Helgarpósturinn - 15.05.1986, Síða 17
•s" '>Sv>3'i|s j: í'v f%x
v :
í N- . ígpp-: Ifpl
•V HMÍ
' s'X ipii|
.
- ■ ■ :; ■■■ : '■
:■■:..•■.. ■ ■
'■■:.. ..:. ::.. ,■
' : ■ :■
■>> ,«' : »: a ' ,x.
■:■:•■,■■
>"' •
kjörsslögum sem í raun breyta engu. Ég horfi á
þetta í forundran eins og svo margt annað,“ segir
Herdís og skellir upp úr. ,,Just a joke! Nei, minn
hugur er annars staðar. Ég vil frekar nota krafta
mína í að reyna að draga upp raunsæja mynd af
því sem er að gerast á þessum vettvangi sem
öðrum.“
STARF OG EINKALÍF EITT
OG HIÐ SAMA
— Hafa einhverjir flokkar reynt aö biðla til
þín?
„Ekki fyrir þann slag sem nú stendur yfir, en
áður hefur verið biðlað til mín úr ólíklegustu átt-
um. En örugglega bara í gríni! Enda held ég —
Guð minn góður — að ég geti gert meira gagn
annars staðar en standandi í dragt á þingi að
: .reiða atkvæði með einhverju sem litlu sem
engu breytir."
— Hvað líður svo einkalífinu hjá manneskju
eins og þér sem vinnur átján til tuttugu og fjóra
tíma á sólarhring?
„Fyrir mér er starfið og einkalífið eitt og hið
sama,“ svarar Herdís án þess að hika.
— En varla er mikið pláss fyrir kœrasta, börn,
ketti og svoleiðis nokkuð í Aðalstrœtinu?
„Allavega ekki börn né ketti í bili. Það er að
yfirveguðu ráði að ég á hvorki barn né húsdýr.
En reyndar er Jón Óskar alltaf að tala um hvað
það væri nú smart að vera með stóran Dober-
mannhund í Aðalstrætinu," segir hún kímin.
„Ég hef hreinlega ekki þurft að gera upp hug
minn hvort ég eigi að helga mig fjölskyldu eða
starfi. Ég vinn þegar ég þarf að vinna og tek þvi
rólega þegar ég get. Og mér finnst ofsalega gam-
an að vinna! Það eru aðeins tæp þrjú ár síðan ég
lauk námi, ég er að byggja upp mitt fyrirtæki og
sé ekki eftir einni einustu mínútu sem farið hef-
ur í það. Ég stend heldur ekki frammi fyrir nein-
um rosalegum kröfum í einkalífinu þar sem ég
á hvorki börn né hund sem ég þarf að sinna."
Nú verður mér á að brosa af einhverjum
ástæðum og Herdís spyr árangurslaust hvað
fljúgi nú í gegnum hug minn. Svarar síðan því
sem hún heldur mig hafa verið að hugsa: „Ég
meina — ha? Þetta er ekkert mál! Ég hef vissu-
lega kynnst konum sem eru flæktar í svona tog-
streitu og ég veit vel að hefði ég eignast eigin
fjölskyidu fyrir nokkrum árum hefði námið og
fleira siður gengið upp hjá mér. En hver veit
nema ég eigi þetta allt eftir seinna."
— Einhver áhugamál fyrir utan vinnuna?
„Samskipti við fólk eru efst á blaði varðandi
áhugamál almennt — lífið eins og það leggur
sig: að vakna á morgnana, drekka kaffi, geysast
yfir blöðin, fara í vinnuna og gera það sem gera
þarf, lesa góðar erlendar tímaritsgreinar, þeys-
ast í sund ef ég get og nenni. Svo eru vinir mínir
stórt áhugamál. Þar fyrir utan bækur og kvik-
myndir. Ég les bæði góð sígild skáldverk, reyfara
og margt þar á milli. Um daginn var ég að lesa
Fátœktfólk eftir Tryggva Emilsson, sem er mjög
athyglisverð bók.
Svo finnst mér gaman að lesa bækur í mínu
fagi, var rétt að Ijúka við Just and Unjust Wars,
stjórnmálalegar heimspekivangaveítur eftir
Michael Waltzer. Reyndar skrifaði ég magister-
ritgerðina mína við Fletcherháskólann um
hernaðarstrategíu NATO. En ég hef lítinn áhuga
á tæknihlið hermála, miklu fremur á heimspeki-
legum vangaveltum í sambandi við stríð, stjórn-
mál og eðli mannsins."
— Hvernig tengirðu stjórnmál í víðum skiln-
ingi við það að stjórna fyrirtœki?
