Helgarpósturinn - 15.05.1986, Blaðsíða 16
Herdís Þorgeirsdóttir
ritstjóri Heimsmyndar
í HP-viðtali
leftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Jim Smarti
Eins og ábyggilega ófáir íslendingar kynntumst við Herdís Þorgeirsdóttir
í háloftunum um borð í grárri, fjögurra hreyfla P-3C Orion kafbátaleitar-
flugvél á leiðinni milli Keflavíkur og Brussel. Frammi í stjórnklefa við lend-
ingu komst ég að raun um að þessi32 ára gamla kjarnakona sem á tveimur
árum hefur rifið upp af miklum skörungsskap tvö vönduð tímarit, fyrst
Mannlífog síðan Heimsmynd, er mjög flughrædd. Ég reyndi auðvitað mitt
besta til að draga úr flughrœðslunni með galgopaskap og handakreisting-
um í þeim mœli að alvöruþrungnir flugmenn bandaríska hersins máttu
sussa á þessa að því er virtist ábyrgðarlausu blaðamenn á leið sinni til að
gaumgœfa höfuðstöðvar NATO í Brussel og síðan tísku og menningarlíf í
París.
Eftir farsœla lendingu lögðum við Herdís drög að þessu viðtali á gamalli
krá í miðborg Brussel innan um strengjabrúður í glerbúrum og hœgláta
Belga sem upp til hópa eru langleitir og mjóleitir, hökulitlir en nefstórir,
Ijóseygðir og þunnhærðir, og grannvaxnir að frátalinni lítilli, vel afmark-
aðri bjórbumbu. Aftur á mótihefði engum sem séð hefðiHerdísi sitja þarna
kneifandi dökkt öl með smávindil í hendi dottið í hug að hún vœri afbelg-
ísku þjóðerni: há og spengileg (áreiðanlega myndu ýmsir karlmenn segja
íturvaxin), ögn búlduleit, með þykkt, jarpt hár og dökkbrún geislandi
augu. Og munninn fyrir neðan nefið: biður mig að hlífa sér við spurningum
á borð við hvort karlmenn eigi undir högg að sœkja í kvenfélagsstiganum
eða hvort hún hafi yndi af útsaumi; hún þekki mín vinnubrögð...
Nokkrum vikum síðar þegar Herdís hefur ný-
lokið við að koma út öðru tölublaði Heims-
myndar hefst hið eiginlega blaðaviðtal á ópi.
Þegar ég hef styrkt lærvöðvana og lungu með
klifri upp á fjórðu hæð í Hamarshúsinu þar sem
Herdís býr eru dyrnar í hálfa gátt og innan úr
íbúðinni berst hljóð úr rafmagnstæki. Ég ber
árangurslaust að dyrum, geng að því búnu inn,
og á hljóðið sem leiðir mig að baðherberginu
þar sem ritstjórinn stendur og blæs á sér hárið
með rafmagnsþurrku og bregður að vonum.
Ekki orð um það meir!
VIL BYGGJA UPP
MILLILIflALAUST
Þegar við höfum hreiðrað um okkur í stofunni
með útsýni yfir höfnina og slippinn sýnir Herdís
mér nýja blaðið stolt á svip. Ég get ekki annað
en brosað út í annað þegar ég kem að greininni
Eltingarleikur í hafdjúpunum eftir Þóri Guð-
mundsson en hún hefst svo: „Inni í grámálaðri
fjögurra hreyfla P-3C kafbátaleitarvél...“
Eins og marga rekur áreiðanlega minni til
sagði Herdís í janúar síðastliðnum upp starf i sínu
hjá Fjölni sem ritstjóri Mannlífs og stofnaði sitt
eigið blað, Heimsmynd, sem hún er aðaleigandi
að. Því spyr ég hana fyrst um ástæðu þess að hún
réðst út í þetta fyrirtæki, og hvort það stafi að
einhverju leyti af því að hún eigi erfitt fneð að
láta aðra segja sér fyrir verkum eða vinna með
öðrum.
