Helgarpósturinn - 15.05.1986, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 15.05.1986, Blaðsíða 21
v JM erðskrá skipafélaganna virð- ist eitthvað vera á reiki, eftir því sem við heyrum hérna á HP. Þannig fréttum við eftir mjög áreiðanlegum leiðum, að einum manni hefði tekist að prútta duglega við Eimskip um stálflutninga á dögunum. Hann fór á fund forráðamanna þess fyrir félaga sinn sem rekur járnvöruverslun úti á landi og athugaði hvað það myndi kosta hann að flytja tilgreindan farm frá Evrópu til höfuðstöðvanna í Reykjavík og síðan út á land. 1100 þúsund krónur var fyrsta tilboð Eimskipsmanna, sem okkar manni fannst svimandi upphæð og lamdi því í borðið. f sem skemmstu máli — og eftir nokkur bönk til viðbótar — hafði honum tekist að lækka flutn- ingskostnaðinn um hvorki meira né minna en hálfa milljón króna, niður í 600 þúsund krónur, með hörkunni einni saman. Þetta prútt mun vera með því best heppnaða sem heyrst hefur af á síðustu vikum, en nokkuð Ijóst þykir að þessa viðskiptaháttar sé farið að gæta verulega hjá skipa- félögunum. Menn eru enda sam- mála um að núgildandi verðskrá skipaflutninganna sé meingölluð og allsendis úr takti við aðra verðþró- un í landinu. Það komi því æ oftar fyrir að mönnum sé mismunað í þessum efnum — einfaldlega eftir því hvað þeir eru harðir. . . A ^^^^rsþing FIFA, alþjóðaknatt- spyrnusambandsins, verður haldið í Mexíkó á næstu dögum. Þangað fara af Islands hálfu Gunnar Sig- urðsson stjórnarformaður KSÍ og landsliðsnefndarmaður og Þór Símon Ragnarsson gjaldkeri KSI. Við heyrum að meðal margra manna innan Knattspyrnusam- bandsins ríki reiði yfir því að Gunn- ar hafi verið valinn til þessarar „húllumhæreisu" eins og hún er gjarnan nefnd. Ástæðan mun vera sú að þar fer mjög umdeildur maður sem á undanförnum tveimur árs- þingum KSÍ hefur einungis „rétt skriðið1' inn í stjórnina, auk þess sem framkoma Gunnars í opinber- um erindagjörðum fyrir sambandið hefur víst ekki verið til sóma hingað til. Þar er sérstaklega bent á fram- ferði hans við Jock heitinn Stein, en Gunnar hreytti í hann ónotum og réðst að sumra mati beinlínis á hann, þegar hann var að stýra skoska landsliðinu í leik gegn Is- lendingum á síðasta ári hér heima, en þetta mál varð einmitt að heitu blaðamáli á sínum tíma. . . A knattspyrnusviðinu heyrum við líka þær fréttir að miða- verð á landsleiki hafi hækkað um allt að 100% frá síðasta sumri, ólíkt hraða verðbólgunnar. Þannig komi stúkumiðar til með að kosta 550 krónur í sumar, en kostuðu 400, stæðamiðar fari í 350 úr 250 og barnamiðar sem áður hafi kostað 50 kall kosti nú allt í einu hundrað. Eins og sést kemur þessu mikla hækkun verst niður á börnum eða þar sem síst skyldi. Hún tekur gildi núna í lok maí, þegar mót þriggja landsliða fer fram á Laugardalsvelli, en auk okk- ar taka þátt í því írar og geislavirkir Tékkar... Þetta sett kostar kr. 16.387,- án púða kr. 19.187,- með púðum HxvVIHy H 'FAUidAF ^l a g e r (/y Eyiaslóð 7, Reytiavik Póslkólf 659 Simar 14093 - 13320 Naínnr 9879 -1698 Á hverjum degi kemur fjöldi ísiendinga í söiuskrifstofuna Lækjargötu, hver með sínar sérþarfir. Allir vilja þeir fá bestu þjónustu sem völ er á. Sillu og samstarfsmönnum hennar finnstgaman í vinnunni. Af langri reynslu og fagþekkingu leysa þau hvers manns vanda. Og Sillu líkar vel við fólk sem vill fara eigin leiðir! Söluskrifstofur Flugleiða eru ferðaskrifstofur ótæmandi möguleika. í ár er framboðið meira en nokkru sinni áður. Við fljúgum til 21 viðkomustaðar í 15 löndum. Getum boðið sumarhús í Þýskalandi og Austurríki, flug og bíl í 7 Evrópulöndum og húsbáta í Englandi, Skotlandi, írlandi og Frakklandi. Þó er fátt eitt talið því við getum pantað framhaldsflug, bílaleigubíla og hótel hvar sem er í heiminum. Næst þegar þú ætlar úr landi, komdu við hjá Sillu. Þú kemur örugglega til baka. Síminn á söluskrifstofunni í Lækjargötu er 690100 FLUGLEIDIR jSSr DAG HVERN SENDIRHÚN SILLA FJÖLDA ÍSLENDINGA ÚR LANDI HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.