Helgarpósturinn - 27.02.1986, Side 3
FYRST OG FREMST
BLAÐAMENN eru stundum
seinheppnir en ráðagóðir. Iþrótta-
fréttaritarar íslensku blaðanna á
heimsmeistarakeppninni í hand-
bolta í Sviss flugu beint til Ziirich,
voru keyrðir af flugvellinum með
rútu til hótelsins og síðan beint til
Genfar á leik íslendinga og S-
Kóreumanna. Iþróttafréttaritarar
DV, Stefán Kristjánsson og Bjarn-
leifur Bjarnleifsson ljósmyndari,
höfðu þó annan hátt á. Sem
heimsmenn fengu þeir sér bílaleigu-
bíl á flugvellinum og óku sjálfir
beint á leikinn. En eitthvað tók þetta
bílaleigustand langan tíma og
vegakerfi tiltölulega flókið í Sviss.
Hvað um það: Þegar DV-menn
mættu á leikinn voru aðeins 10
mínútur eftir. Þetta stöðvaði þó
ekki þessa vösku menn og gaf
m.a. að lesa í DV um leikinn
næsta dag: „Oþarfi er að rekja
gang leiksins í gærkvöldi í löngu
máli og flestir ef ekki allir vilja
gleyma honum sem allra fyrst.“(!)
TALANDI um íslenska hand-
knattleiksliðið: Það kom mjög á
óvart að Þorgils Óttar Mathiesen,
besti línumaður liðsins, skyldi ekki
vera með í leiknum gegn S-
Kóreumönnum. Talið er að Kristján
Arason sé aðeins hálfur maður ef
Þorgils vantar og samspil þeirra
frægt orðið. Bogdan þjálfari hafði
lýst því yfir að Þorgils yrði á
vellinum í fyrsta leiknum og því
vakti fjarvera hans athygli.
ANNARS er mikið leitað að
sökudólg eftir ófarirnar við S-
Kóreumenn. Sennilega fær
Bogdan að dingla í snörunni að
lokum fyrir að hafa ekki undir-
búið strákana betur sálfræðilega
fyrir ieikinn. Hins vegar voru
engin læti eftir þennan fyrsta leik
íslenska handboltaliðsins en menn
niðurbrotnir og þöglir. Meira að
segja íslenskir áhorfendur sem
höfðu greitt fargjald frá íslandi
þoldu ekki við á áhorfendapöll-
unum og gengu margir hverjir af
leiknum og settust niður í anddyri
með höfuð í greipum.
FRJALST framtak hefur verið
til sölu að undanförnu. Magnás
Hregguidsson framkvæmdastjóri
og aðaleigandi FF bauð fyrirtækið
með húð og hári til sölu nýverið.
Fyrirtækið var boðið engum
HELGARPÚSTURINN
íslands óhamingja
Veraldarlánið virðist mér
valt hjá (slendingum.
Fer nú allt að fyllast hér
af fullum Hafnfirðingum.
Niðri
öðrum en Sueini R. Eyjólfssyni,
framkvæmdastjóra Frjálsrar fjöl-
miðlunar sem gefur út DV og
Vikuna. Sveinn R. hefur hins
vegar hafnað tilboðinu og telur
ekki vænlegt að fyrirtæki sitt færi
út kvíarnar í blaðaútgáfu heldur
einbeiti sér að því að viðhalda
núverandi útgáfu og hella sér í
útvarps- og sjónvarpsrekstur. Við
höfum reyndar einnig frétt að
Anders Hansen hafi áhuga á að
selja Fjölvaútgáfuna sem gefur
m.a. út Mannlíf en seljum það
ekki dýrara en við keyptum.
ÞAÐ er ekki nema von að
útgefendur tímarita vilji selja
fyrirtæki sín svo mikil er sam-
keppnin á markaðnum að verða.
Nú mun enn eitt tímaritið vera á
leiðinni. Gudmundur Karlsson
fyrrverandi framkvæmdastjóri NT,
hefur stofnað fyrirtæki og verður
sjálfur ritstjóri að nýju tímariti
sem ryðst inn á markað sem Hús
og híbýli hefur setið eitt að.
Auglýsingastjóri hins nýja rits er
Birna Sigurðardóttir. Önnur ný
tímarit á markaðnum: Heimsmynd
Herdísar Þorgeirsdóttur kemur út í
fyrsta skipti 14. mars og hefur
Herdís sótt efni víða út í hinn
stóra heim, m.a. sent blaðamenn
sína til New York ásamt Maríu
Guðmundsdóttur, fyrrum fegurðar-
drottningu og núverandi ljósmynd-
ara. Grein sú fjallar um tískuna í
New York. Þá mun Herdís vera með
forsíðuviðtal við heimsfræga
Hollywood-stjörnu sem tilnefnd
hefur verið til Óskarsverðlauna.
