Helgarpósturinn - 15.05.1986, Blaðsíða 9
minnst á nokkra tekjuháa lyfsala á lands-
byggðinni.
Tannlækningar gefa einnig vel af sér.
Ólafur Björgúlfsson og Ragnar Traustason
eru efstir tannlækna á listanum með rúm-
lega 600 þúsund krónur á mánuði, Guðrún
Ólafsdóttir er í 21. sæti með um 380 þúsund
krónur á mánuði, svipað og Helgi Einarsson
tannlæknir í Garðabæ. Þórdur Eydal Magn-
ússon er síðan ekki langt undan, í 27. sæti
með um 340 þúsund á mánuði.
Fimmti maðurinn á lista Helgarpóstsins er
Herluf Clausen forstjóri, með um 760 þúsund
krónur á mánuði. Herluf er umsvifamikill at-
hafnamaður og e.t.v. um of, því honum hefur
verið birt ákæra fyrir Sakadómi Reykjavíkur
í okurmálinu svokallaða.
í sjötta sæti kemur loks fulltrúi sjávarút-
vegsins, Pétur Stefánsson skipstjóri, með um
670 þúsund krónur á mánuði. í 29. sæti er að
finna annan skipstjóra, Bjarna Gunnarsson,
með um 325 þúsund á mánuði, rúmlega
helmingi minna en Pétur.
í sjöunda sæti er veitingamaðurinn lands-
kunni Sigmar í Sigtúni Pétursson, með um
650 þúsund krónur á mánuði. Sigmar var á
stóreignamannalista Helgarpóstsins í 10.
sæti, sagður með skuldlausar eignir upp á
58,9 milljónir króna. Það leiðréttist hér með
að eiginkona Sigmars, Þórdís Richardsdóttir,
slapp framhjá vökulum augum Helgarpósts-
ins. Skuldlausar eignir þeirra hjóna nema því
samtals um 118 milljónum króna og hækka
þau þá úr 10. sæti upp í 3. sæti yfir stóreigna-
fólk höfuðborgarsvæðisins. Sjálf er Þórdís
síðan alltekjuhá 1984, eða með sem svarar
322 þúsund krónum á mánuði. Samanlagðar
tekjur Sigmars og Þórdísar hafa því verið um
970 þúsund krónur á mánuði 1984 á núvirði.
Hundraðshluti undan
hamrinum
Jón Skaftason, borgarfógeti, er hæstur
opinberra starfsmanna samkvæmt úttekt
Helgarpóstsins. Vegna tekna 1984 greiddi
hann í útsvar árið eftir 360 þúsund krónur,
sem bendir til 5,2 milljón króna árstekna á
núvirði eða um 435 þúsund krónur á mán-
uði. Jón er sjálfsagt allvel launaður sem
fógeti, en reikna má með því að drjúgur hluti
tekna hans stafi af 1% hlutdeild hans í öllum
afgreiddum nauðungaruppboðum í Reykja-
vík. Einar Ingimundarson, bæjarfógeti í
NOKKRIR HINNA HÆSTLAUNUÐU
i I -AlL-J Jg : gpt?:
Þorvaldur Guðmunds- son í Síld og fiski er I öðru sæti á lista Helgar- póstsins með tæplega milljón á mánuði. Hann var í efsta sæti á lista Helgarpóstsins yfir stór- eignamenn höfuðborg- arsvæðisins. Sigmar Rétursson veit- ingamaður er í sjöunda sæti hálaunalistans með 650 þúsund á mánuði — en eiginkona hans er einnig tekjuhá og til samans höfðu þau tæpa milljón á mánuði. Þau eru í þriðja sæti á stór- Valdimar Jóhannesson, bókaútgefandi í Iðunni er í níunda sæti listans með um 620 þúsund á mánuði. Ólafur Stephensen aug- lýsingamaður er í ellefta sætinu með um 580 þúsund á mánuði. Hann var einnig á lista Helgar- póstsins yfir stóreigna- fólk höfuðborgar- svæðisins.
eignamannalistanum.