„Þetta er varla sambærilegt. Hins vegar held
ég að þótt þeir sem ráði lögum og lofum hafi oft
mikla ábyrgð í almennum skilningi, þá þurfi þeir
aftur á móti ekki að taka afleiðingum sinna mis-
vitru ákvarðana. Þeir eiga ekki allt í húfi eins
og í pottinn er búið. Stjórnun lítils fyrirtækis er
einmitt hið gagnstæða. Þar gilda hins vegar allt
önnur lögmál og reglur. Ef ráðamenn yrðu að
taka afleiðingum gerða sinna væri þjóðfélagið
öðru vísi og fyrirkomulagið allt. En varðandi
stjórnun lítils einkafyrirtækis lít ég svo á að sam-
vinna skipti mestu máli, ekki eitthvert pýra-
mídaskipulag. Ég trúi ekki á þessar gamaldags
stjórnunaraðferðir þar sem fjarlægð á að ríkja á
milli þess sem er í forsvari og hinna.
Mestu máli skiptir að fyrirtækið samanstandi af
lykileiningum þar sem hver og einn hefur mikla
ábyrgð. Það segir í raun alla söguna því um leið
og manneskjunni finnst hún orðin tilgangslaus
er hún einskisnýt: þolandi en ekki gerandi."
Nú þurfum við óðum að slá botninn i viðtalið
og þar sem ég sjálf hef allt að því óslökkvandi
áhuga á matseld og húsverkum spyr ég Herdísi
hvernig þau eilífðarmál horfi við henni.
„Stundum hef ég gaman af að búa til mat,“
segir hún. „Sérstaklega þegar einhverjir koma
heim með mér úr vinnunni og við setjum góða
tónlist á fóninn, búum til salat og spaghettí og
tölum um það sem býður okkar næsta dag.“ Nú
brosir Herdís blítt og segir eins og til að friða
mig: „Svo finnst mér álíka gaman að tiltekt í
íbúðinni og heilabúinu. Ég tók einmitt til á heim-
ilinu á laugardaginn. Það var fyrsti laugardagur-
inn sem ég hef átt frían síðan í janúar.
Og ég get tekið til í íbúðinni og heilabúinu
samtímis, rétt eins og ég sem stundum heilu
greinarnar meðan ég er að synda. Ég er alltaf
eitthvað að pæla.“
AÐ GEFA LÍFINU ÞAÐ SEM
ÉG SKULDA ÞVÍ
— Hvert er eldsneytið?
Nú hugsar Herdís sig vel um, segir svo með
hægð: „Stöðug leit, eftirvænting, íhugun, efi —
og trú, þörfin fyrir að skapa, vinna og elska í víð-
ustu merkingu þess orðs. 1 raun og veru held ég
að það sé þörfin fyrir að gefa lífinu það sem ég
skulda þvi. Ég ber virðingu fyrir lífinu. Mér
finnst ég hafa verið heppin, að ég megi vera
guði þakklát fyrir margt."
— Ertu trúuð?
„Ég er efahyggjumanneskja, en alin upp í trú.
Ég held ég sé meira að segja pínulítið guðhrædd
á gamaldags visu. En ég er ekki trúuð í bókstaf-
legum skilningi. Trúin er gífurlegt afl fyrir ein-
staklinginn og getur göfgað hann, gert það að
verkum að hann líti á sig sem pínulítinn hluta af
stórkostlegu sköpunarverki. Og í þeim heimi
sem maður lifir leitar hugurinn oft að því hvað
maðurinn er mikið undur, en þessi sami heimur
gerir það líka að verkum að við höfum mikla
trúarþörf þótt erfitt sé að útskýra hana röklega.
Ef ég yrði fyrir áfalli held ég að mín fyrstu við-
brögð yrðu að hugsa um Guð.“
— Og að lokum, Herdís, hvaðan kemur þér
sjálfstraustiö?
„Hvaða sjálfstraust?" segir hún hálfhissa.
„Sem tilfinningavera er ég oft lítil í mér og hef
oft efast um sjálfa mig eins og alla aðra hluti. Ég
hef átt mínar erfiðu stundir. En ég hef trú á sjálf ri
mér varðandi það sem ég er að gera. Ég hef ekki
efast um að ég gæti gert gott tímarit ásamt því
fólki sem ég er að vinna með. Að öðru leyti hef
ég efast um alia hluti. Það er bara í mínu eðli að
velta öllu fyrir mér,“ segir Herdís Þorgeirsdóttir
með sinni ofboðlítið hásu röddu, horfir dreymin
á fjólublá skýin yfir Esjunni og veltir milli fingra
sér sendibréfi með erlendu frímerki frá aðila
sem rannsóknarblaðamaðurinn hefur komist á
snoðir um að skiptir hana miklu máli...