Helgarpósturinn - 15.05.1986, Qupperneq 23
LISTAPOSTURimi
„Geng í skrokk á
sjálfummér“ ’
segir Böðvar
Guðmundsson um
ljóðabók sína Vatnaskil
I leyndum afkima vonbrigðanna
er þröngt og niðdimmt helvíti.
Á læstum dyrum þess stendur:
PRIVAT.
Böðvar Guðmundsson spyr: „Hvernig finnur maður sitt (dentítet, þótt það beygisteins
og vorhret?"
Par hef ég lokað inni
lítið og einmana barn
sem nær engum þroska
og sleppur aldrei út
og deyr um leið og ég.
Við óvenjulegar kringumstæður
hafa augu litið þar inn
forvitin augu
og full af samúð
jafnvel ástfangin augu.
En myrkrið er svart
og barnið er hrætt
og það er ég sem ræð.
Þetta ljóð er að finna í bókinni
Vatnaskil sem kemur út hjá Máli og
menningu eftir örfáa daga. Höfund-
urinn er Böövar Gudmundsson
skáld, trúbadúr, hagleikssmiður,
kennari og kokkur, sem síðustu þrjú
árin hefur setið í gleðibænum Björg-
vin við að kenna norskum háskóla-
stúdentum íslensku.
Böðvar hefur ekki sent frá sér
ljóðabók í ein fimmtán ár og því ber
bókin nafn sitt með rentu, markar
vatna- eða þáttaskil á rithöfundar-
ferli hans. En margir muna t.d.
áreiðanlega eftir leikritunum
tveimur Krummagulli og Skollaleik,
sem Böðvar skrifaði fyrir Alþýðu-
leikhúsið í frumbernsku þess, enda
var hann einn af stofnendum þess
norður á Akureyri 76.
HP sló á þráðinn til Björgvinjar
þar sem er stormur, 8 stiga hiti og
úrhellisrigning, og spurði Böðvar
fyrst hvað þetta litla barn sem hann
geymir sé að reyna að glíma við í
bókinni.
Skelmislegur hlátur hinum megin
á línunni. Síðan: „Nú segi ég eins og
stjórnmálamennirnir: Þetta er góð
spurning. Það þýðir að þeir hafa
voðalega merkilegt svar. En svo ég
tali nú í alvöru, þá er þessi bók, eins
og kannski öll heiðarleg og alvarleg
Ijóð, tilraun til að ganga í skrokk á
sjálfum sér og ég býst við að finna
megi býsna margar líkamningar af
höfundi í þessum ljóðum.
Vatnaskil eru Ijóð sem eru komin
út af ákveðnum þáttaskilum: maður
er allt í einu farinn að sjá sjálfan sig
á leið niður brekkuna og því má
velta vöngum yfir ævinni. En það er
nú kannski ekki aðalatriðið. Þessi
bók skiptir mig nef nilega miklu máli
að því leytinu til að hún er eins kon-
ar „come-back". Ég hafði ekki feng-
ist við að yrkja ljóð í fjórtán ár eða
svo. Síðasta ljóðabókin mín kom út
71. Síðan hef ég skrifað nokkur
vond leikrit og gert nokkra mis-
heppnaða söngtexta og vísur. Þar
sem ég hef ekki fengist við Ijóða-
gerð allan þennan tíma kann að
vera að ég sé í alvarlegri stellingum,
sé einfaldlega hræddari við formið,
en hefði ég ort nokkuð stöðugt."
Ég hef orð á því að ljóðin í Vatna-
skilum virðist einmitt ort í samfellu,
á fremur skömmum tíma og Böðvar
svarar því til að þau séu öll til orðin
á síðastliðnum tveimur árum:
„Elstu ljóðin eru frá því í desember
’83. Næsta vor var ég kominn með
handrit sem síðan hefur tekið ýms-
um breytingum. Yngstu ljóðin eru
frá því í vetur."
— Hefur þetta skyndilega Ijódagos
ekki verkað á þig sem nokkurs kon-
ar skírsla?
„Skýrsla? Þú meinar bekendelses-
litteratur?"
— Nei, skírsla með einföldu í-i!
„Já, þú meinar með öðrum orðum
laxerolíu," segir Böðvar og flissar
hinum megin á línunni. „Jú, auðvit-
að er ég að ganga í skrokk á sjálfum
mér að einhverju leyti með þessum
Ijóðum. Og — jú, mér líður alla vega
ekki verr á eftir. Það er flókið ferli
að ganga í skrokk á sjálfum sér, lífi
sínu það sem af er, kynferði sínu,
pólitík, þjóðerni. Því hvernig finnur
maður sitt ídentítet þótt það beygist
eins og vorhret?"
— Heldurðu að fjarlœgðin frá
heimalandinu hafi ýtt undir að þú
gerðir þessa tilraun til sjálfskrufn-
ingar?
