Helgarpósturinn - 15.05.1986, Page 3
FYRST OG FREMST
SEM KUNNUGT er ganga
sjálfstæðismenn í Hafnarfirði
klofnir til komandi bæjarstjórnar-
kosninga. Klofningur þessi hefur
meðal annars sundrað þeim
bræðrum Einari Þ. Mathiesen og
Matthíasi Á. Mathiesen, utanríkis-
ráðherra og segir Einar að sér hafi
verið bolað frá. Matti tók afstöðu
með uppstillingarnefnd flokksins
og er sonur Matta, Þorgils Óttar, á
listanum
Fjölskylduerjur eiga hins vegar
alls ekki við um annan lista í
Hafnarfirði, nefnilega kvennalist-
ann. Þvert á móti. A þeim lista
sitja ættliðir saman í sátt og sam-
lyndi. í heiðurssæti listans er Sig-
urveig Gudmundsdóttir. Dóttir
hennar, Guðrún Sœmundsdóttir, er
í fimmta sæti og dóttir Guðrúnar,
Álfheiður Jónsdóttir er síðan í
tíunda sæti!
Ekki er sagan þar með öll. í 21.
sæti iistans er Jenný Guðmunds-
dóttir. Dóttir hennar, Sigrún S.
Skúladóttir, er í fimmtánda sæti
listans. Og sonardóttir Jennýar,
Ingibjörg Guðmundsdóttir, er í
fjórða sæti listans.
Sannarlega ættarveldi hjá
kvennalistakonum í Hafnarfirði.
Og ólíkt friðsamara en hjá Mathie-
sen-ættinni...
NESIÐ, kosningablað alþýðu-
bandalagsmanna á Seltjarnarnesi,
býsnast mikið yfir því hversu
meirihluti Sjálfstæðisflokksins hef-
ur vanrækt útlit bæjarfélagsins.
Það sé drulla og rusl meðfram
helstu götum, möl og moldarflög
séu í stað framkvæmda, gang-
stétta og kantsteina. Á sama tíma,
bendir blaðið á, sé einn bæjarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins á Nesinu
orðinn formaður í sérstökum fegr-
unarsamtökum. Téð samtök, sem
Asgeir bæjarfulltrúi Ásgeirsson,
veitir forstöðu séu þó ekki á Sel-
tjarnarnesi þar sem helst þyrfti að
hreinsa til, heldur í miðborg
Reykjavíkur, svokölluðum gamla
miðbæ. Þar sé bæjarfulltrúinn
önnum kafinn í fegrunarmálum
meðan í heimasveitinni ríki
ófremdarástand; hann hefur meira
að segja komið í Moggann og
sjónvarpið og hvatt Reykvíkinga
til að koma umhverfi sínu í feg-
urra horf. Já, kannski er þetta
þjóðráð — að senda Nesbúa í til-
tektirnar í Reykjavík og Reykvík-
inga í draslið á Nesinu.
BLAÐAMAÐUR Helgarpósts-
ins fór í skreppitúr til Amstur-
damms á dögunum, í ferð sem
náttúrulega var farin langt um
efni fram. Því er ekki nema eðli-
legt að hann hafi leitt hugann að
því hvernig hann gæti drýgt það
smáræði sem gekk af farar-
eyrinum og jafnvel margfaldað
upphæðina þegar heim kæmi. Jú,
það eru til ýmsar leiðir — blaða-
maðurinn sá tildæmis klámmynd-
bönd á markaði fyrir litlar 200
krónur, ekki amalegt að selja þau
svo á 10 þúsund þegar heim
kemur. Og svo eru það allir eitur-
salarnir sem hvísluðu kjaratil-
boðum að okkar manni, ekki
þykir það lakleg leið til að drýgja
sjóðinn. En okkar maður er lög-
hlýðinn borgari og má ekki hugsa
til þess að selja óhörðnuðu fólki
dóp eða klám. Það voru sumsé
góð ráð dýr, allt þar til síðasta
daginn að lausnin kom einsog af
himnum ofan í líki rakáhalda.
