Helgarpósturinn - 27.02.1986, Page 33

Helgarpósturinn - 27.02.1986, Page 33
Bjarni Þórarinsson sýnir í Nýlistasafninu: „Yrki mest um konuna og kjarnorkuna“ „Með penslinum yrki ég mest um „konuna“ og „kjarnorkuna““ segir Bjarni Þórarinsson sem opnar á föstudagskvöld kl. 20.00 sýningu á þriöja tug olíumálverka í Nýlista- safninu við Vatnsstíg. „Sjálfsagt vilja einhverjir kenna myndir mínar við expressjónisma — ég hef leitast viö að þróa og ná tökum á persónu- legum stíl. Þetta eru myndir frá síð- astliðnum þremur árum. I heild eru þœr eins konar dulúöug blanda af meðvitund og undirmeðvitund. I þeim lýsi ég umhverfi samtímans með ríflegu skáldaleyfi. Þarna eru líka sjálfslýsingar; psycho-málverk úr umróti þjóðfélagsins og ástandi heimsmála, hin tvíhyggjandi svart- hvíta heimsmynd sem umrót einka- lífsins setur jafnframt mark sitt á. I nokkrum verkanna er þó gengið á vit œvintýranna og hugmyndaflug- inu gefinn laus taumur." Framan af myndlistarferli sínum tengdist Bjarni síðkonceptlistinni. Hann var t.d. einn af stofnendum Gallerísins að Suðurgötu 7. En er frá leið fannst honum hugmyndalistin of ópersónuleg og hann fór að mála af kappi, dálítið undir áhrifum frá nýja málverkinu, þó hvatar verk- anna hafi verið sjálfsprottnir. „Ég mála mikið konur, m.a. vegna þess að ég hef alla tíð tekið kven- frelsisbaráttuna mjög alvarlega," segir Bjarni. „Síðan höguðu örlögin því svo að ég hafði einmitt búið að Vesturgötu 3 um allnokkurt skeið og jafnframt verið þar með mína Bjarni Þórarinsson við verk sitt „Teikn" sem hann kallar móðurskip sýningarinnar. vinnustofu, þegar kvenfólkið keypti húsin og kallaði Hlaðvarpann. Því var óhjákvæmilegt að mér og minni myndlist yrði sagt upp húsnæðinu svo kvennamenningin kæmist að. Það var sárt að missa þessa ágætu aðstöðu, en ég styð náttúrulega þetta góða málefni heilshugar." Á síðasta ári hélt Bjarni Þórarins- son tvær einkasýningar, á Gallerí Borg og í Gallerí Einiberjarunnan- um. Sýning hans í Nýlistasafninu stendur yfir til 9. mars. Hún er opin frá 16—20 virka daga en 14—20 um helgar. JS Surnif vakna rúmdýn° °Q egna! JoplttO -neilsunnarvC ;» DUri 'séndúmjpð^^í ♦Sveigjanleiki gúmmísins tryggir rétta flöðrun. • Fallegt áklœði stiginu réttu. að eigin vali. * Latex gúmmíið bœgir ♦L^trœsfikerfi heldur Qg sýkium. lofhnu hremu og raka- Latex dýna Latex dýnan er eina dýnan á markaðnum sem gerð er úr ekta náttúrugúmmíi. Latex dýnan fjaðrar vel og veitir líkamanum góðan stuðning. Þyngri líkamshlutar sökkva hœfi- lega djúpt í dýnuna en hún veltir jafnframt stuðning undir hina léttari. Stabiflex rúmbotn Stabiflex er einstaklega traustur og vandaður rúmbotn sem hentar sérstaklega vel undir Latex dýnuna. Samspil dýnu og rúmbotns er þar í full- komnu samrœmi við hreyfingar og þyngd líkamans. ♦Hryggsúlan helst bein *Stabitiex rúmbotninn er sniðinn undir Latex og það slaknar á vöðvum. dýnuna - samvirkandi og hljóðlaust kerfi. —. ■. \ Of hörð dýna. rc~ •••••••••^^ 1 [ 'ýi'> ýT> -rrTT^ LY6BDUQ •Botnramminn er gerður úr níðsterku Ifmtré. Dugguvogl 8-10 Slml 84655 Of mjúk dýna. •••••••• / Latex dýnan: Dýnan lagar sig að líkamanum - hryggsúlan er bein. ♦ Þverrimlamir eru gerðir úr Ifmtré og bogna upp á við um miðjuna - eru sveigjanlegir. ♦ Þverrimlamir hvfla á veltiörmum úr gúmmíi sem hreyfast eftir þrýstingi. • Haegt er að hœkka rúmbotnlnn undir höfði og fótum. HELGARPÖSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.