„Ég veit ekki til að það hafi verið neitt vanda-
mál fyrir aðra að vinna með mér, en aftur á móti
þarf töffara til að standa í svona nokkru,“ svarar
Herdís eldsnöggt. Heldur svo áfram á rólegri
nótum: „En þegar maður gengur í gegnum erf-
iðleikatímabil, eins og við gerðum vissulega að
mörgu leyti meðan við vorum að koma Heims-
mynd á fót, sér maður hverjir eru færir að standa
í þessu í raun og veru. Og á blaðinu hjá mér er
nú valin manneskja í hverju rúmi.
Hvers vegna ég stofnaði Heimsmynd? Þú
kannast sjálfsagt við það sjálf að ýmsir ann-
markar geta fylgt því að vinna hjá öðrum, sér-
staklega þegar þú berð sjálf ábyrgð á öllu sem
þú gerir. Ef maður veldur verkefninu, hvers
vegna skyldi maður þá hafa einhverja milliliði?
Eg tók Mannlíf að mér fyrir Fjölni og byggði
það algjörlega upp sjálf. En ég gerði ekki ævi-
samning við fyrirtækið. Því var ofur eðlilegt að
ég færi þaðan eftir að ég hafði öðlast reynslu og
byggði upp mitt eigið tímarit, Heimsmynd, milli-
liðalaust. Og nú vinn ég með fámennum, sam-
hentum hópi sem hefur mikla trú á að við höfum
gert gott tímarit. Þetta er alveg ótrúlega
skemmtilegt! Og nú er maður ekki lengur uppi
í Artúnsbrekku heldur í miðbænum þar sem allt
iðar af lífi.“
— Hvaö finnst þér ad þú hafir haft nýtt fram
ad fœra á íslenskum tímaritamarkadi?
„Nýlega hitti ég listmálara á götu og hann
sagði við mig: „Þakka þér fyrir að hafa betrum-
bætt íslenskan tímaritamarkað." Áður en Mann-
líf og síðar Heimsmynd komu til sögunnar var
hér lítil tímaritamenning, en nú fer samkeppnin
vaxandi og því er vonandi að gæðin aukist.
Ef við hugsum okkur fjölmiðla sem tengilið
milli umheims og einstaklings þá er blaða-
mannastéttin einhver mikilvægasta stétt í land-
inu og hefur mikla ábyrgð. Þar höfum við að
vísu átt ýmsa mæta menn, en það er ekki nóg.
Ég held að blaðamönnum hætti um of til að van-
meta lesendur. Þó að við teljum okkur bókaþjóð
og gortum af langri skólagöngu, þá höfum við
ekki haft nógu vönduð blöð miðað við stór, er-
lend blöð og úrvalstímarit sem hafa á að skipa
úrvalsfagfólki á ólíkum sviðum."
Og áfram talar Herdís af ákefð og festu eins og
hún sé að flytja framboðsræðu fyrir fullu Há-
skólabíói: „Hér á íslandi hafa annars vegar verið
dagblöð bundin á flokksklafa, sem flytja okkur
fréttir af innlendum og erlendum vettvangi, oft
á tíðum stórlega litaðar. Hins vegar höfum við
haft tímarit sem ég vil kalla kerlingatímarit. En
ég vil undirstrika að ég er ekki að gera lítið úr
þeim fjölmiðlum sem hér eru — þeir eru að
minnsta kosti nógu margir. En magn er ekki
sama og gæði," segir Herdís.
ÍSLENSK TÍMARIT
STUNDUM Á
PLEBBAPLANI
„Og varðandi nýjungar í tímaritaútgáfu þá
held ég að sem stjórnmálafræðingur hafi ég til-
hneigingu til að líta hlutlægt á málin. Ég legg
bæði mikið upp úr viðtölum og síðan leyfi ég
fólki að gera úttektir út frá ólíkum sjónarhorn-
um, og við það næst ákveðið jafnvægi. Ég vel þó
greinarhöfunda fyrst og fremst út frá hæfni en
ekki stjórnmálaskoðunum. Ég hef lagt áherslu á
vandaðar úttektir, hvort sem um er að ræða
tísku, stjórnmál, menningu eða viðtöl."
— Hverju finnst þér helst ábótavant í íslenskri
bladamennsku?