Og getið nú! Hið nýja tískutímarit
Jóhönnu Birgisdóttur, Stíll, er
einnig væntanlegt í marsmánuði.
Það er sem sagt hart barist á
markaðnum.
SMARTSKOT
UÓSMYND JIM SMART
Haukur Björnsson
„Nei."
— Eru Flugleiðir að stela af ykkur pílagrímafluginu í
Alsír?
„Nei. Það er enginn að stela neinu þar því að það er ennþá
verið að ræða við nokkur flugfélög sem hafa sýnt áhuga á
þessu verkefni og það hefur verið upplýst að bæði Arnarflug
og Flugleiðir eru með. Samkvæmt okkar upplýsingum verða
niðurstöður Ijósar um miðjan marsmánuð og við teljum all-
góðar líkur á að við fáum verkefnið en hinsvegar er ekki víst um
það fyrr en þessari könnun Alsírmanna er lokið."
— Það virðist ýmislegt vera loðið ( Alsír, Flugleiða-
menn segjast hafa náð samningum en Alsírmenn verj-
ast allra frétta, er ekki vont að eiga í samningum viö
þessa menn?
„Við höfum ekki orðið varir við það og vitum ekki nákvæm-
lega með hvaða hætti Flugleiðir hafa staðið að þessu máli en
allt sem við vitum er það að þetta er með mjög eðlilegum hætti
af hálfu Alsírmanna."
— Hverjir eru það sem ætla að koma með tæpar 100
millj. inní Arnarflug?
„Það liggur nú ekki fyrir ennþá en það er þúið að ræða við
og kanna málið meðal ýmissa aðila í ferðamannaiðnaði og ég
á von á því að það verði aðilar þaðan."
— Dugir hlutafjáraukningin til að bjarga Arnarflugi ef
þið fáið ekki pílagrímaflugið?
„Pílagrímaflugið er vissulega verkefni sem við höfum áhuga
á að fá en það kemur ekki til með að skipta sköpum um fram-
tíð fyrirtækisins. Ég vek athygli á því að pflagrímaflugið svokall-
aða, það er ekki eingöngu flug fyrir Alsírbúa. Ég minni á að á
síðastliðnu ári stóð Arnarflug í umfangsmiklu pflagrímaflugi og
var það fyrir margar þjóðir."
— Gleður það ykkur Arnarflugsmenn að hlutur Flug-
leiða í Arnarflugi komi til með að verða minni?
„Ég get ekki svarað þannig spurningu. Það eru aðrar ástæð-
ur sem liggja að baki hlutafjáraukningunni, t.d. það sjónarmið
að það þurfi að vera góð dreifing á eignaraðild í fyrirtækjum
einsog Arnarflugi, þannig að enginn einn aðili, hvort sem það
eru Flugleiðir eða aðrir, eigi þar hreinan meirihluta."
— Er það ekki tóm vitleysa að reka tvö stór flugfélög
í iitlu landi?
„Ég held að það sé nauðsynlegt. Við getum ekki átt undir
því að einn aðili reki samgöngur að geðþótta sínum. Ég er ekki
með þessum orðum að reka horn í síðu eins eða neins. Það er
einfaldlega staðreynd að þegar einn aðili stendur að einhverri
tiltekinni starfsemi, stórt hlutafélag, ríkisfyrirtæki eða einka-
fyrirtæki, þá er hætta á ferðum. Flugsamgöngur eru ferðamáti
okkar tíma og þjóð sem býr á eyju útí miðju Atlantshafi einsog
islendingar, á gífurlega mikið undir því að samgöngur séu
„effektívar" og reknar á sem bestum grundvelli. Þetta er allt að
því sjálfstæðismál þjóðarinnar."
— Er þetta Alsírmál og hlutafjáraukningin ef til vill
úrslitaorrusta ykkar Arnarflugsmanna við Flugleiðir?
„Nei. Það er full þörf á að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins.
Til þess er þessi leikur gerður með hlutafjáraukninguna."
— Þið eruð sem sagt bjartsýnir?
,Já. Við værum ekki að þessu ef við teldum ekki góðar
horfur á að reksturinn stæði undir sér í framtíðinni."
Að undanförnu hef ur mjög verið ífréttum barátta Arnarflugsog Flug-
leiða um að ná samningum við Alsírbúa um pflagrímaflug. Flugleiðir
segjast hafa náð samningum, Alsfrbúar verjast allra frétta og Arnar-
flugsmenn segja að allt sé opið enn og að Flugleiðir hafi engum samn-
ingum náð. Þetta kemur upp á sama tíma og mikið tap er á Arnarflugi
og ætlunin er að auka hlutaféð um 100 millj. Því sló HP á þráðinn til
Hauks Björnssonar stjórnarformanns Arnarflugs til að kanna hvort Arn-
arflug væri á hausnum.
Eruð þið að fara á
hausinn?
HELGARPÖSTURINN 3