Helgarpósturinn - 15.05.1986, Page 6
HELGIJOIMSSOIM
tclGliFUJG FLUGSKÖU
• :
Flugskóli Helga og Mitsubishi vélin umtalaða sem nú hefur safnað á sig skuldum sem eru fimm sinnum haerri en áætlað söluverð vélarinnar.
Flugskóli Helga Jónssonar skuldar tugi milljóna og langt umfram eignir
PÓUTÍSKT ,;KRAFTAVERK“
Á REYKJAVIKURFIUGVELLI
„Kraftaverkamenri' í Landsbankanum komu til hjálpar og vedböndum breytt
leftir Bjarna Harðarson mynd Jim Smart
Fyrir réttum 5 árum keypti Flug-
skóli Helga Jónssonar 10 sœta Mit-
subishi flugvél og er talið að kaup-
verðið hafi verið um eða réttyfir 600
þúsund dölum. Það eru um 24 millj-
ónir króna miðað við núgildandi
gengi. Sama ár fékk Helgi 650 þús-
und dala lán frá Landsbankanum.
Talið er að pólitísk fyrirgreiðsla hafi
ráðið ferðinni við úthlutun lánsins.
Síðan hefur lánið hlaðið á sig vöxt-
um og vanskilagjöldum þannig að
nú er talið að skuldir Helga nemi
um 40 milljónum króna. Vélin er á
sama tíma metin á um 8 milljónir og
aðrar eignir hans á 10 milljónir. Nú
nýlega fékk Helgi að fœra 700 þús-
und dala skuld af fyrsta veðrétti á
flugvélinni yfir á annan veörétt.
Þetta er túlkað sem svo að búið sé
að afskrifa lánið.
Á Reykjavíkurflugvelli tala menn
um ,,kraftaverk“ og einn heimildar-
manna blaðsins kvaðst hafa heyrt
það haft eftir Helga sjálfum að end-
anlegur frágangur yrði á þá leiö að
kona hans keypti vélina og leigði
hana aftur bónda sínum.
Eftir stendur að líkast til hefur
Landsbankinn tapað tœpum 30
milljónum króna eða 85-földum
árslaunum verkamanns. Fyrir
sömu upphœð mœtti hœglega
byggja tvö dagheimili með öllu sem
til þarf og hafa á hvoru u.þ.b. 60
börn.
Den Danske Fællesbank
Fyrir um það bil tveimur mánuð-
um voru skuldir Helga Jónssonar
6 HELGARPÓSTURINN
við Landsbankann um það bil 40
milljónir króna. 625 þúsund dala lán
frá 1981 var orðið að einni milljón
dala eða um 40 milljónir íslenskra
króna. Þá var lánið tryggt með
fyrsta veðrétti í Mitsubishi véiinni
(TF-FHL), þriðja veðrétti í íbúð
Helga að Bauganesi 44 og 1. veð-
rétti í vinnuskúr hans á Reykjavíkur-
flugvelli. Fyrsta apríl síðastliðinn
tók Helgi nýtt lán, nú hjá Fælles-
banken A/S í Kaupmannahöfn að
upphæð 330 þúsund dalir. Danska
lánið var þá fært yfir á fyrsta veðrétt
í flugvélinni en Landsbankalánið
sett á annan veðrétt í sömu vél. Eins
og nánar verður vikið að er mark-
aðsverð þessarar vélar talið vera um
eða undir 200 þúsund dölum.
Heimildir HP telja að Helgi hafi
notað danska lánið til þess að borga
Hluta af skuldum sínum við Lands-
bankann og um Ieið hafi það
„kraftaverk" gerst í bankanum að
samþykkt hafi verið að færa lánið af
fyrsta veðrétti. Einn heimildar-
manna blaðsins benti á að eins og
málum var komið hafi bankinn í
raun ekki getað gert neitt skárra í
málinu. Hefði vélin verið seld fyrir
skuldunum þá hefði hann fengið
minna en 330 þúsund dali. Þá hafa
menn getið sér þess til að með þessu
hafi Helgi jafnframt keypt sér frið til
þess að halda einbýlishúsi sínu og
öðrum eignum, sem samanlagt
gæfu, að flugvélinni frátalinni, um
10 milljónir króna eða 250 þúsund
dali. (Sjá töflu.)
í samtali við HP bar Helgi til
Eignir Helga Jónssonar
Áhvílandi skuldir Verðmæti
TF-FHL 391 Mitsubishi Mu2B36 660 Árg. 1974 10 sæta flugvél 1. veðr. $ 330 þús. lán frá Fællesbanken (1986) 2. veðr. $ 625 þús. lán frá Landsbanka (1981) U.þ.b. $ 200 þús. (= 8 millj. kr.)
TFFHI 454 Tveggja sæta Cessna 152. Árgerð 1980 Fjárnám frá Alm. tryggingum á 1. veðrétti (1985) (Á að giska $12 þús. (= 480 þús. kr.))
