Helgarpósturinn - 15.05.1986, Side 30
í, rGARDAGSKRAVEIFAN
Föstudagur 16. maí
19.15 Á döfinni.
19.7.5 Tuskutígrisdýriö Lúkas. Finnskur
barnamyndaflokkur um ævintýri
tuskudýrs sem strýkur að heiman.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.40 Unglingarnir í frumskóginum.
21.15 Kvikmyndakrónika.
21.35 Sá gamli. 8. Dauðinn á sunnudegi.
22.35 Seinni fréttir.
22.40 ÓgnarráðuneytiÖ. (Ministryof Fear)
s/h ★★★ Bandarísk bíómynd frá
1944, gerð eftir samnefndri sögu eftir
Graham Greene. Leikstjóri Fritz Lang.
Aðalhlutverk: Ray Milland, Marjorie
Reynolds, Carl Esmond og Hillary
Brooke. Myndin gerist í Bretlandi á
stríðsárunum. Nýútskrifaður sjúkling-
ur hreppir tertu á basar og verður þar
með Þrándur í Götu samsærismanna.
00.15 Dagskrárlok.
Laugardagur 17. maí
17.00 Enska knattspyrnan og íþróttir.
19.25 Búrabyggð. Brúöumyndaflokkur
eftir Jim Henson.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veöur.
20.35 Framkall. Þáttur spunninn kringum-
nokkur sönglög úr íslenskum leikrit-
um á tímabilinu 1862—1941. Handrit
og leikstjórn: Jóhann Sigurðarson og
Guðmundur ólafsson.
21.05 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby
Show). Nýr bandarískur gaman-
myndaflokkur í 24 þáttum. Aðalhlut-
verk: Bill Cosby og Phylicia Ayers-
Allen. Það er enginn leikur að ala upp
fjögur börn á ýmsum aldri, þegar
bæði hjónin vinna úti. Heimilisfaðir-
inn þarf jafnan að greiða úr ýmsum
vandamálum þegar heim kemur og
ferst það oftast vel.
21.30 Brandarakerling ★★ Bandarísk bíó-
mynd frá 1975. Aðalhlutverk: Barbra
Streisand, James Caan og Omar
Sharif. Myndin er um litríka söng-
konu, framaferil hennar og samband
viö eiginmenn sína og annað fólk.
23.45 Silfurtúnglið. Endursýn'ing í styttri
útgáfu. Leikrit eftir Halldór Laxness í
sjónvarpsgerð Hrafns Gunnlaugsson-
ar. Tónlist: Egill Ólafsson og Jón Nor-
dal. Leikstjóri Hrafn Gunnlaugsson.
01.25 Dagskrárlok
Sunnudagur 18. maí
Hvítasunnudagur
15.15 Ævintýri Hoffmanns. Ópera eftir
Jacques Offenbach flutt í Covent
Garden óperunni í Lundúnum. Aðal-
hlutverk: Placido Domingo, lleana
Cotrubas, Louciana Serra, Agnes
Baltsa og fleiri.
18.00 Hvítasunnumessa í Árbæjar-
kirkju. Bein útsending.
19.00 Andrós, Mikki og félagar.
19.25 Hlé.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir, veður og dagskrá.
20.20 Sjónvarp næstu viku.
20.35 Stiklur. Falin fegurð. Selvatn á Mið-
dalsheiði austur af Reykjavík. Um-
sjónarmaður Ómar Ragnarsson.
21.05 Kvöldstund með listamanni —
Þuríður Pálsdóttir.
22.00 Kristófer Kólumbus.
22.55 ,,Diddúladderí!" — Brot úr
skemmtan íslensku hljómsveitarinnar
á öskudaginn. Söngdagskrá í saman-
tekt Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og Þór-
halls Sigurðssonar, flutt í útsetningu
Ólafs Gauks undir stjórn Guðmundar
Emilssonar.
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 19. maí
Annar í hvítasunnu
16.00 Borgarstjórnarkosningar í
Reykjavík. Framboðsfundur í sjón-
varpssal.
18.00 Úr myndabókinni.
18.45 Sæmundur Klemensson. íslenski
dansflokkurinn flytur ballett eftir Ingi-
björgu Björnsdóttur viö tónlist Þursa-
flokksins. Áður á dagskrá í febrúar
1979.
19.10 Hlé.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Sumartónleikar í Skálholti. Kór
Menntaskólans við Hamrahlíð syngur
undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.
