Helgarpósturinn - 15.05.1986, Side 28

Helgarpósturinn - 15.05.1986, Side 28
Allir kannast við þá, allir hafa séö þá í sjónvarpi, heyrt í þeim í útvarpi, fesið álit þeirra í blööum Magnús Torfi Ólafsson Ólafur Þ. Haröarson Árni Björnsson Þórarinn Eldjárn ísland er fámennt land, það fer ekkert okkar í grafgötur um það. Oftast notfærum við okkur þó mannfæðina til að upphefja okkur. Hver kannast ekki við frasann mið- að við mannfjölda eða þá miðað við höfðatölu, en þá er átt við hvað mörg höfuð íslendingar bera. Þessi viðmiðun er sennilega mest notuð á sviði íþrótta, þegar landinn er að bera sig saman við erlendar stór- þjóðir. Þar ber handboltann hæst. En það gerist ýmislegt fleira hér í heimi en að íslendingar standi sig í handboita meðal stórþjóða. Hérlendis eiga menn í óspektum, þá greinir á um lögfræðitúlkanir, ríf- ast um bókmenntir og listir, kýta um stjórnmál o.fl., o.fl. Erlendis gera stórveldi árásir á smáþjóðir, kjarn- orkuslys verða, hryðjuverk eru framin o.s.frv. o.s.frv. íslenskir fjöl- miðlar telja síðan nauðsynlegt að fjalla um öll þessi mál. En þar er hængur á. Þeir hafa ekki efni á að hafa á launum sérfræðinga á hverju sviði. ■■■■■Meftir G. Pétur Matthíasson myndir Jim Smart o.fl. 28 HELGARPÓSTURINN Fjölmiðlarnir hafa því brugðið á það ráð að leita til aðila úti í bæ. Manna sem eiga að hafa vit á hinu og þessu. Þetta hefur ýmsa kosti, mismunandi fjölmiðlar leita til sömu manna þrátt fyrir mismun- andi pólitískar áherslur hvers fjöl- miðils. Fjölmiðill verður líka meira lifandi á þennan hátt, frekar heldur en ef innanhússmenn tækju að sér öll verk á blaðinu. Stóri gallinn á þessu er fámenni þjóðarinnar og lítil hugmyndaauðgi íslenskra fjölmiðlamanna. Eða þá að fjölmiðlamenn hafi ekki tíma tii að leita til annarra en þeim dettur fyrst í hug. Þessi mannfæð þjóðar- innar gerir það sem sagt að verkum að það er alltaf leitað til sömu mann- anna, þeirra manna sem við á HP teljum starfa hjá íslenskum álitsejöf- um h/f. Alitsgjafarnir eru allt þekkt- ir menn. Við höfum séð þá alla sam- an sitja í skeifu í sjónvarpssal með stjórnanda á milli sín. Þessir menn eru í upphafi fengnir til að segja álit sitt á einhverju sér- teknu efni sem þeir gjörþekkja. Komi maðurinn mjög oft fram í fjöl- miðlum hættir þeim til að leita til viðkomandi manns aftur út af ein- hverju öðru en hans sértekna sviði. Þessir menn eru fáir og ekki treystir HP sér til að setja stimpilinn, álits- gjafi par excellence á neinn einn sérstakan. En Helgarpósturinn leit- aði álits nokkurra svona manna á því hvernig það væri að vera álits- gjafi. Og fyrstur svaraði Magnús Torfi Ólafsson, álitsgjafi um útlönd: MAGNÚS TORFI ÓLAFSSON KITLAR HÉGÓMAGIRNDINA „I aðra röndina kitlar það hé- gómagirnd manna að vera taldir í þeim hópi manna sem æskilegt þyk- ir að gefi opinbert álit um hitt og þetta. Hins vegar setur þetta mig gjarnan í nokkurn vanda. Sérstak- lega það að oftast er álits óskað á stundinni um mál sem geta verið snúin. Það er ekki ætíð tóm til að glöggva sig á málum einsog skyldi, því miður. Þetta er