„Að einhverju leyti. Maður er ein-
mana í útlöndum og sérstaklega
meðal Norðmanna sem eru einstak-
lega leiðinlegt fólk. Ég efast um að til
sé leiðinlegri þjóð í heiminum!" seg-
ir Böðvar uppi á háa c-inu. „Ég hef
auðvitað haft afskaplega góðan
tíma því það er ekki margt sem
glepur í Noregi," stynur skáldið fullt
af þjáningu.
— Þú hefur sennilega ekki tekið
þátt í Júróvisjónsveiflunni...
„Nei, ég var ekki einu sinni í land-
inu. Ég fer til Danmerkur alltaf þeg-
ar ég get. Ég fagna þeirri stund í
hvert sinn sem ég lyfti minni tá af
þessu landi og græt þegar ég set nið-
ur hælana aftur. Ég skil afskaplega
vel þessa vestlendinga í gamla daga
sem héldu út til íslands.
Samt er ég að hugsa um að vera
hér eitt ár í viðbót og vistin hér fer
heldur skánandi, ég er aðeins að
byrja að kynnast fólki. En þessi and-
skotans halilújasöfnuður hér, út-
lendingahatarar, smáborgarar sem
eru hræddir við allt, bindindismenn
sem þykjast vera frelsaðir og fari því
til guðs allir saman, er sannfærður
um að maður sjálfur fari til andskot-
ans. Þetta er undarlegt fólk."
— Svo að við víkjum aftur að
Ijóðunum. í Ijóðinu Heimasveit tal-
arðu um að þar lifirðu „mistök full-
orðinsáranna í undarlegum spurn-
ingum og hálfkveðnum vísum . .
„Já, svei mér þá, stundum finnst
mér að maður læri aldrei neitt"
grípur Böðvar frammí. „En hver sá
sem skrifar bókmenntaverk af ein-
lægni byggir auðvitað fyrst og
fremst á eigin lífi, reynslu, vonum og
vonbrigðum. Ef til vill má segja sem
svo að sé þessi bók min að einhverju
leyti skárri en það sem ég hef hing-
að til gert er það vegna þess að ég
er meðvitaður um það núna að til-
gangslaust er að fela sjálfan sig. Það
hef ég alla tíð verið að gera, tekið á
mig allra handa grímur, og er að
sjálfsögðu ekki hættur því. En
Vatnaskil er þó alltént alvarlegasta
tilraun sem ég hef gert til að draga
af mér huliðshjálminn," segir Björg-
vinjarskáldið Böðvar ábúðarmikið.
JS
Hljómsveitin ,,Bítlavinafélagið “
mun efna til tónleika á Hótel Borg
fimmtudaginn 15. maí og laugar-
daginn 17. maí. Á tónleikum þess-
um mun hljómsveitin flytja í síðasta
sinn í Reykjavík dagskrá með lögum
eftir John Lennon. Flutt verða um
30 lög eftir Lennon og spanna þau
feril hans frá upphafi til dauðadags.
Tónleikarnir, sem ganga undir nafn-
inu ,, LENNON-KVÖLD" hefjast kl.
20.30 báða dagana. Hljómsveitin
mun síðan seinna í þessum mánuði
halda út á landsbyggðina og flytja
dagskrá sína með lögum Lennons
og verður það auglýst síðar.
Vorsýning Myndlista- og handíðaskóla islands verður haldin 17., 18. og 19. maf (húsa-
kynnum skólans að Skipholti 1. Sýnd verða verk 50 nemenda, sem útskrifast nú ívor.
Sýnendur eru úr 8 deildum skólans, auglýsingadeild, keramikdeild, myndmótunar-
deild, textíldeild, málaradeild, grafíkdeild, teiknikennaradeild og nýlistadeild.
Sýningin verður opin frá 14—22.
Á myndinni er Björgvin Ölafsson, grettur eins og viðfangsefnið.
MYNDUST
Jón Reykdal og vatnsliturinn
Það fer varla á milli mála, að Jón Reykdal
er langbestur í þeim myndum þar sem hann
lætur regnið Ijósta jörðina í formi skúra eða
skúraleiðinga. Liturinn er þá yfirvofandi án
þess hann fái fullkomna mótun. Hann verður
örlítið harmsögulegur, gæddur dimmri þrá
til jarðarinnar. Þetta er áþekkt því og þegar
hugblær skáldsins hefur ekki enn fengið orð-
myndun sem lýstur síðan tunguna ljóði.
En þannig myndir eru ekki margar á sýn-
ingu hans, sem stendur núna yfir í Gallerí
Borg við Austurvöll, flestar myndirnar eru af
landslagi sem hefur verið leyst upp, með lit-
unum, i hugblæ sem vekur fjarlæga næstum
rómantíska kennd. í myndunum er engin
harka og aðeins örfáir kaldir mótaðir hlutir,
og þarna er ekki heldur ólgandi hiti eða
beinar andstæður.
