Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 6
á nýju versiunarhöllina í Kringlunni
eða nýja miðbænum hefur vakið
mikla athygli. í boði eru verðlaun
sem þykja ekki smánarleg, nefnilega
125 þúsund krónur, hvorki meira né
minna. Streyma nú tillögur um
nafngift inn til Hagkaups og þarf að
tæma pósthólfið oft á dag til að létta
á þunganum. Þótt skilafrestur sé til
14. mars er bréfafjöldinn nú kominn
vel á annað þúsund. í dómnefndinni
sitja þeir Guðni Kolbeinsson ís-
lenskufræðingur, Jón Asbergsson
forstjóri Hagkaups, Sigurður Gísli
Pálmason stjórnarformaður Hag-
kaups og Valdimar Kristinsson
hagfræðingur sem vinnur hjá Seðla-
bankanum. Sagt er að yfirmenn
Hagkaups hafi reyndar verið með
gott nafn í huga en því miður var
það frátekið. Það er nafnið Valhöll.
Hins vegar heyrum við ýmsar uppá-
stungur; Pálmalundur (í höfuð
Pálma í Hagkaup), Albert Hall (til
hyllingar Albert Guðmundssyni fyr-
ir framlag hans að fá áfengissöluna
á staðinn) og Jónshús (í höfuðið á
nýja forstjóranum Jóni Asbergs-
syni). Þá mun nýja Hagkaupshúsið
geta státað af stærstu áfengisútsöl-
unni og því hefur nafninu Kon-
ungsríkið verið fleygt af því tilefni.
En við bíðum sem sagt spennt eftir
úrslitunum og sigurnafninu. . .
l slensku landsliðspiltarnir verða
heldur betur í sviðsljósinu á næst-
unni. Hins vegar mun ríkja pólskur
heragi í búðum piltanna, og það
verður enginn hægðarleikur fyrir
íslenska blaðamenn að komast í
tæri við piltana því Bogdan þjálfari
fylgir pólskri einangrunarstefnu og
hefur sannfært forráðamenn HSI
um að einangrun sé strákunum fyrir
bestu. Dæmi um þetta kom strax í
flugvélinni á leiðinni til Sviss. Þann-
ig þrýsti einn úr landsliðshópnum á
takka fyrir flugfreyjurnar, og ekki
var Ijósið fyrr farið að blikka en
Bogdan var rokinn upp og kominn
að sæti mannsins og spurði hann
hvað hann vildi eiginlega. Lands-
liðsmaðurinn var þyrstur og vildi
vatnsglas og slapp sú ósk í gegn. I
sömu ferð vildi svo til, að með vél-
inni var maður, sem þekkt hefur
einn landsliðsmannanna til margra
ára og gekk landsliðsmaðurinn að
sæti hans til að rabba við hann. Nei.
Bogdan rauk upp og bannaði sam-
talið og rak fullorðinn handbolta-
manninn í sæti sitt. Það verður víst
að segjast, að það er ekki alltaf tekið
út með sældinni að vera í íslenska
handboltalandsliðinu, innan vallar
sem utan .. .
u
■ ýverið fór fram skoðana-
könnun í henni Ameríku, þar sem
ungar konur voru spurðar að því
hvort þær kysu fremur að helga sig
vinnu utan heimilis eða húsmóður-
störfum, ef þær yrðu að velja þarna
á milli. Þegar samskonar könnun
var gerð fyrir tíu árum, sögðust 35%
kvennanna taka launavinnu fram
yfir fjölskylduumönnun, en nú varð
niðurstaðan sú að 51% bandarískra
kvenna myndu fremur kjósa að
vinna úti en sinna húsmóðurhlut-
verki heima fyrir. . .
l ngvi Hrafn Jónsson, hinn
skeleggi fréttastjóri sjónvarpsins,
neitaði sem kunnugt er á sínum
tíma að biðjast afsökunar á meint-
um tilhæfulausum fréttaflutningi af
málefnurn Arnarflugs fyrir
skemmstu. Nú hefur okkur borist til
eyrna að Ingvi Hrafn hefði brotið
odd af oflæti sínu og beðið Agnar
Fridriksson, framkvæmdastjóra
Arnarflugs, afsökunar prívat, þó
ekki hafi hann viljað gera það opin-
berlega. . .
s
^^amkvæmt áreiðanlegum
heimildum var fyrir skemmstu hald-
inn fundur, þar sem langþreyttir
matreiðslumenn tóku einn af þekkt-
ustu matarskríbentum landsins á
beinið. Mun mörgum matreiðslu-
meistaranum hafa verið mikið niðri
fyrir og var á fundinum talað af al-
gjörri hreinskilni um handahófs-
kennda, fordómafulla og stundum
glórulausa umfjöllun um matar-
gerðarlist í ákveðnum íslenskum
fjölmiðli...
Ef þú veist lítið um raunveru-
lega kunnáttu þína í tungu-
málinu leysa stöðuprófin úr
þeim vanda. Strax í fyrsta tima
bjóðum við uppá stöðupróf
fýrir þá sem vilja.
Tíma ættu fl
að geta
við sitt hæfi
Við kennum
á kvöldin,
um miðjan
dag og á
morgnana.
mars
20% afsláttur gildir fyrir hjón,
systkini, öryrkja, ellilífeyrisþega
og félagsmenn Stjómunar-
félagsins. Munið: starfs-
menntunarsjóðir ríkisins og
Reykjavíkurborgar taka þátt í
að greiða námskeiðsgjöld sinna
félagsmanna á námskeiðum
Mímis.
Allar frekari upplýsingar og
innritun í síma
MÁLASKÓU
RITARÁSKÓLÍ
Mímir
ANANAUSTUM 45
Nýja áfangakerfið sem við
tókum upp um áramótin auð-
veldar nemendum að meta
framfarir við tungumálanámið.
Áfangamir em fjórir: bvriendur,
lærlinear. sveinar og meistarar.
Námskeiðin sem nú fara í hönd
em í b) og d) flokkum allra
áfanganna.
mgum aiger nauosyn — en nvera-
ig náum við bestum árangri? Fyrst er
að hugsa málið, síðan hringja til Múnis.
Múnir hefur um langt árabil sérhæft sig í
vönduðu tungumálanámi og kappkostað
að tryggja nemandanum bestu fáanlegu
kunnáttu á sem skemmstum túna.
Áratuga reynsla og ánægðir nem-
endur eru besta auglýsingin.
ENSKA
ÞÝSKA
FRANSKA
SPÆNSKA
ÍTALSKA
ÍSLENSKA
fyrir útlendinga
Kennt er tvisvar í viku, tvær
klukkusmndir í senn. Öll
námsgögn em innifalin í nám-
skeiðsgjaldi og við bjóðum
uppá veitingar í frímínútum.
Öllum d) námskeiðunum lýkur
með prófi 30. aprfl og þá
útskrifúm við fyrstu lærlingana,
sveinana og meistarana!
Vilm læra önnur mngumál en
þau sem hér em nefnd? Láttu
það ekki aftra þér ffá því að
grípa til símans - hringdu til
okkar og berðu fram óskir
þínar. Við reynum að koma til
móts við alla.
6 HELGARPÓSTURINN