Helgarpósturinn - 15.05.1986, Page 26
DJASSLIFIÐ I REYKJAVIK BLOMSTRAR ÞRATT FYRIR ALLT
DJASS6EG6JARAR OG
BRENNIVÍNSBERSERKIR
DJASSINN AÐ MESTU ORÐINN BROTTRÆKUR AF PÖBBUNUM
Kristján Magnússon
og félagar á fullu I
Djúpinu.
Það hefur gengið áýmsu í djasslífi
Reykjautkur. Þegar pöbbarnir komu
tilsögunnar uar boðuð betri tíð með
blóm í haga — þeir kepptust hver
um annan þveran að bjóða uppá
djass og stundum var djassað á
þremur til fjórum stöðum á fimmtu-
dagskvöldum. Þetta kunni ekki
góðri lukku að stýra og svo var
maðkur í mysunni — það fór illa
saman að hlusta á djass og drekka
ómœlt brennivín. Ekki að þaö sé
nokkuð slœmt í sjálfu sér að drekka
brennivtn og hlusta á djass — heldur
hitt að flestir sem á pöbbana komu
voru fyrst og fremst í brennivínshug-
leiðingum. Hljóðfœraleikarar voru
beðnir um að lœkka í hljóðfœrun-
um eöa spila eitthvað sem hœgt
vœri að syngja. Það sem brennivíns-
berserkirnir vildu var undirleikur
við eigin skemmtiatriði. Þeir sem
komu til að hlusta urðu grútspœldir
yfir skvaldrinu t salnum. St'ðan tók
yfir allan þjófabálk þegar eigendur
pöbbs nokkurs töldu að vínsala
vœri mun minni vœri djass leikinn.
Þarmeð var draumurinn búinn og
síöan hafa pöbbarnir að mestu ver-
ið djasslausir.
Hvað ber að gera?
Þrátt fyrir illa reynslu af pöbbun-
um sannaðist hið fornkveðna; að
fátt er svo með öllu illt að ekki boði
nokkuð gott. Hljóðfæraleikararnir
höfðu nokkra vinnu af að leika djass
og þeir sem áhugann höfðu komust
á bragðið. Guð hjálpar þeim sem
hjálpa sér sjálfir og nú er nokkur
hreyfing meðal djassleikara ís-
lenskra að stofna Jazzklúbb. Klúbb
þarsem boðið er uppá djass og
hljóðfæraleikarar skipta með sér
inngangseyri — spila á dyrnar
einsog sagt er. Þetta er trúlega besta
leiðin til eflingar innlendu djasslífi.
Því án þess að spila fyrir fólk er
þroskabrautin torsótt og jafnvel
ófær.
Staðirnir
Um þessar mundir má segja að
fjórir djassstaðir séu helstir í borg-
inni. Djúpið, þarsem tónlistar-
mennirnir leika á dyrnar og fá allan
ágóðann í sinn hlut, en Jakob veit-
ingamaður sér um söluna; Kjallari
Hlaðvarpans að Vesturgötu 3, þar-
sem tónlistarmenn og stúlkurnar í
Djúsbarnum hafa haft samvinnu
um djassuppákomur; Hrafninn, sem
er pöbb. Þar hefur verið boðið uppá
djass á fimmtudagskvöldum. Hljóð-
færaleikararnir hafa fengið kaup og
leikið í kjallarasal, en þeir er hafa
viljað sinna drykkju eingöngu geta
stundað iðju sína á efri hæðinni.
Þetta hefur þann kost að hvorugir
trufla aðra einsog var á miðbæjar-
pöbbunum. Hrafninn er í Skipholti
og ekki víst að margir hafi áttað sig
á djasskvöldunum þar, en tilraunin
er mjög virðingarverð og öllum að-
standendum til sóma. Tilraunir hafa
verið gerðar með eftirmiðdagsdjass
á Hótel Borg og hafa hljóðfæraleik-
arar og húsið skipt með sér að-
gangseyri. Einnig má geta þess að
hljómsveit Björns Thoroddsens lék
nýlega á Roxy — hvert sem fram-
haldið verður.
Björn Thoroddsen
Hljómsveit Björns Thoroddsens
er kvartett þarsem hljómsveitar-
stjórinn leikur á gítar, Þórir Baldurs-
son á hljómborð, Jóhann Ásmunds-
son á rafbassa og Steingrímur Óli á
trommur. Þeir héldu sína fyrstu tón-
léika á Borginni 3. maí og stefna á
djassfestívalið í Kongsberg í sumar.
Það þarf engum að koma á óvart er
þekkir eitthvað til piltanna að tón-
list þeirra er í bræðingsstíl — enda
þeir rafvæddir mjög. A þessum tón-
leikum voru öll verkin eftir Björn
utan eitt sem Þórir Baldursson hafði
samið. Margt var þarna vel gert og
það er alltaf gaman að heyra í nýrri
íslenskri djasssveit sem hefur lagt
tíma og vinnu í að æfa. Flest verk-
anna voru af fyrri skífum Björns ss.