21.20 Skilaboð til Söndru ★★ íslensk bíó-
mynd frá árinu 1983. Handrit: Guðný
Halldórsdóttir eftir sögu Jökuls
Jakobssonar. Leikstjóri Kristín Páls-
dóttir. Leikendur: Bessi Bjarnason,
Ásdís Thoroddsen, Bryndís Schram,
BenediktÁrnason, Jón Laxdal, Bubbi
Morthens, Þorlákur Kristinsson og
Andrés Sigurvinsson. Miðaldra rithöf-
undur, Jónas að nafni á að skrifa
handrit um Snorra Sturluson fyrir
ítalskt kvikmyndafélag. Jónas fær
léðan sumarbústað á afviknum stað
til aö vinna að verkinu og útvegar sér
unga stúlku til heimilisverka. Næði til
ritstarfa veröur þó stopult og Sandra á
sinn þátt í því að fyrirætlanir Jónasar
fara úr böndunum.
22.50 Músfktilraunir '86 ÍTónabæ. Þessi
þáttur var tekinn upp 25. apríl þegar
átta hljómsveitir kepptu til úrslita.
00.00 Dagskrárlok.
©
Fimmtudagskvöldið 15. maí
19.00 Fréttir.
19.40 Bein lína vegna borgarstjórnar-
kosninganna í Reykjavík. Fram-
bjóðendur af listunum sem í kjöri eru
svara spurningum hlustenda.
22.35 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands í Háskólabíói.
Stjórnandi: David Robertson. Einleik-
ari á flautu: Manuela Wiesler.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Föstudagur 16. maí
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.15 Morgunvaktin.
8.30 Fróttir á ensku.
9.05 Morgunstund barnanna.
10.40 Sögusteinn.
11.10 Fáein orð í einlægni.
11.30 Morguntónleikar.
12.20 Fréttir.
14.00 Miðdegissagan.
14.30 Sveiflur.
*
Eg mœli meö
Sjónvarpið, 17. maí, klukkan 23.45
Silfurtunglið eftir Hrafn Gunn-
laugssonog Halldór Laxness. Þetta
er næst síðasti þátturinn í viðleitni
stofnunarinnar að sýna samfelluna
í verkum H. Gunnlaugssonar, en
svo skemmtilega vill til að hann
starfar nú einmitt hjá henni. Síð-
asta stykkið sem eftir er að endur-
sýna með listamanninum, er
„Lilja". Það kemur fyrr en varir.
16.20 SÍÖdegistónleikar.
17.00 Helgarútvarp barnanna.
17.40 Úr atvinnulífinu.
19.00 Fréttir.
19.50 Daglegt mál.
20.00 Lög unga fólksins.
20.40 Kvöldvaka.
21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveins-
son kynnir tónverk sitt „Flower
shower".
22.20 Kvöldtónleikar. Gítarkonsert eftir
Ernesto Halffter.
23.00 Heyrðu mig — eitt orð.
00.05 Djassþáttur — Jón Múli Árnason.
01.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 17. maí
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.30 íslenskir einsöngvarar og kórar
syngja.
8.30 Fréttir á ensku.
9.30 Óskalög sjúklinga.
11.00 Frá útlöndum.
12.20 Fréttir.
13.50 Hór og nú. Fréttaþáttur í vikulokin.
15.00 Tónlistarmenn á Listhátíð 1986.
Claudio Arrau, Thomas Lander og
Colin Andrews.
16.20 Listagrip.
17.00 Evrópukeppni landsliða í körfu-
knattleik í Belgíu — B-keppni. Ing-
ólfur Hannesson lýsir síðari hálfleik is-
lendinga og Svía.
19.00 Fréttir.
19.35 „Sama og þegið'"
20.00 Harmoníkuþáttur.
20.30 Tímabrot.
20.50 „Rauðka", smásaga eftir T.G.
Nestor.
21.20 Vísnakvöld.
22.20 I hnotskurn — Sagan af Danny
Kay.
23.00 Danslög.
00.05 Miðnæturtónleikar.
01.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur 18. maí
Hvítasunnudagur
8.00 Morgunandakt. Séra Þórarinn Þór
prófastur, Patreksfirði, flytur ritningar-
orð og bæn.
8.30 Fréttir á ensku.
8.35 Létt morgunlög.
9.05 Morguntónieikar.
10.25 ,,Þann signaða dag vér sjáum
enn". Séra Sigurjón Guðjónsson flyt-
ur erindi um dagvísuna, hinn forna
norræna morgunsáim.
11.00 Messa í Hafnarfjarðarkirkju.
12.20 Fréttir.
13.30 Aldarminning Jakobs Thoraren-
sen skálds. Eiríkur Hreinn Rnnboga-
son tekur saman og talar um skáldið.