„Enn vantar mikið upp á fagmennskuna. Á
dagblöðunum eru alltof margir nýstúdentar. Þar
fyrir utan er efni blaða og tímarita alltof auglýs-
ingatengt. Maður rekst t.d. á viðtal við mann
sem flytur inn ilmvatn og síðan er ilmvatnsaug-
lýsing frá honum á síðunni á móti. Slíkt er ekki
blaðamennska heldur auglýsingastarfsemi. Ég
veit að lesendur sjá í gegnum þetta. Auglýsing er
auglýsing og á heima í góðu tímariti. Hún er
ekki tekin alvarlega nema tímaritið sé tekið al-
varlega. Hvað þetta varðar hafa íslensk tímarit
á stundum verið á plebbaplani.
I kjölfar þess að ég byrjaði með Mannlífá sín-
um tíma var Sigurður Valgeirsson ráðinn á Vik-
una og reif hana upp í svipuðum dúr. Síðan bætt-
ist Þjóðlíf við. Hinir og þessir eru farnir að gefa
út tímarit, menntamenn og aðrir sem fram að
því höfðu ekki „lagt sig niður við“ slíkt, að vísu
með misjöfnum árangri. Tímaritin voru lengst af
fyrst og fremst ljósmynda- og kvennablöð. Póli-
tísk umræða eða greinargóðar úttektir á félags-
legum fyrirbærum, stefnum og straumum í
þjóðfélaginu, hafa ekki verið fyrir hendi. En
slíkt er bráðnauðsynlegt vegna þess að dagblöð-
in hafa lítinn tíma til að sinna slíku. Tímarit eiga
aðallega að vera vettvangur greina sem mikil
vinna er lögð í en það er langt því frá að þau séu
það öll, þrátt fyrir fjölgunina.“
Þegar hér er komið sögu er ég við það að fá
skrifkrampa þó að Herdís hafi haft orð á því
hversu róandi það sé að sjá mig skrifa fremur en
að nota segulband. Ég hef líka gert nokkrar
heiðarlegar tilraunir til að munda spurningar
með vörunum en er greinilega ekki nógu snögg
upp á lagið. Er farin að hafa verulegar áhyggjur
af því að ekkert komist að hjá Herdísi annað en
blaðamennska og útgáfustarfsemi. Og spyr
hana í eitt skipti fyrir öll um áhuga hennar á
blaðamennsku.
„Blaðamennska er baktería þótt ég hafi síður
en svo ætlað að leggja hana fyrir mig. Eftir stúd-
entspróf var ég einn vetur í Frakklandi við sál-
fræðinám, annan vetur í London í blaðamanna-
skóla. Síðan vann ég í tvö ár á Morgunbladinu
sem var mjög skemmtilegur skóli og þar fékk ég
mörg góð tækifæri. En síðan fór ég út í alvarlegt
háskólanám í stjórnmálafræðum hér heima og
að því loknu í framhaldsnám til Bandaríkjanna.
Á þessum árum hugsaði ég aldrei um blaða-
mennsku sem framtíðarstarf. En örlögin höguðu
því þannig að nú er ég á kafi í blaðamennskunni
og ég held að ég gæti ekki verið að fást við neitt
skemmtilegra. I þessu starfi sameinast í raun allt
sem ég hef áhuga á: ég fæ gott tækifæri til að
fylgjast með, les mikið erlend tímarit, hef tæki-
færi til að skrifa um pólitík og umgangast mikið
af fólki. En ég hef ekki eingöngu áhuga á blaða-
mennskunni sem slíkri, heldur alveg jafnmikinn
áhuga á útgáfu- og stjórnunarhliðinni."
AÐ VÍKKA HEIMSMYND
FÓLKS
„Og þetta einvalalið sem er með mér vílar
ekki fyrir sér að vinna tuttugu og fjóra tíma á
sólarhring gerist þess þörf. Okkar daglega starf
felst í því að sigta út fólk, strauma og nýjungar,
bæði hérlendis og erlendis, og síðan að gera út-
tekt á þessum hlutum með það fyrir augum að
standa undir nafni: að víkka heimsmynd fólks!“
Amen, hugsa ég og spyr síðan hvað af þessu
henni finnist skemmtilegast. Loksins fæ ég svar
sem er stutt og laggott: „Að skipuleggja blaðið."
— Hvað er þér minnisstœðast þessa stund-
ina úr starfinu?
,Ég hef vissulega hitt og kynnst mörgu at-
hyglisverðu og skemmtilegu fólki í þessu starfi.
