Helgarpósturinn - 15.05.1986, Qupperneq 14

Helgarpósturinn - 15.05.1986, Qupperneq 14
——SKOPANAKQNNUN HELGARPQSTSINS—— Hvernig fara kosningarnar í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfiröi og Akureyri? Athyglisveröar niöurstööur í nýrri skoöanakönnun Helgarpóstsins FRAMSÓKN DAUÐ í ÞÉTTBÝLINU Allaballar sœkja í sig veðrid á Akureyri og Kópavogi Kratar styrkja stöðu sína í Kópavogi og Hafnarfirði Klofningsframboð Einars Mathiesens nær ekki manni og Óháðir tapa báðum sínum Sjálfstœðisflokkurinn œgisterkur í Reykjavík Svo lítur út, ad Framsóknarflokkurinn muni þurrkast út í Reykjavik, Kópavogi og Hafn- arfirbi í komandi sveitarstjórnakosningum. I skobanakönnun Helgarpóstsins, sem nábi til þessara þriggja bœjarfélaga auk Akureyrar, tapar flokkurinn öllum sínum bœjarfull- trúum á þessum þéttbýlisstöbum á subvesturhorninu. Samkvœmt könnuninni fœr Fram- sóknarflokkurinn abeins tvo fulltrúa á Akureyri, tapar einum og er íprósentum talib orb- inn minni en Alþýbubandalagib, sem virbist í stórsókn á Akureyri ásamt Alþýbuflokkn- um. Þá bœta A-flokkarnir stöbu stna verulega íKópavogi og Alþýbuflokkurinn íReykjavík og Hafnarfirbi. íReykjavík gnœfir Sjálfstœbisflokkurinn eins og risi yfir abra flokka og bœtir stöbu sína frá síbustu kosningum og t Hafnarfirbi virbist flokkurinn styrkja stöbu sína þrátt fyrir klofningsframbob Einars Mathiesens, sem samkvœmt könnun Helgarpóstsins fœr engan mann kjörinn. Þá verbur listi Ohábra borgara í Hafnarfirbi fyrir áfalli og missir, sam- kvœmt þessari könnun, bába fulltrúa sína. Efvib lítum nánar á einstök bœjarfélög kemur í Ijós, ab samkvœmt niburstöbum skob- anakönnunar okkar vantar Framsókn abeins eitt atkvœbi til vibbótar til ab koma manni ab í Reykjavík, nœst kemur Kvennalisti ogsíban kemur Alþýbubandalag meb möguleika á 3. manni. 1 Kópavogi er mjög mjótt á mununum á milli krata og allaballa og bítast þessir tveir flokkar um 11. manninn. Þannig gœti hvor flokkur sem er fengib 4 fulltrúa og hinn þá þrjá. 1 Hafnarfirbi tapar Framsókn manni og Óhábir tveimur. Þessir þrír fulltrúar rabast á Alþýbuflokk, Kvennalista og Sjálfstœbisflokk. A Akureyri er Sjálfstœbisflokkurinn nœstur því ab ná 5. manninum og þá tœkju þeir þennan fulltrúa af vibbót Alþýbubandalagsins. Samkvœmt niburstöbunum fengi Sjálf- stœbisflokkurinn 12. manninn, 13. sœtib félli Framsókn ískaut og 14. sœtib fœri til krata. Hér birtast niburstöbur könnunarinnar fyrir þau fjögur bœjarfélög, sem könnub voru ásamt ítarlegri greinargerb dr. Braga Jósepssonar, sem unnib hefur allar skobanakann- anir Helgarpóstsins frá upphafi. Á undanförnum árum hefur Helg- arpósturinn látib gera skobana- kannanir um ýmis málefni, sem of- arlega hafa verib á baugi á Islandi. Stjórnmálin og fylgi stjórnmála- flokkanna hafa verib fastur libur í þessum könnunum. Ef litib er til baka abeins síbustu fimm árin er áberandi ab skobana- kannanir Helgarpóstsins hafa alltaf verib fyrstar til ab greina allar meiri- háttar sveiflur á fylgi stjórnmála- flokkanna. Gott dœmi um þetta má taka frá alþingiskosningunum 1983. Þá gerbust stórir vibburbir, sem Helgarpósturinn spábi fyrir um nœrri hálfu ári ábur. í desember byrjun 1982 birti Helg- arpósturinn niðurstöður skoðana- könnunar þar sem „hugsanlegu kvennaframboði" og „hugsanlegu Vilmundarframboði" (þetta var áð- ur en Bandalag jafnaðarmanna var stofnað), var spáð miklu fylgi í Reykjavík. Á forsíðu blaðsins þann dag mátti lesa: „Ný framboð gætu kollvarpað flokkakerfinu." í HP-könnun tveim mánuðum síð- ar (febr. ’83) mátti áfram greina sömu þróun. Þá sagði blaðið á for- síðu: „Sveifla frá miðju — Fylgi Bandalags jafnaðarmanna staðfest — Framsóknarflokkurinn tapar miklu fylgi í Reykjavík og á Reykja- nesi — Álþýðubandalagið sækir í sig veðrið — Álþýðuflokkur enn á blá- þræði — Sterk staða Sjálfstæðis- flokks.” Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar Helgarpóstsins í apríl 1983, eða réttum hálfum mánuði fyrir kosningarnar, áttu Aiþýðu- flokkur, Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokkur að tapa einum manni hver flokkur sem þeir og gerðu. Sjálfstæðisflokkurinn átti skv. þess- ari könnun að halda sínum 5 fulltrú- um, Bandalag jafnaðarmanna að fá tvo og Kvennalistinn einn mann. Þegar niðurstöður þessarar könn- unar voru bornar saman við febrú- ar-könnunina, tveim mánuðum áð- ur, var ljóst að fylgisaukning BJ hafði stöðvast og síðustu tvær vik- urnar var augljóst að Alþýðuflokk- urinn og þó sérstaklega Sjálfstæðis- flokkurinn voru komnir í mikinn vígahug. Þessi þróun var að nokkru leyti staðfest í skoðanakönnun sem DV gerði réttri viku fyrir kosning- arnar. Niðurstaðan varð þvi sú að Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig manni og Bandalag jafnaðarmanna og Kvennalistinn fengu einn mann hvor listi. í febrúar-könnuninni var Alþýðuflokkurinn kominn niður í 6,6% atkvæða. í apríl-könnuninni var hann svo aftur kominn upp í 9,6% og kosningunum hálfum mán- uði síðar fékk hann 10,8% atkvæða. I nútímasamfélagi eru skoðana- kannanir almennt viðurkenndar. Fólk vill fá að vita hvað er að gerast í kring um það, ekki aðeins um áþreifanlegar staðreyndir, heldur vill fólk einnig fá að vita hvað „hin- ir” eru að hugsa. Niðurstöður einstakra skoðana- kannana eru vissulega mikilvægar. Það er hins vegar ekki fyrr en hægt er að bera saman röð einstakra skoðanakannana að hægt er að draga ályktanir um almennar við- horfsbreytingar. Þetta kemur sér- staklega fram einmitt að því er varð- ar afstöðu fólks til stjórnmálaflokka og einstakra frambjóðenda. Ef gerður er samanburður á nið- urstöðum alþingiskosninga og sveit- arstjórnakosninga má greina ákveð- ið munstur. Þetta kemur sérstaklega skýrt fram í Reykjavík, sem jafn- framt því að vera sveitarfélag er einnig afmarkað kjördæmi. Hins vegar má benda á að „óákveðna fylgið" er mun stærri þáttur nú en áður var. Óákveðna fylgið er raun- verulegt. Það er staðreynd sem ekki þýðir að loka augunum fyrir. Með því að bera saman niðurstöður kosninga og skoðanakannana má greina ákveðna fylgni milli þeirra sem taka afstöðu og þeirra sem eru óákveðnir. Þeir óákveðnu, þ.e.a.s. þeir sem endanlega kjósa einhvern flokk, jafnast niður á flokkana í hlut- falli við fjölda þeirra sem táka af- stöðu til þeirra hvers um sig. Þessi meginregla er almennt notuð til grundvallar við útreikninga á styrk- leikahlutfalli stjórnmálaflokka. Að vísu má benda á að tilteknar sveiflur (mikil fylgisaukning eða mikið fylg- istap), í skoðanakönnunum mælast gjarnan stærri en efni standa til. Hins vegar eru þær alltaf vísbend- ing um hreyfingu á „óráðnum kjós- endum". Helgarpósturinn hefur nú, eins og fyrir síðustu sveitarstjórnakosn- ingar, látið gera skoðanakannanir í Reykjavík og nokkrum stærstu kaupstöðunum. Að þessu sinni voru þær gerðar í Kópavogi, Hafnarfirði, á Akureyri og í Reykjavík (10.—11. maí) og þar áður í Hafnarfirði, á Ak- ureyri, í Reykjavík, á Akranesi, ísa- firði, Sauðárkróki, Höfn í Hornafirði og Selfossi (12.—13 apríl). Greint var frá niðurstöðum hinnar fyrri í HP 15. apríl sl. Hér á eftir verður vikið nokkuð að þeirri síðari, sem gerð var um helgina 10,—11. maí sl. Akureyri: í kosningunum 1982 fékk Kvennaframboðið tvo fulltrúa kjörna á Akureyri. í kosningunum eftir tvær vikur býður Kvennafram- boðið ekki fram. Kjörnir verða aftur 11 bæjarfulltrúar og þar af leiðir að tvö auð sæti Kvennaframboðsins auka möguleika hinna flokkanna á að bæta við sig bæjarfulltrúum. Nið- urstöður könnunarinnar um siðustu helgi benda til þess að Alþýðu- bandalagið og Alþýðuflokkurinn stórauki fylgi sitt á Ákureyri. Sama kom reyndar fram í könnuninni sem gerð var fyrir mánuði. Einnig kem- ur fram að Sjálfstæðisflokkurinn stendur mjög vel og ætla má að hann haldi tryggilega sínum 4 