Helgarpósturinn - 15.05.1986, Side 5

Helgarpósturinn - 15.05.1986, Side 5
II m þessar mundir hafa orðið kaupfélagsstjóraskipti í Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis — KRON. Þessi skipti munu ekki hafa gengið hávaðalaust fyrir sig. Hefur Helgarpósturinn þannig fregnað að fráfarandi kaupfélagsstjóri, Ing- ólfur Ólafsson, muni í „sárabæt- ur“ halda fullum launum næstu sjö árin .. . | síðasta blaði sögðum við frá því, að Herdís Þorgeirsdóttir rit- stjóri Heimsmyndar hefði hafnað grein frá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni um Jóhannes Nordal seðlabankastjóra, þar sem greinin hefði verið of jákvæð. Aðrir segja, að greinin hafi einfaldlega ekki verið nógu góð. Það breytir hins vegar ekki því, að í Sunnudags- mogga birtist þessi grein eftir Hann- es Hólmstein og gantast menn nú með það, að Mogginn sé orðinn eins konar „ruslakista" fyrir Heims- mynd. . . | fréttum hefur verið skýrt frá því, að búið sé að selja Sjallann. Svo er ekki og mun skýringin eink- um vera skortur á tryggingum frá þeim kjúklingasölumönnum á Ak- ureyri. Nýjasta nýtt í málinu er í fyrsta lagi, að stefnt sé að hlutafjár- aukningu í Akri hf. sem rekur Sjall- ann og félagið haldi áfram rekstr- inum og í öðru lagi, að í þessari viku hefjist viðræður á milli Sjallamanna og þeirra Stefáns Gunnlaugs- sonar og Hallgríms Arasonar í Bautanum um rekstur á eldhúsi Sjallans. Að öðru leyti munu þeir á Bautanum ekki vera spenntir fyrir Sjallanum vegna skuldahalans. Það síðasta, sem við fréttum var, að eig- endur Sjallans hefðu boðist til að skrifa hluti sína í fyrirtækinu nánast niður í núll. . . s ^^^jallinn er ekki eini veitinga- staðurinn á Akureyri, sem er til sölu. H-100 er einnig á lausu og mun að- alástæðan vera sú, að annar eigand- inn, Rúnar Gunnarsson, hyggst flytja til Reykjavíkur. Baldur Ellertsson mun verða áfram fyrir norðan. Stóra spurningin er að sjálf- sögðu sú, hvort nokkur vilji kaupa. . . FREE STYLE FORMSKl M lO.real SKÚMihárid! Já — nýja lagningarskúmið /rá L'ORÉAL! og hárgreiðslan verður leikur einn. Lífsglaða Hamboig I HAMBORG ERU 9 YRRBYGGÐAR GÖNGUGÖTUR RAR SEM HVER VERSLUNIN ER VIÐ AÐRA Á sumrin flyst lífið í Hamborg út á götur, torg og garða. Borgin græna býður upp á svo ótrúlegt úrval alþjóðlegra skemmtana og listviðburða að það hálfa væri nóg. Mest fer þetta fram undir berum himni, hvort sem um er að ræða rokk-konserta, sinfóníu- hljómleika, ballett eða tívolí. Og það segir sitt um sumar- veðráttuna. Hamborg ómar af hlátri, söng og dansi. Dag eftir dag, nótt eftir nótt. Hér á eftir fer lítið brot af því sem boðið er upp á í sumar. Cats Fyrsta uppsetningin á hin- um fræga söngleik Cats, í Þýskalandi, fer á Qalirnar 18. apríl í Óperettuhúsinu í Hamborg. Afmæli hafnarinnar Höfnin í Hamborg verður 797 ára á þessu ári. Afmæli hennar er árlegur stórvið- burður í borginni. Þá er skotið uþþ flugeldum og ýmsar skemmtanir haldnar. (7.-11. maí.) Útítónleikar Fjölmargar hljóm sveitir koma fram á röð tónleika sem haldnir verða í útileik- húsi, í skemmtigarði skammt frá Saarlandsstrasse. (9. maí - 29. júní og 9. ágúst - 12. september.) Flughátíð Fúhlsbúttel, alþjóðaflug- völlurinn í Hamborg, verður 75 ára þann 8. júní. Flug- áhugamenn munu finna þar ýmislegt við sitt hæfi í Qöl- breyttri dagskrá og sýning- um. Kvikmyndir Kvikmyndaunnendur og framleiðendur hittast í Ham- burg Filmhaus til að taka þátt í evrópskri kvikmyndahátíð þeirra sem framleiða ódýrar kvikmyndir. (12.-15. júní.) Beethoven Níunda sinfónía Beet- hovens verður flutt á úti- hljómleikum á ráðhústorginu 21. júní. Aðgangur ókeypis. Rithöfundar Þing alþjóðasamtaka rit- höfunda (PEN) verður í Ham- borg 22.-27. júní. Efni þings- ins verður hvernig samtíma- sagan endurspeglast í al- þjóða bókmenntum. Frægir höfundar víðs vegar að úr heiminum lesa upp og taka þátt í umræðum. Sinfónían Dagana 10.-17. og 31. júl í og 8. ágúst verður haldin röð sinfóníuhljómleika undir ber- um himni, á ráðhústorginu. Sumarleikhús Alþjóðleg hátíð leikhóþa í Kamþnagelfabrik. Leikhóp- arnir koma frá Japan, Banda- ríkjunum og Evrópu og þeir flytja ein áttatíu verk. (1 l.júlí til 8. ágúst.) Myndlistarkonur í Hamburg Kunsthalle verður Qallað um hlut kvenna í myndlist, allt frá dögum frönsku byltingarinnar. (11. júlí til 14. sept.) Verslunarhátíð Það eru níu yfirbyggðar verslunargötur í Hamborg. Þær halda sína sérstöku hátíð í sumar og kalla til alls konar listafólk og matreiðslumeist- ara. (9.-10. ágúst.) Ballett Hamborgarballettinn held- ur sex útisýningar á ráðhús- torginu, dagana 15. til 21. ágúst. Allt á floti Fjögurra daga útihátíð verður við innra Alstervatn dagana 28.-31. ágúst. Það verður mikið um dýrðir; alls konar vatnasport, tívolí og leikir. Útihátíð fyrir alla fjöl- skylduna í fögru umhverfi. Kvennahátíð Listakonur frá fimm heims- álfum sýna margvísleg lista- verk. (23. ágúst til 15. sept- ember.) Rússasilfur Þessi Qársjóður fer ekki oft að heiman. En 11. september til 15. nóvember verður hægt að dást að silfurmunum frá rússneska keisaratímanum í Museum fúr Kunst und Gew- erbe. ARNARFLUG Lágmúta 7 stmi84477 HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.