Helgarpósturinn - 15.05.1986, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 15.05.1986, Blaðsíða 4
INNLEND YFIRSÝN Fyrirtæki á borð við ISAL, Sölumiðstöðina og öll tryggingafélögin hafa brugðist vel við fyrirspurnum Þotuflugs- manna um hugsanleg viðskipti. Nýjasta flugfélagið Fyrirtækið Þotuflug hf. var stofnað fyrir fá- um vikum af sex aðilum. Fyrsti farkostur fé- lagsins kom til landsins í vikunni, tíu sæta þota af Cessna-gerð. Markmið firmans er að eigin sögn að þjóna vaxandi þörf þeirra sem vilja nota tíma sinn í erindagjörðum erlendis tii fulls og spara sér óþarfa biðtíma og gist- ingar. Það ætlar að sinna þörfum einstakl- inga, fyrirtækja, félaga og opinberra aðila á þessu sviði milliríkjasamgangna. Hlutaféð í Þotuflugi nemur um 14 milljón- um króna eða sem svarar fyrstu útborgun í vélinni, en öll kostar hún 60 milljónir. Það skiptist nokkuð jafnt á milli hluthafanna sex, en þeir eru Finnbogi Kjeld, forstjóri Víkur- skipa, Stefán Sœmundsson, fyrrverandi flug- stjóri hjá Flugfélagi íslands og síðar tölvuinn- flytjandi, Valdimar J. Magnússon, sem áður stýrði Hagtryggingu, Elisíer Jónsson eigandi Flugstöðvarinnar á Reykjavíkurflugvelli, Flugstöðin sjálf, sem útvegar flugrekstrar- leyfið og Eyjólfur Hauksson, sem flogið hefur fyrir Cargolux á undanförnum árum. Þetta eru all fjársterkir aðilar. Samt sem áður fengu þeir enga bankafyrirgreiðslu hér heima vegna kaupa á þotunni. Lánin voru því fengin frá Luxemborg, alls að upphæð 1200 þúsund dollurum, með ábyrgð í eigin eignum hér heima. Það voru Finnbogi og Stefán sem upphaflega fengu hugmyndina að þessum rekstri, en Finnboga hefur oft- sinnis blöskrað hvað hann hefur þurft að kosta miklu til, þegar hann hefur verið að skipta um áhafnir á skipum sínum í fjarlæg- um höfnum. Stefán er hinsvegar peninga- maðurinn á bak við hugmyndina. Hann hef- ur um nokkurt skeið rekið tölvufyrirtækið Hauka ásamt föður sínum, Sæmundi Stefáns- syni, þeim sama og á Hrísey í Eyjafirði og aðrar stóreignir. Framkvæmdastjóri Þotuflugs er Valdimar J. Magnússon, sem fyrr er nefndur. Að hans sögn hefur svo mikill tími farið í frágang kaupsamningsins og öflun fjárins hingað til, að lítill sem enginn tími hefur gefist til kynn- ingar á félaginu. Tilfinningin fyrir því hvern- ig þetta komi til með að ganga, sé ekki enn fyrir hendi. Hann segist hinsvegar ekki neita því að þeir Þotuflugsmenn hafi haft sam- band við ýmsa aðila um hugsanleg viðskipti. Svörin hafi verið jákvæð. Aðrar heimildir HP segja þetta vera félög á borð við ÍSAL, SH og öll tryggingafélögin. Menn af flugrekstrarsviðinu eru almennt mjög efins um að þetta fyrirtæki eigi bjarta framtíð fyrir höndum. Hitt eru þeir sammála um að sjálfsagt sé að gefa Þotuflugi sjens, til- koma svona félags sé mjög eðlileg, en . . . „þar sem þetta hefur gengið vel, eins og til dæmis vestan hafs, er bara um allt aðrar pen- ingastærðir að ræða hjá þeim sem helst þurfa að nota sér svona þjónustu," segir mað- ur kunnur flugmálum. Annarstaðar frá heyr- ir HP: „Við minnumst þess þegar Rollsarnir komu til landsins fyrir fáum árum. Þá þorði enginn að nota af ótta við að vera brigslað um flottræfilshátt. Þó svo að þotuflugið gæti verið hagkvæmt í fáeinum tilvikum, held ég að þetta sjónarmið verði svolítið ríkj- andi . . .