bæj- arfulltrúum. Á hinn bóginn er aug- ljóst að Framsókn stendur mjög höllum fæti á Akureyri og gæti vel farið svo að Alþýðubandalagið færi upp fyrir Framsóknarflokkinn í at- kvæðatölu. Þessar niðurstöður eru að vísu mjög frábrugðnar þeim, sem fram komu í skoðanakönnun sem Dagur á Akureyri gerði um svipað leyti og HP gerði fyrri könnunina. Hafnarfjörður: Alls eru 8 framboðslistar í Hafnar- firði. Ef gerður er samanburður á tveim ofangreindum skoðanakönn- unum má draga nokkrar almennar ályktanir. Alþýðuflokkurinn stend- ur mjög vel í Hafnarfirði og er vel hugsanlegt að hann bæti við sig manni og fái þrjá bæjarfulltrúa. Báðar kannanirnar benda til þess að Framsóknarflokkurinn sé í al- geru lágmarki og hafi að því er virð- ist mjög litla möguleika á því að halda þeim eina bæjarfulltrúa, sem hann nú hefur. Eftir að ljóst var um nýtt framboð Hafnarfjörður: Nýr fulltrúi krata yröi Ingvar Viktorsson kennari. Siguröur Bæöi Snorri Jónsson og Andrea Þorvaröarson, 6. Þórðardóttir falla út. maöur á D-lista, er inni sam- kvæmt könnun HR Einar Þ. Mathiesen nær ekki kjöri. Kopavogur: Hulda Rnnboga- dóttir (3. sæti krata er inni sem nýr fulltrúi. Skúli Sigur- grímsson bæjar- fulltrúi dettur út. Guöni Stefánsson er inni sem 4. full- trúi D-lista. Valþór Hlööversson er inni sem 3. full- trúi G-lista. Akureyri: Glsli Bragi Hjartarson, 2. maöur á lista krata, er inni. 3. maöur á lista Framsóknar fellur. Ásgeir Arn- grímsson skipar þaö sæti nú. Heimir Ingimarsson og Sigrún Svein- björnsdóttir, í 2. og 3. sæti G-lista kæmu inn sem hrein viöbót fyrir allaballa. sjálfstæðismanna fóru línurnar mik- ið að skýrast í Hafnarfirði. í apríl- könnuninni nú um sl. helgi mátti hins vegar greina nokkra hreyfingu í Hafnarfirði enda úrtakið mun stærra (249). Margt bendir til þess að Kvennalistinn verði inni með einn mann. Einnig verður ekki ann- að séð en að Alþýðubandalagið sé í allmikilli sókn. Óháðu framboðin (Óháðir borgarar og Frjálst fram- boð) mega hins vegar slá heldur bet- ur í til þess að eiga von í bæjarfull- trúa. Sá möguleiki kemur reyndar vel til greina, enda er hlutfall ó- ákveðinna hærra í Hafnarfirði en í öðrum sveitarfélögum sem skoð- anakannanir HP ná til. Að vísu hef- ur hlutfall óákveðinna minnkað í þessum tveim könnunum, var 51,6 í apríl en er nú 34,5. Síðari könnunin bendir til þess að Sjálfstæðisflokk- urinn standi nokkuð fast fyrir í Hafnarfirði og er jafnvel hugsanlegt að flokkurinn bæti við sig manni. Það er því ljóst að næstu tvær vikur geta ráðið miklu um úrslitin í Hafn- arfirði. Kópavogur: Framsóknarflokkurinn mun trú- lega tapa sínum manni í Kópavogi ef marka má niðurstöður þeirrar könnunar sem gerð var um síðustu helgi (úrtak: 122). Sjálfstæðisflokk- urinn mun e.t.v. halda sínum fimm bæjarfulltrúum. Þó er alveg hugs- anlegt að annar hvor A-flokkanna næli sér í einn bæjarfulltrúa til við- bótar. Reykjavík: Staða Sjálfstæðisflokksins er mjög sterk í Reykjavík. Yfirburðasigur flokksins í höfuðborginni ætti því varla að koma nokkrum á óvart. Tíu borgarfulltrúar af fimmtán er ekki út í bláinn. Hvort þeir verða 10, 9 eða jafnvel 11 mun ráðast af nýtingu atkvæða (þ.e. hlutfall atkvæða sem nýtist einstökum flokkum). Ef gerður er samanburður á tveim síðustu skoðanakönnunum má ætla að Kvennalistinn fái einn mann kjörinn. Margt bendir til að upp- gangur þessa framboðs hafi stöðv- ast um sinn. Hins vegar verður ekki annað séð en að Alþýðubandalagið sé í miklum vígaham. Og sama má einnig segja um Alþýðuflokkinn, sem hefur aukið verulega fylgi sitt í Reykjavík síðasta mánuðinn, þ.e. milli þeirra tveggja skoðanakann- ana sem hér hefur verið rætt um. í báðum skoðanakönnunum er Flokkur mannsins í algeru lág- marki. Ætla má að hann fái í mesta lagi 1—2% atkvæða í Reykjavík og svipað því á öðrum stöðum þar sem hann býður fram. Bragi Jósepsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.