Helgarpósturinn - 15.05.1986, Blaðsíða 12
Við bjóðum upp á létta hjólapalla úr áli,
níðsterka og meðfærilega.
Þú rennir þeim í lægstu stöðu um öll dyraop og
hækkar þá síðan með einu handtaki, þrep af
þrepi, í þá hæð sem hentar hverju sinni.
Itilefni hj aðnandi verðbólgu höfum við lækkað £
verðið á Brimrásar-álstigum um 5%. f
L.l.UVl .t./JJ
f U ^ l Ú T
TTiraunir heimamanna til að
bjarga Þörungavinnslunni á
Reykhólum ku vera svolítið hlægi-
legar þótt málið sjálft sé að sjálf-
sögðu háalvarlegt. Þannig sam-
þykktu heimamenn að taka við
rekstrinum og buðu iðnaðarráðu-
neytinu að kaupa fyrirtækið ,,á ekki
neitt". Þá gerðu þeir ráð fyrir, að rík-
ið fengi 50% af nettóhagnaði gegn
ýmiss konar fyrirgreiðslu. í þessu
sambandi er rétt að minna á, að Þör-
ungavinnslan hefur ekki sýnt hagn-
að í mörg ár, bara tap. í „tilboði"
heimamanna er svo gert ráð fyrir
því, að ríkið komi fyrirtækinu til
hjálpar við endurbætur á vatnslögn-
um og þurrkurum verksmiðjunnar.
Segja kunnugir, að þá sé nánast öll
verksmiðjan upptalin. Til viðbótar
þessu vilja heimamenn svo fá fjár-
hagsaðstoð vegna kynningarátaks
erlendis Sagan segir, að Albert
Guðmundsson hafi ekki fallið fyrir
þessu „tilboði". . .
E og Reykvíkingar hafa orð-
ið áþreifanlega varir við á borgin
„okkar" 200 ára afmæli í ár. Hins
vegar virðist það alveg hafa gleymst
í öllum látunum í honum Davíð í
Reykjavík, að þau eru fleirí bæjarfé-
lögin, sem eiga 200 ára afmæli á
þessu herrans ári. Má nefna Akur-
eyri, Eskifjörð, ísafjörð, Grundar-
fjörð og Vestmannaeyjar. Raunar
munu sumir íbúar þessara bæjarfé-
laga ekki hafa minnstu hugmynd
um þessi tímamót, ef marka má sög-
una af bæjarfulltrúanum frá einum
þessara staða, sem ekki hafði hug-
mynd um, að bærinn ætti afmæli.
Aðspurður um hvað stæði til að gera
í tilefni af afmælinu sagði blessaður
bæjarfulltrúinn forviða: Ha, hvaða
G0TTKAST
GEFUR FISK
SltSlKR
afmæli? Þess má geta, að skýringin
á öllum þessum afmælum er sú, að
fyrir einmitt 200 árum var einokun
aflétt á íslandi. . .
D
UfflW' avíð Oddsson borgarstjóri
mætti í vikunni á vinnustaðafund
vestur á Granda, hið nýja frystihús
borgarinnar og fsbjarnarbræðra.
Eins og reglur kveða á um byrjaði
fundurinn þegar fólk settist að
morgunkaffi klukkan 9:40 og átti að
ljúka 10 þegar hringt er til vinnu á
nýjan leik. Eins og víða í frystihús-
um eru sjálfvirkar bjöllur í Grandan-
um sem hringja á mínútunni. Hall-
dór karlinn Asgrímsson mætti á
fund á þessum sama stað síðastlið-
inn föstudag og mátti þá sætta sig
við að fólkið var drifið frá honum í
miðjum klíðum þegar klukkan sló
10. En nú brá öðru vísi við. Slökkt
hafði verið á bjöllunni og Davíð tal-
aði yfir sínu fólki 20 mínútur fram
yfir 10. Þegar fólk fékk þá loks að
fara þá hafði frystihúsið dregið 20
mínútur af bónuskaupi þess. Það
virðist því vera sem Davíð hafi ekki
talað fyrir neinum bónus...
^^^minn líður hratt; í haust verða
liðin hundrað ár frá því að Sigurður
Nordal prófessor og fræðimaður,
fæddist. Hans verður ef að líkum
lætur minnst í ræðu og riti, gamlir
samstarfsmenn hans og aðdáendur
rhunu varla liggja á liði sínu og þá
varla heldur hinn stórlundaði
menntamálaráðherra, Sverrir Her-
mannsson. Sverrir lýsti því yfir á
rithöfundaþingi á dögunum að ráð-
gert væri að stofna svokallaða Nor-
dalsstofnun í tilefni afmælisins, í
senn þjóðlega og alþjóðlega, náttúr-
lega til að standa vörð um land,
tungu og þjóð. Hinsvegar vitum við
ekki enn með hvaða fjármunum slík
stofnun yrði sett á laggirnar eða
hvar, hvort peningarnir verði fengn-
ir frá prívataðilum eða úr þurrausn-
um sjóðum Háskóla Islands. Ein-
um viðmælenda Helgarpóstsins
fannst heldur lítið til þessara orða
ráðherrans koma og benti á að nær
væri að heiðra minningu Nordals
með því að hlúa að Árnastofnun —
fjársveltið þar hefur víst verið slíkt
að það hefur iðulega komið fyrir að
símanum sé lokað á fræðimennina
sem þar sitja yfir skræðum . . .
S .................
opnuð var síðastliðinn föstudag og
stendur til komandi mánudags, hef-
ur gengið framar vonum aðstand-
enda, en það er Nemendafélag
Hótel- og veitingaskóla Islands.
Eftir því sem við heyrum frá aðilum
tengdum svona sýningarhaldi þykir
allt skipulag og uppbygging hjá
nemendunum vera til svo mikillar
fyrirmyndar að öfundar er farið að
gæta hjá Kaupstefnumönnum og
auglýsingastofunum sem eru þeir
aðilar sem mest hafa sinnt þessum
þætti hingað til. Meðal margra ný-
mæla í skipuiagi þessarar sýningar í
Laugardalshöll er að „fína liðinu"
hefur ekki bara verið boðinn ókeyp-
is aðgangur að henni á meðan al-
múginn hefur þurft að borga sig inn,
en venjan hefur verið á þá leið, held-
ur hafa aðstandendur Matarlistar-
innar boðið öllum eldri borgurum á
höfuðborgarsvæðinu á sýninguna,
við góðar undirtektir ...
■ auglýsingaheiminum bíða
menn nú spenntir eftir því hver
verði yfirauglýsingastjóri hjá Ríkis-
útvarpinu. Sá sem hreppir starfið
verður eins konar „kommissar" yfir
auglýsingamálum RÚV og mun
stjórna stefnunni hjá báðum rásun-
um og sjónvarpinu. Um daginn
nefndum við Ólaf Stephensen sem
hugsanlegan kandídat, en nú höfum
við sannfrétt, að hann hafi ekki sótt
um. Tveir menn sóttu um og var
óskað nafnleyndar í báðum tilvik-
um. Fullkomlega óstaðfestar vanga-
veltur segja, að Jóhann Briem hafi
sótt...
12 HELGARPÖSTURINN