi. Hér þekktist ekki sá ósiður að kalla á eftir ókunnugum, uppá- þrengjandi sölumennska ekki til og stundum fannst manni sem kaup- mönnum þarna væri enginn akkur í því að selja ferðamönnum vöru sín- ar. í lítilli búðarkytru bað ég kaup- manninn um umslag. Hann átti eitt en það kom ekki til mála að ég borg- aði fyrir það því í þessari búð voru alla jafna ekki seld umslög. Penna átti karl en alltof lélega til þess að selja mér, ég skyldi frekar fara ann- að. Stundu seinna leitaði ég aftur í sömu búð og vantaði nú lim til þess að líma umslagið aftur. Fremst í röð af límstautum var einn átekinn sem kaupmaðurinn límdi umslagið með og þvertók fyrir að ég borgaði. Því fór samt fjarri að verið væri að stofna til vináttu, eða að kaupmað- urinn spyrði viðskiptavininn um nafn og uppruna. Útlendingar vekja yfirleitt litla forvitní Ladakha og enn minni gróðavon. En það var samt sjálfsagt að aðstoða hvern þann sem þess óskaði og taka fyrir það rétt verð. f Ladakh er ekki prútt- að og sérstakt verð fyrir ferðamenn þekkist ekki. Okkur til undrunar var samt flest heldur dýrara í Leh held- ur en í Indlandi og við fréttum af heimamönnum að kaup væri líka nokkru hærra í þessum samt van- þróaðasta hluta Indlands. Það er að nokkru leyti smæðinni að þakka að Ladakhar eiga enga betlara sem annars eru fjölmargir í borgum og bæjum Indlands. En á hverju sumri kemur dálítill hópur ólánssamra Indverja og treystir á góðvild heimamanna og ferða- manna. Eri flestir hverfa aftur til Ind- lands þegar haustar. Þessu fólki bjóðast ódýrar ferðir aftani höstum flutningabílum. Ein gömul kona hafði fleti sitt undir þakskeggi skammt frá hótel- inu okkar og virtist ekki hafa í fór- um sínum annað eiguiegra muna en einn emaleraðan bolla sem heima- menn gáfu henni heitt te í. Hóteleig- andinn fræddi mig á því að kerling- in væri neðan úr Punjap og talaði hvorki Ladakhi né Hindí þannig að hún hafði enga möguleika á sam- ræðum við nokkra sálu í bænum. Hún var eini betlarinn sem hélt til í Ladakh allan ársins hring. „Hún er skrýtin," sagði hótelhaldarinn. „Stundum þegar ég kem með eitt- hvað handa henni afþakkar hún það, stundum tekur hún við því.“ Þá fimm daga sem ég gekk framhjá kerlu, kvölds og morgna, sá ég hana aldrei biðja neinn um neitt. Líklega ekki þurft þess þar sem heimamenn hafa séð henni fyrir nauðþurftum og meira fór hún ekki framá. Klausturlíf og skrýtin hjónabönd Fyrsta daginn okkar í Leh lögðum við leið okkar að einu af fjölmörg- um búddaklaustrum Ladakha, Sankar gompa, — en gompa er heiti heimamanna á þessum menningar- stofnunum. Sankar er aðeins spöl- korn utan við Leh og mér var seinna sagt að gompan væri ein þeirra frjálslyndari, næstum því grasrótar- gompa í samanburði við þær íhalds- sömustu. Munkurinn sem tók á móti okkur var karl á miðjum aldri, lítið eitt tal- andi á enska tungu og hinn vinaleg- asti. Minnti í háttalagi og öllu fram- ferði á Fjalarr prófast á Kálfafelli í Suðursveit, kollega úr hinni andlegu stétt uppi á íslandi. Eins og klæði munkanna voru hinir helgu dómar í dimmrauðum lit. Gegnt dyrunum voru helgar styttur af Búdda, Kalí og fleiri helgum vættum. Þarna var líka vera sem í ferðahandbókum er köliuð Avalokitesvara og hefur bæði 1000 hendur, jafnmarga hausa og nokkur hundruð fætur. Munkur- inn sýndi okkur líka nokkur af hljóðfærum gompunnar en búdda- munkarnir í