Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 34
HELGARDAGSKRÁVEIFAN Föstudagurinn sjötti desember 19.15 Lesið uppúr þeim fréttatilkynningum sem stofnuninni hafa borist en þóttu ekki nógu krassandi til að komast í að- alfréttatímann. í tveimur orðum sagt: Á döfinni 19.30 Sænska vandræðaefnið um Jobba klípukall (lokaþáttur). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttaágrip á báknmáli. 20.55 Þingvá. 20.55 Kastfjós. 21.30 Skonrokk. Haraldur og Tómas, tveir ungir piltungar úr Reykjavík, glenna sig milli myndbanda. 22.15 Derringurinn. 23.20 John Lennon og vegferð hans. Leikin bresk heimildarmynd um John Lennon, gerð í minningu þess að 8. desember eru fimm ár síðan hann féll í valinn. Þroskaferill Lennons sem tón- listarmanns er rakinn í myndinni og þá ekki síður sem þess leitandi hugsjóna- manns sem hann síðar varð. Myndin verður frumsýnd þetta sama kvöld hjá bíbísí og öðrum sjónvarpsstöðvum. Leikstjóri er Ken Howard, en með hlut- verk Lennons fer Bernard Hill. 00.40 Páll Magnússon les nokkrar fréttir yfir grátklökkum landsmönnum sem eru að byrja ekkakast eftir upprifjun ör- laga Lennons hér á undan. Sniff. Laugardagurinn 7. desember. 14.45 Sigurður Jónsson — Notthingham Forest: Bein útsending frá því þegar glókollurinn okkar af Skaganum burstar Hróa hött og félagana úr Skír- isskógi. 17.00 Móðurmálið. Árni Böðvars ber fram. 17.15 íþróttir. Bjarna Fel fer fram. 19.20 Ævintýri Feneyjakrakka: La Pietra di Marco Polo. 19.50 Táknmálið. 20.00 Stórmálið. (Vellkomm beibý, vell- komm beibý, vellkomm tú ðe Gógó- partý . . .!) 20.25 Aulasýningarnar. . . 20.40 Skál! Kennslustund í stórdrykkju, að því er hysterískir stórtemplarar vilja meina, en það eru mennirnir sem horfa hvað stífast á þennan þátt (í laumi) af öfund . . . ! 21.10 Stálhnefar og stjörnudísir (Movie Movie). ★★★ Bandarísk bíómynd frá '78. Leikstjóri Stanley Donen. Aðal- leikarar George C. Scott, Irish Van De- vere, Red Buttons og Eli Wallach. Myndin er gerð í anda Hollywood- mynda frá því um 1930 þegar kvik- myndahúsagestum var vanalega boð- ið upp á tvær bíómyndir í sömu ferð- inni. Leikstjórinn Donen, sem hvað þekktastur er fyrir gömlu söngva- myndirnar sínar, þykir hafa tekist mjög vel upp í þessu verki sfnu. Það er hvorttveggja í senn áhrifamikið og að- laðandi. 23.00 Vindurinn og Ijónið (The Wind and the Lion). ★★★ Bandarísk bíómynd frá '75, stjórnað af John Milius. Aðal- leikarar Sean Connery, Candice Berg- en, Brian Keith, John Huston, Steve Kanaly. Þessi mynd, sem lauslega byggir á sönnum atburðum frá 1904 þegar arabahöfðingi rændi banda- rískri konu og börnum hennar og krafðist lausnargjalds frá soldáninum, er í senn spennandi og óttaleg. Væmnir kaflar spilla lítillega fyrir ann- ars ágætri afþreyingu. 01.10 Páll Magnússon löngu farinn á ball, þannig að engar fréttir verða sagðar að þessu sinni . . . (og þó: Ingvi Hrafn gæti nú trimmað í skarðið). Sunnudagurinn 8. desember 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Hreinn S. Hákonarson, Söðulsholti flytur (en hvert, er ekki enn vitað). 