30 TEKJUHÆSTU EINSTAKLING-
ARNIR í STÓR-REYKJAVÍK
1. Guðmundur Axelsson, listaverkasali, Reykjauík...................... 1.950.000
2. Þorvaldur Gudmundsson, forstjóri, Reykjavík....................... 950.000
3. Gunnar B. Jensson, húsasmídameistari, Reykjavík................... 810.000
4. Birgir Einarsson, lyfsali, Reykjavík.............................. 790.000
5. Herluf Clausen, forstjóri, Reykjavtk ............................. 760.000
6. Pélur Stefánssan, skipstjóri, Kópavogi............................ 670.000
7. Sigmar Pétursson, veitingamaður, Reykjavík........................ 650.000
8. Ólafur Björgúlfsson, tannlœknir, Seltjarnarnesi................... 620.000
9. Valdimar Jóhannsson, bókaútgefandi, Reykjavík..................... 620.000
10. Ragnar Traustason, tannlœknir, Seltjarnarnesi.................... 610.000
11. Ólafur Stephensen, framkvcemdastjóri, Garðabœ.................... 580.000
12. Christian Zimsen, lyfsali, Reykjavík............................. 530.000
13. Kristinn Sveinsson, byggingameistari, Kópavogi................... 475.000
14. Jón Skaftason, borgarfógeti, Kópavogi............................ 435.000
15. fvar Daníelsson, lyfsali, Reykjavík.............................. 410.000
16. Sverrir Magnússon, lyfsali, Garðabce............................. 405.000
17. Werner I. Rassmusson, lyfsali, Kópavogi.......................... 395.000
18. Hörður A. Gunnarsson, Hafnarfirði................................ 395.000
19. Ingibjörg Böðvarsdóttir, lyfsali, Hafnarfirði.................... 390.000
20. Matthías lngibergsson, lyfsali, Kópavogi.’....................... 390.000
21. Guðrún Ólafsdóttir, tannlœknir, Reykjavík........................ 380.000
22. Helgi Einarsson, tannlœknir, Garðabœ............................. 380.000
23. Einar Birnir, forstjóri, Reykjavík............................... 365.000
24. Kjartan Gunnarsson, lyfsali, Reykjavík........................... 360.000
25. Sigurður lngimundarson, Reykjavík................................ 355.000
26. Helgi Vilhjálmsson, framkvœmdastjóri, Hafnarfirði................ 345.000
27. Þórður Eydal Magnússon, tannlœknir, Reykjavík.................... 340.000
28. Einar lngimundarson, bœjarfógeti, Hafnarfirði.................... 335.000
29. Bjarni Gunnarsson, skipstjóri, Reykjavík......................... 325.000
30. Pétur Nikulásson, forstjóri, Reykjavík........................... 325.000
Hafnarfirði er annar opinber starfsmaður á
listanum, með um 335 þúsund krónur á mán-
uði og er svipaða sögu að segja af honum og
af Jóni hvað nauðungaruppboðin varðar.
Það var einmitt 1984 sem flóðalda nauðung-
aruppboða hófst, en henni hefur ekki linnt
síðan.
Neðsti maður á lista Helgarpóstsins er
Pétur Nikulásson heildsali með um 325 þús-
und krónur á mánuði. Ýmsir þjóðkunnir ein-
staklingar komust ekki á lista þennan en
voru ekki langt undan. Má t.d. nefna með
yfir 300 þúsund á mánuði þá Ragnar Tómas-
son, héraðsdómslögmann og Agnar
Kristjánsson, forstjóra. Dæmi um einstakl-
inga með á milli 250 og 300 þúsund krónur
á mánuði eru eftirfarandi einstaklingar:
Halldór H. Jónsson, stjórnarformaður fjölda
fyrirtækja, Ragnar S. Halldórsson í ISAL,
Björgólfur Guðmundsson og Ragnar
Kjartansson, fyrrv. forstjórar Hafskips, Thor
O. Thors forstjóri og Jóhannes Nordal seðla-
bankastjóri. Skammt undan eru síðan þeir
Víglundur Þorsteinsson, Davíð Scheving
Thorsteinsson, Ebeneser Ásgeirsson, Geir
Hallgrímsson, Hjalti Pálsson, Erlendur
Einarsson, Jón Ingvarsson, Indriði Púlsson,
Ottarr Möller og Pálmi Jónsson í Hagkaup-
um, allir með um eða yfir 200 þúsund á mán-
uði. Til samanburðar má síðan geta þeirra
Steingríms Hermannssonar forsætisráð-
herra, með 124 þúsund krónur á mánuði sam-
kvæmt skattframtaii og Þorsteins Pálssonar
fjármálaráðherra (þá ekki ráðherra) með 69
þúsund á mánuði!