14.30 Frá tónlistarhátíðinni í Ludwigs-
burg sl. sumar. Peter Schreier syng-
ur „Lieder eines fahrenden Gesellen"
eftir Gustav Mahler og „An die ferne
Geliebte" eftir Ludwig van Beetho-
ven.
15.10 Að ferðast um sitt eigið land. Um
þjónustu við ferðafólk innanlanda
Fjórði þáttur: Norðurland.
16.20 Vísindi og fræði — Heimspeki með
bömum. Hreinn Pálsson M.A. flytur
erindi.
17.00 Sfðdegistónleikar.
19.00 Fréttir.
19.30 Einsöngur f útvarpssal. Gunnar
Guöbjörnsson syngur lög eftir íslensk
og erlend tónskáld.
20.00 Stefnumót.
21.00 Ljóð og iag.
21.30 Útvarpssagan.
22.20 Iþróttir.
22.40 Svipir - Tíöarandinn 1914-1945.
Lokaþáttur, yfirlit.
23.20 Kvöldtónleikar.
00.05 Milli svefns og vöku.
00.55 Dagskrárlok.
eftir Sigfinn Schiöth
£
Fimmtudagskvöldið 15. maí
20.00 Vinsældalisti hlustenda rásartvö.
21.00 Gestagangur.
22.00 Rökkurtónar.
23.00 Þrautakóngur.
24.00 Dagskrárlok.
Föstudagur 16. maí
10.00 Morgunþáttur.
12.00 Hlé.
14.00 Tekið á rás.
14.00 Pósthólfið.
16.00 Léttir sprettir.
17.00 Hringborðið.
18.00 Tekið á rás — Evrópukeppni lands-
liöa í körfuknattleik í Belgíu, B-keppni.
Ingólfur Hannesson lýsir leik íslend-
inga og Rálverja.
20.00 Hljóðdósin.
21.00 Dansrásin.
22.00 Rokkrásin.
23.00 Á næturvakt með Vigni Sveinssyni
og Þorgeiri Ástvaldssyni.
03.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 17. maí
10.00 Morgunþáttur.
12.00 Hlé.
16.00 Listapopp.
18.00 Hlé.
20.00 Línur.
21.00 Milli strfða.
22.00 Bárujárn.
23.00 Svifflugur.
24.00 Á næturvakt með Pétri Steini Guð-
mundssyni.
03.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur 18. maí
Hvítasunnudagur
13.30 Krydd í tilveruna.
15.00 Dæmalaus veröld.
16.00 Vinsældalisti hlustenda rásartvö.
18.00 Dagskrárlok.
ÚTVARP
*
Oþarft svœbisútvarp
eftir Jónínu Leósdóttur
Það er að sjálfsögðu auðvelt að sitja
heima í stofu og hneykslast á því þegar
keppendur i spurningaleikjum útvarpsins
standa á gati. Þeir, sem eru í beinni útsend-
ingu fyrir framan alþjóð og vita af vinum
og vandamönnum límdum við tækin
heima og eru auðvitað mun stressaðri en
sá sem situr með kaffibolla sér við hlið og
lappirnar uppi á sófaborði.
Þó ég þykist meðvituð um þetta álag á
keppendum og þar að auki nokkuð um-
burðarlynd, gat ég ekki annað en hneyksl-
ast pínulítið á konunni, sem keppti í
Þrautakóng rásar 2 fimmtudaginn 8. maí.
Þessi þáttur tók við af Poppgátunni, sem ég
hlustaði stundum á, og er keimlíkur fyrir-
rennara sínum. I þessu nýja tilbrigði er hins
vegar ekki eingöngu spurt um tónlist, held-
ur fá keppendur m.a. að velja sér „efnis-
flokk“ eftir eigin áhugamálum og þekk-
ingu.
Kvenmaðurinn í síðasta þætti, sem mig
minnir að hafi verið kölluð Helga Goðrún,
valdi sér flokkinn „bókmenntir og listir".
Miðað við það að þetta var hennar eigið
val, fannst mér hún standa sig einstakiega
illa við að svara þessum spurningum. Hún
vissi ekki hver var nýráðinn leikhússtjóri
við Leikféiag Akureyrar, þekkti ekki rödd
Brynjólfs heitins Jóhannessonar, né heldur
rödd Þórbergs Þórðarsonar. Allt eftir
þessu! Og oftar en einu sinni var viðkvæð-
ið, „Eg kem því ekki fyrir mér.“
Þetta fannst mér slöpp frammistaða.