16.10 Snotur heimildarmynd um Evrópuvís- undinn og síðasta griðland hans sem er skógur í Póllandi. Þýðendur Ari Trausti Guðmundsson og Jaruzelsky. 17.10 Æm gonna livv forevver, je, je, je .. . Ó, je (!). 18.10 Stundin okkar. (Athygli er vakin á atriðum í þættinum sem geta vakið ótta fullorðinna og gamalmenna.) 18.30 Fastir liðir... Föst endursýning ... 19.00 Hlé (kartöflurnar upp, já eða spagett- íið, jafnvel hrísgrjón ef ekki vill bet- ur. . .) 19.50 Fréttainngrip á táknmáli. 20.00 Frétt.. . 20.40 íþrótt. Við og Vesturgermanir í Höll- inni. 21.15 Sjónvarp næstu viku (en ekki hverrar). 21.35 Glugginn. Móðan strokin af menn- ingarumfjöllun sjónvarpsins. . 22.30 Verdi. 23.50 Þjóösöngurinn, allir að standa upp (með bakið beint og lófann þétt- ingsfast um brjóstið). .. Brotna síð- an saman og emja af þjóðernisást. Sofna með ekka . . . Fimmtudagskvöldið 5. desember 19.00 Frétt að kveldi. 19.50 Daglegt mál. Landsmenn hund- skammaðir fyrir aumingjahátt og al- menna heimsku. Sigurður Gé sér um skammirnar. 20.00 Leikritið „í öruggri borg" eftir Jökul Jakobsson. 21.30 Einsöngur í útvarpssal. Jóhanna G. Möller syngur, Lára Rafnsdóttir leikur á pjanó, Sigfinnur Schiöth hlustar. 22.30 Fimmtudagsumræðan. (Svo sem eins og eitt próblemið okkar afgreitt, af nógu er að taka ...) 23.00 Rögnvaldur Sigurjóns sér um þátt og öfugt. 24.00 Hinsegin fréttir (ð). Föstudagurinn 6. desember 7.00 Jón Múti leggst á bæn, spáir í veðr- ið, og segir frá því sem hefur skeð . . . 7.15 Morgunvaktin: Gunni og Sigga að vakna. 9.00 Morgunfréttir. 9.05 Morgunstund barnanna (í skólum landsins). 9.45 Þingfréttir. Sagt frá frumvörpum, frumhlaupum, frumuskiptingum niðri á þingi. 10.40 Málmfríður biður um eyra (Rúvak). 11.10 Þórir Ess Guðbergs leggur á ráðin með gamla liðinu í landinu. Gæti end- að með allsherjar uppreisnum á elli- heimilum ef útvarpsráð fer ekki að grípa inn í.. . ha! 11.25 Morguntónleikar. Jibbý. 12.20 Hádegisfrétt og frétt á stangli. 14.00 Miðdegissagan heitir „Feðgar á ferð". Góð víst. 14.30 Upptaktur. Gvendi mikið (Ben) niðri fyrir. 16.20 Síðdegistónleikar. Jibbý. 17.00 Helgarútvarp barnanna. Venni Linn linnir ekki látunum fyrr en krakkarnir hlýða. 19.00 Mamma kallar á alla að borða, pabbi dregur pípuna út úr sér og kveikir á kvöldfréttum. Sætt, finnst ykkur ekki. .. ? 19.45 Þingmál. Atli Rúnar saxar senatorana. 19.55 Daglegt mál. Magga Jóns saxar grænmeti. * Eg mœli með Rás 1 í hljóðvarpi sunnudaginn 8. desember klukkan 8.00 árdegis; Morgunandakt: Séra Ingiberg í anda- glasi, aðrir á fjórða glasi... 20.00 Lög unga fólksins. (Aldurstakmark 17 ár.) 20.35 Bein handboltalýsing frá yfirburða- sigri okkar manna yfir Vestur-Þjóð- verjum, 53—15, spái ég a.m.k. 21.15 Smámsamansmásaga eftir Grétu Sig- fúss. 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir kemur þaðan. 22.25 Kvöldtónleikar. Jibbý. 22.55 Svipmynd. Jónas Jónasson svipast um, sviplaus. 00.05 Tómas Err dillar sér undir djass- ópusum. 01.00 Rás eitt samlagast rás tvö: Búmm-- sala-búmm. Laugardagurinn sjöundi des. 7.00 Rígning, Bylting í Burundi og Bæn. 7.15 Þulur velur og kynnir uppáhaldslögin sín, með þeim afleiðingum að hlust- endur sofna strax aftur. 