“ Það eru tekin dæmi sem þetta: „Þeir ætla að selja flugtímann á 50 þúsund kall (52 þús- und er það rétta, innskot blm.) og í því fram- haldi skulum við gefa okkur sex tíma flug, segjum Reykjavík—Amsterdam—Reykjavík. Það eru maximum átta manns með vélinni sem gerir 37.500 á mann plús uppihald ef dvalið er lengur en daginn. Þetta er ekki ódýrara en hjá flugfélögunum sem fyrir eru. En þarna er forsendan líka sú að sætanýting- in sé algjör. Verðið hækkar að sama skapi og farþegum fækkar um borð. Og það þarf eng- inn að segja mér að Þotuflugsmenn pikki upp af götunni átta íslenska bissnessmenn sem eiga leið á sama stað á sama tíma til að vera þar jafn lengi." Þetta er að sönnu Akkilesarhæll Þotuflugs- manna. Þeir vita af honum. Þeir benda hins- vegar á að kostir síns flugs nýtist ekki best á áætlunarleiðunum. Og taka dæmi. Algengt sé að menn skreppi á sýningar í Dússeldorf í Þýskalandi. Með Flugleiðum eða Arnarflugi taki ferð þangað fram og til baka ekki undir fjórum og allt að sex dögum alls; fyrst til Köb- en eða Amsterdam og svo þaðan á áfanga- stað með lest, bíl eða flugi — og svo aftur til baka. Með þotunni taki þetta í mesta lagi tvisvar sinnum hálfan dag eða svo. „Ég hef reiknaö það út,“ segir Valdimar J. Magnús- son, „að menn spara lágmark tíu þúsund við hvern dag sem ferðin hjá þeim styttist. Allt eftir Sigmund Erni Rúnarsson að þrír dagar í dæminu hér á undan gera því 30 þúsund krónur í sparnað. Hluti hans fer í aukinn kostnað sem fylgir þægindum þotu- flugsins okkar, en það er ekki mikið. Hag- kvæmnin er augljós. Sölumómentið hjá okkur er einmitt tíma- faktorinn," heldur Valdimar áfram með slangri. „Við erum hérna að bera saman strætisvagn og leigubíl. Þotuflugið er í einu og öllu sniðið að hentugleika viðskiptavinar- ins.“ Hann segir að þeir ætli að sjá til eftir ár, hvernig gengið hafi, og ákveða framhaldið í ljósi þess. Þeir gera sér vonir um 600 flug- tíma á ári eða sem nemur 80 utanlandsferð- um og þar með hámark 800 farþega. Þeir byrja reksturinn á núlli, þar eð útborgunin í vélina nam hlutafénu, búnir að ráða til sín fjórar áhafnir til skiptanna, alls átta manns, auk flugvirkja og fólks á skrifstofuna. Að margra mati felst ekki mikil áhætta í þessum rekstri Þotuflugsmanna. Rennileg þota þeirra, sem er af gerðinni Cessna Cita- tion II, þykir frábær í endursölu um þessar mundir. Þetta eintak kemur frá San Fran- sisco á vesturströnd Bandaríkjanna, lítið not- að og ákaflega vel með farið. Sá vitnisburður ásamt því að verð þessara véla er á uppleið ef eitthvað er, gerir það að verkum að Þotu- flugsmenn fá alltaf andvirði vélarinnar og ef til vill gott betur, ef illa fer: „Ég veit vel að þetta er mikil áhætta," segir Valdimar í lokin. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því, sem að þessu stöndum. En við erum líka menn sem leita ekki til hins opinbera ef í nauð- irnar rekur. Ef einhver tapar á þessu, þá verður það enginn annar en við sjálfir ...