Helgarpósturinn - 27.02.1986, Síða 14
HRAKFALLASAGA FRASKILINNAR KONU
Hvernig fyrrverandi eiginmanni tekst með dyggri „aðstoð77 dómsyfir
valda að gera fráskilda eiginkonu eignalausa með öllum tiltækum ráðum
Hjónaskilnadir hafa stundum í
för meö sér erfið málaferli um skipt-
ingu eigna, en sjaldnast verda deil-
urnar eins ofsafengnar og í eftirfar-
andi frásögn segir til um. I máli
þessu virdist mjög á annan adilann
hallað. Hin fráskilda eiginkona
sagði við Helgarpóstinn: „Mínar
eignir eru nánast allar farnar, íbúð-
arhús, hálft verkstceðishús og hálft
fyrirtœki, auk tveggja bíla. Þessu
hefur aldrei verið skipt upp hjá
skiptarétti þó beðið hafi verið um
slíkt fyrir næstum áratug. A meðan
hefur allt veriö gert til að flytja eign-
irnar yfir á hinn aðilann. Efþað hef-
ur ekki gengið með góðu móti hefur
eignum mínum hreinlega verið stol-
íð.“
Það er Erla Þorsteinsdóttir sem
svo mælir. Árið 1955 gekk hún að
eiga Elliða Norðdal Guðjónsson,
uppfinningamann með meiru.
Rimma þeirra hefur staðið yfir í
mörg ár og Erla haft þrjá lögfræð-
inga á þessum tíma. Erla segir að sá
fyrsti hafi ekkert markvert gert og
að hún hafi sagt honum upp þegar
fór að sjást til hans með Elliða á öld-
urhúsum Reykjavíkur. Lögfræðing-
ur númer tvö gafst hreinlega upp,
sagðist ekkert geta gert í málinu
vegna mikils þrýstings frá „mafí-
unni" í Hafnarfirði. Lítum nánar á
málavexti.
Eftir margra ára hjónaband
standa mál þannig að þau eiga sam-
an íbúðarhús að Lindarflöt 37 í
Garðabæ og myndarlegt fyrirtæki
að Lyngási 11 með tilheyrandi verk-
stæðishúsi og bifreiðum. 1972 fer
Erla fram á skilnað við Elliða vegna
óreglu hans. Það gerist hins vegar 9.
apríl 1973 að þau gera með sér
kaupmála um að íbúðarhús þeirra
að Lindarflöt 37 ásamt innbúi skyldi
vera hennar séreign. Árið 1978
skilja þau að borði og sæng, en
skömmu áður hafði lögfræðingur
Erlu farið fram á uppáskrift eigna og
opinber skipti. Það dregst.
Samningar þverbrotnir
Saman áttu þau hjón fyrirtæki
sem til jafns nefndist Elektratæki og
Elliði Norðdal Guðjónsson sf. Fyrir-
tæki þetta framleiddi og seldi ýmiss-
konar sjávarútvegstæki og þá sér-
staklega handfæravindur sem Elliði
hafði fundið upp og fengið einka-
leyfi fyrir. Áttu þau allt jafnt, en áð-
urnefndur kaupmáli var gerður eftir
að Erla fór að óttast um að hún
missti húsið ef illa tæki að ganga
með reksturinn.
Elliði gerði kröfu síðar meir um að
kaupmáli þessi yrði úrskurðaður
ógildur, en þessari kröfu er hrundið
af skiptarétti Hafnarfjarðar 26. febr-
úar 1979. Skömmu síðar tekur gildi
lögskilnaður þeirra hjóna. Líður svo
og bíður að í maí 1980 gera þau
samning, sem hvoru tveggja átti að
lægja deilurnar og bæta sambúðina.
í samningi þessum er kveðið á um
að kaupmálinn sé afturkallaður og
íbúðarhúsið að Lindarflöt sé sam-
eign, sömuleiðis fasteign að Lyngási
11 og verkstæðið í sama húsi. í
samningnum voru ákvæði um
launagreiðslur til Erlu, sem þó má
túlka fremur sem fastar arðgreiðsl-
ur.
En þegar tekur að bera á því að
Elliði heldur ekki samkomulag
þetta og í október sama ár er bréf-
lega kvartað við Elliða um vanefnd-
ir hans. Þar er Elliði áminntur um
ákvæði um launagreiðslur til Erlu,
um rétt hennar til að fylgjast með
rekstri og afkomu fyrirtækisins,
m.a. með því að sitja vikulega fundi
um það efni.
„Umbjóðandi minn telur gerða
samninga þverbrotna af yðar hálfu.
Hefur hún aðeins fengið greidd 2ja
mánaða laun frá því samningar
voru undirritaðir og nánast engar
upplýsingar um hag fyrirtækisins
þótt eftir þeim hafi verið leitað,“
skrifaði lögfræðingur Erlu á þeim
tíma, Hjalti Steinþórsson. Þess var
krafist að gengið yrði frá uppgjöri
launa og lagt fram yfirlit um hag fyr-
irtækisins innan viku.
