Helgarpósturinn - 15.05.1986, Qupperneq 27
ÍEÉins og við höfum greint frá
áður hér í blaðinu á tímaritið Hús &
híbýli von á samkeppnisaðila frá og
með sumrinu. Þar er á ferðinni blað
að nafni Búið betur (Bo bedre!) sem
Guðmundur Karlsson fyrrverandi
framkvæmdastjóri Tímans mun
standa fyrir, auk Birnu Sigurðar-
dóttur auglýsingastjóra í fjórtán ár,
hjá Hús & híbýli um skeið. Þau Guð-
mundur og Birna réðu svo til sín rit-
stjóra að blaðinu um síðustu helgi.
Og hann verður Anna Kristine
Magnúsdóttir, sem undanfarin
átta ár hefur unnið fyrir Frjálst
framtak og var þar áður á Vik-
unni. Þess má reyndar geta í fram-
hjáhlaupi að Anna Kristine er 25.
sem yfirgefur fyrir-
tækið á einu ári, eins og öruggar
heimildir greina frá! Búið betur
mun eiga að koma út mánaðarlega,
frá og með júníbyrjun og vera 64 síð-
ur hverju sinni í dagblaðsformi,
prentað á dagblaðspappír. Helming-
ur blaðsins verður auglýsingar en
textinn snýst að líkindum um heim-
ilishald í víðtækustu mynd. Þessu
blaði verður dreift ókeypis í 48 þús-
und eintökum, eftir því sem við höf-
um frétt. . .
u
tgáfufelag Þjóðviljans var
mikið í fréttum á sínum tíma vegna
þess að þar hefðu sumir atkvæðis-
rétt en ekki aðrir. Með því tryggðu
sumir sér meirihluta sem annars
hefði legið annarstaðar. Nú mun
nýtt vandamál vera í uppsiglingu á
þeim bæ. Afráðið var fyrir nokkuð
löngu að halda aðalfund 3. júní. Sú
dagsetning var valin vegna sveitar-
stjórnakosninganna. Það væri ekki
gott ef úlfúð innan Þjóðviljans
skemmdi fyrir alþýðubandalags-
mönnum í kosningunum. Þannig
háttar til í útgáfufélaginu að til að
hafa atkvæðisrétt þurfa menn að
hafa verið í félaginu í einn mánuð,
sá frestur rann því út 3. maí s.l.
Hljótt hafði verið um að aðalfundur
yrði haldinn 3. júní en einhver sagði
Æskulýðsfylkingunni frá þessu.
Hún kvaddi fólk á vettvang og mest
öll fylkingin gekk í útgáfufélagið á
síðasta degi 2. maí, núverandi meiri-
hlutamönnum til mikillar hrellingar
en þeir gátu ekkert að gert...
16. maí
17. maí
19. maí
23. maí
24. maí
Tittn
ISLENSKA OPERAN
__iiiii
Brimrás spyr:
BRIMRÁS SF
Hvert er þitt álit á
inni-vinnupöllunum
frá Brimrás?
Egill Ásgrúnssons, pípulagninga-
meistari: Þeir eru handhægir,
léttir og renna auðveldlega um
dyraop. Það er hægt að koma
þeim að alls staðar.
Eyjólfur Matthíasson, múrara-
meistari: Þeir eru þægilegir,
skapa góða og örugga vinnuað-
stöðu sem skilar sér í auknum
afköstum.
Ævar Már Finnsson, múrari:
Mjög þægilegir og liprir. Það er
auðvelt fyrir einn mann að
hækka þá og lækka með einu
handtaki.
Ágúst Sigmundsson: Meðfæri-
legir og léttir.
Þröstur Bjamason: Léttir og
sterkir . . . stórsniðugir.
Settu þig í samband við
okkur og kynntu þér
möguleika vinnupaUanna
frá Brimrás.
Jón Þór Ásgrímsson, pípulagn-
ingameistarí: Mér þykja þeir létt-,
ir og meðfærilegir.
Kaplahrauni 7
Hafnarfíröi
Sími 651960
HELGARPÓSTURINN 27