Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 7
REKSTRARHNEYKSLI HAFSKIPS: „MISFERLI, GALEYSIMEÐ FJARMUNI, VANKUNNÁTTA OG FULLKOMID TILLITSLEYSI GAGNVART HLUTHÖFUM“ RNORKU • Lúxusferðalög forráðamanna félagsins. Einn hótelreikningurinn hljóðaði upp á tæp 800 þúsund krónur. • Bandarískir endurskoðendur Hafskips gáfust upp á bókhaldsóreiðunni. Bók- haldarinn á New York-skrifstofu félagsins sagði upp starfinu samvisku sinnar vegna. • Skúffufyrirtæki forstjóra Hafskips USA mjólkaði félagið með vitund forráða- manna. • Baldvin Berndsen, forstjóri Hafskips USA, hélt starfinu vegna þess að hann bakkaði upp vitleysur forráðamanna Hafskips í Reykjavík. - SEGJA TVEIR FYRRVERANDI STARFSMENN HAFSKIPS, GUNNAR ANDERSEN, FRAMKVÆMDASTJÓRI COSMOSIBANDARÍKJUNUM OG BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON HJÁ HAFSKIPI USA „Eftir að hafa hugsað mikið um þetta, held ég að það sé alveg Ijóst að það var mikið um misferli að rœða í rekstrinum og ýmsir vafa- samir hlutir á ferðinni," segir Gunn- ar Andersen fyrrverandi fram- kvœmdastjóri flutningamiðlunar- fyrirtœkisins Cosmos og dótturfyrir- tœkis Hafskips við Helgarpóstinn þegar hann var spurður þess hvers vegna Hafskip h/fstandi nú frammi fyrir hugsanlegum gjaldþrotaskipt- um. í HP höfum við fjallað um N-Atl- antshafssiglingar Hafskips, viðvar- anir starfsmanna vegna þessa œvin- týris og hvernig öll viövörunarorð voru hunsuð af stjórnendum fyrir- tœkisins í Reykjavík. En nú velta menn jafnframt fyrir sér hvernig Hafskip hafi verið rekið sem fyrirtœki, fyrir utan þau megin- mistök sem fólust í því að taka upp beinar siglingar milli Evrópu og Bandaríkjanna, þvert ofan í allar afkomuspár starfsmanna. Gunnar Andersen og Björgvin Björgvinsson fyrrum starfsmaður á skrifstofu Hafskips í New York, þekkja rekstrarsögu Hafskips mjög vel nokkur ár aftur í tímann og þá einkum rekstur Hafskips í Banda- ríkjunum og samskipti við yfir- stjórnina á Islandi. Þeir rœddu við HP í New York fyrir nokkrum dög- um. Kádíljákar, golfferðalög og 800 þús. króna hótel- reikningur Þeir Gunnar og Björgvin staðhæfa að fjármunir Hafskips hafi verið misnotaðir og oft hafi verið um hreina sóun að ræða. Sem dæmi nefna þeir óeðlilegan bílakost for- stjóra Hafskips USA, Baldvins Berndsen (á tímabili réði hann yfir fjórum bílum), alls kyns óeðlilegan kostnað sem erfitt sé að skýra, svo sem notkun Baldvins á lengdum kadílják með sjónvarpi, bar og einkabílstjóra með kaskeiti sem einkum var notaður til að aka for- stjóranum út á flugvöll vegna golf- ferðalaga og söluferða, Concord- flugferðir forstjóra Hafskips á ís- landi og stjórnarformannsins, þriggja herbergja hótelsvítur á dýr- asta hóteli í New York (þúsund doll- arar á dag eða um 40 þúsund ísl. kr.). Annað dæmi um hótelkostnað for- ráðamanna Hafskips er 18 þúsund dollara hótelreikningur (á 800. þús- und kr. ísl.). Þá má geta þess til gamans að þegar forstjóri Hafskips USA eða forráðamenn Hafskips fóru í golf- ferðalög, hvort sem það var í Banda- ríkjunum eða Evrópu (Baldvin Berndsen lék stundum golf í Lúx- emburg) var notast við sérsmíðaðar Baldvin Berndsen forstjóri Hafskips USA við bll frá fyrirtækinu — plötuna... golfkúlur með einkennismerki Haf- skips. Endurskodendurnir gáfust upp á óreiðunni „Það voru ýmsir reikningar á ferðinni sem ekki áttu heima í bók- haldi Hafskips, en lentu samt þar,“ segir Björgvin Björgvinsson við HP. „Það er erfitt fyrir mig að sanna þetta en á hinn bóginn sá ég færslur í bókhaldinu og tékkayfirlit, og það ætti að vera hægt að sjá þetta þar, nema að búið sé að eyðileggja öll gögn. Þessu til viðbótar get ég svo nefnt að bandarískir endurskoðend- ur frá endurskoðendafyrirtækinu Coopers og Lybrand bentu á þessar færslur. Og raunar fór það nú svo að þetta endurskoðendafyrirtæki treysti sér ekki til að sjá um endur- skoðun fyrir Hafskip USA vegna þess að það var svo mikið um sér- kennilega viðskiptahætti sem birtist í bókhaldinu, og ekki virtist stand- ast venjulegar endurskoðunarregl- ur. Þeir hættu viðskiptum við Haf- skip USA í september í fyrra vegna þessa." Gunnar: „Þeir tóku það fram í bréfi til Páls Braga Kristjónssonar fyrrum fjármálastjóra Hafskips að það væri slík óregla á bókhaldinu hjá Hafskipi USA að það væri ekki sjá númers- mark takandi á því og þeir treystu sér alls ekki til að skrifa undir það. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.