Áminning þessi hafði ekki tilætl-
uð áhrif og hinn 8. maí 1981 kemur
að því að Hjalti leggur fram stefnu til
viðurkenningar á riftun maísam-
komulagsins vegna vanefnda Ell-
iða. Hjalti lýsir málavöxtum meðal
annars svo:
„Meðan á meðferð skiptamálsins
um bú málsaðila stóð voru gerðar
fjölmargar tilraunir til að ná sam-
komulagi um skiptin en án árang-
urs. Var svo komið að fyrir dyrum
stóð að selja vélar, tæki og vöru-
birgðir fyrirtækis, búsins og fasteign
þess að Lyngási 11 Garðabæ á opin-
beru uppboði til slita á sameign.
Til þess að afstýra því tjóni sem
við blasti féllst stefnandi (Erla) á að
gefa eftir rétt sinn samkvæmt kaup-
málanum frá 9.4. 1973 og ganga til
samninga við stefnda (Elliða) um
sameiginlegan rekstur á fyrirtæki
búsins. Gerðu aðilar með sér sam-
komulag það sem stefnandi krefst
nú riftunar á hinn 10. maí 1980.
Fljótlega eftir gerð samkomulagsins
og samninga er gerðir voru á grund-
velli þess hinn 21. maí 1980 kom í
Ijós að stefndi vildi ekki standa við
gerða samninga gagnvart stefnanda
og gekk stefnanda treglega að fá
upplýsingar um hag og rekstur fyrir-
tækisins. Þá hefur stefndi og van-
efnt verulega skuldbindingar um
greiðslur til stefnanda."
Vanefndir ekki taldar
„nægjanlegar''
Bæjarþing Hafnarfjarðar tók mál-
ið til meðferðar og felldi dóm í febr-
úar 1982. Bæjarþingið taldi van-
efndir ekki nægjanlegar og hafnaði
riftun samkomulagsins.
Þessu vildi Erla ekki una og áfrýj-
aði dómnum til Hæstaréttar í lok
maí 1982. Hæstiréttur hafði málið
hjá sér í tæp tvö ár, en 9. febrúar
1984 kváðu þeir Þór Vilhjálmsson,
Guðmundur Jónsson, Halldór Þor-
björnsson, Magnús Þ. Torfason og
Sigurgeir Jónsson upp úrskurð. Nið-
urstaða þeirra var að maísamning-
urinn „verður hvorki talinn hafa
verið bersýnilega ósanngjarn þann-
ig að hann verði með dómi lýstur
óskuldbindandi.. . né heldur verð-
ur hann metinn ógildur vegna efnis
síns og aðdraganda með stoð í al-
mennum reglum um fjármunarétt-
arsamninga".
Einnig var tekin fyrir veðsetning
Elliða á Lyngási 11 til tryggingar
skuldum sínum við Útvegsbanka ís-
lands — án samráðs við Erlu. Hæsti-
réttur taldi þessa heimildarlausu
veðsetningu ekki vera vanefnd á
samningi málsaðila sem veitti rétt til
riftunar hans. Dómur bæjarþings
Hafnarfjarðar var staðfestur og Erlu
gert að greiða Elliða 25 þúsund
krónur í málskostnað.
Fyrirtækið selt þegar
að uppboði kom
Síðar á árinu biður Elliði bæjar-
fógetann um uppboð á Lyngási,
Lindarflötinni og fyrirtækinu. Og
nú verður atburðarásin hröð. 19.
mars 1985 biður lögfræðingur Erlu,
Páll Arnór Pálsson, um skipti, uppá-
skrift eigna og innsiglun á sameign-
arfyrirtækinu að Lyngási. Skipta-
ráðandinn í Garðabæ, Hlöðver
Kjartansson, boðaði aðila og lög-
menn þeirra til skiptafundar þriðju-
daginn 16. apríl. Þá mætti Elliði og
um leið kom í ljós að sama dag og
skiptaráðandi boðaði aðilana á
fund, 2. apríl, hafði Elliði selt fyrir-
tækið og flutt flestallar eignirnar á
brott — án vitundar Erlu! Elliði hafði
gert málamyndakaupsamning við
starfsmann fyrirtækisins, Stefán
Bjarna Stefánsson og fyrirtækið var
flutt að Hjallahrauni 8 í Hafnarfirði.
Kom í ljós að Stefán þessi gat ekki
einu sinni lesið kaupsamninginn
vegna sjóndepru og hafði ekki hug-
mynd um hver leigusalinn að hinu
nýja húsnæði var. Var augljóst með
öllu að ,,sala“ þessi hafði átt sér stað
eingöngu í þeim tilgangi að koma
eignum undan. Var fyrirtækið
áfram rekið í nafni Elliða, hann tald-
ist framkvæmdastjóri og síðari eig-
inkona hans prókúruhafi. Fyrirtæk-
ið hafði verið selt samtals á 700 þús-
und krónur, en það var hins vegar
metið á 4—5 milljónir kr. Engin skrá
hafði verið gerð yfir hið „selda“ og
„kaupandinn" hafði ekki verið innt-
ur eftir greiðslu.