Landslagið er látið flæða með vatnslitnum
út í sína ljúfu ró. Stöku sinnum er fólk fellt inn
í myndirnar, og það er einnig gætt ró, það
fellur inn í róna eða horfir dálítið hugfangið
á hana.
Við verðum ekki vör við andartaks tær-
leika íslenskrar náttúru í myndunum, þegar
norðanáttin blæs og dregur fram iitina eða
bregður bláma yfir allt. Það sem við horfum
á í myndunum er stíll Jóns Reykdals, hug-
blær hans í verkum sínum. Þessi sami eða
svipaður hugblær er í olíumálverkum hans.
Hann leitast ekki við að nálgast landslagið
með öðrum hætti, þegar hann notar vatns-
liti, en þegar hann notar aðra liti, úr öðrum
efnum. Efnin beygir hann undir hugblæ sinn.
Hann notar svipaðan eða sama pensilslátt í
olíu og vatnslit. En þó tekur vatnsliturinn
stundum völdin og beitir sér sjálfur, sam-
kvæmt eðli sínu en ekki vilja Jóns Reykdals.
Það að beita liti og eðli þeirra þvingunum
er nauðsyn ef málarinn málar samkvæmt
ákveðinni stefnuskrá, en það er misbeiting
valds ef málarinn málar aðeins af fingrum
fram eða aðeins samkvæmt hugblæ en ekki
stefnuskrá. Úr því verður ekki litríkur skáld-
skapur heldur rímleikni, hæfileiki til að fara
með stuðla og höfuðstafi og rím.
Það er hægt að fara með liti á svipaðan
hátt og þessa prýði ljóðlistarinnar. Hægt er
að leysa upp málverk eins og ljóð. Og hægt
er að ræða um hrynjandi þess.
Ósamhljómur er ekki að smekk Jóns Reyk-
dals. Og það er ekki heldur smekkur náttúr-
unnar að sýna ósamræmi, heldur er það
fremur í ætt við hugmyndina og vitið að
bregða á leik ósamræmis.
Jón Reykdal er innilegt og undirgefið nátt-
úrubarn. Hann er hlýðinn náttúrunni og
hegðar sér prúðmannlega í umgengni sinni
við hana.
Á sýningunni er að vissu leyti hægt að
fletta kennslubók í siðferðilega réttri um-
gengni við náttúruna.
Og þessi náttúrusiðfræði gerir sýninguna
bæði sérstæða og einstæða. Að þessu leyti er
hún fullkomlega í takt við tímann: hún er
ekki lýsing á náttúrudýrkun, í anda lands-
lagsmálara um og eftir aldamótin, hún er
ekki heldur vitnisburður um ógnir þær sem
náttúrunni stafar af manninum og vígvélum
hans, hún er í stefnu náttúrusiðfræði þeirrar
sem mun eflaust rísa stöðugt hærra eftir því
sem líður að næstu aldamótum, þegar
mannkynið verður orðið þreytt (og þá lista-
mennirnir líka) á ógnum og skelfingum, oft
óraunverulegum, sem menn dunda við að
hræða sig með á friðartímum, til að fá dálítið
krydd í hina friðsömu tilveru, ofmettu.
Ég sagði að á myndunum í sýningunni
væri ekki mikið um andstæður, en þar er
talsvert um „ólíkar hliðstæður", það er: eitt-
hvað er hliðstætt en í senn ólíkt. Þetta á eink-
um við um myndbyggingu verkanna. Til
dæmis um þennan listræna leik Jóns eru
myndir sem hann kallar Lágþoka I og II og
svo myndirnar Veðrabakki og Vorregn. Báð-
ar myndasamstæðurnar eru keimlíkar, en þó
ólíkar. í hvorri tveggja er liturinn „yfirvof-
andi". í lágþokunni máir liturinn út, en í hin-
um myndunum skerpir „veðrabakkinn" lit-
heim málverksins. Það er að segja efri hluta
þess, en neðri hluti þess: jörðin, fær að vera
í „eðlilegum" lit biðarinnar. Lágþokan lýstur
málverkið ljóði með mildi sem máir út, en
veðrabakkinn lýstur það með yfirvofandi
ofsa, ofsa sem listamaðurinn heldur í skefj-
um með náttúrusiðfræði sinni, sem nær þó
aldrei það langt að hann haldi því fram í lit-
um sínum að óveður sé dónaskapur við jörð-
ina eða kannski klámfengi náttúrunnar.
Það verð ég að segja í lokin, að maður sem
hugsar á annað borð er oft ljótur í hugsun, en
hinn sem er hugsunarlaus og innantómur er
fagur í hugsun, að mati fjöldans og lélegra
fagurfræðinga.
HELGARPÓSTURINN 23