Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 21
salinn og spyr alla sem á vegi hans verða hvern-
ig þeim lítist á stöðuna. („Það getur verið
mjög þreytandi," segir Larsen umburðarlyndur.)
Og það er Larsen sjálfur sem gengur um gólf,
stóískur á svip. Hvers vegna? Hvað er hann að
hugsa á þessu rölti sínu?
„Oftastnær er ég að horfa á aðrar skákir. Ég
reyni að beina huganum frá skákinni sem ég er
að tefla, læt andstæðinginn um að gera eitthvað
heimskulegt. Ég var reyndar skammaður fyrir
þetta einu sinni þegar ég var ungur. Það var á
fyrsta Ólympíuskákmótinu sem ég tók þátt í —
í fyrsta skipti sem ég var innan um allt stór-
menni skáklistarinnar. Þá kom til mín Krenz-
isky, sem skrifaði í áratugi um skák fyrir Syd-
svenska Dagbladet. Hann sá mig ganga um og
kom til mín og sagði að svona mætti ég ekki
hegða mér, ég ætti að sitja við borðið og hugsa
á tíma andstæðingsins. Þá kom aðvífandi félagi
hans, sænski stórmeistarinn Stahlberg og sagði
að þetta væri tóm vitleysa, allir góðir skákmenn
gengju um. Eitthvað fannst mér Stahlberg hafa
til síns máls, því hann gat státað sig af miklu
betri árangri en hinn. En það er auðvitað ein-
staklingsbundið hvernig skákmenn bera sig að;
1964 tefldi ég tildæmis á móti í Hollandi þar sem
voru 24 keppendur — og af þeim voru 23 „fót-
gönguliðar" svo það gat orðið býsna fjörlegt í
salnum. Mér finnst gott að hreyfa mig, koma
blóðrásinni af stað og reyni jafnvel að ganga um
þótt ég sé tæpur á tíma. Það er varla mannlegt
að einbeita sér að einni skák í heila fimm tíma.“
LANÐFLÓTTAMAÐUR?
Síðustu árin hefur Bent Larsen verið búsettur
í Argentínu, en þar áður bjó hann í Las Palmas
á Kanaríeyjum. Hann teflir ekki með dönsku
sveitinni á Ólympíuskákmótum, svo það liggur
beint við að spyrja hann hvort hann sé Iand-
flóttamaður frá heimalandinu, Danmörku.
„Það eru eingöngu persónulegar ástæður fyr-
ir því að ég tefli ekki á Ólympíuskákmótum. Ég
felli mig ekki við fyrirkomulagið á þeim, í mín-
um augum er skákin einstaklingsíþrótt en ekki
hópíþrótt. Mér líkar ekki að einhver liðstjóri geti
fyrirskipað manni að tefla uppá jafntefli. En mér
finnst ég ennþá vera Dani og held með danska
landsliðinu í fótbolta. Ég hef heldur engar áætl-
anir um það hvar ég ætla að láta hola mér niður
á endanum — það gæti allt eins orðið í Dan-
mörku. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að ég
kýs að búa í Argentínu: Mér líkar ekki við vet-
urna hér í norðurálfu, og það væri erfitt fyrir
konuna mína að fá starf sem lögfræðingur í Dan-
mörku og fyrir dætur mínar að ganga í skóla
þar. Ég er heldur ekki mjög hrifinn af skatt-
heimtunni í Danmörku. Það er líka að mörgu
leyti skemmtilegt að búa í Argentínu. Þegar ég
kem til Danmerkur eftir árs fjarveru opna ég
blöðin og sé að ekkert hefur breyst, það eru
sömu smáhneykslin sem eru á forsíðunum. í
Argentínu er allt á stöðugri hreyfingu — hers-
höfðingjarnir sem voru við völd fyrir nokkrum
árum sitja nú einsog ótíndir glæpamenn á ákær-
endabekk, það er 1000 prósent verðbólga og
alltaf slagsmál á götunum. Allur þessi glundroði
finnst mér spennandi og stundum svolítið
spaugilegur. En það hefur líka sína ókosti að búa
í Argentínu — flugmiðar þaðan eru dýrir og fyrir
vikið kemst ég ekki á eins mörg skákmót og ég
feginn vildi.“
Bent Larsen sagði að einmanalegt líf á hótel-
herbergjum yrði sennilega hlutskipti sitt næstu
mánuðina, það væri búið að bjóða honum á
skákmót í London og New York. Þangað sagðist
hann ætla að reyna að komast, en bætti svo við
eftir smá umhugsun: „Ef konan mín leyfir ...“