Helgarpósturinn - 15.05.1986, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 15.05.1986, Blaðsíða 8
Guðmundur Axelsson, listaverka- sali I Klausturhólum, er langefstur á lista Helgarpóstsins, með tæp- lega 2 milljónir króna á mánuði. HELGARPÓSTURINN BIRTIR LISTA YFIR 30 TEKJUHÆSTU MENN HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS MEÐ 2 MILLJONIR MÁNAÐAR TEKJUR • SA TEKJUHÆSTI VAR MEÐ PRE- FÖLD MÁNAÐAR- LAUN VERKA- MANNS - Á DAG. • DRÝGSTA TEKJU- LINDIN ERU SJÚKLINGARNIR. • FÓGETARNIR MEÐ DRJÚGAR AUKATEKJUR VEGNA HLUT- DEILDAR í NAUÐ- UNGARUPPBOÐUM • AÐEINS TVÆR KONUR KOMAST Á BLAÐ Samkvœmt skattskrá 1985 var tekjuhœsti einstaklingur landsins med 15 milljón króna árstekjur árið 1984. Framreiknað sam- kvœmt framfœrsluvísitölu hefur þessi ein- staklingur haft í mánaðartekjur 1.950.000 krónur eða tœplega 2 milljónir króna. Þessi sami einstaklingur aflaði á hverjum virkum degi tekna sem svarar 90 þúsund krónum eða þrefaldri þeirri upphœð sem Bolvíkingar samþykktu nýlega að œttu að vera lág- marksmánaðarlaun starfsmanna kaup- staðarins. Með öðrum orðum aflaði þessi einstaklingur svipaðra tekna á þremur klukkutímum og opinberir starfsmenn Bol- ungarvíkur á heilum mánuði. Þessi einstakl- ingur er Guðmundur Axelsson, listaverka- sali í Klausturhólum. Rétt er að taka fram, að útreikningur á tekjum er byggður á skattskránni þannig að ekki kemur fram hvort viðkomandi einstakl- ingur eða aðrir á hálaunaskránni skiluðu skattframtölum sínum eður ei. Fyrir skemmstu birti Helgarpósturinn lista yfir eignamestu einstaklinga og hjón höfuð- borgarsvæðisins. í dag birtir Helgarpóstur- inn lista yfir tekjuhæstu einstaklinga sama svæðis (Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnar- nes, Garðabær, Hafnarfjörður og Mosfells- sveit). I skattskrá 1985 koma fram upplýsing- ar um útsvarsgreiðslur, þar sem byggt er á NOKKRIR MEÐ 250-300 ÞÚSUND Á MÁNUÐI Þessir teljast hafa mánaðarlaun á milli 250 — 300 þúsund krónur á mánuði, að minnsta kosti samkvæmt úttekt Helgarpóstsins. Hér má sjá frá vinstri Halldór H. Jónsson, stjórnarformann margra fyrirtækja, Ragnar Halldórsson í iSALog Jóhannes Nordal seðlabankastjóra. Á þessu bili voru þeir einnig Hafskipsforstjórarn- ir Björgólfur Guðmundsson og Ragnar Kjartansson. FÓGETARNIR PÉNA VEL Hér má sjá nokkra fógeta sem eru meðal hæstlaunuöu manna landsins. Til vinstri er Jón Skaftason, borgar- fógeti, sem á lista HP er (fjórtánda sæti með um 435 þúsund á mánuði. I miðið er Einar Ingimundarson, bæjarfógeti í Hafnarfirði, sem er í tuttugasta og áttunda sæti listans með um 335 þúsund á mánuði. Til hægri er síðan bæjarfógetinn á Akureyri, Elías I. Elíasson, sem var í sjötta sæti yfir skatthæstu menn Norð- urlands eystra og telst hafa þénað um 250 þúsund krónur á mánuði. Fógetar og sýslumenn eru vafalaust allvel launaðir sem slíkir, en embættum þeirra fylgir aukabiti, sem er 1% af afgreiddum nauðungaruppboð- um. Og þeim hefur einmitt farið fjölgandi... eftir Friðrik Þór Guðmundsson 8 HELGARPÓSTURINN tekjum árið 1984. Útsvarsprósentan í þess- um sveitarfélögum var 10,0—10,8%. Allar tölur hafa verið framreiknaðar samkvæmt framfærsluvísitölu, sem nú er um 56% hærri en að meðaltali 1984. Tölur yfir mánaðar- tekjur á listanum fela ekki í sér mögulegt launaskrið frá þeim tíma, þannig að viðkom- andi einstaklingar gætu núorðið haft enn hærri tekjur. í sumum tilfellum kunna síðan aðstæður hafa breyst á hinn veginn, að tekj- urnar séu minni nú orðið. Flesta tekjuhæstu einstaklinga landsins er að finna á höfuðborgarsvæðinu, en þó má nefna nokkra menn af landsbyggðinni sem eiga það fyllilega skilið að vera á þessum lista, en eru þar ekki vegna skorts á fullnægj- andi upplýsingum. Má þá t.d. nefna lyfsalana Benedikt Sigurðsson í Keflavík, Odd C. Thorarensen á Akureyri, Vigfús Guðmunds- son á Húsavík og Stefán Sigurkarlsson Akra- nesi, framkvæmdastjórana Braga Einarsson í Eden, Hveragerði, Svein Ingólfsson á Skagaströnd, Kristmann Karlsson í Vest- mannaeyjum, Jón H. Jónsson í Keflavík, Soffanías Cecilsson í Grundarfirði, Erlend Pétursson í Vestmannaeyjum, Jón Þorgríms- son, Húsavík og kaupmennina Guðrúnu Ásmundsdóttur, Akranesi og Heiðar Sigurðsson, Isafirði. List, lyf og tennur Á listanum yfir tekjuhæstu einstaklinga höfuðborgarsvæðisins er að finna marga sömu einstaklinga sem birtust á fyrrnefnd- um lista yfir stóreignafólk svæðisins. Þar var þó ekki að finna áðurnefndan Guðmund Axelsson, sem hér er langefstur. Árstekjur hans hafa verið 1984 sem svarar rúmlega 23 milljónum króna eða tæplega 2 milljónir króna á mánuði. Hann er helmingi hærri en næsti maður á listanum, Þorvaldur Guð- mundsson forstjóri í Síld og fiski, sem efstur var á eignamannalistanum. Þorvaldur hefur halað inn sem svarar 950 þúsund krónum á mánuði. Þorvaldur og Guðmundur hafa vafalaust átt mikil viðskipti, enda Þorvaldur annálaður listaverkasafnari. Þriðji maður á lista Helgarpóstsins er Gunnar B. Jensson, húsasmíðameistari, með 810 þúsund krónur á mánuði, en Gunnar var í öðru sæti yfir stóreignamenn svæðisins. Tekjur Benedikts Sigurðssonar, lyfsala í Keflavík, voru samkvæmt skattskrá svipaðar og tekjur Gunnars. í fjórða sæti listans er annar lyfsali, Birgir Einarsson, með tæplega 800 þúsund krónur á mánuði, en að öðrum ólöstuðum eru lyfsalar almennt tekjuhæsta stétt landsins samkvæmt skattframtölum. Þannig eru á listanum lyfsalarnir Christian Zimsen í 12. sæti, ívar Daníelsson í 15. sæti, Werner Ivan Rassmusson í 17. sæti, Sverrir Magnússon í 16. sæti, Matthías Ingibergsson í 20. sæti, Ingibjörg Böðvarsdóttir í 19. sæti og Kjartan Gunnarsson í 24. sæti. Áður var

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.