“ Flugfélagsmaður klykkir svo út með þessu: „Bissnessmenn hafa hingað til kvartað yfir háum flugfargjöldum milli landa, en verið sáttir við ferðatíðnina. Ef þetta þotuflug gengur upp með um og yfir hálfa sætanýt- ingu eru þeir betur settir en þeir þykjast vera." Brundtland reynir að venja mið- flokkana undan Hægri flokknum ERLEND YFIRSYN í annað skipti á fimm árum hafa Gro Har- lem Brundtland og Káre Willoch skipst á völdum í Noregi. Eftir næstsíðustu Stórþings- kosningar varð Brundtland, þá nýbakaður foringi Verkamannaflokksins, að láta forsæt- isráðherraembættið af hendi við Willoch. Undir forustu hans hafði Hægri flokknum tekist að ná því marki, að slaga upp í Verka- mannaflokkinn að fylgi og ná þingmeiri- hluta ásamt bandamönnum sínum í hópi miðflokkanna. Eftir kosningaósigurinn 1981 voru þær raddir háværar, sem spáðu Brundtland lítilli framtíð í norskum stjórnmálum. Því var haldið fram að máttarvöld flokksins hefðu aldrei ætlað sér að tjalda nema til einnar nætur með því að hefja hana til flokksfor- ustu, henni væri ætlað að taka á sig fyrirsjá- anlegar hrakfarir og víkja svo fyrir einhverj- um meiri bóg. Hafi svo verið hugsað í forustu Verka- mannaflokksins í þá daga, er allt annað upp á teningnum nú. Brundtland sýndi á fyrsta flokksþinginu sem hún undirbjó, að hún er einmitt foringinn sem Verkamannaflokkur- inn þarfnast til að sameina ólík sjónarmið innan hans í utanríkismálum, kjaramálum og byggðamálum. í kosningunum í septem- ber í fyrra sýndi svo Gro Harlem Brundtland af hverri gráðu stjórnmálamanna hún er með því að gersigra Káre Willoch á enda- sprettinum. Hefðu ekki komið til kosninga- bandalög stjórnarflokkanna, væri Verka- mannaflokksstjórn með ríflegan méirihluta á Stórþinginu. Hægri flokkurinn tapaði verulega og stjórnarflokkarnir gengu á ný til stjórnar- samstarfs af megnri ólund. Annað ráðuneyti Willochs átti meirihluta sinn á þingi undir stuðningi tveggja þingmanna Framfara- flokksins, sem Carl nokkur Hagen hefur ver- ið að fást við að koma á laggirnar hægra megin við Hægri flokkinn. í síðustu kosning- um fækkaði þingmönnum Framfaraflokks- ins um helming niður í tvo. Hagen hafði heitið því fyrir kosningar, að fella ekki stjórn borgaraflokkanna, yrði það til að koma Verkamannaflokknum til valda. Willoch tók hann á orðinu og lét stjórn sína haga sér á þingi eins og Framfaraflokkurinn væri ekki til. Endurnýjaður vöxtur fylgis Hægri flokksins er undir því kominn að losna við keppinautinn til hægri, og eftir kosningaúrslitin í fyrra hékk þingseta Fram- faraflokksins á hálmstrái. Hagen sá brátt að svona mátti ekki til ganga, og við fjárlagaafgreiðslu í vetur setti hann ríkisstjórninni kosti. Kom þá upp á- greiningur innan stjórnarinnar. Miðflokkur og Kristilegi þjóðarflokkurinn vildu með engu móti eiga formlegar viðræður við Hag- en, af ótta við að samneyti við hann gæfi Verkamannaflokknum tækifæri til að reyta af þeim fylgi vinstra megin. Éftir þetta stímabrak var ekki nema tíma- spursmál, hvenær ríkisstjórn Káre Willoch legði upp laupana. Það gerðist um síðustu mánaðamót, og enn sýndi fráfarandi forsæt- isráðherra pólitíska bragðvísi sína. Willoch kom því svo fyrir, að Framfaraflokkurinn ber pólitíska ábyrgð á að Verkamannaflokks- stjórn tekur við af borgaralegri stjórn, og Brundtland þarf að taka við stjórnartaumum og erfiðleikum sem ábyrgðinni fylgja fyrr en hún hefði helst kosið. Þrátt fyrir boðskap um aðhald og fyrirheit um gætilega fjármálastjórn, blasir við að þensla hefur verið óhófleg í norsku hagkerfi undir stjórn Presthus fjármálaráðherra. Þar