Hann minntist þess nefnilega á
síðustu stundu hvernig hann hafði,
allar götur síðan honum fór að
spretta grön, fárast og býsnast yfir
verðlagi á rakvélablöðum og rak-
sápu á heimaslóðum. Svo nú var
ekki annað að gera en að fylla
töskuna af þessum nauðsynlegu
snyrtivörum — ótal brúsa af rak-
sápu sem hver um sig vegur tæp
300 grömm fyrir 4.65 gyllini
stykkið (74.40 ísl. krónur) og heil
kynstur contour-rakvélablöðum,
tíu í hverju bréfi, fyrir 7.35 gyllini
(117.60 ísl. krónur) bréfið. Til
samanburðar má geta þess að í
verslun einni við Síðumúlann
kostar 200 gramma brúsi af sams-
konar raksápu 200 ísl. krónur, en
samskonar rakblöð, reyndar ekki
nema fimm í bréfi, 185 krónur. . .
Nei, þetta var ekki svo afleit fjár-
festing — Við beinum því til Verð-
lagsstofnunar hvers vegna rak-
áhöld eru á milli 3—4 sinnum
dýrari á íslandi en í Hollandi?
NU ER er endanlega loku fyrir
það skotið að ferðalangar geti
þotið milli Akureyrar og Gríms-
eyjar með svifnökkva á sumri
komandi. Fyrirtækið Norðurskip
sem stofnað var í kringum þessi
áform hefur gefið málið frá sér
þetta sumarið en vinnur nú að
söfnun hlutafjár svo ráðast megi í
bátakaup fyrir vorið 1987.
Umræddar ferjusiglingar hafa
verið á döfinni síðan snemma í
fyrra og í ferðabæklingum síðasta
árs voru þær auglýstar með tíma-
áætlun. Þá stóð til að kaupa bát
frá pólskri skipasmíðastöð. Gengið
hafði verið frá samningum en
þegar til kom stóð á fyrir-
greiðslum hins opinbera. Forsvars-
menn Norðurskips urðu því of
seinir því þegar að afhendingu og
fyrstu útborgun kom hafði eftir-
spurn eftir skipum sem þessum
stóraukist vegna lækkandi olíu-
verðs. Franskur auðmaður tók því
gripinn fyrir framan nefið á
okkar mönnum, borgaði út í hönd
og sigldi burt. Næst gerðu landar
okkar samninga við Svía, sem átti
svotil nýja ferju, sömdu við
seljandann um að lána helming
andvirðisins og að fá hinn
helminginn í erlendum banka. En
til þess að ríkið gæti samþykkt
slíkt hefðu væntanlegir eigendur
orðið að reiða 20% andvirðis
fram sjálfir, rétt eins og látið er
gilda í okkar allt.of stóra fiski-
skipaflota. Málið var endanlega
útkljáð á fundi með Matthíasi
Bjarnasyni í síðustu viku, þar sem
ráðherrann hafði enga nýja lausn
fram að færa.
FERÐASKRIFSTOFA Akur-
eyrar situr svo uppi með nokkrar
staðfestar pantanir erlendra ferða-
langa á ferjusiglingu norður að
heimskautsbaug og verður
væntanlega að ferja túrhestana
með loftfari eins og hingað til.
HELGARPÚSTURINN
Framför
Margir segja um Sverri,
að sé hann eitthvað verri.
Ég impra á aukaþanka:
Ekki verri en Ranka.
Niðri.
Fær einhver vinning?
Grétar Bergmann hjá happdrætti SÁÁ
„Það fá allir vinning í einhverju formi. En veraldlegan vinning
fá aðeins þeir sem borga miðana. Aðrir hafa ekki tækifæri til að
fá vinning."
— Afhverju gefið þið út svona marga miða?
„Við gefum ekki út marga miða, við gefum út 195.000 miða."
— Það er næstum því öll þjóðin?
„Við sendum út 165—170.000 miða til einstaklinga,
20—25.000 miða til fyrirtækja og afgangurinn fer í lausasölu.
Gæti einhver bent mér á „patent" þar sem hægt væri að
senda miða einungis til þeirra sem vildu kaupa miða, þá gæt-
um við allir sem í þessu stöndum sparað okkur verulega tíma,
fé og fyrirhöfn. Við náum ekki til allra landsmanna öðruvísi en
að senda öllum miða. Einu sinni reyndum við að senda miða
einungistil ákveðinsaldurshópa Þaðgekkekki þvíviðfengum
gífurlegar skammir frá fólki sem ekki hafði fengið miða en vildi
fá miða."