7.20 Morguntrimm. Jónína snýr sig og sína niður. 7.30 íslenskir einsöngvarar og kórar vekja mann. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þonn Step- hens brýtur gipsið utan af nokkrum nýjustu plötunum á markaðnum. Og ærir sjúkt fólk með hávaða og rokki. 11.00 BókaÞ'ng. Gunnar Stefáns bókar þing. 12.20 Eitthvað að ske. Kári Jónasar segir frá því. 13.30 Kári Jónasar segir nánar frá því. Og undirmenn hans á fréttastofunni taka undir það, vítt og breitt um bæinn (ef tæknimennirnir klúðra þessu þá ekki). 15.00 Miðdegistónleikar. (Tími til að fara að hella upp á ...) 15.40 Fjölmiðlun vikunnar. 15.50 íslenskt mál. 16.20 Listagrip. 17.00 „Á eyðiey". Denni les sögu sína fyrir börnin. 17.30 Einsöngur íútvarpssal: MagnúsJóns- son (ósköp) einmana í stúdíóinu og raular eitthvað þessvegna. 19.00 Fréttirnar les Jóhannes Arason .. . 19.35 Elsku pabbi. 20.00 Nikkan þanin í botn, svoldið taktfast. 20.30 Fimmtudagsleikritið endurflutt þar sem Mai kús örn missti af því.. . 22.25 Á ferð. Sveinn Einarsson á inter-reil. 23.00 Danslög. 00.05 Jón örn Marinós platar og svissar svo yfir á rásina um eittleytið. Sunnudagurinn 8. des. og jan. 8.00 Morgunandakt. Séra Ingiberg í anda- glasi, aðrir á fjórða glasi. 8.35 Lauflétt morgunlög, enda allir í stuði. 9.00 Frekar svona bagalegar fréttir í morg- unsárið. 9.05 Virkilega þung klassík, í stíl við þau tíðindi. 10.25 Sagnaseiður, Sturla Þórðarson kallað- ur fram. 11.00 Messa í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. Eitthvað á annaðhundrað þræltimbr- aðir gaflarar bíða þess óþreyjufullir aö messuvínið verði borið fram. 12.20 Fréttir af ölvunarakstri í Hafnarfirði. 13.30 Dagskrá um ársritið Rauða penna sem hóf göngu sína fyrir réttum 50 ár- um. (Að Markús skuli leyfa svona lagað!) 14.30 Miðdegistónleikar. 15.10 Á aðventu. Þórdís Mósesdóttir (sjálf- sagt eitthvað skyld Jessa) sér um þáttinn. 16.20 Vísindi og fræði. 17.00 Með á nótunum. Páll Heiðar slær taktinn á mjöðm sér. 18.00 Bókaþing. Jólabækurnar afgreiddar í hvelli. 19.00 Fréttir af eltingarleik hafnfirsku löggunnar. 19.35 Milli rétta. Gunni Gunn slappar af með hlustendum. 20.00 Stefnumót. Sjensakennsla fyrir tán- inga. 21.00 Ljóð og lag. Sjensakennsla fyrir gamlingja. 21.30 Útvarpssagan. 22.25 íþróttir. Úrslit helgarinnar gjörð heyr- inkunn. 22.40 Betur sjá augu ... (en eyru, hefði ég haldið) eftir Sigfinn Schiöth 23.20 400 ára minning Schutz (sem var tón- skáld, skilst mér). 00.05 Milli svefns og vöku og síðan sífellt nær því fyrrnefnda þar til allt slokkn- ar. Útvarp líka. Og landið hrýtur. . . Fimmtudagskvöldið 5. des(ilítra) 20.00 Hringd lög leikin. Það hringdasta síð- ast. 21.00 Ragnheiður Davíðsdóttir talar viði sjálfa sig. 22.00 Svavar Gests talar um sjálfan sig. 23.00 Jónatan Garðarsson og Gunnlaugur Sigfússon tala hvor gegn öðrum (allt til miðnættis). Föstudagurinn sjötti desember 10.00 Morgunþáttur. Páll og Ásgeir í hár saman út af því hvaða grúppa sé best og síðan strax í hárgreiðslu á eftir. 12.00 Þorgeir Ástvaldsson lokar búll- unni... 14.00 .. . og opnar hana aftur með því að Valdís Óskarsdóttir les nokkur aðdá- endabréfanna sem hafa borist honum. 