Helgarpósturinn - 15.05.1986, Blaðsíða 32
um úr herbúðum Arnárflugs, eru
þær, að ástandið sé heldur betur
svartara en menn ætluðu. Þannig
segir sagan, að tapið á rekstri fyrir-
tækisins það sem af er þessu ári
nemi hvorki meira né minna en 80
milljónum króna. Og var þá varla á
bætandi tapið í fyrra, sem var hátt í
70 milljónir. Samfara þessari frétt
heyrum við, að áhugi þeirra manna
og fyrirtækja, sem ætluðu að setja
peninga í félagið, sé farinn að dofna
verulega og hreint ekki séð hvort
nokkuð verði af þátttpku þeirra
19—20 aðilja, sem ætluðu að reyna
að reisa fyrirtækið úr öskustónni.
Eins og menn rekur minni til þurfti
að afla 96 milljóna króna til þess að
tryggja ríkisábyrgð. Hlutafjárloforð-
in, að settum tilteknum skilyrðum,
hljóðuöu upp á nákvæmlega 80
milljónir, sem þýðir að sá peningur
væri uppétinn með tapi fyrstu mán-
aða þessa árs. Annars var hluthafa-
fundur s.l. mánudag og var sam-
þykkt þar að færa hluti niður í 10%
af nafnverði. Fátt hefur heyrst af
fundinum annars enda gangur mála
stirður. Viðmælandi HP sagði, að
málefnum Arnarflugs mætti á
margan hátt líkja við Hafskips-
ævintýrið. . .
u
■ Heldur fór Davíð Oddsson
illa að ráði sínu á miðvikudaginn.
Þann dag bauð hann vistmönnum
vistheimila borgarinnar í kaffisam-
sæti og skiptir þessi hópur Reykvík-
inga (atkvæða) hundruðum. Hins
vegar gerði Davíð þá reginskyssu
sem stjórnmálamaður, að hann
gleymdi að bjóða vistmönnum á
EUiheimilinu Grund, sem eru ein-
hvers staðar í kringum 300 talsins.
Sjálfir vistmennirnir héldu hins veg-
ar, að þeim væri boðið og var gamla
fólkið búið að klæða sig upp á og
beið strætisvagna, sem auglýst
hafði verið að myndu sækja þá. En
þeir komu hvergi. Og nú segja
menn, að atkvæðum íhaldsins á
Grund hafi fækkað svo um mun-
ar. . .
iTmaritsfrétt. Á næstunni mun
vera væntanlegt á markaðinn nýtt
tímarit (enn eitt), sem á að heita
Viðskipti. Að Viðskiptum standa
Sighvatur Blöndal og Jón Gunn-
arsson sem er samstarfsmaður Sig-
hvats blaðafulltrúa hjá Arnarflugi.
Ætlunin mun vera sú, að keppa við
Frjálsa verslun, sem Frjálst fram-
tak gefur út, og Viðskipta- og
tölvublaðið, sem Fjölnir gefur út.
Eftir því, sem við vitum best ætla
þeir félagar að halda áfram að starfa
hjá Arnarflugi. . .
|k|
■ ý tegund viðtala hefur
skotið upp kollinum í íslenskri fjöl-
miðlun. Hingað til höfum við séð
„einlæg" viðtöl, „opinská", „ítar-
leg“, „hispurslaus" o.s.frv., o.s.frv. í
kratablaðinu í vikunni, þar sem fjall-
að er um borgarmál, dúkkar svo
upp þetta allra nýjasta. Það er viðtal
við Bryndísi Schram, sem þeir á
Alþýðublaðinu kalla „baráttuvið-
tal", hvað svo sem það þýðir.. .
32 HELGARPÓSTURINN
V,
ið vorum svolítið að skopast
að Rithöfundasambandinu hér á
dögunum; ástæðan var sú að okkur
þótti sýnt að tveir úrvalshöfundar
hefðu fengið inngöngu í samtökin —
Kristín Gestsdóttir, matarskríb-
ent Morgunblaðsins og höfundur
ritverkanna „220 ljúffengir lamba-
kjötsréttir" og „220 gómsætir sjáv-
arréttir", og vísnakarl úr Bíldudal,
Ólafur Gíslason að nafni, höfund-
ur tveggja vísnagátubóka sem báð-
ar bera heitið „Kveiktu á perunni".
Hið sanna er nú komið fram í þessu
máli; vissulega mælti inntökunefnd
Rithöfundasambandsins með því að
þau tvö fengju inngöngu í þennan
ágæta félagsskap, en það dugði ekki
til — bæði voru þau kolfelld þegar til
atkvæðagreiðslu kom á aðalfund-
inum sem haldinn var um síðustu
helgi. Þau eru sumsé ekki meðlimir
í Rithöfundasambandinu og fá þess
vegna ekki ókeypis í leikhús. Reynd-
ar mun Thor Vilhjálmsson hafa
sagt um inngöngubeiðni Kristínar,
sem nú reyndi að komast inn í ann-
að sinn, að flestar bækur rithöfunda
dygði að lesa til að komast að gildi
þeirra — Kristín þyrfti hinsvegar að
elda ofan í þingið til að umsókn
hennar fengi réttláta umfjöllun. ..
Annars mun rithöfundaþingið hafa
farið fram í friðsemd og eindrægni,
sem þykja nokkur viðbrigði frá því
sem var lenska á slíkum samkomum
áður fyrr. . .
||
H Hótel Valhöll á Þingvöllum
er nú búið að opna, en í sumar mun
Ferðaskrifstofa ríkisins sjá um
rekstur þess. Jón Ragnarsson, eig-
andi Regnbogans með meiru, og
systkini hans eiga Hótel Valhöll. Mun
Jón hafa komið að máli við forráða-
menn ferðaskrifstofunnar og boðist
til að leigja þeim hótelið, en það ku
vera fremur „vandrekið", sam-
kvæmt upplýsingum frá þeim sem
til þekkja. Það er Auður Ingólfsdótt-
ir, þrautreynd Edduhótelstýra og
fyrrum rekstrarstjóri Félagsstofn-
unar stúdenta, sem tekist hefur
þetta vandasama verk á hendur. Jón
Ragnarsson mun hins vegar hafa
nægum hnöppum að hneppa, því
hann er m.a. að byggja nýtt hótel í
Reykjavík. . .
l dag, fimmtudag, kom út „borg-
arblað" Alþýðublaðsins, sem er í
sjálfu sér ekki í frásögu færandi.
Hins vegar setti hlátur að ýmsum,
þegar þeir börðu augum flennistóra
fimmdálka ljósmynd undir fyrir-
sögninni „Frá vinnustaðafundum".
Myndin stóra var nefnilega tekin á
flokksþingi krata árið 1984...
Varahlutir
í litla bíla og stóra
Ef HÁBERG á hlutinn
þá er veröið hagstœtt!
HABER G F
SKEIFUNNI5A, SÍMI: 91 -8 47 88
Steypuverksmidjan ÓS
framleiðir mikið úrval af
steyptum hellum og steinum
sem fegra og bæta umhverfi
þitt. Viðurkennd framleiðsla á
lágu verði.
BYKO
SÖLUAÐILI: \JLS
SKEMMUVEGI 2, KÓPAVQGI
OG DALSHRAUNI 15, HAFNARFIRÐI
STEYPUSTÖÐ. AFGREIÐSLA SUÐURHRAUNI 2 -210 GARÐABÆ
SÍMAR 6 51445. OG 6 51444
wm€
4*€'í