Það var hins vegar góð frammistaða hjá
svæðisútvarpinu fyrir Reykjavík og ná-
grenni að halda kosningafund í beinni út-
sendingu síðastliðinn mánudag. Eg hef
aldrei fyrr fundið hjá mér þörf fyrir að stilla
á þessa bylgjulengd, vegna þess hve vel rás
l sinnir málefnum fimmtíu prósentanna á
suðvesturhorninu. Þetta er staðreynd, sem
dreifbýlingar þreytast seint á að benda
okkur höfuðborgarbúum á, og henni verð-
ur tæpast á móti mælt. Það hefur líka sýnt
sig, að íbúar hinna dreifðu byggða nýta sér
aðrar aðferðir við að auglýsa sínar uppá-
komur en að kaupa sig inn í auglýsinga-
tíma Ríkisútvarpsins. Þeir hengja upp
spjöld í kaupfélaginu og sjoppunni/vídeó-
leigunni. Fréttum sínum koma þeir hins
vegar á framfæri með staðbundinni blaða-
og fréttabréfaútgáfu, því það telst sem bet-
ur fer ekki fréttnæmt á rás 1 þó einhver
rollan hans Björns bónda verði t.d. þrí-
lembd að vori.
Það er örugglega mikil þörf fyrir svæðis-
útvarp vítt og breitt um landið, en tæpast
í henni Reykjavík. En, eins og fyrr sagði,
var það góð nýting á þessum miðli að út-
varpa kosningafundinum og umræðum á
eftir. Það er síðan allt annar handleggur
hve málefnalegar og spennandi umræð-
urnar urðu . ..
SJÓNVARP
eftir Halldór Halldórsson
Um pistla af þessu tœi
Það er alls óvitlaust fyrir fólk, sem skrifar
reglulega í blöð að staldra stöku sinnum
við og velta því fyrir sér hvað það
sé eiginlega að gera með skrifum sínum.
Sérstaklega virðist mér þetta vera
mikilvægt fyrir þá, sem rita pistla af því
tæi, sem þessi hér er og líka hinn við
hliðina. Föstum verkefnum eins og þessum
fylgir ávallt sú hætta, að til þeirra sé kastað
höndunum. Ástæðan er einfaldlega sú, að
svona dálkaskrif í önnum dagsins verða að
hálfgerðum kæk á köflum, nánast eins og
ósjálfráð viðbrögð. Og þá fer nú
þrettándinn að þynnast.
Því kemur mér þetta í hug, að í öðrum
blöðum en HP er reynt að halda eins konar
útvarps- og sjónvarpsgagnrýni úti, sem í
reynd eru ekkert annað en krampakennd-
ar stílæfingar höfundanna og tilefni til alls
kyns þvættings og vangaveltna um flest
annað en útvarp og sjónvarp.
FARAST YFIR
FJÖLMIÐLUM
Nú kynni einhver að segja sem svo, að
sjálfur væri ég fallinn í sama pytt. Svo er þó
ekki. Það er ávallt nauðsynlegt að gera
stöku sinnum grein fyrir því til hvers við
gerum það sem við gerum og hvers við
væntum með gjörðum okkar.
Fastir dálkar HP og annarra blaða um út-
varp og sjónvarp ættu að mínu mati að
gegna því meginhlutverki að vekja athygli
á því, sem vel er gert hjá þessum fjölmiðl-
um, jafnt því sem miður er gert. Það er full
ástæða til að veita slíkt aðhald og einnig að
halda áfram umræðu um mikilvæg mál-
efni, sem vakið er máls á í þessum ljósvaka-
miðlum. Og það er engum hollt að vinna í
algjöru tómarúmi og verða aldrei var við
viðbrögð, ill eða góð.
Samt er það nú því miður svo, að ýmsir
útvarps- og sjónvarpsmenn eru ekkert yfir
sig hrifnir af því að um þá sé fjallað af
hræðslu við, að umfjöllunin verði neikvæð.
Slíku fólki mun aldrei fara fram.
Hér er ekki verið að halda því fram, að
útvarps- og sjónvarpsgagnrýnendur búi yf-
ir sannleikanum og geti kveðið upp stóra-
dóm um hvaðeina í útvarpi og sjónvarpi.
En hitt er morgunljóst, að viðkomandi1
birta skoðanir, sem ekki sakar að hlusta á.
Hins vegar verður að segjast eins og er,
þrátt fyrir framansagt, að gagnrýnina
verður að vanda og þess vegna mega dálk-
ar af þessu tæi ekki verða vettvangur fyrir
persónulegar irritasjónir og pirring höfund-
anna. Þvaður upp á fyrirframákveðna
lengd undir fyrirsögninni útvarp eða sjón-
varp, sem fjallar um allt annað en útvarp
og sjónvarp (eða útvarps- og sjónvarps-
gagnrýni, eins og hér er gert) er verra en
ekki neitt.
30 HELGARPÓSTURINN