16.00 Jón Ólafsson semur nokkur aðdá- endabréf til sjálfs sín og svo lög við þau, sem endar með söngleik. Tækni- maðurinn horfir þolinmóður á allt- saman, en hlustar ekki. 18.00 Sussusussu ... 20.00 Niðursuðutónlist í óupptekinni hljóð- dós. 21.00 Kringlan, fjögurra korna. 22.00 Nýræktin; Snorri og Skúli velvökvaðir við hljóðnemann. 23.00 Næturvaktin; Viggi og Toggi gerast táningar á ný . . . 03.00 ... en síðan jafngamlir sjálfum sér. Laugardagurinn 7. desember 10.00 Morgunþáttur. 12.00 Sunnudagssteikin (íofninn sólarhring of snemma sakir misskilnings) með þykkri sósu . . . 14.00 Laugardagur til lukku. 16.00 Listapopp. 17.00 Hringborðið. 18.00 Afgangarnir skafnir utan af sunnu- dagssteikinni, sósan velgd aðeins upp, gjörsovel! 20.00 Hjartsláttur (vona ég). 21.00 Dansrásin. (Og blóðrásin, er það ekki?) 22.00 Bárujárn. Siggi Sverris forskalar. 23.00 Svifflugur í köngulóarvefnum. 24.00 Rokk til þrjú a klokk. Sunnudagurinn 8. desember 13.30 Salt í samtíðina. 15.00 Jón lárétti. 16.00 Hringd lög leikin. Það hringdasta allra síðast. 18.00 Beininaf sunnudagssteikinni brotintil mergjar. Sogin ásamt sósuleifunum. Takk fyrir mig. ÚTVARP Rjómatertur á eftir Jónínu Leósdóttur rásinni“ SJÓNVARP eftir Sigmund Erni Rúnarsson Dagskrártakturinn Meðan gamla, góða rás 1 réði ein ríkjum, mátti heita að það jafngilti dauðasynd að nefna fyrirtæki eða einstakar vörutegundir á nafn í útsendingum. Þá reyndi mjög á diplómatíska æfingu í því að segja „eitt af kvikmyndahúsum borgarinnar", „ákveðið fyrirtæki hér í borg“, og svo framvegis. Oft mátti einnig heyra umsjónarmenn þátta og fréttamenn grípa allsnarlega fram í fyrir Jóni Jónssyni utan úr bæ, sem ætlaði í sak- leysi sínu og reynsluleysi að glopra út úr sér nafni einhverrar söluvöru eða seljanda hennar. Með tilkomu rásar 2, hefur þetta hins vegar breyst. Nú eru dagskrárgerðarmenn farnir að deila út gjöfum frá hinum ýmsu fyrirtækjum í landinu, sem þá eru hiksta- laust nefnd á nafn, ásamt þeirri vöruteg- und sem um er að ræða hverju sinni. Það er sem sagt ekki lengur feimnismál að til eru önnur fyrirtæki en ríkisfjölmiðlarnir Þorgeir og hans fólk: Engin feimni við nöfn fyr- irtækja og vörukynningu. og að á þeim vettvangi fer fram verslun með sultu og íþróttafatnað — og allt þar á milli. Allt fer þetta að sjálfsögðu fram innan þess rararaa, sem afmarkast af því að um verðlaun fyrir tiltekin „afrek“ hlustenda er að ræða. Þorgeir Ástvaldsson forstöðu- maður rásar 2 segir sjálfur við HP að starfs- menn rásarinnar séu hættir að vera feimn- ir við nöfn fyrirtækja og vörutegundir í þáttagerð. Rás 2 virðist með þessum hætti vera að marka stefnu, sem ber greinileg merki þess að breyting útvarpslaganna er ekki langt undan, en búast má við því að þá muni þjónustu- og verslunarfyrirtæki eiga mun greiðari aðgang að hljóðhimnum hlust- enda en verið hefur hjá Ríkisútvarpinu. Hinn opinberi rökstuðningur er hins vegar sá, að þetta sé gert til þess að auka sam- skipti dagskrárgerðarmanna við hlustend- ur og efla tengsl rásarinnar við þjóðina. Þessi auknu samskipti hafa einnig lýst sér í