En allra skemmtilegast þykir mér þegar ég sit
við tölvuna mína niðri í Aðalstræti, helst eftir
miðnætti tíu tímum fyrir „deadline", með Jóni
Óskari teiknandi í einu horni og Helga Skúla
prófarkalesandi í öðru, og blaðamaðurinn hellir
upp á kaffi á klukkutíma fresti. Þetta finnst mér
skemmtilegast: þegar eitthvað er alveg að verða
til!“
— Hefurðu einhvern tíma lent í verulegum
leiðindum eða erfiðleikum í þessu starfi?
Nú þarf Herdís loks að hugsa sig um andartak
en svarar svo: „Ef svo er þá er ég búin að gleyma
því. Ég man frekar fyndnu og skemmtilegu hlut-
ina. Svo er ég reyndar lítið gefin fyrir frásagnir
úr fortíðinni. Það er svo karlalegt. Það er frekar
að ég sjái fortíðina svolítið myndrænt fyrir mér.
Ég lifi fyrst og fremst í nútíðinni og reyndar heil-
mikið í framtíðinni þótt það geti verið varhuga-
vert. En fortíðin... þegar ég verð hundgömul,
ef ég lifi þá svo lengi, þá verður kannski pláss
fyrir nostalgíu. Vonandi ekki fyrr.
Ég held að maður geri sér almennt ekki grein
fyrir hversu miklu máli nútíðin skiptir. Dagurinn
í dag. Ég hlakka virkilega til þess að vakna á
morgnana. Stundum finnst mér synd að þurfa
að sofa. Svei mér þá, ég held að yfirleitt þurfi ég
að vaka í átján tíma til að geta sofnað!" segir hún
af miklum sannfæringarkrafti.
— Þú dragnast semsé ekki með neina óþœgi-
lega fortíðardrauga?
„Nei. í fyrsta lagi finnst mér ég vera frekar ung
og í öðru lagi finnst mér ég hafa lifað þannig að
ég þurfi ekki að dragnast með einhverja fortíð-
ardrauga. Ég held að ég hafi alltaf verið dálítið
skynsöm þótt ég hafi oft verið ráðvillt. En ég hef
aldrei leyft mér að vorkenna sjálfri mér, né haft
ástæðu til þess. Ég hef kynnst fólki sem á bágt,
ég á vinkonu sem lamaðist og er bundin í hjóla-
stól ævilangt. Það er aftur á móti umhugsunar-
efni.“
BJARTSÝN EN RAUNSÆ
EFAHYGGJUMANNESKJA
„Ég tel mig vera efahyggjumanneskju en er líka
bjartsýn, og nokkuð raunsæ. Þegar maður
stendur frammi fyrir valkostum og erfiðri
ákvörðun getur maður auðvitað aldrei vitað fyr-
ir víst hvort ákvörðunin sem maður tekur er sú
„rétta". En ég er ekki hrædd við slíkt. Stundum
verður maður að taka áhættu."
Nú er ef til vill ekki úr vegi að spyrja stjórn-
málafræðinginn hvernig henni hugnist íslensk
flokkapólitík, hvort flokksstarf og framboð
freisti hennar til að mynda.
„Annars vegar stendur að mér sterkur fram-
sóknarstofn í föðurætt með einhverjum komm-
um inn á milli, hins vegar sjálfstæðisstofn í móð-
urætt,“ segir Herdís. „En ég held að hið íslenska
flokkspólitíska Iitróf eigi ekki sterk ítök í mér.
Nei, mér finnst það reyndar hálfdapurlegt.
Hundleiðinlegt! Mest eru þetta tækniiegar úr-
lausnir og þvaður á þingi. Mér finnst leiðinlegt
að hugsa til þess hversu margt ágætt fólk hefur
engin afskipti af pólitík. Hér ríkir mikil pólitísk
lognmolla. Það liggur við að Alþingi hafi misst
lögmæti sitt. Nú til dags gantast fólk frekar með
hinar og þessar týpur í stjórnunarliðinu, en það
geri sér rellu út af hverju fram vindur þar.
Svo eru einhver hverfafélög að velta sér upp
úr einhverjum tæknilegum úrlausnum mála.
Fyrir utan argaþvargið út af einhverjum próf-