Ladakh eru þekktir fyr- ir sína löngu lúðra og skrýtnu trumbur. í Ladakh eru 5000 munkar eða lamar í 12 aðalgompum og mörgum minni. Nunnurnar eru mikið færri eða aðeins um 100 talsins. Flestar gompurnar. standa uppi í fjallshlíð- um eða ofaná hólum og munkarnir fá sitt viðurværi frá þorpsbúum sem yrkja landið neðan við gompuna. Nunnuklaustrin eru fá og standa niðri á sléttlendi þar sem nunnurnar yrkja landið og færa munkum í nær- liggjandi gompu afrakstur erfiðis síns. Klausturfóllðð tekur morgun- mat og hádegismat og síðan ekkert fyrr en næsta morgun. Tilvist klaustranna hefur haldið fólksfjölgun Ladakha innan þeirra marka sem landið gat brauðfætt. Úr hverri bændafjölskyldu fóru að jafn- aði tveir yngstu synirnir í klaustur við 6 eða 7 ára aldur. Ef hjón áttu ekki nema dætur var að minnsta kosti ein þeirra send. Eignir fjöl- skyldunnar komu samt ekki til skipta milli þeirra systkina sem eftir voru. Meðal Ladakha er litið á jarð- næði og aðrar eignir fjölskyldunnar sem heilaga einingu. Elsti sonurinn tók við búinu af föður sínum og kvæntist. Bræður hans sem ekki höfðu verið sendir í klaustur áttu tvo valkosti. Annar var sá að reyna fyrir sér í kaupskap en hinn, sem miklu fleiri völdu, var að dvelja áfram á bænum og njóta mágkon- unnar í félagi við bóndann. Samlífi af þessu tagi var alsiða og þekkíst sumstaðar enn þann dag í dag. Væri enginn sonur í fjölskyldunni tók elsta dóttirin við búsforráðum og henni var fenginn eiginmaður sem varð um leið nokkurskonar þjónn hússins, frekar en húsbóndi. Hans hlutverk var svo að þjóna húsfreyj- unni og systrum hennar. Það er hætt við að ómegðin á slíkum bæj- um hafi orðið með mesta móti með- an samlífi einnar konu með bræðr- um hefur ekki leitt af sér fleiri barn- eignir en einfalt hjónaband. I dag eru fleiri atvinnutækifæri fyrir unga menn. Færri drengir eru sendir í klaustrin en fleiri í ind- verska herinn. Viðurstyggilegt gur-gur-te Á leiðinni heim frá Sankar göng- um við framhjá bónda sem er að plægja akurinn eftir haustuppsker- una. Hér búa bændur enn við þá sömu tækni og afar þeirra og lang- afar hafa gert um aldir. Þegar upp- skeran er komin í hús og akurlendið frágengið fyrir vetrartímann hvílir fjölskyldan sig næstu 5 mánuðina. Ekkert er ræktað yfir vetrarmánuð- ina og þó fæstir af þessum bændum hafi rafmagn eða nokkra vél þá eru þeir nógu ríkir til þess að taka sér langt frí. Sumarið er unnið hörðum hönd- um og þá gefst hvorki tími til skemmtana, útfara né ferðalaga. Þeir sem ætla að deyja, stilla því inn á veturinn og flestar trúarhátíðir eru iíka settar á sömu mánuði. Sum- ir dvelja nokkra daga eða vikur með munkunum í nærliggjandi klaustri og aðrir heimsækja vini og ættingja. Einhver þarf samt að vera heima til þess að sinna skepnunum og sitja sumir við handavinnu, með því að opnast hefur óþrjótandi markaður fyrir heimaunnið glingur meðal ferðamanna. Heima í hótelinu gefa gestgjafar okkar okkur gur-gur-te einn morg- uninn, — einkennilega bragðvond- an þjóðardrykk Ladakhbúa. Smjör, tevatn, mjólkurdreitill og salt er allt þeytt saman í gur-gur-áhaldinu sem við köllum strokk. Eini munurinn er sá að þessi strokkur er heldur minni og jafnbreiður í báða enda. Síðan er teið soðið meira og drukkið sykur- laust. Fyrir okkur Vesturlandabúa skapar saltið viðurstyggilegt bragð en í Ladakh drekka bændur gur-gur- te við