því að nú er hin íslenska húsmóðir far- in að sjá fyrir meðlætinu á kaffistofunni á rás 2. Efnt hefur verið til samkeppni í smá- kökubakstri, sem fram fer með þeim hætti að hlustendur senda inn uppáhaldsupp- skriftirnar sínar, ásamt sýnishorni af fram- leiðslunni. Mikið er því maulað af bakkelsi í Efstaleitinu þessa dagana, en þjóðin bíður spennt eftir úrskurði hinna merku bragð- lauka. Eitthvað virðast fjölmiðlakapparnir samt hafa verið orðnir leiðir á smákökunum á nýliðnu tveggja ára afmæli sínu, því sá áfangi var auglýstur af miklum móði. Ár- angurinn lét heldur ekki á sér standa, því að sögn kunnugra streymdu afmælistert- urnar inn allan daginn. Lengi lifi almenn- ingstengslin! Á þessum stað fyrir réttri viku fjallaði ég um þær föstu skorður sem dagskrá sjón- varpsins er í frá vetri til vetrar. Mér sýndist í stuttu vikuyfirliti, að hvert sjónvarps- kvöld hefði sín sérkenni í efnisvali. Og þeg- ar betur er að gáð, haggast þau ekki þó árin líði. Þetta þarf ekki endilega að vera að- finnsluvert. Kostirnir eru vel áberandi. Þeir felast meðal annars í því að áhorf- andinn veit nokkurn veginn að hverju hann gengur vikuna á enda. Hann er með- vitaður um þá tegund sjónvarpsefnis sem boðið er upp á á hverju kvöldi... veit að öll hafa þau sín sérkenni og sest þannig að því vísu sem hann langar að skoða hverju sinni. Sem sagt, ánægður. Annar augsýnilegur kostur þessa fyrir- komulags er svo vitaskuld sá áð það sýnir festu og stöðugleika stofnunarinnar, en það er ekki lítils virði, á þessum síðustu og hrærðu tímum, að hafa orð á sér fyrir slíkt og þvíumlíkt. Sjónvarpið eltir ekki tísku- bólur, fæst ekki um duttlunga, stendur af sér storminn. Gott og vel. Hjá því verður samt ekki litið að gallar þessarar fastmótuðu dagskráruppbygging- ar eru nokkrir. Veigamesti ókosturinn er líkast til sá að dagskráin virkar á mann helsti einhæf til lengdar þar eð taktur hennar og ryþmi er alltaf hinn sami frá mánuði til mánaðar, jafnvel frá ári til árs. Sumt í dagskránni er líka jafngamalt henni! Dagskráruppsetningin er þunglamaleg að þessu leyti, fráleitt lifandi. Og alls ekki undirorpin þeim síbreytileika sem þjóð- félag okkar tíma einkennist af. Innskot af gefnu tilefni, eiga illa heima í þessum fyrir- framákveðna farvegi sem dagskránni er ætlað að renna eftir út vikuna, mánuðinn og jafnan veturinn á enda. Vetrardagskrá sjónvarpsins er að mikl- um ef ekki mestum hluta njörvuð niður mörgum mánuðum áður en lunginn úr henni er tekinn til sýningar. Þegar svo eitt- hvað hendir óforvarendis, segjum eldgos ellegar að landinn eignast fegurð mesta í heimi hér, verður ekki annað séð en að allt fari úr böndum, dagskráin sé nokkrar vik- ur að ná sér eftir sjokkið sem hlýst af svo- leiðis nokkru. Sjónvarpið gerir þannig ekki ráð fyrir neinum sveigjanleika í dagskráruppbygg- ingunni. Það sýnir sannarlega festu og stöðugleika, sem er ágætt í sjálfu sér, en hvorttveggja kostar líka sitt: Þar sem rútín- an tekur við sleppir eftirvæntingunni, því óvænta. Maður veit alltof vel hvar maður hefur þennan miðil, sjónvarpið! 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.