svona í hnot- skurn mitt álit á því að vera talinn álitsgjafi." ÞÓRAmiMIM ELDJÁRN: MIG LANGAR EKKI TIL AB VERA ÁLITSGJAFI Þórarinn Eldjárn er álitinn af HP- mönnum vera upprennandi álits- gjafi, þó viidi hann ekki samþykkja það í viðtali. „Ja, ég hef aldrei nokkurn tíma heyrt það að ég væri upprennandi álitsgjafi. Það stafar af fámenninu hér að alltaf skuli leitað til sömu mannanna. Ég held að bæði blaða- menn og eins þeir sem leitað er til ættu að vara sig svolítið á þessu. Þetta er svo helvíti hvimleitt. Það þarf svo lítið til, það er nóg að það sé haft eitthvað eftir einhverjum manni á tveim þrem stöðum þá er eins og hann sé farinn að dóminera alla pressuna." — Þú óttasl ekkert aö uerða álits- gjafi? „Nei, ég vona að ég sleppi við það. Bæði mín vegna og eins þjóðarinn- ar vegna því ég hef mjög óheilbrigð- ar skoðanir á öllum hugsanlegum málum. Ég held að það sé voðalega illa komið fyrir þjóðinni ef þarf að leita til manna eins og mín í ríkum mæli.“ — Þú stofnar meö þessu í hœttu framtíð þinni sem álitsgjafi. „Já, en mig langar heldur ekki til að vera álitsgjafi. Mér líst ekki á það hlutverk, aðallega þó þjóðarinnar vegna.“ ÓLAFUR Þ. HARÐARSON: BÍT AF MÉR BLADAMENN Ölafur Þ. Harðarson stjórnmála- fræðingur beit af sér blaðamann þegar hann var beðinn álits á álits- gjöfum. Hann lofaði að svara daginn eftir en þá var einnig jafn mikið að gera hjá honum en Olafur gaf þó færi á sér. „Ég hef nú ekkert orðið sérstak- lega var við það að menn leiti álits hjá mér. Mér finnst annars ekkert óeðlilegt að háskólakennarar í stjórnmálafræðum gegni hlutverki álitsgjafa í sambandi við stjórnmál. Það má líta á það sem eðlilegan þátt í starfi háskólakennara að segja eitt- hvað um sín efni þegar eftir því er leitað." Páll Skúlason prófessor um álit sitt á álitsgjöfum: „MIKIÐ TIL MOTAÐ AF BLAÐAMÖNNUM „Er ekki verið að leita til manna af því að þeir eru álitnir sérfróðir um hitt og þetta? Álitsgjafarnir og hlutverk þeirra hljóta að lúta að efnum sem oft koma fyrir í fjöl- miðlum. Þegar þú spyrð svona fer ég að velta vöngum yfir því hver tengsl þessara manna eru við það sem kallað er almenningsálitið. Eða hvort bein tengsl eru þar á milli. Þeir eru ekki spurðir af því að þeir eigi að vita álit almennings heldur af öðrum ástæðum. Eg held að til þeirra sé leitað vegna sérþekkingar. Síðan festist þetta við menn ef þeir byrja einu sinni á þessu. Ég hef yfirleitt neitað að gefa álit mitt á málum sem blaða- menn spyrja um vegna þess að mér hefur ekki sýnst að maður ætti að gefa sig út fyrir að vita meira en aðrir. Annars hef ég aldrei hugsað út í þetta hlutverk álitsgjafa sem þú ert að tala um. Blaðamenn móta þetta eflaust mikið. Þeir koma sér upp ákveðn- um sérfræðingum. Það má velta því fyrir sér í þess- um efnum hvort leitað sé til þess- ara ákveðnu manna vegna fróð- Ieiks eða vegna þess að þeir séu kennivald. Það er spurning hvort að sá sem er í ákveðinni stöðu sé þess vegna talinn búa yfir visku og þekkingu," sagði Páll Skúlason að lokum.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.