Loks má geta þess, að samkvæmt riti
Framkvæmdastofnunar ríkisins sálugu um
vinnumarkaðinn 1984 voru meðallaun á árs-
verk á öllu landinu það árið 339 þúsund
krónur eða um 530 þúsund krónur á núvirði
hjá öllum vinnandi landsmönnum. Með öðr-
um orðum var meðaltal allra starfandi lands-
manna það árið sem svarar um 44 þúsund
krónum á mánuði. Hæstu meðaltekjur töld-
ust sérfræðingar og stjórnendur í fiskveiðum
hafa eða um 111 þúsund krónur á mánuði, en
meðallaun ófagiærðs verkafólks (að sjó-
mönnum frátöldum) töldust vera um 38 þús-
und krónur á mánuði.
Af þessum lista að dæma virðist það því
gefa einna best í aðra hönd að selja sjúkling-
um lyf og gera við tennur þeirra, að byggja
yfir fólk og selja því málverk og að vera
fógeti á þessum verstu tímum nauðungar-
uppboða!
MYNDBOND
Þessar frábæru myndir eru nú komnar á
myndbandaleigur um allt land. Allar þess-
ar myndir eru með íslenskum texta. Látið
ykkurekki leiðast um hvítasunnuhelgina.
Horfið á góða mynd frá CBS/FOX.
X
O
Z
x).....Laiaiigi:iilill„.m:,il|„ij:i,lil........... *—
Hún er kennari, hann er nemandinn hennar. Á
kvöldin starfar hann sem nektardansari. Þegar hún
sér þennan myndarlega nemanda sinn fækka föt-
um í nektarklúbbnum blossar ástríöan í brjósti
hennar og saman njóta þau forboðinnar ástar.
Aðalhlutverk Leslie Ann Warren (Victor/Victoria),
og Christopher Atkins (Blue Lagoon).
CO
Q_
3
z
LLI
>
UJ
c/>
UJ
X
Ein besta sakamálamynd sem gerö hefur veriö. Roy
Scheider (Jaws, Blue Thunder) leikur leynilög-
reglumann í New York sem svífst einskis til að kló-
festa harösvíraða glæpamenn. Ævintýralegur bíla-
eltingaleikur og hörkuspennandi söguþráöur held-
ur þér við efnið allan tímann.
ISLENSKUR
TEXTI
hf
starring
ROY SCHEiDER
LO BIANCO
CBS/IOX VIDEO
Stórkostlega áhrifarík og spennandi mynd, sem
fjallar um hvarf ungs drengs í New York. Móðirin
berst þrotlausri baráttu við að leita að drengnum
þrátt fyrir að allir aörir þ.á m. lögreglan hafi gefiö
upp alla von um að hann finnist á lífi.
Sönn saga um magnaða dulræna ofbeldis- og kyn-
ferðislega atburði sem áttu sér stað árið 1976 í Kali-
forníu. Ótrúlega spennandi, áhrifamikil og góð
mynd sem engan lætur ósnortinn.
STEINAR H.F. NYBÝLAVEGI 4 KÓPAVOGI SÍMAR 91-45800 OG 91-46680
HELGARPÓSTURINN 9