Helgarpósturinn - 15.05.1986, Side 24
Þessi mynd lýsir vel Tangó-vorinu i
Kramhúsinu sem herjar á menn þar líkt
og þetta árvissa náttúru-vor herjar á
okkur hin. David Honer er mættur á
nýjan leik með mótdansara sínum
Alexandre. Hann var hér á ferð í fyrra
við mikinn fögnuð og hélt eftirminni-
legt námskeið í argentínskum tangó.
Nú verða David og Alexandre með
helgarnámskeið um hvitasunnuna og
annað námskeið 20. maf til 1. júní.
Tangónámskeið að sjálfsögðu. i fyrra
lauk námskeiðinu með stórmerku
tangóballi á Borginni. Hvað gerist nú?
Birgir Sigurðsson hélt utan í gær,
miðvikudag, til að vera við frumsýn-
ingu á verki sínu, Grasmaðki, í Lund-
únum. Jill Brooke annast leikstjórnina
þar. Heima er Stefán Baldursson að
hefja undirbúning að því að setja upp
nýjasta leikrit Birgis.
Smartmynd
Grasmaðkur
í Lundúnum
Leikrit Birgis Sigurðssonar, Gras-
maðkur, verður tekið til sýninga í
The New Inn Theatre, litlu en virtu
jaðarleikhúsi í Lundúnum á allra
næstu dögum. Leikstjóri verksins
ytra er Jill Brooke, en hún er íslend-
ingum að góðu kunn fyrir fjölmarg-
ar uppfærslur hér heima. Hún þýddi
verkið jafnframt. Titill þess á ensku
er Caterpillar. Polly March fer með
titilhlutverkið, en hún er á góðri
leið með að verða ein af virtustu
leikkonum Breta, af yngstu kyn-
slóðinni.
Grasmaðkur var fyrst sýndur í
Þjóðleikhúsinu fyrir réttum þremur
árum við góðar viðtökur. Þá var það
Brynja Benediktsdóttir sem annað-
ist leikstjórn þess, en með helstu
hlutverk fóru Margrét Guðmunds-
dóttir, Gísli Alfreðsson, Sigurður
Sigurjónsson og Hjalti Rögnvalds-
son.
Það er annars af leikritaskáldinu
Birgi Sigurðssyni að frétta að með-
fram blaðafulltrúastörfum fyrir
Listahátíðina í Reykjavík er hann að
leggja síðustu hönd á nýtt verk sem
tekið verður til sýninga í Iðnó í
haust. Það heitir Dagur vonar.
Stefán Baldursson verður leikstjóri
þess. Við greinum nánar frá því síð-
sumars. -SER
LEIKLIST
Fjórir Jónar deyja
Hugleikur sýnir á Galdraloftinu Hafnar-
strœti 9:
Sálir Jónanna.
Höfundar: Ingibjörg Hjartardóttir, Sigrún
Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir.
Leikstjóri: Bjarni Ingvarsson.
Leikmynd: Helgi Ásmundsson.
Leikhljóö: Hjálmtýr Heiödal.
Lýsing: Ólafur Örn Thoroddsen.
Búningar: Unnur Ragnars og Helgi
Asmundsson.
Leikendur: Sigrtöur Helgadóttir, Anna
Kristín Kristjánsdóttir, Sigrún Óskarsdóttir,
Hjörleifur Hjartarson, Sindri Sigurjónsson,
Jón Magnússon, Árni Hjartarson, Björn
Irigi Hilmarsson, Unnur Guttormsdóttir,
Ólafur Thorlacius, Guörún Gyöa Sveins-
dóttir, Silja Ólafsdóttir, Hulda Hákonar-
dóttir, María Hjálmtýsdóttir.
Hafi það farið framhjá einhverjum þá er
Hugieikur hópur fólks sem hefur það að
markmiði að gefa fólki sem langar til að leika
tækifæri til þess á hreinum áhugamanna-
grundvelli. Eða eins og segir í leikskrá:
„Mannkynið allt elur með sér draum —
drauminn um að klæða sig í gerfi, bregða sér
í hlutverk — vera annar en maður er. Islensk-
ir skrifstofumenn, blikksmiðir og hjúkrunar-
fræðingar ala líka með sér þennan draum.
Eftir amstur dagsins og glímuna við hvers-
dagsleikann bregður maður sér í hlutverk ill-
virkja, einfeldnings, sáluhjálpara eða venju-
legs aumingja og lætur gamminn geysa. Allt
sem er bannað milli 9 og 5 er leyfilegt í leik-
húsi.“
Fyrr á þessum vetri setti þessi hópur á svið
ieikverkið Skugga-Björgu sem sýnt var í
Hlaðvarpanum á Vesturgötu 3. Sú sýning var
amatörsýning fram í fingurgóma, einlæg og
spaugileg — heimaunnin uppsuða úr
Skugga-Sveini.