Djúpið, Draumur og Heitur ís af
fyrstu skífu hans: Svif og Aðeins fyr-
ir gítarleikara, Fræðilegur mögu-
leiki og Litla lína af nýju skífunni
hans. Það var gaman að heyra þá
Litlu án söngvara og fór betur á í
bræðingnum að gítarleikarinn léki
línuna sjálfur. Hljómsveitin var best
þegar hin rokkaða sveifla réði ríkj-
um og svo er samban alltaf Birni
kær — afturá móti ættu þeir að
sleppa hinni klassísku djasssveiflu,
þar hafa þeir ekki erindi sem erfiði.
Djassblúsarnir tveir voru ansi
lausir í reipunum og stirðir.
Jazz og djús
Kjallarabandið og stelpurnar á
Djúsbarnum hafa þrisvar staðið fyr-
ir léttri sveiflu í Hlaðvarpakjallar-
anum. Það er nú staður sem lítur út
einsog ekta djassklúbbur. Hlaðnir
steinveggir og bjálkar í lofti og lýs-
ing dauf. Upphækkanir eru þó í
sainum þó lágt sé til lofts og ef gerð-
ar væru nokkrar breytingar væri
þetta einn ákjósanlegasti staðurinn
í bænum fyrir ekta djassklúbb. Höf-
uðpaur Kjallarabandsins er Friðrik
Karlsson, gítarleikari Mezzoforte.
Ari Haraldsson blæs í tenorsaxafón
og yngissveinar úr FÍH-skólanum á
rafbassa og trommur. Ekki var nú
sveiflan leikandi en tónn Ara hefur
batnað til mikilla muna frá því hann
blés með Jazzgaukunum. Friðrik er
að sjálfsögðu í sérflokki og þarf eng-
an að undra. Hann kafar æ dýpra í
djassstandardana og uppbygging
sólóa hans er oft firnagóð. Oft segir
hann okkur meirað segja sögu.
Þetta kvöld kom Abdu í heimsókn
með trommurnar sínar og færðist
þá nýtt líf í sömburnar.
Á eitt atriði langar mig að minn-
ast. Björn Thoroddsen kynnti öll sín
lög og náði þannig góðu sambandi
við hlustendur, enda drengurinn
ágætlega máli farinn. Þetta hefði
Friðrik einnig mátt gera. Allir vita
hversu létt hann fer með að kynna
hið ástsæla tónskáld Eyþór Gunn-
arsson. Það er hin ágætasta til-
breytni milli tuttugu mínútna ópus-
anna að heyra nokkur töluð orð.
Marga langar líka til að vita eitthvað
um þá sem spila og lögin sem spiluð
eru. Æ fleiri djassmenn taka nú upp
þessa fornu venju og er það vel.
Feðgarnir
Á uppstigningardag léku þeir
feðgar Guðmundur Steingrímsson
og Steingrímur Guðmundsson
ásamt Birni Thoroddsen, Rúnari
Georgssyni og Bjarna Sveinbjörns-
syni á Hótel Borg. Það var byrjað á
djammi og mikið var það þreytt. Að
byrja að djamma klukkan fimm er
eitt af því vonlausasta sem um getur,
enda var enginn sannfæringarkraft-
ur í spilinu, hvað þá lífsgleði eða hiti.
Djammið á heima að afloknum vel-
heppnuðum tónleikum þegar kom-
ið er yfir miðnætti. Ekki meir um
það.
Steingrímur Guðmundsson hefur
dvalið langdvölum erlendis og upp
kom hann til að leika verk er hann
hefur samið fyrir tvö trommusett
fyrir sjónvarpið. Áður en það var
leikið lék hann ópus sinn: The day
before, á töblu og með honum Björn
Thoroddsen á gítar. Þetta er snotur
laglína, en þeir félagar höfðu greini-
lega ekki haft tíma til æfinga. Það
höfðu feðgarnir afturá móti og var
mikil skemmtun að hlusta á þá
tromma verk Steingríms og hlakka
ég mikið til að heyra það í sjónvarpi,
sem vonandi verður bráðlega.
Landsbyggðin
Hér hefur verið stiklað á stóru um
djasslífið í Reykjavík — en Island er
meira en höfuðborgin. Jazzklúbbar
eru nú starfandi víða um land ss.
Akureyri, Höfn í Hornafirði, Húsa-
vík, Sauðárkróki og Siglufirði. I
Vestmannaeyjum hefur Pálmi Lór-
ens staðið fyrir djassuppákomum í
Gestgjafanum og á ísafirði og í Bol-
ungarvík og jafnvel víðar hefur ver-
ið djassað. Hvað verður í sumar skal
ekki spáð í, en Akureyringar hafa
boðið uppá erlendan djass í vetur:
Paul Weeden, Eddie Harris tríóið og
Dirty Dozen Brass Band og Horn-
firðingar þá tvo fyrstnefndu. Þetta
er ótrúlegt á svo litlum stöðum því
svona hljómsveitir spila ekki ókeyp-
is.
Það er uppsveifla í djassinum hér-
lendis; aðsókn góð að tónleikum og
ekki að efa að möguleiki væri fyrir
sveit á borð við tríó Eddie Harris að
fara hringinn. Og það sem er meira
um vert: víða á landsbyggðinni eru
hinir ágætustu djassleikarar sem
þyrfti að virkja.
Sigurður Flosason,
Tómas R. Einarsson,
Björn Thoroddsen og
sveifla.
26 HELGARPÓSTURINN
leftir Vernharð Linnet myndir Jim Smartl