Páll Arnór kærði sölu þessa fyrir
hönd Erlu. I kærubréfinu til Rann-
sóknarlögreglu ríkisins 22. apríl
1985 sagði meðal annars:
„Það er ljóst að Elliði Norðdal
leftir Friðrik Þór Guðmundsson
Guðjónsson hefur brotið gróflega
gagnvart umbjóðanda mínum þar
sem hann ráðstafaði eignum hennar
án heimildar og eftir að fram var
komin krafa um skipti. . . Af þessum
sökum er þess krafist að nú þegar
fari fram rannsókn á þessu meinta
broti og að lagt verði hald á eignir
þær sem Elliði N. Guðjónsson hefur
misfarið með. Er nauðsynlegt að
brugðist verði skjótt við því að öðr-
um kosti getur hann haldið upp-
teknum hætti og dreift eignum frek-
ar.“
Rannsóknarlögreglan kannaði
málið í rúman mánuð og sendi það
síðan til ríkissaksóknara hinn 30.
maí. Ríkissaksóknari hugsar sig um
í annan mánuð og hinn 1. júlí sendir
embættið rannsóknarlögreglunni
úrskurð:
Saksóknari: Ekki tilefni
mólshöfðunar
„Rannsókn sú, sem fram hefur
farið vegna framangreindrar kæru
leiðir m.a. í Ijós, að kærði (Elliði) hef-
ur eigi svo sem honum bar sam-
kvæmt ákvæðum sameignarsamn-
—ingsins leitað samþykkis meðeig-
anda til sölunnar. Hann heldur því
fram, að það sem selt hafi verið hafi
verið selt á sannvirði en hann sé eigi
að síður reiðubúinn til að inna af
hendi til sameignarfélagsins mis-
mun, sem mat kunni að leiða í ljós
á sannvirði hins selda og söluverði.
Eigi verður séð, að kærandi hafi
neytt síns lögvarða réttar til að fá
greindum samningi rift eftir einka-
málaleiðum.
Það eitt að kærði hafi selt greind-
ar eignir í nafni sameignarfélagsins
án formlegrar heimildar sameig-
anda getur eigi gefið tilefni til höfð-
unar refsimáls nema annað komi til.
Rannsóknin hefur eigi leitt í ljós,
að salan hafi verið gerð til að skaða
sameignarfélagið eða til fjárhags-
legs ávinnings fyrir kærða."
Embættinu þótti því ekki ástæða
til að mælast fyrir um frekari að-
gerðir. Úrskurð þennan kvað upp
Jónatan Sveinsson saksóknari.
9. september 1985 leggur Páll
Arnór fram sérstaka greinargerð í
skiptaréttarmálinu fyrir skiptarétt
Garðabæjar. Þar er þess krafist að
allir þeir munir úr eigu sameignar-
félagsins sem fluttir voru af Lyng-
ásnum í Hjallahraunið verði skrifað-
ir upp og komi til skipta. Bendir Páll
á, að allt frá skilnaði 1978 hafi Elliði
ráðskast með eignir Erlu og gert allt
til að hún gæti ekki fylgst með fjár-
reiðum sameignarfélagsins. Eignir
hefðu stöðugt rýrnað á meðan á
málarekstri stóð og þær aðeins ver-
ið brot af því sem áður var þegar
hæstaréttardómur féll. Síðan hafi
Elliði bætt um betur og „selt“ eign-
irnar starfsmanni sínum. Þó kaup-
samningurinn hefði verið dagsettur
2. apríl benti allt til þess að eigna-
flutningurinn hefði átt sér stað
16,—19. apríl, eftir að skipti byrjuðu.
Segir Páll í greinargerðinni að sam-
kvæmt ákvæðum laga hafi skipta-
ráðanda borið að láta skrifa upp og
virða búið strax eftir að skipta-
beiðni kom fram. Krafa um slíkt
fékk hins vegar ekki undirtektir.
myndir Jim SmartHHHHBa
i þessu húsnæði að
Lyngási 11, Garðabæ,
var fyrirtækið Elektra-
tæki — Elliði Norðdal
Guðjónsson sf. rekið,
sameignarfélag Elliða
og Erlu Þorsteins-
dóttur. Þegar fram áttu
aö fara opinber skipti
var í skyndi búinn til
„kaupsamningur",
fyrirtækið selt fyrir
„slikk" og eignir
fluttar í Hjallahraun 8,
Hafnarfirði.
í þessu húsnæði að
Hjallahrauni 8 í
Hafnarfirði er nú rekið
fyrirtækið Elliði Norð-
dal Guðjónsson sf.
Elliði er framkvæmda-
stjóri, síðari eiginkona
hans prókúruhafi, en
„eigandi" er starfs-
maður, sem „keypti"
fyrirtækið án þess að
leggja til nokkurn
pening.
Lindarflöt 37 i
Garðabæ var sam-
kvæmt kaupmála sér-
eign Erlu Þorsteins-
dóttur, en síðar sam-
eign samkvæmt sam-
komulagi sem ítrekað
hefur verið reynt að
rifta vegna vanefnda
Elliða. Hann hefur án
samþykkis Erlu veð-
sett eignina til fulls
og nú er hætta á að
húseignin fari undir
hamarinn.
14 HELGARPÓSTURINN