Að þessu sinni hafa nokkrir úr leikhópnum
sett saman leikrit sem er byggt að nokkru á
Gullna hiiðinu en einnig á þjóðsögunni um
Sálina hans Jóns míns eða eiginlega stef og
tilbrigði um þetta hvorttveggja, að viðbættu
ívafi úr öðrum þjóðsögum.
Það eru nú fjórir Jónar sem deyja og að-
standendur þeirra fá allir sömu hugmynd og
kerlingin forðum, að fara með sálirnar til
himna og á svipuðum forsendum, óttanum
um að þeir eigi ekki þar innangengt vegna
eigin verðleika. Aðstandendurnir halda nú
af stað og verða ýmsar hremmingar á vegi
þeirra og ekki verða erindislokin þau sömu
hjá öllum. Textinn byggir yfirleitt á hefð
þjóðsögunnar og annarra „þjóðlegra" bók-
mennta, en af og til er sú heild rofin með nú-
tímalegum innskotum, sem minna á að hér
er verið að leika leikrit, en ekki verið að end-
urskapa fortíðina, en það minnir einnig á
tengsl fortíðar og nútíðar.
Leikstíllinn er einnig þjóðlegur. Tekið er
mið af þrælgamalii og rótgróinni hefð um
hvernig leika eigi alþýðufólk frá fornum tíma
og eins hvernig skuli klæða það, hefð sem lif-
ir góðu lífi, bæði í stóru atvinnuleikhúsunum
og með leikfélögum út um allt land. Þó leik-
máti manna sé oft og einatt ákaflega per-
sónulegur, þá er þessi hefð rammi sem fæstir
fara útfyrir.
Hugleikur er sérstætt blóm í leikhúsflóru
höfuðstaðarins, skemmtilegt og frumiegt
framtak sem er fullrar virðingar vert. Leik-
gleðin og innileikinn er smitandi og þeir sem
hafa gaman af einhverju óvenjulegu og
frumlegu eiga erindi á þessa sýningu.
BOKMENNIIR
Verðskuldar athygli
Jón Þorláksson: RÆDUR OG RITGERDIR.
Gunnar Thoroddsen samdi inngang.
Hannes H. Gissurarson sá um útgáfuna.
Stofnun Jóns Þorlákssonar 1985.
Jón Þorláksson, verkfræðingur og ráð-
herra, var um skeið einn af leiðtogum þessa
lands, bæði í verklegum efnum og stjórnmál-
um. Hann er ekki kunnur sérstaklega fyrir
ritstörf, en þó kemur í ljós, þegar valið hefur
verið úr því sem eftir hann liggur, að það
stendur mætavel undir sér á bók.
Bókin er doðrantur, meginmálið um 620
síður, en þar umfram m.a. inngangur Gunn-
ars Thoroddsen og „Drög að ritaskrá Jóns
ÞorIákssonar“ eftir Hannes Gissurarson.
Þetta ríkulega rými gerir kleift að velja efni
af báðum megin-starfssviðum Jóns: bæði um
stjórnmál, og þá einkum fjármál og peninga-
mál; og hins vegar um verklegar fram-
kvæmdir. Og rýmið leyfir einnig að birt sé
óskert eitt langt rit í hvorum flokki: bókin
Lággengiö, yfir 120 síður hér; og Vatnorka
á íslandi og notkun hennar, 80 síður.
Fyrsta hluta ritsafnsins mynda 14 greinar
Jóns um stjórnmál á líðandi stundu, margar
upphaflega samdar sem ræður, og spanna
tímabilið frá 1907, þegar Jón var heima-
stjórnarmaður og aðdáandi Hannesar Haf-
stein, og til 1935, þegar hann var borgarstjóri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og átti
skammt ólifað.
Jón birtist hér sem skarpskyggn og öflugur
málafylgjumaður, þungur á bárunni, skreytir
ekki ræðu sína með óþarfa, en kemur af-
burðaskýrt orðum að því sem hann vill sagt
hafa. Hér er margt athyglisvert, en ég vek
sérstaklega athygli á grein um þingrofið
1931; hún er rituð af sannfæringarþunga og
birtir mjög athyglisverða hlið á þessu eld-
fima máli.
Næst kemur bókin fyrrnefnda, Lággengiö.
Jón hafði tekið við embætti fjármálaráð-
herra. Gengis- og peningamál voru meðal
brýnustu úrlausnarefna, en aðstæður allar
aðrar en við var miðað í þeirri hagfræði sem
menn höfðu helst kynni af. Jón fann sér þá
skylt að kynna sér hvað hagfræðin hefði nýtt
fram að færa sem íslendingar mættu draga
lærdóma af. Og upp úr þeim athugunum
skrifaði hann bókina, frumlegasta hagfrœöi-
rit íslendings til þess tíma. Jón Þorláksson
var nefnilega ekki maður sem tók verkefni
sín lausatökum.
í næsta hluta ritsafnsins koma styttri rit-
smíðar um fjármál og peningamál. Þrjár
þeirra tengjast að efni til Lággenginu og eru
fróðlegar að lesa í samhengi við það. Hin
fjórða er eiginlega hagsöguleg athugun,
skarplega hugsuð og kannski fimlegast stíl-
aði textinn í öllu ritsafninu; en vísast telst
niðurstaðan úrelt nú vegna breytts mats á
heimildarritum.