öll tækifæri. Aðalfæða Ladakha í gegnum aldirnar var gróf- malað hveiti sem hver og einn hrærði svo út í sinn skammt af gur- gur-tei. Nafnið er dregið af hljóði.nu sem myndast þegar bullan er dregin í gur-gur-áhaldinu sem einnig er notað til þess að gera smjör. Valdalaus konungsætt og óprúttnir grannar Þetta litla fjallaríki í Himalaja er stundum kallað Litla Tíbet og því þá bætt við að eftir innrás Kínverja í ríki Dalai Lama sé Ladakh jafnvel tíbeskra en Tibet. Menning land- anna hefur verið nauðalík og í öll- um gompum Ladakha hanga uppi myndir af hinum helga manni, Dalai Lama. Til forna tilheyrði Ladakh Tíbet en upplausn í konungsfjöl- skyldunni þar á 10. öld leiddi til þess að ríkið klofnaði. Eftir nokkurra alda karp hefðarætta í Ladakh um konungstignina náði Namgyal-ætt- in krúnunni undir sig árið 1533 og gerði Leh að höfuðstað ríkisins. Næstu 100 árin voru blómatími Ladakh og tilraunir Kasmíra til þess að leggja ríkið undir sig voru brotn- ar á bak aftur. En á 17. öld náðu Tíbetar undir sig auðugustu svæð- um landsins umhverfis Gnarriss- korsum-dalinn og veldi konungsins í Leh fór hnignandi. Næstu aldirnar var rikið undir járnhæl múslimanna í Delhi og árið 1834 lagði prinsinn af Jammu og Kasmír Ladakh undir sig. Konungsfjölskyldan flýði Leh-höll- ina og lét reisa aðra höll spölkorn frá höfuðstaðnum þar sem heitir Stok. í vopnahléssamningum við Tíbeta nokkrum árum seinna féllust hinir nýju valdhafar á að konungs- ættin mætti lifa valdalaus í friði í Stok og það hefur hún gert allt til þessa dags. Allt frá því Kasmírfylki var sam- einað Indlandi hafa íbúar Ladakh haldið uppi kröfunni um aðskilnað frá Kasmír og aukið sjálfræði innan indverska ríkjasambandsins. Eftir að flóðbylgja ferðamanna skall á Ladakh hefur hópur Kasmírbúa reynt að notfæra sér þennan nýja markað, oft í óþökk heimamanna sem saka hina aðkomnu sölumenn um að selja tíbeska helgimuni til ferðamanna. En þrátt fyrir vanþróaða atvinnu- vegi og ef tii vill óprúttna granna í vestri þá geta Ladakhar án efa litið björtum augum til framtíðarinnar. Únga fólkið í Leh virðist stoltara af fornri menningu en glysvarningi Vesturlanda. 1 klaustrunum á sér stað nútímaleg þróun í málaralist og virk umræða um framtíð þessa fjallaríkis. Risastór nútímaleg vegg- mynd í Sankar gompu af munka- klæðum úti á snúru sannfærði und- irritaðan um það að klaustur eru ekki endilega hreiður íhalds og formfestu. í Leh er vistfræðistofnun Ladakh að þróa aðferðir til þess að hita híbýli manna með sólarorku og rækta suðræn aldin í gróðurhúsi. Brottfarardaginn er áætlunarflug- inu frá Leh til Shrinagar frestað vegna skýja þannig að við missum af þeirri lífsreynslu að sjá Himalaja- fjallgarðinn úr lofti. Þess í stað fáum við að fljóta með flutningabíl land- leiðina og nú er komið snjóföl á veg- inn í Zoji La Pass. Það aftrar samt ekki bílstjóranum frá því að stoppa í vegkantinum og sjóða hrísgrjón og *baunir á olíuprímus kvölds og morgna í þessari tveggja daga ferð. Innan fárra daga lokast leiðin til Leh og bændurnir í Ladakh eru búnir að birgja sig upp af kaupstaðarvarn- ingi sem verður að duga fram í júní. Þessar stöllur stilltu sér upp fyrir myndatöku HR Kvenfólkið er sem mann- fólkið stolt og glæsilegt þrátt fyrir mikla fátækt. En gestrisnin er mikil og stutt í brosið. 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.