TFFHB 173 Tveggja sæta Cessna 150. Árgerð 1967 $ 78 þús. lán frá Landsbanka (1982) á 1. veðrétti Á að giska $ 12 þús. (= 480 þúakr.))
TF-FHA 279 4ja sæta Piper PA-28R-200 Árgerö 1970 $ 78 þús. lán frá Landsbanka (19821 á 1. veðrétti. (Á að giska $ 20 þús. (= 800 þús.kr.))
YFCEN 7 sæta flugvél Vélin er skráð á danskt fyrirtæki sem heim. HP segja að kona Helga eigi. Veðbönd ókunn. (Á að giska $ 75 þús. (= 3 millj.kr.))
íbúð að Bauganesi 44, ásamt bflskúr og lóðarréttindum 1. veðr. Veðdeild Landsbanka m. lán samt. 54 þús. kr. 2. veðr. Landsbanki $ 25 þús. (1981) 3. veðr. Landsbanki $ 625 þús. (1981). Annaö: Arnmundur Backman, tollstj. o.fl., samt. 124 þús. kr. Fasteignamat 1. des. 1985 samtals 4.809 þús. kr.
Skúrbygging á Rvíkurflugvelli. Skóli og viðhaldshús 1. veðr. $ 625 þús. frá Landsb. (1981) 2. veör. $ 78 þús. frá Landsbanka (1982). Fasteignamat 1. des. 1985 921 þús. kr.
Hótel á Grænlandi í eigu Jytte M. Jónsson, konu Helga. Veðbönd ókunn. Verðmæti ekki vitað, — heim. HP segja húsin ódýr.
Sumarhús í Danmörku Verðmæti ekki vitað.
Samtals 43 millj.kr. 18,5 millj.kr.
Upplýsingar um áhvílandi skuldir eru fengnar á skrifstofu borgarfógeta. Verðmæti
flugvéla Helga, annarra en TF-FHL, er birt með fyrirvara. Þessar tölur eru þær upphæðir
sem heimildarmenn HP töldu að fá mætti fyrir vélarnar. Þannig sögðu heimildarmenn
HP að fá mætti um 12 þús. $ fyrir litlu Cessna-vélarnar, en næsta vist verður þó að telja
að vélarnar séu misdýrar þar sem á þeim er 13 ára aldursmunur. Þá hefur blaðið ekki
fengiö staðfest að Jytte kona Helga eigi nefnt sumarhús (Danmörku. i skuldadálki sést
að sömu lánin eru tryggð með veði f mörgum eignum og þviekki hægt að leggja sam-
an allar þær tölur sem þar koma fyrir.
Loks má geta þess að sfðasta ár borgaði Helgi 0 kr. f eignaskatt og 92.250 krónur
f útsvar. Af þvf má ráða að 1984 hafi hann haft 71 þús. kr. f mánaðarlaun sem samsvarar
111 þúsundum á núgildandi gengi.
baka að hann hefði selt eða hygðist
selja konu sinni TF-FHL. Að öðru
leyti vildi Helgi ekki tjá sig um þessi
mál. Heimildir HP herma að Helgi
hafi sjálfur látið það uppskátt að
kona hans, Jytte M. Jónsson, sem er
danskur ríkisborgari, verði skráður
eigandi vélarinnar. Nú þegar hefur
Flugskóli Helga Jónssonar 7 sæta
vél, YF-CEN í leigu frá Jytte og er sú
vél skráð í Danmörku. Segir sagan
að ætlan Helga sé að hafa sama hátt
á með TF-FHL.
Auk þessara eigna segja heimildir
HP að Jytte M. Jónsson sé skráður
eigandi að sumarhúsi þeirra hjóna í
Danmörku og nýlega opnaði hún
hótel á Grænlandi. Hóteli þessu er
án efa ætlað að styðja við áætlunar-
flug Helga til Kulusuk sem vikið
verður að síðar.
Nánari upptalningu á flugflota
Helga Jónssonar er að finna í töflu
hér á síðunni.
Lónsbeiðni vísað frá
Allt bendir til þess að Helgi hafi
við kaup vélarinnar fengið lán fyrir
öllu kaupverði vélarinnar eða 650
þúsund dollurum. Vél þessa keypti
Helgi í maímánuði 1981. Á sama
tíma keypti Flugfélag Norðurlands
sams konar vél af sama aðila, jafn-
gamla og segja heimildir blaðsins að
verð vélanna hafi verið rftjög svip-
að. Flugfélag Norðurlands borgaði
590 þúsund dali fyrir sína vél og
fékk um 80% af þeirri upphæð með
erlendu láni fyrir milligöngu Lands-
bankans. Með öllum kostnaði við
standsetningu vélarinnar borgaði
Flugfélag Norðurlands 620 þúsund
dali, eða sem jafngildir 25 milljón-
um króna. Árið 1981 fékk Helgi tvö