Þá kemur lengsti bókarhlutinn, tólf rit-
gerðir undir samheitinu „Verklegar framfar-
ir“. (Raunar fjallar ein þeirra, um virkjun
Sogsins, aðeins um pólitíska eða lagalega
hlið málsins.) Hér eru t.d. greinar sem minna
á brautryðjandahlutverk Jóns í notkun stein-
steypu á íslandi; einnig um vatnsafl og jarð-
varma.
Að lokum myndar fyrrnefnd ritgerð um
„Vatnorku á Islandi" sérstakan bókarhluta.
Hér vekur athygli hve gott vald Jón hefur á
alþýðlegri framsetningu fræðilegra efna; og
hitt ekki síður hve nærgætinn hann reynist
um þær greinar stóriðju sem helst kunni að
nýta íslenska orku.
Inngangur að ritsafninu er, eins og fyrr
segir, eftir Gunnar Thoroddsen. Þar er raunar
tekið upp útvarpserindi sem Gunnar hafði
haldið í minningu Jóns, auðvitað mætavel
samið sem slíkt. En í svona miklu ritsafni og
vönduðu hefði inngangur mátt vera efnis-
meiri (hér er t.d. ekkert um þátttöku Jóns í
verslun og iðnrekstri, og mjög fátt kemst að
um afstöðu hans til einstakra málefna) og
tengdari þeim ritum Jóns sem í bókina eru
valin. Raunar hefði ritstjórinn, Hannes
Gissurarson, verið allvel til þess fallinn að
semja bókinni inngang við hæfi. En þótt svo
yrði ekki, er ærið hans starf að þessu mikla
verki, og virðist það í'megindráttum með
sóma af hendi leyst.
Ritaskrá Jóns, sem Hannes segir sjálfur að
sé ekki tæmandi, er samt mjög þörf; og er
hégómi að finna að því, þótt flaustursmerki
sé, að ekki er alltaf vísað til frumprentunar
þegar grein hefur birst í fleiri blöðum en
einu. Efnisvalið held ég að sé prýðilega
heppnað, þótt ég sé ekki svo kunnugur skrif-
um Jóns að geta fullyrt um það. Þá hefur
Hannes valið heppilegt verklag við búning
textans til prentunar. Þar er nefnilega að
mörgu að hyggja. Ekki aðeins að færa til nú-
tímastafsetningar, heldur t.d. að samræma
skammstafanir, leysa upp úr þeim þegar það
er til skýrleiksauka, en hagga hins vegar
ekki máli höfundar nema, eins og Hannes
segir, „augljósum prentvillum og pennaglöp-
um“.
eftir Helga Skúli Kjartansson
Þótt aðferðin sé rétt og góð, vantar hins
vegar talsvert á nákvæmnina í framkvæmd.
Prentvillur eru of margar. Ekki einfaldar staf-
villur; þær hafa verið vel hreinsaðar. En heil
orð geta verið vitlaus (t.d. „gólfveggir" fyrir
gaflveggir, bls. 437); talnaskrár rangt upp
settar (t.d. bls. 241); prentvillur í tölustöfum;
og á einum stað (bls. 180) hefur heil lína
týnst. Mjög lausleg athugun, einungis á síð-
asta bókarhlutanum, leiddi m.a. í ljós eftir-
taldar villur:
Bls. 559: Misritun í millifyrirsögn, „vatns-
ins“ í stað vatnsafls. Bls. 571: Prentvilla í
talnaskrá: „1116“ í stað 1166. Bls. 575: Dálkar
í talnaskrám standast ekki á. Sama stað:
Gleymist að samræma skammstöfun á milli-
metrum. Bls. 618: Prentvilla í frumútgáfu,
1/8, leiðrétt í 1/2, en á eftir samhenginu að
vera 1/3. Bls. 622: Augljós prentvilla í reikn-
ingsdæmi, vantar eitt núll; en er rétt í frum-
prentun. Bls. 633: Rangt orð, „úr lími“ í stað
úr limi, sem er rétt í frumprentun. Bls. 635:
Röng tala, „12,20“ (sem samhengis vegna
fær ekki staðist) í stað 1,20, sem réttilega
stendur í frumtexta.
Hér hefur sem sagt hvorki verið gætt nógu
vel að samhengi textans né samanburði við
frumútgáfuna.
En ég ítreka það, að annmarkarnir eru
smámunir. Hitt skiptir máli, að hér er stór-
fróðlegt rit út komið, bæði fróðlegt um Jón
Þorláksson sjálfan, sem sannarlega er verð-
ur athygli, og fróðlegt heimildarrit um marga
þá hluti sem Jón tók þátt í. Tímabil Jóns í
stjórnmálasögu landsins verður okkur ljós-
ara að þessari útgáfu fenginni.
24 HELGARPÓSTURINN