að auki reyndist hann seinn og hikandi að bregðast við afleiðingum af verðhruni á hrá- olíu, bæði í peningamálum og ríkisfjármál- um. Við bætist að verkfall stöðvaði olíu- vinnslu á borpöllunum í Norðursjó vikum saman og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði urðu á mun hærri nótum en stjórnin taldi rök fyrir. Verkbann atvinnurek- enda rann út í sandinn, þegar við blasti klofningur í Vinnuveitendasambandinu. Eftir þessa atburði kom stjórnin loks með tillögur sínar um aðhaldsráðstafanir. Til að mæta að nokkru brottfalli ríkistekna af olíu- vinnslu, var gert ráð fyrir hækkun bensín- skatts. Hann vildi Framfaraflokkurinn með engu móti fallast á. Verkamannaflokkurinn gat stutt slíka tekjuöflun, ef fylgdi skatta- hækkun af hátekjum. Við því sagði Willoch þvert nei og lét stjórn sína falla. Brundtland hefði komið betur að stjórnin tórði fram á haustið, og liðaðist sundur við fjárlagagerðina. Nú fær stjórn hennar sjálfr- ar að fást við þann vanda. Málgögn Hægri flokksins draga ekki dul á, að í þeim herbúð- um er gert ráð fyrir að minnihlutastjórn Verkamannaflokksins reynist ofviða að koma fjárlögum gegnum Stórþingið, Brundt- land verði að segja af sér eftir misseri og þá eftir Magnús Torfa Ólafsson fái borgaraflokkarnir nýtt tækifæri. Stjórn- skipun er svo háttað í Noregi, að þing má ekki rjúfa, það verður að sitja kjörtímabilið út. Fyrsta meiriháttar ráðstöfun stjórnar Verkamannaflokksins ber vott um að nýi for- sætisráðherrann hyggur á lengri stjórnar- setu en til haustsins. Brundtland afréð að fella gengi norsku krónunnar _um tólf af hundraði, en tíma tekur að jákvæður árang- ur af slíkri aðgerð skili sér, ef hann verður þá nokkur. Þar á ofan boðar Berge fjármálaráð- herra strangar aðhaldsaðgerðir með veru- legri tekjuöflun til að rétta við hag ríkissjóðs. Af stefnuyfirlýsingu Brundtland er Ijóst, að forusta Verkamannaflokksins hyggst keppa af fullri hörku við Hægri flokkinn um hylli miðflokkanna. Þeir hafa báðir, en sér í lagi Miðflokkurinn, látið í ljós að vel komi til greina frekari skattheimta en fráfarandi for- sætisráðherra tók í mál, sér í lagi verði það til þess að verkefni í byggðamálum fái ríf- legri úrlausn en áður. Sömuleiðis er stefnan í olíumálum líkleg til að geta laðað miðflokkana til að gefa stjórn Verkamannaflokksins lengri setugrið en Willoch reiknaði með að hún fengi, þegar hann lét sína eigin stjórn steyta á skeri. Hægri menn hafa stöðugt haldið aftur af til- hneigingu Kristensens, olíumálaráðherra í fráfarandi stjórn, að taka upp samráð ef ekki samvinnu við OPEC, samtök olíufram- leiðsluríkja. í stefnuræðu sinni lýsti Brundtland yfir vilja til fullrar þátttöku Noregs, verði ríkin í OPEC ásátt um sanngjarnar ráðstafanir til að halda olíuverði stöðugu. Skammt er að bíða að fimm olíumálaráðherrar OPEC-ríkja heimsæki Oslo í ferðalagi sem beinist að því að fá ríki utan samtakanna til að taka þátt í takmörkun framleiðslu til að halda olíuverði uppi. Undirtektir talsmanna miðflokkanna á Stórþinginu undir stefnuræðu Brundtland voru á þann veg, að nýi forsætisráðherrann má vel við una. Ljóst er að hún ætlar sér ekki að víkja á ný fyrir merkisbera Hægri flokks- ins fyrr en í fulla hnefana. 4 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.