— Þegar svona margir miðar eru sendir út og fáir fá
vinning hvers vegna þá að kalla þetta happdrætti?
„Þetta er happdrætti. En til þess að spila í happdrætti þurfa
menn að borga miðana sína. Það er bundið í lög að 1/6 af út-
gefnum miðum sé I vinninga. Meirihluti fólks kaupir miða með
þá von í huga að vinna en er jafnframt ánægt með að geta stutt
gott málefni."
— Undanfarið hafið þið fengið mikla gagnrýni. Hvað
með hana?
„Ég trúi því ekki að neikvæð skrif nokkurra einstaklinga fái
breytt afstöðu landsmanna til þeirra góðgerðarfélaga sem hafa
ekki aðra leið til fjáröflunar en happdrættin. Mætti þá þetta
góða fólk líta í kringum sig og kynna sér hverju öll þessi félög
hafa fengið áorkað í hinum ýmsu málaflokkum sem þau hafa
tekið að sér."
— Afhverju ekki að koma heiðarlega fram?
„Við komum heiðarlega fram. Það er enginn sem reynir að
fela neitt. Það stendur á hverjum miða hvað margir miðar eru
gefnir út. Ég trúi því ekki að landsmenn geti ekki reiknað út
vinningsmöguleikana sjálfir. Eina leiðin til að happdrættið sjálft
fái engan vinning er að allir miðarnir seljist. Reyndar falla flestir
vinningarnir ekki á happdrættið heldur á ógreidda miða og við
því getum við ekkert gert."
— Hvað seljast margir miðar?
„I jólahappdrætti SÁÁ seldust u.þ.b. 55.000 miðar."
— Þetta þýðir að um 3/4 af vinningunum hafi ekki
verið greiddir út?
„Ja, við getum ekki gefið okkur neitt í þessu sambandi því
þetta er happdrætti. Það geta þess vegna allir vinningarnir fall-
ið á selda miða."
— Þetta er þá happdrætti fyrir ykkur líka?
„Vissulega, því við gætum staðið frammi fyrir því að allir
vinningarnir falli á selda miða þó við höfum bara selt 1 /4 af mið-
unum. Við gætum lent í því að stórtapa.
Þótt happdrætti SÁÁ hafi gengið vel þá hefur ekki öllum
happdrættum gengið vel. Þau hafa ekki öll komið með vinning
útúr dæminu."
— Er einhver samtrygging á milli mismunandi happ-
drætta?
„Það hefur aldrei verið. Ég get ekki sagt að ég þekki nokkurn
mann sem starfar við önnur happdrætti og hef ég þó unnið við
happdrætti SÁÁ frá byrjun.
Það verður að hafa það í huga að happdrættín eru fyrir líknar-
félögin, ekki fyrir fólkið. Happdrættin eru fjáröflunarleið þess-
ara félaga, oft sú eina. Það er síðan bara gaman þegar einhverjir
fá vinning, en það geta ekki allir fengið vinning öðruvísi en í
gegnum starf félaganna."
— Verðið þið ekki að auglýsa þetta viðhorf betur og
meira?
„Ég vil biðja fólk að lesa orðsendinguna frá okkur sem er
áföst happdrættismiðanum. Þar kemur þetta viðhorf fram sem
ég hef verið að lýsa. Ég held að fólk geri sér alveg grein fyrir
því að happdrættin eru fyrst og fremst fyrir líknarfélögin. Enda
teljum við að fólkið í landinu viti orðið nokkuð vel hver okkar
starfsemi er. Má þar benda á síðasta dæmið, nýstofnað for-
eldrafélag gegn vímuefnum sem SÁÁ var frumkvöðull að. Og
öll þjóðin tók þátt í að stofna það með SÁÁ."
Að undanförnu hefur mátt lesa á lesendasíðum dagblaðanna um mikla
óánægju fólks með hvað margir vinningar falli á happdrættin sjálf og
komi þess vegna ekki til úthlutunar. HP ræddi af þessu tilefni við Grétar
Bergmann, sem er formaður fjáröflunarnefndar SÁÁ. Hann hefur starf-
að við það happdrætti frá upphafi.
HELGARPÓSTURINN 3