Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea J. Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471) Afgreiðsla: Berglind Björk Jónasdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Nú hefðum við þurft Vilmund Jón Ormur Halldórsson hef- ur skrifað bók um stjórnmála- sögu Vilmundar Gylfasonar. Heiti bókarinnar er sótt í eitt þekktasta orðatiltæki Vilmund- ar: „Loglegt en siðlaust." Bók þessi er um margt merkileg. í fyrsta skipti er gerð tilraun til að raða saman hug- myndum Vilmundar og stjórn- málaskoðunum og setja þær í skipulegt samhengi en heildar- sýn almennings á stjórnmála- manninum og hugsuðinum Vil- mundi vildi oftast fara forgörð- um. Vilmundur var það mikill baráttumaður og fyrirferðar- mikill á síðasta áratug og í byrj- un þessa, að menn fylgdust meir með honum íeinni orrustu til annarrar, í stað þess að sjá verk og hugsjónir Vilmundar í heild. Það er erfitt að skrifa bók um Vilmund Gylfason. i fyrsta lagi er persóna hans og atburðirnir honum tengdir það nálægir í tíma og rúmi að erfitt er að ná föstum tökum á efninu. En Jón Ormur gefur sig ekki út fyrir að vera sagnfræðingur og einbeit- ir sér fyrst og fremst að því að leita skilnings á hugmyndum Vilmundar Gylfasonar eins og fram kemur m.a. af viðtali Helgarpóstsins við Jón Orm í þessu tölublaði. Við lestur stjórnmálasögu Vilmundar Gylfasonar kemst lesandinn að raun um hve miklu eldhuginn Vilmundur áorkaði á skömmum tíma og hve víða liggja eftir hann spor í íslensku þjóðlífi. Vilmundur skar upp herör gegn flokkakerfi, sam- tryggingu, spillingu, mútu- þægni og múlbindingu fjöl- miðla. Við þennan lestur finnur einnig lesandinn sárt til sökn- uðarins við dauða Vilmundar, þessa einstaka stjórnmála- manns og manneskju sem allt- af barðist fyrir réttlætinu og prinsippi hvers máls án þess að láta ættartengsl, hagsmuni eða kunningsskap hafa þar áhrif á. Nú þegar sukkið og svínaríið í kringum Hafskipshneyksliö og Útvegsbankaafglöpin veltur yfir þjóðina, finnum við fyrir tómarúminu sem Vilmundur skildi eftir. Enginn þingmaður hefur sýnt sig vera með tærnar þar sem Vilmundur var með hælana. Nær þingheimur allur stendur nú þegjandi og horfir á tær sér. Við hefðum þurft á Vilmundi að halda þessa dagana. LAUSN Á SKÁKÞRAUT 31. Leikröðin 1. - Kc6 2. Be4 mát bendir til þess að hrókurinn og biskuparnir séu vel settir þar sem þeir eru og annarhvor riddarinn eigi að stíga fyrsta sporið. Svarti kóngurinn á um þrjá reiti að velja og þarf að búa honum mát á hverjum þeirra sem er. 1. Re2 og mátar í næsta leik. Sérstaklega þykir mér mátið 1.-Kc4 2. Be6 fal- legt. 32. Þetta er snoturt dæmi um ofríki, svarti biskupinn er ekki óhultur á neinum reit nema þeim sem hann stendur á. Hafi maður komið auga á þetta er lausnin ekki flókin: 1. Bh5 Nú verður svartur að leika biskupnum, hvítur hirðir hann með riddara eða peði. Því næst verður svartur að leika b-peðinu og þá kemur 2. Bf3 mát. HANSKAR OG TÖSKUR í ÚRVALI Teg. 6951 Kr. 2.300.- Litir: Grátt, svart. Hanskar r Skinn Frákr. 1.195.- Litur: Svart, brúnt, beige. Teg. 6952 Kr. 1.850.- Litir: Grátt, svart. PÓSTSENDUM Teg. 6985 Kr. 2.300.- Litur: Grátt, svart. Hanskar Rúskinn Kr. 796.- Litur: Svartur, brúnt, biátt. VERSLUNIN JÓJÓ AUSTURSTRÆTI8 sími 13707. 1—2—3 rakvélin frá Braun vinnur verkið fullkomlega Tvœr gerflir ^ með Nú eru götin á rakþynnunni stærri en áður og það þýðir fljótvirkari og betri rakstur. Gott hefur orðið ennþá betra. Þú hefur því 1 —2—3 nýjar ástæður til að prófa 1—2—3 rakvélina. í tilefni þessara tímamóta hjá BRAUN hefur verslunin PFAFF, ásamt umboðsmönnum um land allt, ákveðið að gefa kaup- endum skilafrest ef þeir eru ekki ánægðir með þá BRAUN rakvál sem þeir kaupa nú á næstunni. Skila- fresturinn er til 31. BRAUIM Þeir hjá BRAUN vilja vera fremstir. Þess vegna hönnuðu þeir rakvél sem þú getur verið fullkomlega sáttur við. Þeir kalla þetta „Kerfi 1-2-3". Eins og myndin sýnir hafa karlmenn þrenns konar skegg- vöxt. Kerfi 3 snyrtir barta og skegg. Kerfi 2 rakar linari og „óþekk" hár. Kerfi 1 sér um hina venjulegu skeggrót, rakar þéttar og betur en áður. Kerfi 1. Rakþynnan vinnur ein og rakar hiö venjulaga skegghár 6 kinnum og höku. Kerfi 2. Á þessari stillingu kemur bart- skerinn upp að rakþynnunni og klippir löngu og „óþekku" hárin á hálsinum. Samstiliing rakþynnu og bartskera f sömu yfirferö. Kerfi3. Bartskerinn fer i hnstu stillingu og þú snyrtir barta og skegg. hefur enn einu sinni sannað að þeir eru í fremstu röð Verslunin PFAFF Borgartúni 20 '0 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.